Morgunblaðið - 04.09.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987
37
Matthew James Driscoll
Ljósmyndasýning í Hafnargalleríi:
Fæst við brot úr
raunveruleikanum
- segir Matthew James Driscoll
ljósmyndari
LJÓSMYNDASÝNING Matthews
James Driscoll stendur nú yfir i
Hafnarg’alleríi á 2. liæð Bóka-
verslunar Snæbjarnar. Þar sýnir
Matthew 56 ljósmyndir sem tekn-
ar eru frá árinu 1979. Ljósmynd-
irnar eru frá níu löndum en
helmingurinn frá íslandi.
Matthew er fæddur og uppalinn
í Boston í Bandaríkjunum. Hann
nam enskar bókmenntir í Stirling í
Skotlandi, en var á íslandi á sumr-
in. Fyrsta sumarið ferðaðist hann
aðallega um Vestfirði og síðar starf-
aði hann á Grundartanga. Hann
segist eiga starfsmönnum þar mikið
að þakka vegna þess hversu dugleg-
ir þeir voru að kenna honum
íslensku. „Ég kom fyrst til íslands
af einskærri forvitni á ieið minni
frá Bandaríkjunum til Skotlands.
ísland fannst mér þá allt öðru visi
en ég hafði ímyndað mér, en landið
heillaði mig samt sem áður. Nú er
ég giftur íslenskri konu, Ragnheiði
Mósesdóttur, sem einnig var að
læra í Skotlandi og erum við nú
hin dæmigerða íslenska vísitölufjöl-
skylda, erum bæði í námi við HÍ,
vinnum bæði úti, vorum að kaupa
BOÐIÐ verður upp á kennslu í
torfristu og torfhleðslu í Vatns-
mýrinni um næstu heigi.
Námskeiðið er opið öllum og
hefst kl. 10.00 á laugardags-
morguninn og stendur yfir báða
helgidagana.
A námskeiðinu verður leiðbeint
með verkfæri, brýningar, stunginn
hnaus af mismunandi gerðum og
ristur strengur og hlaðið úr skornu
efni ailt eftir kúnstarinnar reglum.
Torfhleðsla nýtist mönnum við
veggjagerð og kanta í görðum
sínum svo og við gerð sumarhúsa
eða kartöflugeymslu. Leiðbeinandi
á námskeiðinu er Tryggvi Gunnar
Hansen.
Þeir sem hug hafa á að vera á
námskeiðinu mæti í mýrinni þar
sem nú standa tilraunahús kl. 10.00
á laugardagsmorgun og/eða sunnu-
dagsmorgun. Þátttakendur hafi
með sér vatnsgalla og stígvél og
Afmæli
í dag, 4. september er sjötugur
Sigurður Jónsson bóndi og hrepp-
stjóri á Reynistað í Skagafirði.
Kona hans er Guðrún Steinsdóttir
frá Hrauni á Skaga. Hann er fædd-
ur og uppalinn á Reynisstað. Tók
hann við óðali föðurs síns, Jóns
Sigurðssonar alþingismanns og
bónda, árið 1947. Þau hafa eignast
fjóra syni. Sigurður er að heiman.
172 km maraþonhlaup
um hálendí Islands
íbúð í Reykjavík og eigum nákvæm-
lega 1,7 barn. Konan er nefnilega
komin sjö mánuði á leið," sagði
Matthew.
Þetta er fyrsta ljósmyndasýning
Matthews. Hann sagði að vinur sinn
hefði gefið sér Nikon ljósmyndavél
árið 1979 og hefði hann ekki svo
mikið sem kunnað að þræða filmuna
í vélina. Ég er þannig gerður að
ég reyni hlutina til hlýtar áður en
ég spyr nokkum mann ráða og svo
fór að mér tókst að koma filmunni
fyrir og prófa mig áfram í myndatö-
kunni. Nú tek ég svokallaðar
„kúnst“-myndir sem eru þannig úr
garði gerðar að maður tekur brot
úr raunveruleikanum úr samhengi.
Ljósmyndun er list, en hún er öðruví-
si list en aðrar hefðbundnar list-
greinar. Ljósmyndun verður að fást
við raunveruleikann til að fá á sig
ákveðið listform, en þegar því er
náð sér maður þann hlut allt öðrum
augum á ljósmyndinni en þann sem
maður hefiir ef til vill horft á árum
saman," sagði Matthew.
Sýningin stendur til 9. september
og er opin á venjulegum verslun-
artímum frá 9-18 virka daga og til
hádegis á laugardögum.
^ Egiisstöðum.
ÁHUGAVERÐ nýbreytni í lang-
hlaupi hérlendis er hugmynd
svissnesks ferðaskrifstofumanns
að nafni André Podlewski um
háfjallamaraþon. Hugmyndin er
orðin að veruleika og var það
Ferðamiðstöð Austurlands sem
sá um allt skipulag. Hlaupið er i
5 daga samtals 172 km.
Fyrsti dagur hlaupsins var 30.
ágúst frá Skriðuklaustri og á Egils-
staði en það er 42 km vegalengd.
Átta langhlauparar frá Sviss og
Frakklandi taka þátt í þessu hlaupi.
Fyrstur í mark eftir fyrsta keppnis-
dag var Svisslendingurinn Philippe
Rochat sem er elstur þátttakenda
eða 53 ára. Hann er fyrrverandi
Evrópumeistari í sínum flokki í
maraþoni lögreglumanna. Tími
hans var 2 tímar og 59 mínútur sem
má teljast gott miðað við aðstæður.
Fyrsta konan í mark var Frakkinn
Catherine Desforges á 3 tímum og
12 mínútum. Catherine er þekktur
hlaupari í sínu heimalandi, áður
fyrir 1500m og 3000m hlaup en í
seinni tíð fyrir þátttöku í allskonar
ævintýrahlaupum. T.d. tók hún þátt
í hinu fræga Kínahlaupi þar sem
hlaupið var á Kínamúmum. Á öðr-
um degi var hlaupið 35 km og síðan
gist í Snæfellsskála, á þriðja degi
var hlaupið 33 km og gist í Kverk-
fjallaskála. Á fjórða degi verður
Þátttakendurnir í hlaupinu.
hlaupin 32 km leið upp á Öskju og
síðan gist í Herðubreiðalindum. Á
fimmta degi verður hlaupin 30 km
leið á Ódáðahrauni og þá gist í
Mývatnssveit. Heim fljúga hlaupar-
amir síðan 4. september. Ferðamið-
stöð Austurlands stefnir að því að
halda alþjóðleg hlaup á hálendi ís-
lands á borð við þetta árlega héðan
í frá og er þá vænst þátttöku fleiri
Islendinga en aðeins einn íslending-
ur hleypur með og mun hann hlaupa
annan áfanga hlaupsins. Vafalaust
vekur hlaupið mikla athygli erlend-
is þar sem hlauparamir em allir
þekktir langhlauparar í sínum hei-
malöndum. Fararstjóri með hópnum
er Þorbjörg R. Hákonardóttir og i
upphafi ferðar fór hún með hópinn
til Þingvalla og vom Gullfoss og
Geysir skoðaðir. Einnig skoðuðu
hlauparamir Hekluhraun frá 1947.
Hlauparamir hlupu upp Bláhnúk
og niður Brennisteinsöldu og var
sá fyrsti rúmar 22 mín. en venju-
lega er þessi gönguleið farin á
45-60 mín. Farið var í Landmanna-
Iaugar og þar fengu allir sér bað.
Ymsir fleiri staðir vom skoðaðir og
má þar nefna Eldgjá, Skaftafell og
Breiðamerkurlón en þar var farið í
siglingu. Vom hlauparamir allir
ánægðir og mjög hrifnir af landinu
en hefðu þó óskað eftir þátttöku
fleiri íslendinga.
— Maríanna
Metsöluhöfundurinn
Jean M. Auel til íslands
Torfhleðslunám-
skeið um næstu helgi
jafnvel stunguspaða, þeir sem hann
eiga.
BANDARÍSKI metsöluhöfundur-
inn Jena M. Auel kemur í
heimsókn til íslands i næstu viku
og mun meðal annars halda fyr-
irlestur um vinnubrögð sín við
skáldsagnagerð í Norræna hús-
inu í Reykjavík. Auel kemur
hingað í boði bókaforlagsins
Vöku-Helgafells, sem á síðasta
ári gaf út bók hennar Þjóð bjarn-
arins mikla og mun í haust gefa
út næsta bindi ritverka hennar
Dal hestanna. Skáldsögur þessar
eru fyrstu bækur höfundarins.
Jean M. Auel fjallar í sögum
sínum um líf forfeðra nútíma-
mannsins á jörðinni fyrir 35.000-
áram og lagði á sig ómælda undir-
búnings- og rannsóknarvinnu í
nokkur ár áður en hún hófst handa
við ritun fyrstu bókarinnar. Og
Vetrarstarf Félags eldri
borgara í Reykjavík og
nágrenni að hefjast
FÉLAG eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni hefur
fengið nýtt húsnæði til afnota
fyrir félagsstarf sitt. Húsnæðið
er í Sigtúni 3 á annarri hæð,
annað hús frá horni Nóatúns.
Húsnæðið tekur um 250 manns
í sæti og er fyrirhugað að taka
til starfa laugardaginn 5. septem-
ber. Þá verður húsið opið kl.
13.00-17.00 og verður dagskrá frá
kl. 14.00.
Um kvöldið verður skemmtun
sem hefst með borðhaldi kl. 19.30.
Þá syngur Friðbjöm G. Jónsson
við undirleik Sigfúsar Halldórs-
sonar og Karl Guðmundsson
leikari les upp, siðan verður dans-
að. Miðar á skemmtunina em
seldir á skrifstofu félagsins í Nó-
atúni 17.
Sú breyting hefur orðið frá því
í vor að „Opna húsið“ sem var á
laugardögum á meðan félagið
hafði aðstöðu í Sigtúni við Suður-
landsbraut 26 verður nú fram-
vegis á sunnudögum í stað
laugardaga. Þá verður eitthvað
um að vera á hveijum degi á
nýja staðnum. Má þar nefna að
spiluð verður félagsvist á þriðju-
dagseftirmiðdögum og fímmtu-
dagskvöldum. Á fimmtudögum er
fyrirhugað að dansa á eftir vist-
inni. Brids verður spilað á mið-
vikudagskvöldum og fimmtudag-
seftirmiðdögum. Þá em
fyrirhugaðar myndasýningar á
mánudögum og á föstudögum
verður upplestur, annað hvort
æviþættir, sögur eða ljóð.
Þá er mikill áhugi á að koma
upp starfsemi í smærri hópum eða
klúbbum innan félagsins og má
þar nefna til að mynda bókmenn-
taklúbb, leiklistarklúbb, hljóm-
plötuklúbb, gönguklúbb o.fl.
Fræðslunefnd félagsins er að
vinna að undirbúningi námskeiða-
halds í samvinnu við Tómstunda-
skólann.
Jean M. Auel rithöfundur.
gagnrýnendur um heim allan em á
einu máli um að árangurinn sé með
ólíkindum og söguefnið trúverðugt
og magnað. Má í því sambandi vitna
til orða Jóhönnu Kristjónsdóttur
gagnrýnanda Morgunblaðsins sem
sagði í dómi um Þjóð bjamarins
mikla í desember síðastliðnum:
„Þessar framandi persónur af ætt
hellisbjamarins stíga upp af síðun-
um og verða margar ógleymanleg-
ar, yndisiegar og átakanlegar.
Lífsbarátta þeirra, trúarsiðir og
hugsunarháttur verður lesanda
hugleikin. Þýðing Fríðu Á. Sigurð-
ardóttur er efninu samboðin. Hún
er listaverk“.
Skáldkonan Jean M. Auel er bú-
sett í borginni Portland í Oregonríki
í Bandaríkjunum og helgar sig nú
alfarið ritstörfum. Hún hefur þegar
lokið þremur bindum af þessu viða-
mikla ritverki sínu er hún nefnir
„Böm Jarðar".
í fyrirlestri sínum í Norræna
húsinu á fimmtudaginn kemur, 10.
september, kl. 20.30 mun hún lýsa
því hvað varð til þess að hún hm
að fást við þetta óvenjulega sögu-
efni og hvemig hún hefur byggt
skáldverk sitt á þeim upplýsingum
sem fyrir liggja um forfeður
nútímamannsins. Fyrirlesturinn
verður fluttur á ensku og nefnir
hún hann: „Fact into fíction: The
world of writing.
(Úr fréttatilkynningu)
Hljómsveitin Gildran, talið frá vinstri: Þórhallur Ámason bassi,
Karl Tómasson trommur og Birgir Haraldsson söngur og gitar.
Gildran á Akureyri
HLJÓMSVEITIN GUdran verður
með tónleika á Akureyri nk.
föstudags- og laugardagskvöld.
Tónleikamir verða í skemmti-
staðnum H-100.
Á tónleikunum verða lög af nýrri
plötu hljómsveitarinnar kynnt.
Plata þeirra ber heitið Huldumenn.