Morgunblaðið - 04.09.1987, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987
-64
KARATE / EVRÓPUMEISTARAMÓT í GOJU-KAI
Ami tvöfaldur Evrópumeistari
EM1987 í Goju-Kai karate fór
fram í London á Englandi
þriöjudaginn 1. saptember sl.
Mikil stemmning var fyrir mót-
inu á íslandi og var œft af miklu
kappi í sumar. Héöan fór um
40 manna (og kvenna) hópur
til London til aö keppa og fylgj-
ast meö mótinu. Þetta er í
fyrsta sinn sem ísland tekur
þátt í stílamóti sem þessu, en
það er opið öllum sem iöka
Goju-Kai karatestflinn f Evrópu,
en þeir skipta tugum þúsunda.
Keppendur voru á annað hundr-
að og oftast 10—15 í hverri
einstaklingsgrein. Komu keppendur
frá átta löndum, íslandi, Noregi,
Svfþjóð, Sviss, V-Þýskalandi, Hol-
landi, Ungveijalandi og Bretlandi.
Margir isiensku keppendanna hafa
undanfarin ár staðið sig með mik-
illi prýði á NM og EM. Ámi
Einarsson hefur ta.m. náð 3. sæti
á NM í Kata tvö ár í röð og 10.,
11. og 15. sæti á EM í sömu grein
síðustu þijú árin og komst f þriðju
umferð í kumite-60 kg á EM í vor
sem er 8.—12. sæti. Atli Erlendsson
og Jónína Olesen hafa bæði náð
bronsi á NM 1986.
Það var þvf nokkur ástæða til þess
að ætla að fslensku keppendumir
stæðu sig vel á þessu móti, en raun-
in varð mun gleðilegri. ísland hlaut
í sinn hlut tvo Evrópumeistara, tvö
silfur og flögur brons og aðeins
Svíþjóð, með 6 gull og 7 silfur, og
Sviss, með 3 gull, 3 silfur og 4
brons, stóðu sig betur ef talinn er
fjöldi verðlauna.
Arangur íslensku keppendanna:
Ámi Einarsson: 1. sæti í kumite
karla-60 kg.
Atli Erlendsson: 1. sæti í kumite
karla-65 kg.
Jónína Olesen: 2. sæti í kata
kvenna.
Sveit íslands: 2. sæti í hópkata
kvenna.
Halldór Svavarsson: 3. sæti í kum-
ite karla-65 kg.
Ólafur Hreinsson: 3. sæti í kumite
karla-70 kg.
Guðlaugur Davíðsson: 3. sæti í
kumite karla+80 kg.
Sveit íslands: 3. sæti í sveitakeppni
karla í kumite. (6 sveitir tóku þátt
í þeirri keppni.)
Ámi Einarsson (til vinstri) stóð sig vel á Evrópumeistaramótinu í Goju-Kai sem fram fór f London í síðsutu viku. ís-
lensku keppendumir stóðu sig vel og unnu alls til átta verðlauna. fslenska sveitin varð í 3. sæti í kumite karla.
Árni tvöfaldur meistari
FRJALSAR IÞROTTIR / FRI HEIÐRAR
Morgunblaðið/Júlfus
Sæmdir heiöurskrossi FRÍ
Þeir voru sæmdir heiðurskrossi Fijálsfþróttasambandsins á 40 ára afmæli sambandsins; (f.v.) Gísli Halldórsson, formað-
ur Ólympíunefndar fslands, Sveinn Bjömsson, forseti ÍSÍ, og öm Eiðsson, heiðursformaður FRÍ. Heiðurskross FRÍ
hefur ekki verið veittur áður.
. Gísli, Sveinn og
Öm voru sæmdir
heiðurskrossi FRÍ
GÍSLI Halldórsson, formaöur
Ólympfunefndar íslands,
Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ,
og örn Eiðsson, heiðursform-
aður FRÍ, voru sæmdir heiðurs-
krossi Frjálsíþróttasambands-
ins (FRÍ) í hófi, sem haldið var
í tilefni 40 ára afmælis sam-
bandsins 16. ágúst sl. Þetta er
i fyrsta sinn, sem heiðurskross
FRÍ erveittur.
Iafinælishófinu sagði Ágúst Ás-
geirsson, formaður FRÍ, að
stjóm sambandsins hefði talið það
viðeigandi að sæma þá Gfsla, Svein
og Öm heiðurskrossinum fýrstum
manna. Þeir hefðu helgað íþróttun-
um krafta sína f áratugi og störfuðu
enn af krafti að framgangi þeirra.
Ennffemur sæmdi stjóm FRÍ ýmsa
menn, sem unnið hafa ómetanlegt
starf í þágu fijálsfþróttanna eða
reynst þeim vel með öðmm hætti,
gull-, silfur- og eirmerki sambands-
ins. Þeir em:
Gullmerki FRÍ:
Pðlmi Glslason, formaður UMFl,
Guðni Halldórsson, fyrrv. form. FRÍ,
Guðmundur Kr. Jónason, form. HSK,
, Garðar Vlgfússon, HSK,
jón Magnússon, aðstoðarvallarstjórl,
Jóhann BjörgvlnssonjR,
Magnús Stefánsson, UIA,
Pðtur Elðsson, UfA,
Sigfús Jónsson, USAH/lR,
Vilhjðlmur BJðmsson, UMSE.
Silfiirmerki FRÍ:
Aðalbjöm Gunnlaugsson, form. UNÞ,
Bergþór H. Jónsson, form. FH,
Erlendur Valdlmarsson, fR,
Friðjón Þ. Friðjónsson, (Si,
Guðrún Ingólfsdóttlr, KR,
Helmlr Svavarsson, IR,
Hreinn Halldórsson, KR,
Jón H. Magnússon, ÍR,
Kari Guðmundsson, (SÍ,
Sigurður Erilngsson, ÍR,
Stefðn Gfslason, HSS,
Brynjólfur Helgason, Landsbanksnum,
Sigfús Erilngsaon, Fluglelðum,
Bjaml Fellxsson, SJónvarplnu.
Eirmerki FRÍ:
Gfsli Jónsson, HSK,
Gunnar Pðll Jóaklmsaon, ÍR,
Gunnar Sigurðsson, UMSS,
Hafstelnn Óskarsson, fR,
Jón Diðriksson, fR,
Magnús Haraldsson, FH,
Slghvatur Dýri Guðmundsson, fR,
Sigurður Haraldsson, FH,
Valgerður Auðunsdóttlr, HSK,
Þrðlnn Hafstelnsson, HSK,
Frá veitingu gullmerkis FRÍ. Á myndinni eru (f.v.) Magnús Stefánsson, UÍA,
Ingibjörg Sigurþórsdóttir gjaldkeri FRÍ, Pálmi Gfslason, formaður Ungmennafé-
lags Islands, Ágúst Ásgeirsson, formaður FRÍ, Jón Magnússon, aðstoðarvallar-
stjóri í Reykjavík, Guðni Halldórsson, fyrrverandi formaður FRÍ og Garðar
VigfÚ8son, HSK.
Morgunblaöíð/Júlíus
Fimm þeirra, sem sæmd voru eirmerki FRÍ á 40 ára afmælinu; (f.v.) Valgerð-
ur Auðunsdóttir HSK, Þráinn Hafsteinsson HSK, Sighvatur Dýri Guðmundsson
ÍR, Jón Diðriksson ÍR og Hafsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri FRÍ.
Morgunblaóið/Júllus
I hófi, sem haldið var á 40 ára afmæli Fijálsíþróttasambandsins voru tveir
fyrrverandi stjómarmenn sambandsins sæmdir gullmerki íþróttasambands ís-
lands fyrir áratuga starf i þágu ftjálsiþróttanna. Þeir eru Magnús Jakobsson
(t.v.) og Sveinn Sigmundsson.