Morgunblaðið - 04.09.1987, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987
4
Jlttqpiiittbtfrife
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakið.
Einkaskólar og
ríkisskólar
Fyrr í vikunni var hér á þessum
vettvangi vitnað í Frelsi John
Stuart Mills í tengslum við viðkvæmt
mál sem varðað getur líf og dauða
manna. í forystugreininni var þess
getið að hollt væri að hafa mið af
skrifum þessa merka þjóðfélags-
fræðings og mótanda borgaralegs
velferðarþjóðfélags, svo skilmerki-
lega sem hann hefur komið frum-
reglu frelsisins til skila og túlkað þær
okkur til eftirbreytni.
Nú þegar skólamir eru að hefla
starfsemi sína er þess að minnast
að mikil átök hafa orðið um kennslu
og kennslumál enda ekkert óeðlilegt
í ftjálsu samfélagi þar sem sitt sýn-
ist hveijum og enginn óskeikull, svo
að vitnað sé í Mill.
Deilumar um skólamál hér á landi
hafa snúizt um flesta þætti þeirra,
og þá ekki sízt próftilhögun í sam-
ræmdum prófum, svo umdeilt sem
íslenzkuprófið var síðastliðið vor.
Munu allir vera sammála því að finna
þarf vandratað meðalhóf svo að nem-
endur læri móðurmálið eins vel og
kostur er jafnframt því sem óeðlileg-
ar eða of miklar kröfur verði ekki
til þess að auka á námsleiða sem
bitnar á móðurtungunni. Þó er það
víst að þau próf eru slæm sem styðj-
ast við mat en ekki staðreyndir, því
að svo margt er sinnið sem skinnið.
Eitt af því sem mjög hefur verið
um fjallað á undanfömum misserum
er einkakennsla annars vegar og
hlutverk og kröfur rikisskólanna hins
vegar. Þar hefur einnig sýnzt sitt
hveijum en reynsla okkar af einka-
skólum er góð og það ætti að veita
þeim nægt brautargengi þó að hitt
sé einnig víst að margir skólar á
vegum hins opinbera eru sterkar
uppeldis- og skólastofnanir sem gera
miklar kröfur en miðla einnig af
mikilli þekkingu kennara sinna. En
kennarar em að sjálfsögðu misjafnir
eins og annað fólk, t.a.m. blaða-
menn. Á sama hátt og fólki er ekki
nauðugur sá kostur að lesa skrif
óskrifandi blaðamanna eða kaupa
vond blöð, þannig ætti því einnig að
vera ftjálst að velja þá skóla og þá
kennara sem það vill að veiti bömum
sínum handleiðslu á viðkvæmum
aldri. Þær brotalamir geta verið í
kennslu við ríkisskóla að foreldrar
sjái sér ekki annað fært en taka
böm sín úr þeim og senda þau annað
og þá ætti þeim að sjálfsögðu að
standa til boða að senda þau í einka-
skóla ef þeir hafa fram að færa betri
og markverðari kennslu en rikisskól-
inn.
Eins og áður hefur verið bent á
hér á þessum vettvangi er ávallt
heillavænlegt að leita í Frelsi Mills
og sjá hvað hann hefur um frumregl-
una að segja. Nú skulum við klykkja
út með því að vitna í ummæli hans
um menntun og skólamál, rikisskóla
og einkaskóla. Hann segir í 5. kafla
bókar sinnar, Frelsið, en sá kafli
heitir Notagildi: menn hafa sólundað
tíma sínum og kröftum í rifrildi um
uppeldismál í stað þess að ala böm
sín upp, eins og hann kemst að orði,
og fer ekki hjá því að við getum
tekið eitthvað af þessu einnig tii
okkar.
Morgunblaðið hefur oft vitnað í
Mill og telur sér sóma að þvf að eiga
hann að samfylgdarmanni í þjóð-
félagsmálum. Jafnvel gæti verið að
eftirfarandi málsgrein ætti enn við
einhver rök að styðjast: „Ef ríkis-
stjómin ákvæði að krefjast góðrar
menntunar handa sérhveiju bami,
gæti hún sparað sér ómakið af að
sjá bömum fyrir uppfræðslu". Og
enn: „Hún gæti látið foreldrana eina
um að afla bömum sfnum menntun-
ar, hvar og hvemig sem þeim
þóknaðist og tekið það eitt að sér
að styrkja hin efnaminni böm til
náms og standa straum að allri skóla-
göngu þeirra bama, sem eiga engan
að. Andmælin gegn ríkismenntun
eiga við rök að styðjast. Þau eru
gild gegn því, að ríkið sijómi skólun-
um, en alls ekki gegn hinu, að ríkið
lögbjóði skólagöngu, sem er allt ann-
að mál.“
Um þetta má að vfsu deila og
skal enginn Salómonsdómur kveðinn
upp um þessi ummæli meistarans.
En Morgunblaðið tekur hiklaust und-
ir næstu tilvitnun og gerir hana að
sinni: „Ég er þvf eins andsnúinn og
hver annar, að ríkið annist alla
menntun þjóðarinnar eða dijúgan
hluta hennar. Ég hef þegar rætt um
mikilvægi þess, að einstakir þegnar
samfélagsins séu sjálfstæðir og sér-
kennilegir menn og skoðanir þeirra
og athafnir með Qölbreytilegasta
móti. Allt, sem ég hef um þetta sagt,
á við um menntunina: hina brýnu
nauðsyn þess, að hún sé sem fjöl-
breyttust. Almenn ríkismenntun er
tilraun til að steypa alla í sama mót
og annað ekki. Og mótið, sem steypt
er í, fer að geðþótta stjómarinnar á
hveijum tíma: konungs eða klerka,
höfðingja eða meirihluta samtíma-
manna. Eftir því hve vel tilraunin
tekst, er afleiðingin harðstjómarvald,
fyrst yfir sálu manna og síðan yfir
iíkömum þeirra. Ef ríkið stoftiar
skóla og sfjómar þeim, ættu slíkir
skólar einungis að vera ein tegund
meðal margra, sem keppa sín á
milli. Þá ætti aðeins að reka öðmm
skólum til eftirdæmis, örvunar og
aðhalds. Að vísu getur verið, að sam-
félagið sé svo illa á vegi statt, að
það hvorki geti séð né vilji sjá sjálfu
sér fyrir góðum skólum að eigin hvöt-
um. Þá getur ríkisvaldið valið skárri
kostinn af tveim illum og tekið að
reka almenna skóla og háskóla, rétt
eins og það getur tekið að sér hlut-
verk hlutaféiaga f þeim löndum, þar
sem einkaframtakið er ófært um að
standa straum að stórvirkjum í iðn-
aði. En ef þjóð á næga völ á hæfum
kennurum til starfa f ríkisskólum,
þá má almennt ætla að þessir kenn-
arar séu jafnhæfir og jafnfúsir til
að veita jafngóða kennslu í einka-
skólum, ef þeim væm tryggð laun
með lagasetningu um skyldunám og
ríkisstyrkjum til hinna efnaminni
námsmanna."
Svo mörg em þau orð og vel
mættu menn íhuga þau gaumgæfi-
Iega og án fordóma. En þá að sjálf-
sögðu með það f huga, að þau em
skrifuð áður en velferðarríkið varð
að dýrmætri staðreynd.
Aðalfundur Stéttarsambands bænda á Eiðum
Færsla fullvirðis-
réttar á milli ára
verði heimiluð
BÆNDUR vilja fá heimild til að
flytja fullvirðisrétt á milli verð-
lagsára. Ályktun þessa efnis var
samþykkt á aðalfundi Stéttar-
sambands bænda á Eiðum.
AUKNINGU mjólkurframleiðsl-
unnar á verðlagsárinu 1988/89
verður skipt á milli búmarks-
svæðanna í sömu hlutföllum og
eru á yfirstandandi ári, eftir að
búið er að leiðrétta misræmi sem
myndast hefur á milli svæða
vegna fuUvirðisréttarkaupa
Framleiðnisjóðs. Þetta er að
minnsta kosti vi\ji Stéttarsam-
bands bænda.
AÐALFUNDUR Stéttarsam-
bandsins leggur tíl við Iand-
búnaðarráðherra að reglugerð
um fuUvirðisrétt til framleiðslu
sauðfjárafurða verðlagsárið
1988/89 verði að stofni tíl byggð
á núgUdandi reglugerð. Lögð er
áhersla á að útgáfu reglugerðar-
innar verði flýtt svo bændur geti
betur lagað ásetning sinn að
framleiðsluheimUd.
í ályktunum fundarins er lögð
sérstök áhersla á að koma í veg
fyrir að bændur selji kjöt sitt beint.
Fundarmenn töldu eðlilegt að
heimila tilflutning 4% fullvirðisrétt-
ar í mjólk og kindakjöti á milli ára,
en dæmið gert upp á 2 til 3 árum.
Töluverðar umræður urðu um
skiptingu viðbótarmjólkurinnar á
aðalfundi sambandsins, en niður-
staðan varð ofangreind, það er að
miða við núverandi framleiðslurétt
bænda og láta aukninguna koma
jafnt á yfir landið. Búnaðarsam-
böndunum yrði síðan falið að annast
úthlutun til einstakra bænda.
Meðal annars er lagt til að varið
verði fé úr kjamfóðursjóði til að
greiða bændum verð í haust fyrir
kjöt, sem til feliur við að laga fram-
leiðsluna að fullvirðisrétti þeirra.
Lagt er til að leitað verði leiða til
að tryggja framleiðendum sauðfjár-
afurða eitthvert verð fyrir fram-
leiðslu í haust umfram fullvirðisrétt.
í því sambandi verði m.a. kannaðir
möguleikar á að flytja út fé á fæti,
en fyrirspum hefur komið frá áreið-
anlegum viðskiptaaðila í Evrópu um
kaup á fé á fæti sem svarar til 400
tonna af kjöti.
Nýkjörin stjórn Stéttarsambands
Reykjadal, Haukur Halldórsson
bænda, Þórarinn Þorvaldsson á
Guðmundur Jónsson á Reykjum
Sveinsson á Feijubakka i Borgar
ir Friðbertsson í Birkihlíð í Súga
Könnun á Bandarífe
Reynt ve
kjöt í vei
UTFLUTNINGSRAÐ íslands
leggur dl að markaður fyrir
íslenskt lambakjöt með dreifingu
til almennra verslana, verði ekki
kannaður að sinni. En til þess
að fá úr því skorið hvort hægt
er að vekja áhuga bandariskra
neytenda á íslensku lambakjöti
verði kannaðir möguleikar á þvi
að kynna það á veitingahúsum í
Boston og svæðinu norður af
New York.
% * ^ i ,^ I
Bandarískt ráðgjafárfyrirtæki,
Trost Associates Inc, vann frumat-
hugun á markaðnum fyrir Markaðs-
nefnd landbúnaðarins og hafði
lögð nið
Stéttarsamband bænda Ieggst
gegn þvi að unnið verði að fækk-
un sláturhúsa með valdboði á
grundvelli skýrslu svokallaðrar
sláturhúsanefndar.
Nokkrir fundarmanna á Aðal-
fundi Stéttarsambandsins gagn-
rýndu sláturhúsaskýrsluna
Allir fái jafnt
af mjólkur-
aukningnnni
Athugaðir mögu-
leikar á að flytja
út fé á fæti
Sölufélagi garðyrkji
að hætta verðlagning
Félagið íhugar að áfrýja ákvörð-
un verðlagsráðs til dómstóla
VERÐLAGSRÁÐ hefur hafnað ósk Sölufélags garðyrkjumanna
um að núverandi verðlagning á grænmeti gildi áfram, þar til
grænmetismarkaður félagsins tekur til starfa næsta vor. I sam-
þykkt verðlagsráðs segir að afskipti Sölufélagsins af verðlagning-
nnni bijóti gegn verðlagslögunum og eigi verðlagning að vera á
ábyrgð hvers einstaks framleiðanda og án samráðs. Sölufélagið
íhugar að fara með málið fyrir dómstóla.
Verðlagsráð veitir Sölufélaginu
frest til 20. september næstkom-
andi til að hætta afskiptum af
verðlagningu félagsmanna sinna
og mun Verðlagsstofnun grípa til
viðeigandi ráðstafana eftir þann
tíma verði því ekki sinnt.
Neytendasamtökin kærðu verð-
ákvörðun grænmetisframleiðenda
til Verðlagsstofnunar fyrr í sum-
ar. í fréttatilkynningu Neytenda-
samtakanna segir að með þessari
ákvörðun hafí fengist staðfesting
á þeirri skoðun samtakanna að
verðsamráð garðyrkjubænda sé
ólöglegt, þar sem í raun sé um
einokun að ræða. Fram kemur að
Neytendasamtökin ætla áfram að
beita öllu sínu afli til að verðlags-
lögunum verði framfylgt til hins
ítrasta, hver sem í hluti eigi.
í frétt sem Sölufélag garðyrkju-
bænda hefur sent frá sér af þessu
tilefni kemur fram að félagið hefur
starfað að sölumálum garðyrlcju-
bænda í 47 ár og allan þann tíma