Morgunblaðið - 04.09.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.09.1987, Blaðsíða 54
 54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 Minninff: Guðjón Klemenz- son, læknir Fæddur 4. janúar 1911 Dáinn 26. ágúst 1987 Kveðja frá barnabörnum Afi okkar lést 26. ágúst síðastlið- inn. Okkur langar að kveðja hann með nokkrum orðum. Afi skipaði ávailt stóran sess í lífí okkar ásamt ömmu. Það elsta okkar bjó fyrstu mánuðina heima hjá afa og ömmu og við öll dvöldum þar oft, mislangan tíma í einu, í pössun. Marga hátiðisdagana var ekið til Njarðvíkur og síðar á Flyðrugrand- ann til að hitta afa og ömmu. Ekkert okkar ólst upp í Njarðvíkum, og þegar þau fluttu til Reykjavíkur fyrir 5 árum vorum við afar ánægð að fá þau nær okkur. Við eignuð- umst annað heimili og erum ávallt velkomin. Við sem bjuggum erlend- is í 6 ár vissum vel hvers við fórum á mis. Frá því við fæddumst fylgdist afí náið með heilsufari okkar. Hlust- unarpípan hans og stundum plástr- amir björguðu alltaf málunum. Við fundum umhyggjuna fyrir velferð okkar frá fyrstu tíð. Við eldri bömin munum vel eftir afa, þegar hann var önnum kafínn við læknisstörf, á lækningastofunni eða á leið í vitjanir. Við yngri bömin munum hann lesandi bók eða dagblað í stólnum sínum á Flyðrugrandanum. En öll munum við svo vel hlýja brosið hans afa. Þrátt fyrir veikindi hans á þessu ári, fengum við alltaf bros þegar við komum í heimsókn, alveg eintakt bros þegar við yngstu birtumst. Við vitum líka mæta vel, að öll böm áttu hug afa, ekki síst þau böm sem hann annaðist vegna starfs síns. Þau gáfu honum reynd- ar afa-nafnið áður en við fæddumst. Kveðja frá bekkjarsystkin- um Fyrstu kynni okkar Guðjóns urðu í gagnfræðadeild Menntaskólans á Akureyri, en síðan áttum við sam- leið þijá vetur í stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík, og það- an brautskráðumst við með stúd- entahópnum vorið 1935. Þótt leiðir skildust þá, bar fundum okkar all- oft saman síðar á ævinni, m.a. á meiri háttar stúdentsafmælum. Guðjón lauk kandidatsgrófí f læknisfræði frá Háskóla íslands vorið 1942. Næstu tvö árin stund- aði hann framhaldsnám i Banda- ríkjunum og sinnti aðstoðarlæknis- störfum á Akureyri og í Keflavík. Um tíu ára skeið var hann héraðs- læknir í Hofsóshéraði, en árið 1954 fluttist hann til bemsku- og æsku- stöðvanna, Gullbringusýslu, og var upp frá því, á meðan kraftar ent- ust, starfandi læknir í Keflavíkur- héraði með aðsetur í Ytri-Njarðvík. Guðjón var fremur lágvaxinn, léttur í spori, harðfylginn sér og með afbrigðum ósérhlffínn. Af per- sónu hans lýsti hressandi bros og fáguð kímni. M.a. nutu þessar hug- þekku eigindir sín einkar vel á mörgum og ströngum vetrarferðum um fannfergjur Hofsóshéraðs, þar sem gönguskíðin voru oft helsti „farkosturinn". Er mér kunnugt um það, að Guðjón var dáður og lofað- ur af mörgum Austur-Skagfírðing- um, sem hann liðsinnti, stundum um torfamar og langar vetrarslóðir. Mér er einnig kunnugt um það, að vinsældir Guðjóns á hans heima- slóðum vom miklar. Köllin urðu mörg, jafnt um nætur sem daga; hvíldarstundimar að sama skapi einatt of fáar. Er næsta víst, að mikið starfsálag Guðjóns, bæði f Hofsóshéraði og Keflavíkurhéraði, hefur sorfíð að líkamlegri hreysti hans og átt þannig nokkum þátt í að ráða hans sköpum. Guðjón var í einu og öllu elsku- legur skólafélagi, glaðvær, bros- andi, háttprúður. Og það er með hlýjum huga og þakklæti, að við samstúdentar hans frá 1935 minn- umst hans og kveðjum hann nú, þegar hann er allur. Var mér falið að koma þessari kveðju á framfæri. Eftirlifandi ekkju Guðjóns, Margréti Hallgrímsdóttur, svo og bömum þeirra og bamabömum, sendum við skólafélagamir innileg- ar samúðarkveðjur. Björn Jóhannesson. Að morgni 26. ágúst barst sú fregn, að Guðjón Klemenzson, tengdafaðir okkar, væri látinn. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða um tíma og taldi sjálfur, að innan tíðar kæmi kallið. Hann var við þvf búinn, en þannig skapi far- inn, að hann æðraðist aldrei. Undarlegt að vita að á því sem er hlýtur senn að verða tiltakanleg breyting. Þægileg hugsun að vita að þegar til þess kemur muni maður ekki taka eftir því sjálfur. Ósköp þægileg hugsun, finnst manni. (Jón úr Vör) Við sem stóðum honum nærri eigum ekki þetta æðruleysi hugans, söknuðurinn er því sár. Guðjón Klemenzson var fæddur á Bjamastöðum á Álftanesi 4. jan- úar 1911, sonur hjónanna Áuð- bjargar Jónsdóttur húsfreyju (d. 1977) og Klemenzar Jónssonar skólastjóra og oddvita (d. 1955) á Vestri-Skógtjöm. Auðbjörg og Klemenz voru bæði ættuð úr Vest- ur-Skaftafellssýslu, hún frá Skálm- arbæ og hann frá Jórvík í Álftaveri. Þeim varð tfu baraa auðið og ólst Guðjón því upp í stórum hópi systk- ina. Guðjón hafði ætíð yndi af því að koma á bemskuslóðimar á Álfta- nesi, en þar átti hann mikinn frændgarð. Auðfundið var, að hon- um var það mikils virði að rækta tengsl við systkin sín, en þau eru: Jón (d. 1936), Eggert (d. 1987), Guðný Þorbjörg, Sveinbjöm (d. 1978) , Sigurfínnur, Gunnar (d. 1941), Guðlaug, Sveinn Helgi og Sigurður. Hann bar umhyggju fyrir Amakotsflölskyldunni allri og lét sér einstaklega annt um heill og heilsu móður sinar sfðustu æviár hennar. Guðjón lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1935, embættisprófí í læknisfræði árið 1942 og var við nám í Medical College í Virginia-sjúkrahúsinu í Richmond í Bandaríkjunum 1942—1943. Læknisstarfíð var honum mjög kært. Hann taldi aldr- ei stundimar eða sparaði kraftana, en starf heimilislæknis var oft á tíðum þrotlaus vinna við hinar erfið- ustu aðstæður. Guðjón var héraðs- læknir í Hofsóshéraði í rúman áratug. Á þeim tíma voru samgöng- ur oft mjög erfiðar og gátu læknis- vitjanir að vetrarlagi tekið sólarhringa. Ferð að sjúkrabeði var oft þrekraun, barátta við náttúruöfl og veðurguði. Mestum hluta starfs- ævinnar varði Guðjón á Suðumesj- um, en fjölskyldan fluttist til Ytri-Njarðvíkur árið 1954. Var lær- dómsríkt að hlýða á frásagnir Guðjóns af hversdagslífi heimilis- læknis í tveimur landshlutum í nær fjóra áratugi. Það var ljóst að Guð- jón naut starfs síns, en einnig að hann naut sfn í þessu starfi. Hann hafði til að bera samviskusemi, ein- staka reglusemi og gott vinnulag. Minninff: Jóhann Elías Olafsson Fæddur 7. maí 1968 Dáinn 28. ágúst 1987 Það er með hryggum huga að við drepum niður penna til þess að kveðja vin okkar og bekkjarfélaga, Jóhann. Jói var með okkur í gegnum allan grunnskólann og var alltaf áberandi f störfum bekkjarfélags- ins. Hann var alltaf með í öllu sem við gerðum og var þá gjaman fremstur í flokki. Námið átti hann ætíð auðvelt með og reyndar allt það sem hann tók sér fyrir hendur. Jói hafði þann góða kost sem fáir hafa að vera óvenju lífsglaður og þó að illa gengi var alltaf stutt í hláturinn. Þannig varð hann okkur hinum oft hvatning og stuðningur. Ævintýraþráin var rík í honum, svo sem í okkur hinum. Á þessum árum var margt brallað en þó alltaf í góðu. Hann var alla tíð ákaflega blátt áfram og hreinskilinn, jafnvel þannig að stundum var það misskil- ið en þó aldrei alvarlega. Jói var maður trausts og áreiðanleika. Hvað sem um var að ræða þá var Jóa treystandi fyrir því. Að loknum grunnskóla tvístraðist þessi samhenti hópur að miklu leyti eins og oft vill verða. Jói var í hópi þeirra sem vildu takast á við lífið sjálft og ákvað því að taka sér frí frá námi. Hann var þó alla tfð með í að halda nánu sambandi á milli okkar bekkjarsystkinanna. Jóhann eignaðist fjölda vina og félaga þau alltof fáu ár sem hann lifði. Fráfall hans er mikill missir fyrir okkur bekkjarsystkinin, hópurinn verður aldrei samur aftur. Við sendum flöl- skyldu hans okkar dýpstu og inni- legustu samúðarkveðjur á þessari erfíðu stundu. Bekkjarsystkin Það er ótrúleg tilhugsun að hann Jóhann Elías Olafsson, æskuvinur minn, sé dáinn, að hann sé farinn og komi aldrei aftur. Við kynnt- umst tveggja ára gamlir og ég man því ekki eftir mér öðruvísi en með Jóa. Við bjuggum lengi vel í sömu blokk og gerðum því alla hluti sam- an, frá þeim árum á ég margar ljúfar og dýrmætar minningar. Við gengum í gegnum bama- og gagn- fræðaskólann saman, að undan- skildum tveimur vetmm. Sá fyrri var þegar Jói flutti til Akureyrar ásamt flölskyldu sinni, þá átta ára gamall, sá seinni þegar ég tók nfunda bekkinn í heimavist. En allt- af héldum við góðu sambandi, sama hversu langt var á miili okkar. Ég gleymi aldrei þegar sagt var við okkur einhvemtíma í gagnfræða- skóla að einn til tveir ættu eftir að láta lífíð í bílslysi. Við tókum iítið mark á þessu því okkur fannst þetta svo fjarri okkur. Sagt er að maður komi í manns stað en nú veit ég að það er ekki satt. Það kemur enginn í staðinn fyrir Jóa. Hann var ljúfur og góður drengur sem var alltaf tilbúinn að gera manni greiða og alltaf var hægt að reiða sig á. Ef ég veiktist, þegar við vorum í bamaskóla, þá kom hann alltaf til mín strax eftir skóla, hvemig sem viðraði, með heimavinnuna og tii að drepa tímann með mér. Jói var mjög greindur piltur og gekk alla tíð vel í skóla þó það ætti ekki við hann að sitja innilokaður í skólastofu heilu vetuma, hann kaus frekar erfíða útivinnu. Alltaf gat ég komið með öll mín vandamál til Jóa og hann leysti úr þeim með manni á réttlátan og röksýnan hátt. Það er sárt að horfa á eftir Jóa og ósann- gjamt að svo ungur og greindur piltur með framtíðina bjarta skuli þurfa að deyja, en eins og máltæk- ið segir, „Þeir sem guðimir elska deyja ungir". Stórt skarð hefur ver- Bróðir okkar. t EINAR VERNHARÐSSON, HliAarvegi 12, Kópavogi, lést á heimili sínu 2. september. Systkini hins látna. t Útför móður okkar, KLÖRU HALLGRÍMSDÓTTUR, Frostaskjóli 9, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskirkju kl. 13.30, mánudaginn 7. septem- ber. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg, félag fatlaðra. Ragnhildur Rósa Þórarinsdóttir, Jóhann H. Þórarinsson, Þórarinn V. Þórarinsson. Þetta, ásamt eðlislægri umhyggju fyrir bömum og öllum sem þörfnuð- ust hjálpar, tryggði honum gifturík- an starfsferil. Tengdafaðir okkar var einnig mikill gæfumaður í einkalffí sínu. Árið 1943 kvæntist hann Margréti Hallgrímsdóttur, dóttur Jónínu Jónsdóttur húsfreyju (d. 1941) og Hallgríms Jónssonar verkamanns (d. 1962) í Hafnarfírði. Saman byggðu Guðjón og Margrét upp heimili, þar sem við höfum öll notið svo margra góðra stunda. Þar var fegurð og fágun í fyrirrúmi. Guðjón og Margrét eignuðust fímm böm. Þau em: Margrét Jóna, hennar maður er Ólafur Marteinsson. Þau eiga tvær dætur. Auðbjörg, hennar maður er Guðmundur Amaldsson. Þau eiga flögur böm. Védís (d. 1951). Hallgrímur, hans kona er Ragnheiður Haraldsdóttir. Þau eiga þijú böm. Og Guðný Védís, hennar maður er Ólafur Marel Kjartansson. Þau eiga eina dóttur. Guðjón og Margrét eiga þvf tíu bamaböm. Guðjón var mikill flölskyldufaðir og nutum við öll forsjár hans og umhyggju í ríkum mæli. Bama- bömn með ærsl og læti vom aldrei fyrir, heldur ævinlega velkomin, gleðin sem lýsti af svip afa þegar eitthvert þeirra birtist var nægileg sönnun þess. Tengdafaðir okkar hafði fast- mótaðar lífsskoðanir og afstaða hans mótaðist alltaf af samúð með lítilmagnanum. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á þjóðmálum, bjó þar yfír traustri þekkingu og fylgdist vel með. Bókasafn Guðjóns bar vott um yndi hans af lestri góðra bóka og einlæga virðingu fyrir landi, þjóð og sögu. Og fátækt er orðið og fásMðug tjáning hver er fetar sig áfram vor hugur um tregans slóðir. — En hvað mundu orð og hámæli geðjast þér? Hljóðastur manna varst þú, minn vinur og bróðir. (Guðmundur Böðvarsson) Af djúpri virðingu og einlægu þakklæti kveðjum við Guðjón Klem- enzson. Tengdaböm ið höggvið í vinahópinn, ég kveð Jóa minn með sorg og söknuði í hjarta. Ég sendi foreldmm hans og systmm mínar dýpstu samúðar- kveðjur á þessari sorgarstundu. Gulli Það em hræðileg augnablik á ferð bílsins, sem taka allt of mikinn toll af okkar unga fólki í þessu litla þjóðfélagi. Þegar ég frétti af slysinu, sem Jóhann lenti í þá datt mér strax í hug: „Guð minn góður, þetta hefði alveg eins getað verið minn sonur." Við eigum í raun svo fátt, t.d. getum við sagt, að við eigum ekki þessi böm okkar, við fáum þau bara að láni eins og heilsu okkar og hamingju. Svona reiðarslag eins og dauði ungs manns, sem manni fínnst að eigi alla ffamtíð fyrir sér, er eitt af þessu óskiljanlega. Við huggum okkur við það, að Guð sætti okkur með tímanum við að sjá hann aldr- ei framar í þessu lífí. Jóhann var á tuttugasta árinu, sérlega hlýr, brosmildur og hæglát- ur piltur. Það fór ekki mikið fyrir honum, en hann var fastur fyrir og sérlega samvizkusamur og dugmik- ill við aila vinnu. Flestir vinir hans voru það frá upphafi vega. Sárast kemur þessi sorg við for- eldra, systur og unnustu. Fjölskyldan fór öll saman í ferð um England í byijun sumars, sem varð þeim mikið gleðiefni. Minning- amar frá þeirri ferð, svo og allar aðrar, sem þau eiga um þennan indæla dreng, verða þó aldrei frá þeim teknar. „Hann Jói hefur alltaf verið eins, frá því hann fæddist," sagði eldri systir hans við mig. Hann var drengur góður. Við, sem eftir stöndum, biðjum góðan Guð að sefa sorg, og blessuð sé minningin um Jóhann Elías. Halla Sigtryggsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.