Morgunblaðið - 04.09.1987, Side 12

Morgunblaðið - 04.09.1987, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 Morgunblaðið/Júlíus Lögreglustjórinn S Reykjavík og menn hans kynntu herferð lögreglunnar S umferðarmálum. Frá vinstri: Ómar Smárí Ármannsson, aðalvarðstjórí, Jónas Hallsson, aðalvarðstjóri, Páll Eiriksson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn, Böðvar Bragason, lögreglustjóri, Sturla Þórðarson, fulltrúi lögreglustjóra og Amþór Ingólfsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Reykjavík; Lögreglan einbeitir sér að umferðarmálunum NÚ ætla allir lögreglumenn i Reykjavík að leggja sitt af mörkum til að bæta ástandið i umferðinni. Lögreglan ætlar i september að hefja sérstakt átak og hefur gert áætlun yfir þá þætti sem þarf að huga að. Á miðvikudag voru lögreglumenn við hraðamælingar og voru þá hátt á annað hundrað ökumenn grípnir á of miklum hraða. Einnig var ástand ökutækja kannað og voru 73 bifreiðar teknar til skoðunar. Flestar voru þær teknar úr umferð, svo greini- legt er að víða er pottur brotinn. Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík og menn hans boðuðu í gær til fundar með fréttamönnum, þar sem kynnt var þessi nýja her- ferð lögreglunnar. Böðvar sagði að þar sem ástandið í umferðinni færi versnandi hefði verið ákveðið að umferðardeild lögreglunnar fengi liðsauka. „Nú verða allir lögreglu- þjónar á vöktum með í átakinu. Við höfum sett upp sérstaka töflu og lögreglumenn vita á hveijum degi á hvað þeir eiga að leggja sérstaka áherslu. Þannig er til dæmis einhver tími tekinn sérstak- lega í að huga að ökuhraða, síðan verður fylgst með umferð um götur nálægt skólum, óskoðaðar bifreiðar stöðvaðar, ökumenn grunaðir um ölvun við akstur verða leitaðir uppi og þannig mætti lengi telja.“ Oku- menn ættu því að hætta að sýna af sér það gáleysi sem oft á tíðum einkennir aksturinn og huga betur að umferðinni. Böðvar sagði að með þessu átaki yrði ekki fjölgað í lögreglunni eða álag aukið á þá sem fyrir eru. „Við höfum einfaldlega endurmetið hvemig við getum best nýtt starfs- kraftinn og því varð úr að allir lögreglumenn leggjast nú á eitt til að sinna umferðarmálunum, enda ástandið einstaklega slæmt þar. Þessu má líkja við það þegar ástandið í miðbæ Reykjavíkur er sem verst um helgar, þá verðum við að beina athygli okkar þangað." Ómar Smári Armannsson, aðal- varðstjóri, sagði að í september í fyrra hefði lögreglan 640 sinnum verið kölluð út vegna umferðaró- happa og þá slösuðust 18 vegfa- rendur. Þessa tölu ætlar lögreglan að lækka og vegfarendur verða að leggja sitt af mörkum til þess að svo megi verða, enda er hagurinn þeirra. „Það þýðir ekki að skella skuldinni á gatnakerfið og ökutæk- in, það er ökumaðurinn sjálfur sem ber ábyrgðina og hann má ekki ofmeta eigin hæfileika," sagði Ómar Smári. Þess má geta í lokin að nú hafa sektir við hraðakstri og öðrum brot- um hækkað verulega og þar við bætast óþægindin sem fylgja því að missa ökuréttindin, svo ekki sé nú minnst á slys á fólki. Böðvar Bragason bað menn að minnast þess að alvarlegustu slysin verða við bestu aðstæðar, þá virðist sem ökumenn gæti síður að sér. Lög- reglan ætlar hins vegar að einbeita sér að því á næstunni að gæta að ökumönnunum, svo vonandi verða ökuníðingar hvergi óhultir. Jarðfræðafélag íslands: Minnispeningiir um dr. Sigurð Þórar- insson jarðfræðing ALÞJÓÐLEG samtök á sviði eld- fjallafræði, IAVCEI (Intema- tional Association of Volcano- logy and Chemistry of the Earth’s Interior), hafa stofnað til sérstakrar viðurkenningar fyrir rannsóknir í eldfjallafræð- um. Þessi viðurkenning er minnispeningur sem ber nafn Sigurðar Þórarinssonar jarð- fræðings, i virðingarskyni við minningu hans, og nefnist „Sig- urdur Thorarinsson Medal“. Frumkvæði að þessari viður- kenningu átti starfshópur um Robert L. Smith, jarðfræðing- ur, sem fyrstur hlaut minnis- peninginn um Sigurð Þórarinsson. sprengi- og þeytigos, en Sigurð- ur vann brautryðjendastarf við rannsóknir á slfkum gosum og gjóskulögunum sem í þeim myndast. Minnispeningurinn um Sigurð Þórarinsson verður að jafnaði veittur á fjögurra ára fresti, þegar þing samtakanna er haldið. Minnispeningurinnvar veittur í fyrsta sinn á nýafstöðnu þingi sam- takanna, sem haldið var í Vancouv- er í Kanada 9.-22. ágúst síðastlið- inn. Fyrstur til að hljóta hann var Robert L. Smith, 66 ára jarðfræð- ingur við Jarðfræðistofnun Banda- ríkjanna (U.S. Geological Survey), Framhlið minnispeningsins. fyrir brautryðjendastarf sitt við rannsóknir á eldgosum sem valda svonefndum gjóskuhlaupum. í slíkum gosum berst meginhluti gosefnanna frá upptökum sínum eins og skriða af heitri gjósku og eldfjallagasi sem leitar undan halla og breiðist hratt yfir umhverfið. í gosum af þessu tagi getur rúmmál gosefnanna skipt hundruðum rúmkílómetra og í flokki þeirra er að finna einhver stærstu gos sem vitað er um á jörðinni. Robert L. Smith kom hingað til lands suma- rið 1957 og kynntist þá Sigurði Þórarinssyni og rannsóknum hans á Heklugosum. Annars hefur hann einkum starfað að jarðhitarann- sóknum f heimalandi sínu. Jarðfræðafélag íslands tók að sér að sjá um gerð minnispenings- ins. Steinþór Sigurðsson listmálari hannaði peninginn. Á framhlið hans er andlitsmynd af Sigurði Þórarinssyni. Umhverfis myndina er áletrun, Sigurdur Thorarinsson Medal og nafn samtakanna sem veita hann, IAVCEI. Bakhliðin er auð en þar verður grafin áletrun eftir þvf sem við á hveiju sinni. Peningurinn er 6 sm í þvermál og er úr ljósri koparblöndu. ÍS-SPOR hf. sá um sláttu en mótin voru grafin af Sporrong AB í Svíþjóð. Jarðfræðafélag Islands á fulltrúa í nefndinni sem úthlutar þessari viðurkenningu, en hún er skipuð fimm mönnum. Fulltrúi Jarðfræða- félagsins í úthlutunamefnd er Sven Þ. Sigurðsson, dósent við Raunvís- indadeild Háskóla íslands. (Fréttatilkynning) Slysavarnaæfing í Mjóafirði: Leitarmenn fluttir með nvjum slöngnbátum Egilsstöðum. i UMFANGSMIKIL æfing SVFÍ í Mjóafirði var haldin fyrir skömmu. Mættar voru 9 sveitir úr umdæmi 8 eða um 70 manns. Æfingin byijaði með þvi að skipuleggja leit og finna þijá menn sem voru tfndir f fjallgarð- inum milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Leitaraðstæður voru mjög erfíð- ar og voru leitarsveitimar fluttar með nýjum harðbotna slöngubát- um sem em í eign slysavamasveit- anna Gerpis á Neskaupstað og ísólfs á Seyðisfirði. Ekki var hægt að fara landleiðina á leitarstað og kom því nauðsyn slíkra björgunar- báta berlega í ljós þama. I miðri leitinni af mönnunum þremur var tilkynnt um trillu sem sokkið hafði í mynni Mjóafjarðar. Við þetta jókst álag á stómstöð mikið og ekki síst vegna þess að þyrla Land- helgisgæslunnar kom nú og tók þátt í leitinni að sjómanninum en menn í stjómstöð höfðu ekki áður stjómað leit með þyrlu. Björgunarbátamir komu nú og sóttu sjómanninn en þyrlan sótti hann í sjúkrahús. Því næst sótti þyrlan sjómanninn sem var blautur og kaldur og fór með hann í sjúkra- hús. Eftir að öllum hafði verið komið mismikið slösuðum til byggða kjmnti Landhelgisgæslan slysavamamönnum búnað þyrl- unnar og kenndi umgengni við hana. Nú var liðið að kvöldi á erfiðum degi og menn fóm að slappa af og slá á léttari strengi. Var þá til- kjmnt um bílveltu sem var enn einn liður í æfingunni og setti það allt úr skorðum og menn voru orðn- ir það þreyttir og slæptir að t.d. fundust ekki sjúkrabömr í fyrstu. Þegar komið var á slysstað vom farþegar illa slasaðir en bílstjórinn sat á steini þar skammt frá með áfengisflösku. Er hann sá slysa- vamamenn koma tók hann til fótanna og hljóp upp í fjallið fyrir ofan slysstað og er slysavama- menn náðu honum b.arði hann frá sér og vildi ekki við þá tala. Á endanum tókst þó að handsama manninn og fljrtja hann til byggða. Á laugardag og sunnudag var æft og kennt sig í bjarg en björg- unarsveitin Ingólfur í Reykjavík sá um þann hluta þessarar um- fangsmiklu æfíngar. Einnig vom æfðar fluglínuæfingar í siglingu um fjörðinn. Á þessari æfingu kynntust leitarmenn erfíðu og grýttu landslagi auk leitar á sjó. I lok helgarinnar var haldinn fund- ur þar sem björgunaraðgerðir vom endurmetnar og að sögn Baldurs Pálssonar umdæmisstjóra svæðis 8 var þetta best skipulagða æfing sem hann hefur komið á og þakk- aði hann það góðri skipulagningu björgunarsveitar SVF Gerpis á Neskaupstað. Baldur gat þess að á Egilsstöðum er starfandi flug- leitarsveit sem starfar með slysa- vamadeildinni Gró. Að lokum má geta þess að ein ný sveit hefur verið stofnuð í umdæmi 8 en það er slysavamasveitin Öm á Bakka- firði. — Maríanna OPIÐ mánudaga til föstudaga kl. 10-18=30 i Laugardaga kl. 10-16 Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.