Morgunblaðið - 04.09.1987, Qupperneq 66
>66
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / KNATTSPYRNA
Ekkert gefið eftir
Það var ekkert gefið eftir í úrslitalei
þremur mörkum gegn einu.
mjög seinir að skjóta á markið í
þeim góðu færum sem sköpuðust
og því urðu þeir að sætta sig við
tap að þessu sinnni og 4. sætið kom
í þeirra hlut. Bæði liðin léku ágæt-
is knattspymu.
í jöfnu liði Þórs voru bestir þeir
Þórir Áskelsson, Axel Vatnsdal og
Axel Gunnarsson en í liði UBK
voru mest áberandi þeir Kristján
Atlason og Amar Grétarsson.
Þá var komið að úrslitaleiknum um
íslandsmeistaratitilinn. Þar mætt-
ust lið Fram og KA, sigurvegarar
í riðlakeppninni.
Fram vann KA í úrslltalelk 3:1
Framarar urðu íslandsmeistarar,
lögðu KA að velli með 3 mörkum
gegn 1. Sigur Fram var ákaflega
sanngjam og lítill vafí á því að þar
fór besta liðið. Mjög jafnt og heil-
steypt lið sem ekki þarf að kvíða
framtíðinni. Þar er varla um veikan
hlekk að ræða.
Fyrri hálfleikur var frekar tíðinda-
lítill. Jafnræði var með liðunum í
upphafí en smám saman tóku
milli Fram og KA. Framarar stóðu
Framarar völdin í leiknum. Þeir
léku oft ágætis knattspymu og spil-
uðu vel saman, voru yfírleitt fljótari
á boltann en leikmenn KA, sem þó
náðu einniggóðum samleiksköflum.
Látið var um marktækifæri í fyrri
hálfleik en eins og áður sagði var
Framliðið mun meira með boltann.
Framarar uppskáru ágætis mark
um miðjan fyrri hálfleik. Steinar
Guðgeirsson skoraði með góðu skoti
úr miðjum vítateig, Iítið eitt hægra
megin, án þess að markvörður KA
kæmi nokkmm vömum við.
Síðari hálfleikur var í eigu Fram
að lang mestu leyti. Framarar áttu
skot í stöng fljótlega eftir hlé og á
11. mínútu bættu þeir sínu öðm
marki við. Það gerði Ríkharður
Daðason eftir að vamarmönnum
KA mistókst að hreinsa frá eftir
homspymu Framara frá hægri.
Skoraði Ríkharður af örstuttu færi.
Áfram sóttu Framarar og um miðj-
an síðari hálfleik gerðu þeir
endanlega út um leikinn. Ríkharður
Daðason skoraði sitt annað mark
og jafnframt þriðja mark Fram.
Hann fékk góða sendingu þvert
Morgunblaðið/Rönar Þór Björnsson
loks uppi sem sigurvegarar unnu með
fyrir markið frá Steinari Guðgeirs-
syni, var einn og óvaldaður á
markteig og eftirleikurinn auðveld-
ur. Vöm KA víðs ijarri. Undir lokin
fékk svo Fram-liðið dauðafæri inn
í vítateig KA en markvörðurinn
varði stórvel í hom. Skömmu síðar
minnkaði KA muninn með
stórglæsilegu marki Jóhannesar
Baldurssonar. Tekin var hom-
spyma frá hægri og Jóhannes henti
sér fram, rétt utan markteigs, og
skoraði glæsilegasta mark leiksins
með kollspymu í þverslá og inn.
Stórkostlegt mark sem lengi verður
í minnum haft. Leikurinn fjaraði
síðan út án verulegra átaka og vom
Framarar orðnir Islandsmeistarar.
Gleði þeirra var að vonum mikil í
leikslok. Leikmenn KA í öðru sæti
og mega vel við una þrátt fyrir þá
staðreynd að sárt sé að tapa úrslita-
leik.
Bestir í annars jöfnu liði Fram voru
þeir Anton Markússon og Steinar
Guðgeirsson. Halldór Kristinsson
bar af í liði KA. Magnús Jónatans-
son dæmi leikinn geysilega vel.
MEÐ
íslands- og bikarmeistarar Fram í 3. flokki
Morgunblaðiö/Rúnar Þór Björnsson
3. flokkur:
Fram íslands- og
bikarmeistari
Rúnar Þór Björnsson
Anton Markússon hampar hér
sigrlaununum.
S
\
'W
ÞU SIGRAR
UM SÍÐUSTU helgi var leikið
til úrslita f 3. flokki karla í knatt-
spyrnu á yfirstandandi íslands-
móti. Fram stóð uppi sem
sigurvegari, en þeir unnu einn-
ig bikarinn í þessum aldurs-
■^flokki. Leikið var ítveimur
riðlum og fóru leikirnir fram á
þremur völlum á Norðurlandi,
Akureyrarvelli, Þórsvelli og Ár-
skógsstrandarvelli. í úrslita-
keppninni tóku þátt 8 lið: Fram,
Valur, KA, Þór, Týr, Stjarnan,
Selfoss og UBK.
Veður til knattspymuiðkunar
var gott alla dagana og fór
þessi úrslitakeppni vel fram í alla
staði.
Úrslit í riðlakeppn-
Frá inni urðu sem hér
Stefáni segir:
Amaidssyni
áAkureyri A-riðilI: Fram —Týr 5:0
'Selfoa — Þór 2:3
Týr-Þór 4:1
Fram — Selfoss 3:0
Selfos8 — Týr 4:1
Þór — Fram 2:1
Fram stóð uppi sem sigurvegari f þessum
riðli og lið Þórs frá Akureyri hafnaði í öðru sæti.
B-riðill:
Valur —KA 1:3
Stjarnan — UBK 2:5
KA-UBK 2:2
Valur— Stjaman 3:1
Stjaman — KA 2:3
UBK-Valur 4:4
^RA hafði heppnina með sér og
hreppti fyrsta sætið í þessum riðli
og lið UBK hafnaði í öðru sæti.
Urelitaleikimir voru síðan háðir á
sunnudeginum og fóru fram á Ak-
ureyri. Þetta var fjórði keppnis-
dagurinn og var töluverðrar þreytu
tekið að gæta hjá leikmönnum og
kom það nokkuð niður á síðustu
leikjunum.
Til úrelita um 7. og 8. sætið léku
Stjaman og Týr. Stjaman sigraði
5:4 eftir jafnan leik, framlengingu
og vítaspymukeppni. Staðan var
1:1 eftir venjulegan leiktíma.
Stjaman hafnaði því í 7. sæti en
Týr í því 8. og neðsta.
SeKoss vann Val
Um 5.-6. sæti léku Selfoss og
Valur. Selfoss sigraði örugglega
4:1, var mun betra liðið og náði 5.
sætinu. Fyrirfram var búist við mun
betri árangri hjá Val í þessari
keppni en góður árangur næst ekki
átakalaust. Það hljóta Valsmenn
að hafa lært eftir þessa keppni en
6. sætið varð þeirra.
Þórí3.sætl
Úrelitaleikurinn um 3.-4. sæti var
á milli þeirra liða er höfnuðu í öðru
sæti í riðlakeppninni, Þóre og UBK.
Það er skemmst frá því að segja
að Þór sigraði 1:0 með góðu marki
Axels Vatnsdals um miðjan fyrri
hálfleik og 3. sætið var í höfn.
Markið kom eftir skyndisókn Þóre
þar sem vamarmenn UBK höfðu
hætt sér full framarlega. Axel fékk
laglega sendingu fram völlinn og
lék að marki UBK og skaut síðan
góðu skoti rétt innan vítateigs sem
hafnaði örugglega í markinu. Þórs-
arar byrjuðu þennan leik mun betur
og sóttu meira fyretu 20 mínútum-
ar og uppskáru þá ágætis mark
eins og áður sagði. Axel Vatnsdal
fékk einnig tvö ágætis marktæki-
færi en það fyrra varði markvörður
UBK stórvel í hom og upp úr hom-
inu skaut Axel hárfínt framhjá. En
eftir það fóru leikmenn UBK að
koma mun meira inn í leikinn og
sóttu allt til leikhlés. Þeir náðu að
skapa sér fáein marktækifæri sem
öll runnu út í sandinn.
Síðari hálfíeikur var svo til allur í
eigu UBK og fengu þeir ijöldann
allan af mjög góðum marktækifær-
um en það var með ólíkindum
hvemig Þórearar sluppu með
skrekkinn. Leikmenn ÚBK voru
OTDK
Aftari röð frá vinstri: Ragnar Ingólfsson, liðsstjóri, Einar Friðþjófsson, þjálfari, Eysteinn Jóhannson, Pétur Jónsson, Kolbeinn Ámason, Ríkharður Daðason,
Streinar Guðgeirsson, Þoreteinn Bender, Haukur Pálmason, Gunnar Helgason, Þórður Kristleifsson og Þórður Lárusson, liðsstjóri. Neðri röð frá vinstri: Róbert
Axelsson, Ágúst Gylfason, Sævar Guðjónsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Hrannar Hrafnkelsson, Anton Markússon, fyrirliði, Vilberg Sverrisson, Ágúst Ólafsson,
Sigurjón Ólafsson og Guðbjartur Auðunsson.
4-