Morgunblaðið - 11.09.1987, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987
B 7
En þessir kentárar. Eru þeir
ekki dálítið á skjön við íslenska
menningu og hefðir?
„Ég vil líta svo á að sagan sé
okkar hefð. Auk þess eru þetta
ekki alltaf hreinir kentárar. Þetta
eru oft hundur og maður og við
höfum náttúrulega í þjóðsögum
okkar sambærilegar manneskjur,
líka í íslendingasögunum. Fyrir mér
eru þetta ekki kentárar eins og við
þekkjum þá. Heldur er þetta tákn
um veikleika og styrkleika. Ef þú
ert kentár, lítur fólk á þig annað-
hvort sem Guð, eða aumingja. Þetta
er líka tákn um einsemd. Ef þú ert
öðruvísi en aðrir, getur þú verið
eitthvað merkilegra en aðrir, eða
eitthvað ómerkilegra.
Þetta getur líka verið vottur um
það að fegurð getur leynst á ólíle-
gustu stöðum. Hver tími hefur sitt
staðlaða fegurðarskyn. Við getur
tekið konuna sem dæmi. Á einum
tíma þótti hún falleg ef hún var
feit, hvít og mjúk. Nú til dags á
hún að v.era mjó og brún og á
síðustu árum, dálítið vöðvuð.
Að þessu leiti finnst mér ég geta
verið að breyta heiminum svolítið
með listinni, þótt auðvitað sé ekki
leyfílegt að segja svona í dag. Ég
hef fundið það sjálfur, með árunum
smátt og smátt, að fók hefur vanist
myndunum mínum. Það þýðir að
fólk sveigir sig utan um myndimar,
breytir sínum eigin smekk og fer
að sjá fegurð út úr því sem því
þótti áður ljótt og hvimleitt. Eitt
er víst, að mörgum þótti gömlu
myndimar mínar ljótar, en þegar
ég sýni þær nú, þykja þær bara
nokkuð fallegar."
Er markmið þitt þá að breyta
heiminum?
„Þetta er kannski ekki markmið
mitt sem listamaður. Og þó. Mark-
mið mitt sem listamaður er að skapa
einhvem heim sem fólk á aðgang
að þegar það þarf eitthvað annað
en það hefur alla daga. En þetta
er eins og þegar síminn kom fyrst.
Þá fannst fólki þetta fáránlegt. Svo
þegar það hefur haft hann um tíma,
fínnst því ómögulegt að hafa hann
ekki. Þannig að síminn hefur breytt
þjóðfélaginu."
Lítur þú þá á myndlist sem
einhvers konar tjáskipti?
„Mér finnst hún geta verið
svipuð og trú. Hún er fylling. Jú,
ég býst við að hún geti verið ein-
hvers konar tjáskipti. Reyndar
finnst mér allir hlutir sem hafa
dýpri fegurð geta verið það,“
sagði Helgi Þorgils Friðjónsson,
myndlistarmaður að lokum.
Sýning Helga á Kjarvalsstöð-
um stendur yfir til 21. september
næstkomandi og sýningu hans í
Gallerí Svart á hvitu lýkur 20.
september.
Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir
„Vor,“ olía & striga, 1986
„Sjálfsmynd með vasa á höfðinu, “ olía á
striga, 1987
„Stund hugleiðingar, “ olía á striga,
1987