Morgunblaðið - 04.09.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.09.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 Reuter Spandau fangelsi rifið Breskir verkamenn eru teknir til við að rífa Spandau-fangelsið í Vestur-Berlín en Rudolf Hess, einn nánasti samstarfsmaður Adolfs Hitler, eyddi síðustu 40 árum ævi sinnar innan múra þess. Hess lést 17. ágúst og var þá hlutverki Spandau lokið. Það verður jafnað við jörðu. Myndin var tekin í gær og sýnir breskan verkamann að störfum. Viðræður um framtíð Afganistans: Stjórnin í Kabúl slær af kröfum Islamabad i Pakistan, Reuter. VIÐRÆÐUR á vegum Sameinuðu þjóðanna um frið í Afganist- an munu hefjast á ný á mánudag í næstu viku í Islamabad. Talið er líklegt að kommúnistastjórnin í Kabúl muni slá af kröfum sínum og samþykkja að sovéska innrásarliðið yfirgefi landið á skemmri tíma en hún hefur hingað til krafist. Viðræður þessar munu aðeins standa í fjóra daga og voru ákveðn- ar öllum að óvörum af sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna, Diego Cordovez. Ágreiningur milli afgönsku stjómarinnar og Pakistansstjómar um tímaáætlun fyrir brottflutning sovésku heijanna minnkaði í síðustu lotu viðræðnanna í mars. Pakistan, sem hýsir nærri þijár milljónir afg- anskra flóttamanna og bækistöðvar afganskra uppreisnarmanna, féllst á að herimir færu á sjö mánuðum í stað þriggja, sem áður var kraf- ist. Afganska stjómin féll frá kröfu um að brottflutningurinn færi fram á fjórum árum og samþykkti átján mánuði. Háttsettur sovéskur embættis- maður í Islamabad sagði í gær að Kabúlstjómin kynni nú að fallast á enn styttra tímabil. Hann vildi þó ekki tilgreina það nákvæmlega og sagði: „Kannski fímmtán mánuðir, kannski tólf, kannski sjö mánuðir, ég veit það ekki.“ Ekki er enn vitað um viðbrögð Pakistana við þessum ummælum, en embættismenn í utanríkisráðu- neytinu hafa áður sagt að þeir byggjust ekki við að samkomulagi yrði náð í þessari samningalotu. Þeir sögðu að Kabúlstjóminni yrði það tvímælalaust í hag að sam- þykkja styttri tímaáætlun fyrir brottflutning Sovétmanna áður en Allsheijarþing SÞ tæki Afganist- anstríðið fyrir síðar á þessu ári. Bandarískir embættismenn sögðu á þriðjudag að Bandaríkja- stjóm myndi hugsanlega sam- þykkja að Sovétmenn drægju heri sína til baka á einu ári. Þeir sögðu aukinn skilning á því í Washington að krafa um að herinir færu á hálfu ári, væri óraunsæ. Bandaríkjastjóm á ekki beinan þátt í viðræðunum í Islamabad, en hún hefur allmikil áhrif á Pakistansstjóm og er einn helsti stuðningsaðili uppreisnar- manna í Afganistan. V estur-Þýskaland: Frjálsir demókrat- ar leika á als oddi Bonn, Reuter. FLOKKSÞING Fijálsra demó- krata (FDP) í V-Þýskalandi hefst á laugardag. Flokksmenn eru bjartsýnir á framtíð flokksins eftir að þeim tókst að sannfæra Helmut Kohl kanslara landsins um nauðsyn þess að fórna Persh- ing 1A flaugunum. Skoðanakannanir em flokknum einnig hagstæðar fyrir fylkiskosn- ingar í Bremen og Schleswig-Hol- stein þann 13. september. Filippseyjar: 90 falla í bardögnm komm- únista og stj órnarhersins 2000 uppreisnarmenn ganga lausir Manilu, Reuter. SKÆRULIÐAR kommúnista á Filippseyjum hafa gert alvöru úr hótunum sinum frá því á mánudag um að þeir myndu nota sér umrótsástandið í landinu til að ráðast á hinn sundraða stjórn- arher. Samtals 91 hefur fallið í skærum stjórnarliða og komm- únista, þar af féll 21 stjórnar- hermaður er skæruliðar réðust á varðsveit í fyrradag. Ekki hefur enn tekist að fullu að vinna bug á uppreisnarmönnum, sem reyndu að steypa forsetanum um siðustu helgi og er talið að um 2000 þeirra gangi enn lausir. Mannfall kommúnista er enn sem komið er miklu meira en stjómar- hersins, talið er að þeir hafí misst 61 mann en stjómarmenn 90. Skæruliðahreyfíng kommúnista, Nýi alþýðuherinn, sagði í tilkynn- ingu í gær að uppreisnarmenn réðu enn stórum svæðum á hinum ein- angaða norðurhluta Luzon-eyju. Sagt var að fílippseyski fáninn blakti á hvolfí við hún, sem er merki um stríðsástand. Vamarmálaráðherra eyjanna, Rafael Ileto, sagði að uppreisnar- menn hefðu um 2000 manna liðs- styrk og gætu gert árás hvenær sem væri. Ekki er enn vitað með vissu hversu margir herforingjar tóku þátt í uppreisninni eða hversu mörgum hermönnum hefði líkað illa af hversu mikilli hörku hún var barin niður. Aquino forseti kom fram í sjón- varpi á miðvikudagskvöld og sagði að nauðsynlegt hefði verið að beija uppreisnina niður með harðýðgi, því annað hefði boðið miklu stærri hættum heim. Aquino gaf jafnframt lýsingu á því hvemig hún hefði fyrst orðið uppreisnarinnar vör. „Ég fór í hátt- inn á miðnætti, en vaknaði við skothríð," sagði forsetinn. Hún bætti við að neyðarsímalína milli forsetahallarinnar og aðalstöðva hersins hefði bilað, og því hefði henni ekki verið gert aðvart í tæka tíð. Flokksþingið verður í Kiel og víst er að ásjóna manna verður bjartari en á síðasta flokksþingi í Hannover í fyrra. Þá var fylgi flokksins sam- kvæmt skoðanakönnunum, á landsvísu einungis 4%, minnsta fylgi í 13 ár. Síðan þá hefur allt gengið í haginn. í þingkosningum í janúar fékk flokkurinn níu af hundraði atkvæða. í ríkisstjóminni sem mynduð var í kjölfar kosning- anna hefur kanslarinn úr flokki Kristilegra demókrata (CDU) verið milli tveggja elda, Hans Dietrich Genschers utanríkisráðherra og leiðtoga Fijálsra demókrata og Franz Josef Strauss leiðtoga Kristi- Iega flokksins í Bæjaralandi (CSU). Tvístígandi kanslarans hefur komið Fijálsum demókrötum til góða svo flokkurinn vann á í tvennum fylkis- kosningum í maí, í Rheinland-Pfalz og Hamborg. Ef mark er takandi á nýlegum skoðanakönnunum mun flokknum takast að ná tilskildum 5 hundraðs- hlutum atkvæða til að komast á fylkisþing í Bremen og Schleswig- Holstein. Þá á flokkurinn fulltrúa á öllum 11 fylkisþingum landsins nema í Bayem. í komandi kosning- um skýrist einnig hvort yfírlýsing Kohls um Pershing flaugamar næg- ir til að færa Kristilegum demókröt- um glatað fylgi eða hvort kjósendur efast um að hugur fylgi máli og haldi að einungis sé um kosninga- brellu að ræða. Spánn: Slökkvilið fær grímur við alnæmi Bilbao, Reuter. SLÖKKVILIÐSMENN í Bilbao á Spáni munu í framtíðinni fá sér- stakar grímur til að setja fyrir vit sér þurfi þeir að beita munn við munn aðferðinni til að blása lífi i fólk, að því er slökkviliðs- stjóri borgarinnar tilkynnti í gær. Ákveðið var að grípa til þessa ráðs eftir að slökkviliðsmaður reyndi að endurlífga konu, sem haldin var sjúkdómnum alnæmi. Þegar konan, sem dmkknaði í ágúst, var krufín kom í ljós að hin banvæna veira hefði getað borist í slökkviliðsmanninn með blóði úr munni hennar. Slökkviliðsmaðurinn veit ekki hvort hann sýktist, enda líða nokkrir mánuðir frá því að veiran tekur sér bólfestu í líkamanum þar til hægt er að mæla hana með vissu. Reyktur lax á einni nóttu SÆNSKT fyrirtæki hefur nú hafið framleiðslu á vélabúnaði, sem getur gert að fiski á innan við mínútu ogjafnvel reykt hann að auki á einni nóttu. Enn sem komið er hefur tækja- búnaðurinn verið miðaður við vinnslu á laxi, en hann er nú á borðum sífellt fleiri neytenda um hinn vestræna heim, ekki síst eftir að laxeldi hófst af krafti, til dæmis í Noregi og á íslandi. Hönnunin tók sex ár fyrir fyrirtækið FTC-tækni í Stokkhólmi. Jan Soderlind, sem er meðeig- andi í FTC, segir að búnaðurinn sé sá fyrsti sinnar tegundar í heimin- um og mun fljótvirkari en fyrri aðferðir. Þar sem lítinn mannafla þarf til að vinna við vélamar, gætu þær jafnvel lækkað verð hins góm- sæta físks. Það sem gerir kerfíð sérstakt er að fiskurinn stöðvast næstum aldrei á leið sinni í gegn um hin ýmsu framleiðsluþrep. Laxinn er fyrst slægður í sérstakri vél, síðan fer hann í gegn um flökunarvél og er úrbeinaður. Fiskurinn er síðan roð- flettur í sjálfvirkum roðflettara. Flökin eru síðan vætt í mettaðri saltlausn til þess að fá fram kjam- meira bragð. Fiskurinn er síðan reyktur eða kryddleginn og síðar færður í áttatíu blaða skera af nýrri gerð, sem sker flakið í áttatíu sneið- ar. Soderlind segir að þessi nýi skeri rífí ekki vefí físksins, en slíkt getur orsakað missi mikilvægra eggja- hvítuefna, skorpnaðar brúnir og þörf á að pakka hverri sneið sérs- taklega í plastþynnu. Að lokum er flökunum pakkað í Iofttæmdar umbúðir og em þau þá reiðubúin til flutnings á markað. „Kerfíð sér um allt nema að gera að hausn- um,“ segir Soderlind og telur að það sé betur gert í höndunum. Ef fískurinn er ekki reyktur, en það tekur eina nótt, getur nýi bún- aðurinn gert að honum á 30 sekúndum, og þar að auki nýtir hann 70% físksins í stað 60% með gamla laginu. Sex starfsmenn geta á einni viku unnið sex tonn af ljúf- fengum laxi, en það verk þarfnaðist áður 30 manna. FTC sendi fyrstu vélina laxeldisfyrirtæki í Noregi fyrir nokkmm vikum, og nokkrar til viðbótar verða afhentar fyrir- tækjum á Ítalíu, Spáni, Bretlandi og Ástralíu. Flestar em vélamar framleiddar í Vestur-Þýskalandi og Japan. Tækjabúnaðurinn kostar um 26 milljónir íslenskra króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.