Morgunblaðið - 11.09.1987, Side 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987
Robbe-Grillet,
Allende
og Vonnegut
AF þeim gestum sem verða á
Bókmenntahátíð 1987 eru þrír
rithöfundar sem óvéfengjan-
lega hafa öðlast heimsfrægð
fyrir ritstörf sín. Eru það Alain
Robbe- Grillet frá Frakklandi,
Isabel Allende frá Chile og
Kurt Vonnegut frá Banda-
ríkjunum.
Alain Robbe-Grillet
Robbe-Grillet er einn kunnasti
rithöfundur Frakka og hann er
talinn höfundur og brautryðjandi
hinnar svokölluðu „Nýju skáld-
sögu“ í evrópskri skáldsagnagerð,
en sú stefna kom fram á sjötta
áratugnum. Hér mun hann halda
fyrirlestur um það efni. Nokkru
seinna tók hann að láta að sér
kveða í kvikmyndaheiminum,
skrifaði handrit og leikstýrði
mjmdum, og mun hann verða við-
staddur kvikmyndahátíð sem
tekur við af bókmenntahátíðinni
hér.
Alain Robbe-Grillet er fæddur
1922 í Brest á Bretagneskaga og
ólst þar upp og stundaði nám þar
og í París. Fag hans var land-
búnaðarverkfræði og starfaði
hann um árabil að þeim málum,
bæði í París og þróunarlöndunum.
Árið 1955 söðlaði Robbe-Grillet
um, sneri sér frá vísindunum og
að bókmenntunum. Gerðist ráðu-
nautur hjá bókaforlagi og tók að
umgangast uppreisnargjöm skáld
þess tíma. Og hann fór að skrifa
sjálfur. Varð hann fljótt áhrifa-
mikill í hópnum sem kallaði sig
„nýju skáldin." Fyrsta skáldsaga
hans „Gomme“ kom út 1953 og
fljótlega á eftir „le Voyeur" sem
hlaut gagnrýnendaverðlaunin í
Frakklandi 1955. Fylgdi svo hver
bókin af annarri og vöktu mikla
athygli. Ein þekktasta bókin hans
er „La Jalousie" sem kom út 1957.
Nýlega kom út ævisaga Robb-
es-Grillets „Le Miroir qui revient"
og hafa orðið mikil skrif um hana
í Frakklandi.
Isabel Allende
Isabel Allende er fædd 1942 í
Chile. Hún starfaði sem blaða-
Vonnegut
Robbe-Grillet
maður á árunum 1964 til 1973,
en hafði skrifað nokkur leikrit og
sögur fyrir böm áður en fyrsta
stóra skáldsaga hennar, „Hús
andanna“ kom út árið 1982. Sú
bók vakti gífurlega athygli og
hefur verið þýdd á fjölmargar
tungur.
Á undanfömum árum hefur
hún notið geysilegra vinsælda
meðal lesenda um alla Evrópu.
„Með mikilli frásagnarlist hefur
kona skipað sér á fremsta bekk
suðuramerískra skáldsagnahöf-
unda,“ sagði þýska blaðið Stem.
Önnur saga hennar „De amor y
de sombra" kom út árið 1984 og
hefur hún einnig hlotið afbragð-
sviðtökur.
Isabel Allende er náfrænka
fyrrum forseta Chile, Salvadors
Allende, sem lét lffíð í herforingja-
byltingunni 1973. Afdrif lands
hennar og þjóðar eru henni mjög
hugleikin og bera bækur hennar
þess glögg merki. Hún býr nú í
Venezuela.
„Hús andanna" er væntanleg í
haust í íslenskri þýðingu Thors
Vilhjálmssonar.
Kurt Vonnegnt
Kurt Vonnegut fæddist árið
1922 í Indianapolis í Bandaríkjun-
um. Vonnegut lagði stund á
efnafræði við Comell-háskóla og
skrifaði þá að jafnaði í blað skól-
ans. Er Bandaríkjamenn hófu
þátttöku í seinni heimsstyijöldinni
í Evrópu gekk hann í herinn og
var sendur austur um haf.
Vonnegut var þá þegar friðar-
sinni, en sannfærðist enn frekar
við það sem hann fékk að reyna
á þessum árum.
Eftir stríðið hóf Vonnegut með-
al annars nám í mannfræði, en
starfaði jafnframt sem fréttarit-
ari. Seinna réði hann sig sem
blaðafulltrúi hjá stórfyrirtækinu
General Electric og um líkt leyti
fór hann að senda frá sér smásög-
ur. Fyrsta skáldsaga hans „Player
Piano" kom út 1952 og síðan þá
hefur hann lifað af ritstörfum.
Þekktasta verk Vonneguts er
án efa „Sláturhús fimm.“ í bók-
inni byggir hann meðal annars á
reynslu sinni í síðari heimsstyij-
öldinni. Hún hefur komið út í
íslenskri þýðingu og það sama á
við um „Guðlaun herra Rosewat-
er.“ Síðast sendi Vonnegut frá sér
skáldsögu árið 1985 og heitir hún
„Galapagos.“
Hann ólst upp í V“astervik og
lagði stund á bókmenntir, trú-
fræði og sögu við Uppsalahá-
skóla. Hann kom fyrst fram á
sjónarsviðið sem rithöfundur
þegar hann vann smásagnasam-
keppni á vegum Bonniers Litt-
er“-
ara Magasin árið 1983 með
sögunni Vindmarken. Hann hefur
skrifað smásögur og sent frá sér
eina stóra skáldsögu, Fágelv“ag-
en. Sagan gerist á Órkneyjum og
segir frá miðaldra Svía sem á þar
leið um. Larsmo þykir hafa mikla
tilfínningu fyrir landslagi og veðr-
áttu og fjallar, öðrum þræði, um
tengsl manns og náttúru. Hann
þykir skrifa óvenjulega góðan stfl
sem minnir á eldri meistara. Ola
Larsmo er ritstjóri Bonniers Litter"-
ara Magasin.
Per Christian Jersild er fæddur
í Katrineholm árið 1935. Fyrsta bók
hans var smásagnasafnið R“akn-
el“-
ara, sem kom út árið 1960, en
áður sama ár hafði hann birt efni
í safnriti ellefu ungra höfunda.
Fyrsta skáldsaga Jersilds, Till
v“armare l“ander, kom út ári
seinna og síðan hefur hann sent frá
sér á þriðja tug bóka.
Gestir hátíðarinnar
Auk rithöfunda frá Norðurlönd-
unum verða á hátíðinni gestir frá
ýmsum löndum Evrópu, Suður—
Ameríku og frá Bandaríkjunum.
Frá Bretlandi býður hátíðin Fay
Weldon, frá Bandaríkjunum Kurt
Vonnegut, frá Chile Isabel Allende.
Frá Frakklandi koma Alain
Robbe—Grillet og frú og Benoite
Groult, frá Ráðstjómarríkjunum
Andre Bitov og frá Þýskalandi Er-
win Strittmatter og frú, Gerhard
Köpf og Luise Rinser.
Fay Weldon er fædd í Worchest-
er á Englandi árið 1933, en ólst
upp á Nýja Sjálandi. Framhalds-
menntun sína sótti hún til St.
Andrews háskólans í Skotlandi.
Hún starfaði við auglýsingagerð um
nokkurt skeið áður og sneri sér svo
að ritstörfum um miðjan sjöunda
áratuginn. í verkum sínum vekur
Weldon hressilega máls á hlutskipti
og stöðu kvenna og lýsir ýmsum
vandamálum þeirra á grátbroslegan
og hnyttinn hátt. Fyrsta bók henn-
ar var smásagnasafnið The Fat
Woman’s Joke, sem út kom árið
1967, en í kjölfar þess fylgdi skáld-
sagan Down Amongst the Women
sem vakti mikla athygli á sínum
tíma. Hér á landi er Weldon þó
líklega þekktust fyrir skáldsögum-
ar PraxisogÆvi og ástir kven-
djöfuls, sem báðar hafa komið út
í íslenskri þýðingu. Jafnhliða skáld-
sagnagerðinni hefur Weldon fjallað
um bókmenntir og skrifað bækur
tileinkaðar skáldkonunum Rebekku
West og Jane Austen. Hún hefur
einnig unnið handrit fyrir sjónvarp,
þar á meðal eitt upp úr skáldsögu
Jane Austen, Ást og hleypidómar.
Benoite Groult er fædd í París
árið 1920. Þegar að loknu háskóla-
prófi í frönskum bókmenntum tók
hún að sér kennslu í þeim fræðum
og sinnti henni til ársins 1944, þeg-
ar hún réði sig sem fréttamaður til
franska ríkisútvarpsins. Því starfí
gegndi hún í tæpan áratug. Fyrsta
bók Groult var Journal á quatre
mains, en í kjölfarið fylgdu La
Féminin pluriel, II était deux
fois og La part des choses, sem
vakti mikla athygli. Árið 1975 kom
Ainsi soit—elle, en eftir útkomu
hennar gerði Groult langt hlé á
skáldsagnagerð. Hún sneri sér
að blaðamennsku allt til ársins
1983, þegar hún sendi frá sér
skáldsköguna Les trois quarts
du temps, sem hlaut mikið lof
gagnrýnenda. Þetta er efnisrík ætt-
arsaga sem flallar um líf og örlög
þriggja kynslóða, frá upphafí aldar-
innar til okkar daga.
Andre Bitov er fæddur árið 1937
í Leningrad og stundaði þar nám í
jarðefnafræði. Hann tók þátt í
fjölda könnunarleiðangra um víða-
áttur Sovétríkjanna. Árið 1958
komu fyrstu frásögur hans út, en
þær hafa meðal annars verið birtar
í tímaritum og smásagnasöfnum. í
verkum sínum leggur Bitov meginá-
herslu á sálarlífslýsingar. Frásagnir
hans fjalla sjaldnast um ytri at-
burði, heldur er sjónarhomið bundið
við hugrenningar og tilfínningar
einstaklingsins. Bitov skrifar einnig
ferðabækur, en þó með mjög per-
sónulegum og huglægum blæ.
Erwin Strittmatter er fæddur
árið 1912 í Spremberg og er einn
fremsti fulltrúi sósíalískrar raun-
sæisstefnu í austur—þýskum
bókmenntum. Faðir hans var smá-
bóndi og bakari og framan af ævi
fetaði sonurinn í fótspor föðurins
og stundaði bakaraiðn. Strittmatter
starfaði líka sem þjónn, bflstjóri,
ritstjóri dagblaðs, var í forsvari fyr-
ir bæjarfélag sitt, og svo framvegis.
Eftir heimsstyijöldina sneri hann
sér loks alveg að skáldskap. Fyrsta
skáldsaga Strittmatters, Ochsenk-
utscher, kom út árið 1951. Þremur
árum seinna vakti hann verulega
athygli með skáldsögunni Tinko.
Nýjasta bók Erwins Strittmatt-
ers er skáldsagan Der Laden,
sem kom út í tveimur hlutum fyrr
á þessu ári. Hún er af mörgum
talin í hópi bestu bóka hans.
Gerhard Köpf er vestur—þýskur
rithöfundur, fæddur 1948 í Pfront-
en í Allg“au, en býr nú í M“unchen.
Hann hefur skrifað smásögur, út-
varpsleikrit, ritgerðir um bók-
menntir og gefið út safnrit. Fyrsta
skáldsaga Köpfs, Innerfem, hlaut
Bókmenntaverðlaun Bæjaralands
og vakti mikla athygli á honum sem
efnilegum skáldsagnahöfundi. Fyrir
aðra skáldsögu sína, Die Strecke,
hlaut hann einnig margvíslega við-
urkenningu. Mesta athygli hefur
þó vakið skáldsaga hans Die Er-
bengemeinschaft. Hún kom út
fyrr á þessu ári og hlaut afbragð-
sviðtökur.
Luise Rinser er fædd árið 1911
í Bæjarlandi. Hún lagði stund á
sálarfræði og starfaði síðan sem
kennari á árunum 1934—39. Árið
1943 féll fyrri maður hennar á aust-
urvígstöðvunum. Ári síðar var
Rinser handtekin og dæmd til dauða
fyrir undirróðursstarfsemi, en
bjargaðist við uppgjöf Þýskalands.
Seinni maður hennar var tónskáldið
Carl Orff. Rinser er kaþólsk. Hún
hefur af mörgum verið talin arftaki
Heinrichs Bölls, málsvari fijáls-
lyndra sjónarmiða og samfélags-
gagniýni. Eftir heimsstyijöldina
hefur hún lengst af búið utan
Þýskalands. Meðal bóka Rinser eru
dagbækur, ferðabækur og skáld-
sögur. Nýjasta verk hennar,
Mirjam, er byggt á frásögn Biblí-
unnar um Maríu Magdalenu og
hefur vakið mikla athygli, því verk-
ið er í senn trúarlegt, pólitískt og
feminískt.
Samantekt/ssv
BÓKMENNTAHÁTÍÐ
í Reykjavík 13.-19. september 1987
Dagskrá:
Sunnudagur 13. sept.
Kl. 16.00 Opnun Bókmennta-
hát íðar 1 Norræna húsinu.
Ávörp flytja Knut Ödegárd
forstjóri, Birgir ísl. Gunnars-
son menntamálaráðherra,
sænski rithöfundurinn Sara
Lidman, Sigurður Pálsson
formaður Rithöfundasam-
bands íslands. Einleikur á
flautu: Robert Aitken,
Kanada.
Kl. 20.30 Bókmenntadagskrá í
Norræna húsinu. Johan
Bargum Finnlandi, Dorrit
Willumsen Danmörku, Jon
Michelet Noregi, Regin Dahi
Færeyjum,_ Einar Már Guð-
mundsson íslandi og Þórarinn
Eldjám íslandi.
Mánudagur 14. sept.
Kl. 10.30 Umræður um norr-
æna skáldsagnagerð.
Umræðustjóri: Ámi Sigur-
jónsson. Þátttakendur: Poul
Borum Danmörku, Ola
Larsmo Svíþjóð, Thor Obre-
stad Noregi, Eeva Kilpi
Finnlandi og Einar Már Guð-
mundsson Islandi.
Kl. 14.00 Franski rithöfundur-
inn A. Robbe-Grillet. Fyrir-
lestur á frönsku: „Le nouvel
roman et Pautobiographie" —
Nýja skáldsagan og ævisag-
an.
Kl. 20.30 Bókmenntadagskrá i
Gamla bíói. Fay Weldon
Bretlandi, Erwin Strittmatter
A-Þýskalandi, Poul Borum
Danmörku, Kaari Utrio Finn-
landi og Einar Kárason
íslandi.
Þriðjudagur 15. sept.
Kl. 14.00 Konur og bókmennt-
ir. Þátttakendur: Fay Weldon
Bretlandi, Benoite Groult
Frakklandi, Kaari Utrio
Finnlandi, Luise Rinser
V-Þýskalandi og Steinunn
Sigurðardóttir íslandi.
Kl. 20.30 Bókmenntadagskrá í
Gamla bíói: Isabel Allende
Chile, Gerhard Köpf V-
Þýskalandi, Ola Larsmo
Svíþjóð, Tor Obrestad Noregi
og Jakobína Sigurðardóttir
íslandi.
Miðvikudagur 16. sept.
Kl. 14.00 Skáldsagan á vorum
dögum (Umræður á ensku).
Umræðustjóri: Thor Vil-
hjálmsson. Þátttakendur:
Isabel Allende Chile, Kurt
Vonnegut Bandaríkjunum, A.
Robbe-Grillet Frakklandi,
Gerhard Köpf Þýskalandi,
P.C. Jersild Svíþjóð og Guð-
bergur Bergsson íslandi.
Kl. 17.00 Isabel Allende Chile:
Fyrirlestur um suðuramerí-
skar bókmenntir (á ensku).
Kl. 20.30 Bókmenntadagskrá í
Gamla bíói: Kurt Vonnegut
Bandaríkjunum, Benoite Gro-
ult Frakklandi, P.C. Jersild
Svíþjóð, Peer Hultberg Dan-
mörku og Thor Vilhjálmsson
íslandi.
Fimmtudagur 17. sept.
Kl. 20.30 Bókmenntadagskrá í
Gamla bíói: Robbe-Grillet
Frakklandi, Andre Bitov Sov-
étríkjunum, Luise Rinser
V-Þýskalandi, Karl-Erik
Bergman Álandseyjum og
Guðbergur Bergsson íslandi.
Föstudagur 18. sept.
Kl. 14.00 Kynning á islenskum
samtímabókmenntum (á
ensku): Umsjón: HalldórGuð-
mundsson, Guðmundur Andri
Thorsson og Ömólfur Thors-
son.
Kl. 20.30 Bókmenntadagskrá í
Norræna húsinu: Sara Lid-
man Syíþjóð, Eeva Kilpi
Finnlandi, Felix Thoresen
Noregi, Rauni-Magga Lukk-
ari Samalandi, Pétur Gunn-
arsson íslandi og Steinunn
Sigurðardóttir íslandi.