Morgunblaðið - 04.09.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.09.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 29 1,1 milljón dollara styrk- ur á 10 ár um tll matvæla- rannsókna á Islandi BANDARÍSKA KeUogg-stofn- unin hefur veitt 1,1 milljón dollara á tiu árum til að byggja upp fullkonma aðstöðu til mat- vælarannsókna og matvæla- fræðikennslu á íslandi. Þessu verkefni KeUogg-stofnunar- innar lýkur nú með alþjóðlegri ráðstefnu á Hótel Sögu sem fjallar um áhrif mismunandi vinnslu á næringargUdi fæð- unnar. Á ráðstefnunni er fjallað um hvaða áhrif mismunandi vinnsla hefur á matvæli og hvemig með- höndla megi matinn til að hann haldi sem mestu næringargildi. Ráðstefnan hófst síðastliðinn mið- vikudag og stendur fram á fostu- dag. Hana sækja 80 sérfræðingar frá ýmsum löndum auk innlendra sérfræðinga og alls verða flutt 29 erindi. Fyrir ráðstefnunni standa Háskóli Islands, Rannsóknastofn- un landbúnaðarins, Rannsókna- stofnun fískiðnaðarins, Kellogg stofnunin og Samtök evrópskra næringarfræðinga. Allir fiskmarkaðir heimsins gætu opnast Á miðvikudaginn voru flutt þrjú erindi fyrir hádegi og sjö eftir hádegi. Aðalumræðuefnið voru nýjar aðferðir við vinnslu mat- væla. Hina ráðstefnudagana verður rætt um tengsl matvæla- vinnslu við næringarfræðina. Meðal fyrirlesara á miðvikudegin- um var dr. Bjöm Sigurbjömsson sem stýrir sameiginlegri stofnun Matvæla- og landbúnaðarstofnun- ar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða kjamorkumálastofnunarinnar. Er- indi dr. Bjöms hét: „Notkun geislatækni við geymslu mat- væla.“ í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagði dr. Bjöm að með notkun geisla mætti geyma físk ferskan í þijár vikur. Rann- sóknir og þróun á þessari tækni hafa staðið yfír frá árinu 1969 og íslendingar hafa verið með í því frá byijun. Dr. Bjöm sagði að Alþjóða heilbrigðismálastofnunin teldi að þessi aðferð væri sú eina sem dygði til að drepa salmonellur í kjúklingakjöti. „Það er mikill áhugi hjá Rannsóknarstofnun fískiðnaðarins á að koma aðferð- inni í gagnið," sagði Bjöm. „Ef þessi meðferð á físki verður leyfð þá opnast allir fískmarkaðir í heiminum fyrir okkur íslendinga." Rannsóknir og vöru- þróun lífsnauðsyn Þorsteinn Tómasson forstjóri Rannsóknarstofnunar landbúnað- arins sagði að Kellogg-stofnunin hefði frá árinu 1977 aðstoðað við að byggja upp fullkomna aðstöðu til matvælarannsókna og kennslu í matvælafræði hér á landi. Frá Gary W. King framkvæmdastjóri Kellogg-stof:nunarinnar. árinu 1977 hefðu 65 matvæla- fræðingar útskrifast úr Háskólan- um. „Hér var engin rannsóknarað- staða nema hjá Rannsóknarstofn- un fískiðnaðarins," sagði Þorsteinn. „Nú höfum við tilrauna- eldhús, kjötrannsóknarstöð og fullkomna aðstöðu til þess að rann- saka efnasamsetningu kjöts og Morgunblaðið/KGA Dr. Björn Sigurbjörnsson (t.v.) og Þorsteinn Tómasson. mjólkur. Auk þess hefur stofnunin hjálpað okkur við að reisa hús fyrir rannsóknimar uppi á Keld- um.“ Þorsteinn sagði að fyrir þjóð sem byggði afkomu sína á mat- vælaframleiðslu væri nauðsynlegt að leggja mikla áherslu á rann- sóknir og þróunarvinnu. „Rann- sóknir og vömþróun em fmmskilyrði þess að við höldum velli í alþjóðlegri samkeppni. Þess vegna var aðstoð Kellogg-stofnun- arinnar ómetanleg fyrir okkur,“ sagði hann. Góður árangur Framkvæmdastjóri Kellogg- stofnunarinnar er Gary W. King. Hann sagði að frá árinu 1952 hefði stofnunin stutt Evrópuríki til að ná sér eftir seinni heimsstyij- öldina og koma á rannsóknum og kennslu í matvælafræði og læknis- fræði. Finnland, Noregur og írland hefðu verið studd í þessu sam- bandi og árið 1977 hefði röðir komið að íslandi. ísland hefði jafn- framt verið síðasta Evrópulandið til að hljóta aðstoðina því nú ætl- aði Kellogg-stofnunin að einbeita sér að Suður-Ameríku og Mið- Ameríku. King kvaðst mjög ánægður með hve mikill árangur hefði náðst hér á landi. Hann taldi þó að laun hjá hinu opinbera væm það lág að erfítt gæti orðið að fínna hæft og menntað fólk til að starfa við matvælavinnslu og mat- vælafræði. „Þessi ráðstefna er síðasti hlut- inn í aðstoðarverkefni okkar á íslandi," sagði King. „Hér gefsi gott tækifæri til að kynna um- heiminum hvað áunnist hefur á þessum 10 ámm sem liðin em. Auk þess er ráðstefnan góð land- kynning fyrir ísland,“ sagði hanr að lokum. ViDEO CASSETTE RECORDER HR-D210E X/F^Sii-isfcern VIIS Ég vel JVC myndbandstækið vegna gæða þess. Með afspilun og upptöku á JVC HR-D210 tækinu fást bestu myndgæði sem ég hef séð. JVC er brautryðjandi í nýjungum,þróun og þjónustu. JVC er traust vörumerki. kr4l.700- UMBOÐSAÐILAR: AKUREYRI: HLJÖMDEILD KEA, HLJÓMVER HÚSAVÍK: KF. ÞINGEYINGA, RADÍÓVER NESKAUPSTAÐUR:BÚLAND REYÐARFJÖRÐUR: MYNDBANDALEIGAN EGILSSTAÐIR: KF. HÉRAÐSBÚA SEYÐISFJÖRÐUR: KF. HÉRAÐSBÚA DJÚPIVOGUR: KASK HÖFN: KASK VÍK: KF. SKAFTFELLINGA HVOLSVÖLLUR: KF. RANGÆINGA HELLA: VIDEÓLEIGAN VESTMANNAEYJAR: SJONVER HAFNARFJÖRÐUR: RADÍÓRÖST AKRANES: SKAGARADÍÓ BORGARNES: KF BORGFIRÐINGA STYKKISHÓLMUR: HÚSIÐ GRUNDARFJÖRÐUR: GUÐNI E HALLGRÍMSSON HELLISSANDUR: BLÓMSTURVELLIR ÍSAFJÖRÐUR: PÚLLINN BÚÐARDALUR: ÁSUBÚÐ BORDEYRI: KF. HRÚTFIRÐINGA BLÖNDUÓS: KF. HÚNVETNINGA SAUÐÁRKRÓKUR: HEGRI SELFOSS: MM BÚÐIN ÞORLÁKSHÖFN: RÁS KEFLAVlK: HLJOMVAL FACO HF IAUGAVEGI89 SIGLUFJÖRÐUR: AÐALBÚÐIN ÓLAFSFJÖRÐUR: VALBERG DALVÍK: ELEKTRÓ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.