Morgunblaðið - 04.09.1987, Síða 18

Morgunblaðið - 04.09.1987, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: V ettvangsf er ðir Á undanfömum fjórum árum hefur margskonar starfsemi verið skipulögð af Náttúruvemdarfélagi Suðvesturlands með það fyrir aug- um að vekja athygli á náttúru- fræðslu, náttúruvemd og umhverfismálum og koma af stað umræðu um þau. Má þar nefna „Ferðaraðimar" svonefndu. Fyrst var það „Náttúrugripasafn undir berum himni“ til að minna á að íslendingar eiga ekkert náttúm- fræðihús eins og flestar aðarar menningarþjóðir. Því næst „Um- hverfið okkar", náttúruskoðunar- og söguferðir um öll sveitarfélögin á Suðvesturlandi, sextán að tölu, margar ferðir um sum þeirra. I þessum ferðum var fræðslan aðal- lega í langferðabílum en í stuttum gönguferðum sem famar vom á leiðinni urðu oft miklar umræður. í síðustu ferðaröðinni sem byijað var á í haust, „Umhverfisgöngu- ferðunum", gengum við leiðir sem tengja saman útivistarsvæði sveit- arfélaganna í hringferðum um aðalbyggðarlq'amana. Fræðslan var þar á ákveðnum stöðum en umræð- umar urðu í göngunni sjálfri. Bein og óbein áhrif af þesari starfsemi hafa verið vonum framar. Sérstak- lega viljum við þakka náttúmfræð- ingunum og sögu- og ömefnafróð- um mönnum sem vom leiðsögumenn í ferðunum. Komin er af stað töluverð umræða um umhverfismál í fjölmiðlum og und- anfarið hafa verið stofnaðir áhugahópar sem láta til sín taka ákveðin verkefni í náttúmfræðslu og náttúruvemdarmálum. Sveitar- félögin hafa sýnt þessum málum aukinn skilning og margt er í undir- búningi hjá þeim. Nú er ætlunin að NVSV bryddi upp á nýjung sem nefnd verður „vettvangsferðir". Hún er fólgin í því að bjóða upp á stuttar vett- vangsferðir með nýju sniði. Við veljum ákveðna staði og tökum þar fyrir ýmis mál sem tengjast þeim og náttúmvemd, minjavemd og umhverfismálum. Hugmyndin með þessu er að gefa fólki tækifæri til lifandi tengsla við það efni sem fjallað er um hveiju sinni, þ.e. að fræðast um það á stöðunum og fá þar svör við spumingum. Þá er ætlunin að að- stoða fólk við að kynna sér málið nánar. Öllum er heimil þátttaka hvort sem þeir em félagsmenn eða ekki. Þátttökugjald er ekkert. (Frá NVSV) 11! Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðareon Kristján Jóhannsson og Lára Raf nsdóttir á tónleikunum í Borgamesi. Borgarnes: Vel heppnaðir lokatónleikar Borgarnesi. ÓPERUSÖNGVARINN Kristján Jóhannsson hélt síðustu tónleik- ana fyrir Ítalíuför sína á Hótel Borgarnesi um síðustu helgi. Fjölmenni var á tónleikunum og vom undirtektir áheyrenda mjög góðar. Á efnisskránni vom lög eftir Áma Thorsteinsson, Jón Ásgeirs- son, Seharder, Grieg, Sjöberg, Nordqvist, Sibelius, Falvo og Lec- oncvallo. Undirleikari var Lára Rafnsdóttir. ÖRBYLGJUOFN ZANUSSI Einstakt verð XX. HAFNARFIRÐI LÆKJARGÖTU 22 SIMI: 50022 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Kannskí sundið milli Taiwan og Kína sé ekki lengur óbruanlegt EFTIR að herlög voru numin úr gildi á Taiwan í júlímánuði, hafa orðið örar breytingar þar, eins og skrifað hefur verið um í greinum í Morgunblaðinu upp á siðkastið. í nýjasta tölublaði vikuritsins Far Eastern Economic Review sem er gefið út í Hong Kong, er aðalgreinin um, hvers megi nú vænta. Og velt vöngum yfir hversu hratt atburðir hafa gerzt þar síðan herlög- in voru afnumin. Við þá grein er meðal annars stuðzt hér. Þó að herlögin væm afnumin eftir 38 ár, tilkynnti stjómin, að sérstök neyðarlög yrðu áfram og kviðu margir því, að þau gerðu stjómvöldum á Taiwan kleift að halda sínum fyrri tökum. Einnig óttuðust ýmsir, að innbyrðis sun- dmng stjómarandstöðuflokksins, Lýðræðislega framfaraflokksins, DPP, mjmdi gefa stjómarflokkn- um, Kuomintang, KMT, átyllu til inn er ekki að efa, að margir í innsta hring flokksins em þessu andsnúnir og vilja hamra áfram á ógn og hættu, sem frá meginl- andinu stafar. Á liðnum vikum hefur það sýnt sig, að þeir hafa enn sem komið er farið sínu fram. í skrifum blaða á Taiwan sér þessa merki á hveijum degi. Athygli vakti í vikunni, þegar blaðið „Central Daily News“ birti áber- Taiwan gætu orðið til að einhvers konar tengsl yrðu mynduð við meginlandsstjómvöld. En þessar breytingar í lýðræðishátt á Taiwan og áhugi á auknum umsvifum út- lendra stórfyrirtækja, gætu að mati sumra sérfræðinga í þessum heimshluta, leitt til þess að stjóm- in í Peking myndi hugsa sig um oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, áður en skipulagi og stjómkerfi Hong Kong er breytt. Kínverska stjómin gæti ályktað sem svo, að breytingar í lýðræði- sátt á Taiwan stefndu að því, að landið lýsti yfir sjálfstæði og þar með gæti verið, að Hong Kong búar færu að hafa uppi einhveija kröfugerð um einhveija sjálfs- Deng Kínaforingí styður, að fylgt verði „þolinmæðisstefnunni." Frá Taiwan að skella herlögunum á, ef henni sýndist svo. Nú er að koma í ljós, að það er ekki síður innan KMT, sem ósk- að er breytinga og ýmsir forsvars- menn flokksins hafa hiklaust lýst þeim hugmyndum, sem þeir vilja, að verði hrint í framkvæmd. Nú fyrir nokkrum dögum efndu til dæmis þúsundir fyrverandi opin- berra starfsmanna, sem eru komnir á eftirlaun, til útifundar við aðalbækistöððvar flokksins í Taipei. Langflestir fundarmanna eru flokksbundir í KMT. Þar vom höfð upp kröfuspjöld um félagsleg- ar umbætur og einnig var þess krafizt, að stjómin féllist opin- berlega og pukrunarlaust á að leyfa Taiwönum að fara í heim- sóknir upp á meginland Kína. Frá því hefur verið sagt í greinum um Taiwan, að stjómin hefur aflétt helztu hömlum við ferðum til Hong Kong, en þaðan fara Taiwanar síðan inn í Kína. Með þessu hugði stjómin án efa, að hún gæti sefað óánægju manna nægilega mikið til að ekki þyrfti að ganga lengra að sinni. Eftir því sem segir í grein Carl Goldstein í Far Eastem Ec- onomic Review er nú jafnvel búizt við, að stjómvöld fallizt á það, fyrir opnum tjöldum, að menn heimsæki meginlandið. Það væru mikil tíðindi, svo að ekki sé dýpra í árinni tekið. Chiang Ching-kuo forseti og Lee Huan, flokksleiðtogi, sem óumdeil- anlega eru áhrifamestir í forystu KMT hafa sagt afdráttaraluast, að þeir séru staðráðnir í að gera þær umbætur, sem eru nauðsyn- legar til að Taiwan geti með réttu kallað sig lýðræðisríki. Á hinn bóg- andi frétt um, að ákveðið hefði verið að efna til ritgerðarsam- keppni um efnið „Eitt land, tvö stjómkerfi." Þó svo að fæstir for- ystumanna á Taiwan geti hugsað þá hugsun til enda, að Taiwan sameinaðist skilmálalaust meginl- andi Kína, ber þetta vott um, að stjómvöld vilja kanna hug ungu kynslóðarinnar til þessa máls, ekki hvað sízt í ljósi breytinganna að undanfömu og enn frekari áforma. Margir Taiwanar leggja ekki alls kostar trúnað á yfirlýsingar sijómarinnar í Peking um, að land- svæði eins og Hong Kong, fái að halda kapitalisku kerfi sínu eftir 1997. Og meirihluti Taiwana er enn sem komið er, í alvöru mót- fallinn því, að slík tilraun verði reynd á Taiwan. Á hinn bóginn gæti breytingin á stöðu Hong Kong hleypt meira kappi í Taiwana að finna lausn á sinni eigin framtíð. Sumar hugmyndir snúast um, að Taiwan skuli taka við af Hong Kong sem alþjóðleg fjármálamið- stöð. Augljóst er, að reynt er með ýmsum ráðum að ýta undir erlenda fjárfestingu í landinu og erlendum stórfyrirtækjum í Hong Kong hafa verið boðnir hagstæðir kostir, ef þau verði flutt til Taiwan. Sömu- leiðis stendur fyrir dyrum herferð til að fá Hong Kong íbúa til að flytjast búferlum til Taiwan í rfkara mæli en nú. En eins og komið hefur fram hafa þúsundir manna frá Hong Kong sótt um að flytjast til Bandaríkjanna og Kanada, eftir að sýnt var, að Hong Kong myndi sameinast Kínverska alþýðulýðveldinu. Sumir fréttaritarar halda þvi fram að umbætur í lýðræðisátt á stjóm.Það vilja Kínveijar vitanlega fyrir hvem mun forðast. Þetta em vitanlega allt hugmyndir og óljósar bollaleggingar, það veit svo sem enginn, öðmm fremur, hver áhrif aukins fijálsræðis á Taiwan gætu orðið. Það em engin ný sannindi, að Peking stjómin metur það svo, að óhjákvæmilegt sé, að Taiwan sam- einist Kínverska alþýðulýðveldinu. En eftir að herlögunum á eynni var aflétt og kannski einkum eftir að það fór að verða sýnilegt, að stjómvöld stefna að því, ofurhægt og rólega að vísu - til að missa ekki andlitið of snögglega, að þau væm kannski tilleiðanleg að rétta sáttarhönd yfir sundið, er eins og Pekingstjómin hafi ákveðið að taka upp mjúka og umburðarlynda afstöðu gagnvart Taiwan. Og sé reiðubúin að bíða. Deng Kínafor- ingi komst þannig að orði nýlega, svo að enn sé vitnað i Far Eastem Economic Review að sundið virtist ekki jafti óbrúanlegt, og það hefði verið. Hann gaf í skyn, að það myndi koma í ljós á fyrsta fjórð- ungi 21.aldar, að sameining kynni að reynast raunhæfur kostur. Orð hans renna því stoðum und- ir fyrrnefnda umburðarlyndis- stefnu. Á Taiwan virðist engum detta í hug, að menn séu reiðubún- ir til að stíga það skref að lýsa yfir sjálfstæði og gera þar með að engu vonir, sem menn ala með sér um sameiningu. Því að þrátt fyrir allt vilja Taiwanar vera í Kína. En það vefst fyrir öllum hvemig unnt verði að ganga frá því, svo að allir sætti sig við. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Og gerir það ugglaust áfram um langar tíðir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.