Morgunblaðið - 04.09.1987, Síða 33

Morgunblaðið - 04.09.1987, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 33 Á myndinni sem tekin var á Ibiza má sjá morðingjann Pinzner með sólgleraugu og melludólginn Nuss- er beran að ofan. V estur-Þýskaland: Sögnlegt glæpamal Hamborg, Reuter. I GÆR hófust í Hamborg réttar- höld í einu umtalaðasta glæpa- máli í sögu Vestur-Þýskalands. Peter Nusser vændishúsaeigandi er sakaður um að hafa ráðið einkamorðingja tíl að koma 5 keppinautum sínum fyrir kattar- nef. Málið er allt hið ótrúlegasta og sagt er að það sé draumur hvers glæpasagnahöfundar. Sögusviðið er hið vafasama St. Pauli-hverfí í Hamborg og við sögu koma mellu- dólgar, eiturlyfjasalar og atvinnu- morðingi. Wemer Pinzner atvinnumorðinginn sjálfur sem átti að vera aðalvitni ákæruvaldsins féll fyrir eigin hendi í fangelsi á síðasta ári. Með byssunni sem lögfræðingur hans er grunaður um að hafa smyglað til hans hafði Pinzner nokkrum sekúndum áður skotið ríkissaksóknarann sem var í heim- sókn og konu sína sem einnig var þar stödd. Blóðbaðið í fangelsinu leiddi mánuði síðar til afsagnar dómsmála- og innanríkisráðherra fylkisstjómarinnar í Hamborg. Auk melludólgsins Nussers sem réð Pinzner til starfa em Armin Hockauf og Siegfried TrÁger sak- aðir um að hafa aðstoðað einka- morðingjann. Verjendur ákærðu halda í þá von að vitnisburður Pinz- ners á meðan hann var lífs verði dæmdur ómarktækur vegna þess að í ljós hefur komið að lögfræðing- ur hans sá honum fyrir eiturlyfjum í fangelsinu og því var hann í frem- ur óáreiðanlegu hugarástandi er hann játaði á sig drápin. Danmörk: Dómsmálaráðherra segir hættu á öðrum kosningum Kaupmannahöfn, Reuter. " ERIK Ninn-Hansen, dómsmálaráðherra Danmerkur, varaði við því á miðvikudag að svo gæti farið að boða þyrfti til kosninga á ný ef Framfaraflokkurinn kæmist í oddastöðu eftir að Danir ganga að kjörborðinu 8. september. Ninn-Hansen sagði í viðtali við dagblaðið Berlingske Tidende: „Augljóslega er hætta á að aftur þurfí að ganga til kosninga ef Framfaraflokkurinn kemst í lykil- aðstöðu." í flestum skoðanakönnunum hef- ur því verið spáð að fjögurra flokka minnihlutastjóm Pouls Schluter haldi velli í kosningunum. Hefði er fyrir því að minnihlutastjómir sitji við stjómvölinn í Danmörku. Aðeins tvisvar hafa stjómir landsins notið stuðnings meirihluta þingmanna á danska þjóðþinginu undanfarin 30 28 þingsætum og var næst stærstur á eftir flokki jafnaðarmanna. Árið 1983 hóf Glistrup að afplána þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik. Hafði hann játað í sjónvarpi að hann greiddi enga skatta og ætti það að þakka ýmsum undankomu- leiðum í skattalögunum, sem nota mætti á útsmoginn hátt. Honum var vikið af þingi það ár og vegna hneykslisins minnkaði fylgi flokksins og kom hann aðeins fjórum mönnum inn á þing í kosn- ingunum árið 1984. Glistrup sagði eitt sinn að stefna Dana í vamarmálum ætti að vera fólgin í símasjálfssvara sem svaraði „við gefumst upp“ á rússnesku. Hann vildi einnig fækka á launa- skrá ríkisins og kveðja alla sendi- herra Dana heim í spamaðarskyni. Á sunndag kom Glistmp sér und- an því að fordæma skattsvik í sjónvarpi og kvaðst skilja hvers vegna Danir gripu til slíkra ráða. „Ég tel það slæmt og sorglegt að stjómmálaflokkur skuli hreint og beint hvetja fólk til að bijóta þau lög, sem í gildi em. Það er og verður siðlaust. Það yrði mjög er- fítt að starfa með Framfaraflokkn- um,“ sagði Poul Schliiter, forsætisráðherra, við Berlingske Tidende. ár. í öðmm skoðanakönnunum er því spáð að Schliiter muni neyðast til að treysta á stuðning Fram- faraflokks Mogens Glistmp. Forsætisráðherrann hefur þráfald- lega útilokað slíkt samstarf. Sú stjóm, sem nú er við völd, hefur notið stuðnings Róttæka vinstri flokksins til að afgreiða fmmvörp á þingi. Sá flokkur hefur aftur á móti lýst yfír því að hann muni ekki styðja stjóm, sem njóti fulltingis Framfaraflokksins. Ann- ars vegar sé stefna Framfaraflokks- ins í málum innflytjenda óveijandi og einnig hafí hann fellt stjóm Schluters árið 1983 þegar þing- menn hans greiddu atkvæði gegn fjárlagafmmvarpi. Umdeildi lögfræðingurinn Mog- ens Glistmp stofnaði Framfara- flokkinn árið 1972 og hafði þá á pijónunum að draga úr skattheimtu og skriffínnsku. Þegar vegur flokksins var sem mestur hélt hann Bandaríkin: Bálreiður tannlæknir New York, Reuter. TANNLÆKNIR í New York-borg hefur höfðað sakaðabótamál á hendur sjónvarpsmanninum þekkta Johnny Carson. Hann krefst fimm milljóna dala miskabóta vegna niðrandi ummæla Carsons. Tannlækninnn, Michael Mendel- son, höfðar málið vegna ummæla Carsons í sjónvarpsþætti á síðasta ári þegar hann sagði könnun sýna að bandarískir tannlæknar ættu í vemlegum fjárhagskröggum. „ímyndið ykkur tannlæknamir em að fara á hausinn. Ég hef ekki feng- ið ánægjulegri fréttir af félagslegri upplausn siðan Gestapo var lagt niður," sagði Carson. Mendelson rit- aði Carson bréf þar sem hann sagði það svívirðilegt að bera tannlækna saman við hóp lostapyntara og ill- menna. Krafði hann Carson um opinbera afsökunarbeiðni. Carson lét sér ekki segjast og í næsta þætti lét hann fleiri brandara flúka á kostnað tannlækna. í bakgmnnin- um var nafn Michaels Mendelson ritað á ljósatöflu. „í hugum Banda- rílq'anna manna er aðeins eitt hugtak ógnvænlegra en „gereyðing- arstríð" og það er „rótarfylling", sagði Carson. „Það er aðeins eitt sem er andstyggilegra en andfúll tannlæknir og það er að ferðast í bíl með sex bjamdýram," bætti hann við. Lögfræðingar Carsons kveðast þess fullvissir að kæm tannlæknis- ins verði vísað frá. Tilboð vikunnar Kr.-WT~ 639 plata. Kr.-íSST 639 kassetta. Kr.-4£9ST 1.119 geisladiskur. Aldrei í sögu hljómplötuútgáfunnar hefur eftirvænt- ingin verið jafn mikil. Nýtið ykkur nýjung okkar um tilboð á gæðaplötum í hverri viku. Ath. að Austurstrætisbúðin er opin til kl. 16.00 á morgun laugardag. Póstkröfusíminn 91-11620. stttinorhf stoinorhf stoinorhf stoinorhf Austurstræti22, Rauðarárstíg 16, Glæsibæ, Strandgötu 37, Hafnarfirði. P.S. Sjáið sérþátt um Michael Jackson í Ríkissjónvarpinu í kvöld kl. 19.30. ÞITT EIGIÐ HUS A SPANI Komið í sólina og hitann í Ciudad Quesada (Alicante) á Costa Blancaströndinni. Hefur þú hugleitt möguleik- ann á að eignast þitt eigið hús á Spáni? RAÐHÚSFRÁ .................ÍSL.KR. 879.120,- SÉRSTAKT TILBOÐ í HAUST: EINBÝLISHÚS M/BÍLSKÚR.....ÍSL.KR. 1.566.000,- Ciudad Quesada er íbúðarhverfi sem liggur í litlum vogi með stórfenglegu útsýni yfir Miðjarðarhafið. Hverf- ið er fyrsta flokks staður með alþjóðlegu yfirbragði. Þar búa margir allt árið. Quesada er gróið svæði og fékk 2. verðlaun í samkeppni sem haldin var meðal 350 slíkra staða á Costa Blancaströndinni. Þar voru hafðir til viðmiðunar verðleikarnir: Gæði, næði, viðmót og umhverfi. Þjónusta sem opin er alla daga: 3 stórmarkaðir, 10 sérverslanir, margir veitingastaðir og barir. Jafnframt eru margar sundlaugar og vatnagarður, 2 diskótek, 10 tennisvellir, 18 holu golfvöllur, stór heilsugæslustöð, læknir og apótek. Við skipuleggjum sýningarferðir á fimmtudögum með heimkomu á mánudögum. Verð ferðarinnar dregst frá við kaupsamning. KOMIÐ Á KYNNINGU OKKAR SEM HALDIN VERÐUR Á HÓTEL SÖGU LAUGARDAGINN 5. OG SUNNUDAG- INN 6. SEPTEMBER, BÁÐA DAGANA FRÁ KL. 11.00 TIL 19.00. AÐALUMBOÐSMENN FYRIR NORÐURLÖND, BODIL & ERLING B0E LANGER0D 3157 BARKÁKER NORGE SÍMI: (47-33) 80162 - 62679.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.