Morgunblaðið - 04.09.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987
29
1,1 milljón dollara styrk-
ur á 10 ár um tll matvæla-
rannsókna á Islandi
BANDARÍSKA KeUogg-stofn-
unin hefur veitt 1,1 milljón
dollara á tiu árum til að byggja
upp fullkonma aðstöðu til mat-
vælarannsókna og matvæla-
fræðikennslu á íslandi. Þessu
verkefni KeUogg-stofnunar-
innar lýkur nú með alþjóðlegri
ráðstefnu á Hótel Sögu sem
fjallar um áhrif mismunandi
vinnslu á næringargUdi fæð-
unnar.
Á ráðstefnunni er fjallað um
hvaða áhrif mismunandi vinnsla
hefur á matvæli og hvemig með-
höndla megi matinn til að hann
haldi sem mestu næringargildi.
Ráðstefnan hófst síðastliðinn mið-
vikudag og stendur fram á fostu-
dag. Hana sækja 80 sérfræðingar
frá ýmsum löndum auk innlendra
sérfræðinga og alls verða flutt 29
erindi. Fyrir ráðstefnunni standa
Háskóli Islands, Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins, Rannsókna-
stofnun fískiðnaðarins, Kellogg
stofnunin og Samtök evrópskra
næringarfræðinga.
Allir fiskmarkaðir
heimsins gætu opnast
Á miðvikudaginn voru flutt þrjú
erindi fyrir hádegi og sjö eftir
hádegi. Aðalumræðuefnið voru
nýjar aðferðir við vinnslu mat-
væla. Hina ráðstefnudagana
verður rætt um tengsl matvæla-
vinnslu við næringarfræðina.
Meðal fyrirlesara á miðvikudegin-
um var dr. Bjöm Sigurbjömsson
sem stýrir sameiginlegri stofnun
Matvæla- og landbúnaðarstofnun-
ar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða
kjamorkumálastofnunarinnar. Er-
indi dr. Bjöms hét: „Notkun
geislatækni við geymslu mat-
væla.“ í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins sagði dr. Bjöm
að með notkun geisla mætti geyma
físk ferskan í þijár vikur. Rann-
sóknir og þróun á þessari tækni
hafa staðið yfír frá árinu 1969 og
íslendingar hafa verið með í því
frá byijun. Dr. Bjöm sagði að
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin
teldi að þessi aðferð væri sú eina
sem dygði til að drepa salmonellur
í kjúklingakjöti. „Það er mikill
áhugi hjá Rannsóknarstofnun
fískiðnaðarins á að koma aðferð-
inni í gagnið," sagði Bjöm. „Ef
þessi meðferð á físki verður leyfð
þá opnast allir fískmarkaðir í
heiminum fyrir okkur íslendinga."
Rannsóknir og vöru-
þróun lífsnauðsyn
Þorsteinn Tómasson forstjóri
Rannsóknarstofnunar landbúnað-
arins sagði að Kellogg-stofnunin
hefði frá árinu 1977 aðstoðað við
að byggja upp fullkomna aðstöðu
til matvælarannsókna og kennslu
í matvælafræði hér á landi. Frá
Gary W. King framkvæmdastjóri
Kellogg-stof:nunarinnar.
árinu 1977 hefðu 65 matvæla-
fræðingar útskrifast úr Háskólan-
um. „Hér var engin rannsóknarað-
staða nema hjá Rannsóknarstofn-
un fískiðnaðarins," sagði
Þorsteinn. „Nú höfum við tilrauna-
eldhús, kjötrannsóknarstöð og
fullkomna aðstöðu til þess að rann-
saka efnasamsetningu kjöts og
Morgunblaðið/KGA
Dr. Björn Sigurbjörnsson (t.v.) og Þorsteinn Tómasson.
mjólkur. Auk þess hefur stofnunin
hjálpað okkur við að reisa hús
fyrir rannsóknimar uppi á Keld-
um.“ Þorsteinn sagði að fyrir þjóð
sem byggði afkomu sína á mat-
vælaframleiðslu væri nauðsynlegt
að leggja mikla áherslu á rann-
sóknir og þróunarvinnu. „Rann-
sóknir og vömþróun em
fmmskilyrði þess að við höldum
velli í alþjóðlegri samkeppni. Þess
vegna var aðstoð Kellogg-stofnun-
arinnar ómetanleg fyrir okkur,“
sagði hann.
Góður árangur
Framkvæmdastjóri Kellogg-
stofnunarinnar er Gary W. King.
Hann sagði að frá árinu 1952
hefði stofnunin stutt Evrópuríki
til að ná sér eftir seinni heimsstyij-
öldina og koma á rannsóknum og
kennslu í matvælafræði og læknis-
fræði. Finnland, Noregur og írland
hefðu verið studd í þessu sam-
bandi og árið 1977 hefði röðir
komið að íslandi. ísland hefði jafn-
framt verið síðasta Evrópulandið
til að hljóta aðstoðina því nú ætl-
aði Kellogg-stofnunin að einbeita
sér að Suður-Ameríku og Mið-
Ameríku. King kvaðst mjög
ánægður með hve mikill árangur
hefði náðst hér á landi. Hann taldi
þó að laun hjá hinu opinbera væm
það lág að erfítt gæti orðið að
fínna hæft og menntað fólk til að
starfa við matvælavinnslu og mat-
vælafræði.
„Þessi ráðstefna er síðasti hlut-
inn í aðstoðarverkefni okkar á
íslandi," sagði King. „Hér gefsi
gott tækifæri til að kynna um-
heiminum hvað áunnist hefur á
þessum 10 ámm sem liðin em.
Auk þess er ráðstefnan góð land-
kynning fyrir ísland,“ sagði hanr
að lokum.
ViDEO CASSETTE
RECORDER
HR-D210E
X/F^Sii-isfcern
VIIS
Ég vel JVC myndbandstækið
vegna gæða þess.
Með afspilun og upptöku á
JVC HR-D210 tækinu fást
bestu myndgæði sem ég hef séð.
JVC er brautryðjandi í
nýjungum,þróun og þjónustu.
JVC er traust vörumerki.
kr4l.700-
UMBOÐSAÐILAR:
AKUREYRI: HLJÖMDEILD KEA, HLJÓMVER
HÚSAVÍK: KF. ÞINGEYINGA, RADÍÓVER
NESKAUPSTAÐUR:BÚLAND
REYÐARFJÖRÐUR: MYNDBANDALEIGAN
EGILSSTAÐIR: KF. HÉRAÐSBÚA
SEYÐISFJÖRÐUR: KF. HÉRAÐSBÚA
DJÚPIVOGUR: KASK
HÖFN: KASK
VÍK: KF. SKAFTFELLINGA
HVOLSVÖLLUR: KF. RANGÆINGA
HELLA: VIDEÓLEIGAN
VESTMANNAEYJAR: SJONVER
HAFNARFJÖRÐUR: RADÍÓRÖST
AKRANES: SKAGARADÍÓ
BORGARNES: KF BORGFIRÐINGA
STYKKISHÓLMUR: HÚSIÐ
GRUNDARFJÖRÐUR: GUÐNI E HALLGRÍMSSON
HELLISSANDUR: BLÓMSTURVELLIR
ÍSAFJÖRÐUR: PÚLLINN
BÚÐARDALUR: ÁSUBÚÐ
BORDEYRI: KF. HRÚTFIRÐINGA
BLÖNDUÓS: KF. HÚNVETNINGA
SAUÐÁRKRÓKUR: HEGRI
SELFOSS: MM BÚÐIN
ÞORLÁKSHÖFN: RÁS
KEFLAVlK: HLJOMVAL
FACO HF IAUGAVEGI89
SIGLUFJÖRÐUR: AÐALBÚÐIN
ÓLAFSFJÖRÐUR: VALBERG
DALVÍK: ELEKTRÓ