Morgunblaðið - 04.09.1987, Side 32

Morgunblaðið - 04.09.1987, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 Nauðlending með neistaflugi. Boeing 707-þota Kóreska flugfélagsins varð að nauðlenda á Kimpo-flugvelli i Seoul í gær, þar sem nefhjól hennar festíst. Innanborðs var 141 farþegi og 10 áhafnarmeðlimir, en engan sakaði í nauð- lendingunni. Vélin skemmdist nokkuð, enda sést það, ef myndin prentast vel, að það neistar og rýkur undan vélinni er hún strýkst við flugbrautina. Pólland: Danir dregnir fyrir herrétt Varsjá, Reuter. TVEIR Danir, sem sakaðir eru um njósnir, voru i gær leiddir fyrir pólskan herrétt. Verði þeir fundnir sekir, gætu þeir átt yfir höfði 'sér lifstiðardóm. Réttar- höldin eru lokuð útlendingum. Danska sendiráðið í Varsjá hafði eftir verjanda Dananna að kaups- sýslumaðurinn Jens Ellekær, 36 ára, og hinn 23 ára gamli háskóla- stúdent Niels Hemmingsen væru í „sæmilegu andlegu ástandi." Þeim hefur verið haldið í fangelsi í fimm mánuði eftir að þeir voru hand- teknir nálægt bænum Köslin (Koszalin). Pólsk yfírvöld segja að Danimir hafí verið gripnir með fullkomin tæki til ljósmyndunar og kort yfír hemaðarlega mikilvæga staði á svæðinu, en þau hafa ekki nafn- greint erlendu leyniþjónustuna, sem Danimir eiga að hafa unnið fyrir. Réttarhöldin fara fram í Köslin, og búist er við að þeim ljúki á morgun. Herréttur í Póllandi er yfirleitt lokaður Vesturlandabúum, en danska sendiráðið sendi einn af starfsmönnum sínum til Köslin og fór hann fram á að fá að vera við- staddur. Honum var leyft að hlusta á upphaf réttarhaldsins, en síðan vísað út. Hann fékk ekki tækifæri til að tala við landa sína, en sagði að pólskir fréttamenn hefðu fengið að vera í salnum. Ellekær og Hemmingsen em ákærðir samkvæmt 124. grein pól- skra refsilaga, sem þýðir að verði þeir sekir fundnir, bíður þeirra að minnsta kosti fímm ára fangelsi, en einnig gæti svo farið að þeir yrðu dæmdir til dauða. Sendiráðið segir að þeir muni líklega áfrýja dómnum, hver svo sem hann verður. Forsetakosningar í Frakklandi: Chirac safnar liði París, Reuter. JACQUES Chirac, forsætísráð- herra Frakka, kallaði alla ráðherra sína og pólitíska ráð- gjafa tíl fundar í gær. Ætlun Chiracs mun vera að hvetja sína menn til stuðnings við sig í kom- andi forsetakosningum og hleypa nýju lífi í stjórn sina, sem sex flokkar standa að. Forsætisráðherrann boðaði til fundarins nýstiginn út úr flugvél frá Kanada, þar sem hann sótti Hundur skýturmann Dublin, Reuter. FLYTJA þurftí írskan veiðimann á sjúkrahús í Dublin á þriðjudag eftir að hundur skaut á hann. Michael Martin var á andaveiðum við Lough Ree vatnið með félögum sínum og hundi. Hann hafði lagt frá sér byssu sína og steig hundur- inn á hana. Við það hljóp skot úr byssunni í fót Michaels. Michael er ekki þungt haldinn að sögn sjúkra- húslækna í Dublin. ráðstefnu frönskumælandi ríkja. Að sögn heimildarmanna í París ætlar hann nú að herða agann í sijóm sinni, sem hefur ekki verið sammála um hvaða frambjóðanda eigi að styðja í forsetakosningun- um, sem haldnar verða í tveimur umferðum í apríl og maí á næsta ári. Líklegt er talið að Raymond Barre, fyrrum forsætisráðherra og helsti keppinautur Chiracs á hægri væng franskra stjómmála, muni einnig bjóða sig fram. Barre á ekki sæti í ríkisstjóminni, en á marga stuðningsmenn innan hennar. Einn- ig er talið líklegt að núverandi forseti, sósíalistinn Francois Mitter- rand, muni bjóða sig fram til annars sjö ára kjörtímabils. Samkvæmt skoðanakönnunum myndi Mitter- rand fá meira fylgi í kosningunum en nokkur frambjóðandi hægri- manna. Chirac, sem tók við völdum eftir kosningasigur í mars á síðasta ári, hefur reynt að auka sigurmöguleika sína í forsetakosningum með rót- tækum aðgerðum til eflingar efnahag landsins. Stjómmálaský- rendur segja hins vegar að mark- aðsbúskapur stjómarinnar hafí að nokkm leyti bmgðist þeim vonum, sem við hann vom bundnar í upp- hafi. Búist var við að á fundinum yrðu samþykktar breytingar á Jjárlaga- framvarpinu fyrir næsta ár, þar á meðal skattalækkanir sem eiga að auka vinsældir Chiracs. Ekki er ljóst er þetta er ritað, hveijar breyting- amar verða. Jacques Chirac Grænland: Gleymdi lyklinum Nuuk, frá Nils Jorgen Bruun, Grœnlands- fréttaritara Morgunblaðsins. GJALDKERI Grænlandsverslun- arinnar i Friðriksvon í Vestri- byggð var svo óheppinn að gleyma lyklinum að peningaskápnum liggjandi á borðinu hjá sér er hann hélt heim frá vinnu á þriðjudag. í gærmorgun komu svo starfsmenn fyrirtækisins að brotnum glugga og tómum peningaskáp. Þjófur hafði brotist inn í skjóli nætur og ekki einu sinni þurft að hafa fyrir því að sprengja upp pen- ingaskápinn, heldur varð sjö milljón- um íslenskra króna ríkari. Bretland: Er drukkið minna viskí? St. Andrews, trk Guðmundi Heiðari Frinuuuuuyni, fréttaritara Morgunblaðsina. EF TRÚA má fyrstu opinberu fyrir okkur.“ tölum um fyrstu fjóra mánuði þessa árs, þá var drukkið fjórð- ungi minna viski á þeim tíma en áríð áður hér í landi. Talsmenn viskiframleiðenda telja að töl- umar getí ekki veríð réttar, þótt viskídrykkja hafi minnkað nokk- uð. Frá janúar og til loka aprílmán- aðar í fyrra vora drakknir 14,7 milljónir lítra af viskíi í Bretlandi. En fyrstu tölur frá viðskiptamála- ráðuneytinu benda til þess að í ár hafí neyslan einungis verið 11,1 milljón lftra. Ivan Straker, talsmað- ur skoskra viskíframleiðenda, segir að þessar tölur séu svo ótrúlegar, að hér hljóti að vera um bilun í tölvu að ræða. „Við trúum þessum tölum einfaldlega ekki. Við vitum að þær geta ekki verið réttar og samtökin munu fara í ráðuneytið og kreflast skýringa. Séu þær rétt- ar er um mikinn vanda að ræða Samband skoskra viskíffamleið- enda gaf á sama tíma út tölur um að útflutningsmagn hefði minnkað um 1% frá fyrra helmingi síðastlið- ins árs. í ár vora fluttar út 107 milljónir lítra af viskíi fyrri hluta ársins. Útflutningurinn nam 499 milljónum punda, eða um 30 millj- örðum króna. Vitað er að eftirspum hefur ekki verið eins mikil hér í Bretlandi eftir viskíi og áður. Nú létu mörg viskífyrirtæki bíða að greiða gjöld af viskíi fram eftir árinu, en mörg þeirra hafa reynt að greiða opinber gjöld af framleiðslunni áður en ijár- málaráðherra leggur fram flárlaga- frumvarp sitt í mars til að komast hjá hækkunum, sem hafa næstum verið árvissar. í ár vora þau hins vegar fullviss um að gjöldin yrðu ekki hækkuð. En þessar staðreynd- ir geta ekki skýrt fjórðungs minnkun. Breska skólakerfið: Óánægðir foreldrar treysta einkaskólum Meðalgjaldið er 270.000 krónur TÆPUR helmingur breskra foreldra er óánægður með þá menntun sem ríkisvaldið býður afkvæmum þeirra og kysi frek- ar að börnin fengju uppfræðslu sína í einkaskólum. Þetta kem- ur fram í nýlegum könnunum, sem fjallað er um i daglaðinu The Independeat. Blaðið vitnar til skýrslu er byggð er á víðtækri skoðanakönn- un þar sem foreldrar vora spurðir hvem hug þeir bæra til breska menntakerfísins. 48 prósent for- eldranna er þátt tóku í könnuninni höfðu hlotið menntun sína í ríkis- skólum en allir höfðu þeir afráðið að senda böm sín í einskóla. „Mest kemur á óvart að meiri- hluti foreldra sem velur einkaskól- ana hefur fremur lágar tekjur," segir Stephen Whitehead, sem vann að skýrslunni. Rúmlega helmingur aðspurðra hafði innan við 20.000 pund (um l,2 milljónir ísl. kr.) í árelaun. í skýrelunni kemur fram að meðaláregjald einkaskóla. er 4,604 pund (um 270.000 ísl.) og er það 12 prósent hækkun frá síðasta ári. Þótt skólagjöldin reynist vera dijúgur hluti áretekna greiða flestir þau að fullu leyti eða að hluta til með tekjum af atvinnu. Margir fengu Nemendur einkaskóla: Foreldramir þurfa að meðaltali að reiða fram 270.000 isl. kr. á árí hveiju en ekki fylgir sögunni hvort hatturinn og skikkjan er innifalin í verðinu. hjálp frá ættmennum og sýnir skýrslan að afar og ömmur reyn- ast oft æði vel. Níu foreldrar af hveijum tíu sögðu einkaskólana gera meiri kröfur og bjóða betri menntun og hefði það ráðið mestu um val þeirra. Fjórðungur aðspurðra gat þess einnig að launadeilur væra fátíðar í einkaskólum auk þess sem þar væri meiri áhersla lögð á aga. Það kom höfundum skýrel- unnar á óvart að aðeins átta prósent kváðust hafa valið einka- skólana vegna þess að nemendum þeirra byðust fleiri tækifæri í lffinu. Þriðjungur foreldra kvaðst reiðubúinn til að senaa böm sín aftur í ríkisskóla ef á þeim yrðu gerðar róttækar breytingar. 13 prósent vildu að gamla gagn- fræðasólakerfið yrði tekið upp á ný. Tímaritið Readers Digest birti einnig könnun þar sem fram koma svipaðar niðuretöður. Helmingur aðspurðra kveðst mundu senda böm sfn f einkaskóla værí það flárhagslega mögulegt. Sex af hveijum tíu hafa af því áhyggjur að ríkisskólana skorti kennslubækur og 60 prósent vilja að gagnfræðaskólakerfið verði endurlífgað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.