Morgunblaðið - 04.09.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987
1500 á mánuði.
2000
útborgun
Rotel 1080 rafeindastýrð kr. 11.900, staðgreidd 11.300.
Rotel 1060 rafeindastýrð kr. 10.900, staðgreidd 10.355.
Rotel 1030 stillanlegt sog kr. 8900, staðgreidd 8450.
Svissneskar glæsilegar ryksugur.
Láttu sumartilboðið ekki fara fram hjá þér.
Einar Farestveit &Co.hf.
Borgartúni 28, simi 91-622900.
Flugvellir og
ferðamál
eftirHalldór
Jónsson
Þegar maður virðir fyrir sér Ak-
ureyri frá Vaðlaheiðarhlíðum á
fögrum sumardegi, þá getur maður
ekki annað en dáðst að því, hvemig
vandamálin hafa verið leyst þama
með fyllingunni og brúnum yfir
pollinn.
Fyrir innan liggur flugbrautin,
sem er nú um 1.940 metra löng og
30 metra breið. Til þess að hún
geti tekið við stærstu flugvélum,
þyrfti hún að vera um 3.000 metra
löng og 60 metra breið. Væri hún
það, þá gæti Akureyrarflugvöllur
verið varaflugvöllur fyrir milli-
landaflugið. En slíkur flugvöllur
krefst ýmissar þjónustu, sem nægt
framboð er af á Akureyri.
Þegar ég virti þetta fyrir mér
af Vaðlaheiðarhlíðum einn dýrðleg-
an veðurdag í sumar, þá datt mér
í hug, hvort ekki væri ráð að lengja
flugbrautina í gegn um þjóðveginn
út í pollinn og breikka hana um
leið. Þessi endi þyrfti ekki að vera
í notkun nema þegar mikið stæði
til. Þá mætti einfaldlega loka vegin-
um með bómum sitthvoru megin,
eins og tíðkast við jámbrautarspor,
rétt á meðan stórþotan lendir. Síðan
er allt sem fyrr og Akureyringar
geta notað spottann þess á milli sem
kvartmflubraut eða eitthvað þess
háttar. Hin venjulega flugumferð
myndi nota núverandi völl í sinni
mynd.
Þar sem þess flugvöllur yrði ekki
notaður nema til vara, þegar
Keflavík væri lokuð vegna veðurs
og þá betra veður á Akureyri, þá
sýnist ekki þurfa að óttast aðflugið
svo mjög, þó vissulega sé það í
þrengra lagi fyrir ókunnuga. En
það er ekkert verra en á mörgum
flugvöllum erlendis, t.d. í Innsbruck
og Hong Kong. Þama virðist vera
möguleiki á því að leysa varaflug-
vallardæmið á ódýran hátt. __
Þetta breytir ekki því, að íslend-
ingum er mikil nauðsyn á að koma
einnig upp góðum og stórum flug-
velli á Egilsstöðum, bæði sem
varaflugvelli og sem miðstöð fyrir
björgunar- og eftirlitsflug. Frá Eg-
ilsstöðum yrði styst fyrir vamarliðið
að fljúga í veg fyrir Rússann, þegar
hinar nýju radarstöðvar okkar og
NATO verða þeirrar varar. Mætti
segja mér, að það eitt myndi spara
vamarliðinu ómældar fjárhæðir í
eldsneytiskostnað einungis, þar sem
þama styttist flugleiðin á hveija
þotu um 450 sjómflur á hvert út-
kall, vegna umferðar fyrir Austur-
landi. Sá kostur sem aðsetur
björgunarþyrla og eldsneytisvéla á
Egilsstöðum hefði í för með sér
fyrir öryggi sjómanna á hafinu fyr-
ir austan land, verður ekki mældur.
Nægir að nefna Synetu- og Suður-
landsslysin til þess að átta sig á
þýðingu þess, að sem styzt sé í
björgunarsveitir þegar hættu ber
að höndum.
Uppbygging flugvalla landsins
er því eitt brýnasta byggðamálið,
sem við höfum við að glíma í dag.
Aðeins með greiðum samgöngum
Halldór Jónsson
„Uppbygging flugvalla
landsins er þvi eitt
brýnasta byggðamálið,
sem við höfum við að
glíma í dag. Aðeins með
greiðum samgöngum
getum við byggt þetta
land. A samgöngumál í
lofti, á láði og legi,
verður því að leggja
höfuðáherzlu til þess að
þegnar landsins geti
staðið sem jafnast að
Vlgl.“
getum við byggt þetta land. Á sam-
göngumál í lofti, á láði og legi,
verður því að leggja höfuðáherzlu
til þess að þegnar landsins geti stað-
ið sem jaftiast að vígi.
í Kvöld ki.21 Valgeir Guðjónsson
* * \ Mf
* i ¥
Hveragerði.
Valgeir
Guðjónsson
heldur
tónleika
1