Morgunblaðið - 04.09.1987, Page 63

Morgunblaðið - 04.09.1987, Page 63
MORGUNBLABIÐ, PÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 63 Nokkrar athugasemd- ir um umferðarmál Heiðraði Velvakandi. Ábending frá Umferðarráði er ekki rauhæf. Ég er ekki með bílasíma en tel samt að tilmæli þeirra um að þeir sem hafa bílasíma eigi að slappa af meðan þeir tala í símann og jafnvel stoppa útí kanti vega meðan þeir tala í símann röng. í miklu færri tilfella er þetta hægt án þess að stafi hætta af. Bílasímar ættu allir að vera bún- ir hlustunar- og taltækjum sem spennt eru yfir höfuð og eru núver- andi taltól furðuleg smfð í allri nútfmatækninni. Stóraukin ljósanotkun skilar ekki tilætluðum árangri, enda hrein della f albjörtu og góðu skyggni, árekstr- amir færast í aukana þrátt fyrir aukna ljósanotkun. Burt með nýju ökuljósalögin. Árekstramir verða harðari og slysin meiri sagði einn í sjónvarps- viðtali nýlega. Eg tel bílbeltanotkun einn þátt þess, menn telja sig í meira öiyggi og til er það að þeir sem eru á lélegum bílum leiti sér eftir árekstri þegar lffshættan er minni til að fá endumýjun bfls í gegnum tryggingar, ég hef heyrt orða falla um þetta. Og kaskótrygg- ingar hafa færst í vöxt, enda fer það líka að verða nauðsyn vegna skemmdarverka. Að fá hálfgerða bijálæðinga til að sýna tilitssemi er erfitt verkefni hvar sem er. Ég get bara tekið sjálfan mig sem dæmi, ég væri búinn að lenda í mörgum árekstrum hefði ég alltaf staðið stíft á mínum rétti í um- ferðinni. En ég get líka alvarlega tekið undir þann rétt sem reglumar kveða á um. Það getur verið lær- dómsríkt fyrir frekjuhunda að þeir séu barðir, þeir fái ekki komist upp með það að bijóta reglur hvað eftir annað og sleppa með skrekkinn. Ég hef séð þá hlæja að áhættunni. Auk þess vil ég vekja máls á því að mjög dýrt er orðið að reka bfl, hvort við bflaeigendur getum ekki náð því fram við skattyfírvöld, að fá rekstrarkostnað einkabfla færð- an til skattafsláttar eins og ég tel að atvinnubflstjórar hafi. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Stígar fyrir hjólreiðamenn Ég er einn þeirra sem em ekki miklir aðdáendur eiturspúandi sjálf- rennireiða og tel reiðhjól vera ákjósanlegustu fararskjótanna. Það er hins vegar ekki auðvelt að vera trúr þessari hugsjón minni. Vitaskuld geta yfirvöld lítið að þvf gert þótt landið sé hæðótt og að Reykjavík sé byggð á sjö hæðum eins og Róm til foma. Það er líka hlutur sem ég get sætt mig við, brekkumar drepa engan og hvert fet uppávið er ávísun á annað fet niðurávið. Hitt get ég ekki sætt mig við að vera ofsóttur af úrillum bflstjórum sem þjóta framhjá mér á hjólinu mínu eins og væri ég ljósastaur eða annar dauður hlutur en ekki maður í lífshættu. Ég vil því skora á borgaiyfírvöld, og er líklega hvorki sá fyrsti né síðasti sem gerir það, að gera fram- vegis ráð fyrir hjólreiðastígum meðfram helstu ökuleiðum og verða hugsað í ríkari mæli til okkar við hönnun hverfa. Sums staðar em gangstéttir þannig að auðvelt er að hjóla á þeim og ber að þakka það eins og annað sem vel er gert en betur má ef duga skal. Reiðhjól menga ekki náttúrana, hreyfingin er holl og þau eyða engu eldsneyti sem kaupa þarf fyrir erl- endan gjaldeyri. Er ekki ráð að hvetja fólk til að nota þetta samgöngutæki? Hjólreiðamaöur Um tekjur sjómanna - svar til Islendings Til Velvakanda Að gefnu tilefni vill undirritaður gera tilraun til að leiða íslendinginn í sannleikann varðandi 300 þús. kr. tekjur sjómanna á Homafirði á dag og um tekjur sjómanna almennt. 300 þúsund kr. tekjur eins manns yfir daginn þýðir að hann þarf að koma með um 9 tonn af fyrsta flokks þorski eftir daginn og er þá ekki reiknað með að hluti aflaverð- mætisins fari 1 kostnað við að afla hráefnisins. Hefur íslendingurinn séð 9 tonn af slægðum þorski sam- an kominn í eina hrúgu? Ef svo er ekki hvet ég hann til að lfta á eina slíka hrúgu í einhveiju fiskvinnslu- fyrirtækja landsins og sjá með eigin augum. Því næst ætti hann að gera sér í hugarlund hvemig einn sjó- maður hafi í fyrsta lagi möguleika á að innbyrða slíkan afla, í öðm lagi blóðga og gera að aflanum, í þriðja lagi að koma aflanum fyrir f skipi sínu og f fjórða lagi að landa aflanum þegar komið er að landi um kvöldið. Sannfærist hann um að slíkt sé mögulegt fyrir einn mann tel ég að þessi íslendingur sé ofurmenni og auðsjáanlega á rangri hillu í lífinu. Sjómenn em duglegir menn og vinna mikið og langan vinnudag, en þeim em þó takmörk sett eins og öllum öðram mönnum. íslendingurinn tekur einnig dæmi af tekjum sjómanna á frystitogara úr einum túr. Á landinu em gerðir út um 10 frystitogarar og em að meðaltali um 25 menn um borð í hveijum togara. Hvað ber mönnum að bera úr býtum á slíkum skipum, sem ekki aðeins taka að sér að veiða aflann, heldur gegna einnig hlutverki 50 til 60 manna frysti- húss og fullvinna aflann til útflutn- ings. Viðkomandi veiðiferð sem íslendingurinn vitnar til tók 27 daga og ber að geta þess að f veiði- ferðinni tóku skipveijamir Ve hluta úthlutaðs afla á árinu. Sjómennsk- an er nú einu sinni þannig að stundum gefur vel, en oftar ekki. Það er ákafiega villandi að slá upp einum og einum góðum túr en sleppa þeim veiðiferðum sem em lakari. Sjómennimir em í starfi sínu allt árið og það em árstekjumar sem verður að skoða þegar laun sjómanna em metin, eins og ann- arra launþega í landinu. Trúi íslendingurinn ennþá furðufréttinni um tekjur sjómanna bið ég hann vinsamlegast að leita á náðir Þjóð- hagsstofnunar um upplýsmgar um meðaltekjur sjómanna skv. skatta- skýrslum. Að endingu ef hinn ágæti íslend- ingur hefur áhuga á að komast í námueigendafélagið bið ég hann að fylgjast með auglýsingum í há- degisútvarpi ríkisútvarpsins þar sem óskað er eftir félögum f námu- eigendafélagið. Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands Opið til kl. 7 í kvöld og til kl. 4 á morgnn laugardag BRADFORD homsófí. 230 cm x 295 cm. .. Kr. 111.140 DALLAS homsófí. 225 cn x 280 cm. 7 Kr.98.760 PISA homsófí. 215 cm x 260 cm. RAPED homsófi. 225 cm x 285 cm. Kr. 113.390 PLUS homsófí. 225 cm x 280 cm. Kr. 117Æ80 00 eMrsiaw iSánuðumet oskað* © sa húsgagna4iöllín REVKMVlK isr.undrf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.