Morgunblaðið - 13.09.1987, Side 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987
Safnastofnun Austurlands:
Minjasafnið að Burstar-
felli endurbætt
Viðgerð á Dalatangavita lokið
GAGNGERAR endurbætur hafa
verið gerðar á minjasafninu að
Bustarfelli í Vopnarfirði og við-
gerð á Dalatangavita lauk í
sumar. Gestum Sjóminjasafnsins
á Eskifirði fjölgaði úr 686 í 1083
á árinu en opnunartimum var
fjölgað og koma skólabarna var
tíðari. Úr Þjóðhátíðarsjóði var
veitt kr. 135.000 til viðgerða á
Löngubúð á Djúpavogi en heima-
menn hafa að auki aflað kr.
60.000. Stefnt er að ljúka viðgerð
hússins fyrir 400 ára verslunar-
afmæli Djúpavogs árið 1989.
í ársskýrslu Safnastofnun Aust-
urlands kemur fram að 956 gestir
komu að Burstarfelli á síðasta ári.
Eftir gagngerar endurbætur á bæj-
arhúsunum voru vistarverur
opnaðar til sýnis sem áður voru
lokaðar vegna skemmda. Viðgerð
verður haldið áfram á næsta ári og
áfram þar til allur bærinn er kom-
inn í viðunandi horf. Upplýsingar
um safnið liggja nú frammi í hveiju
herbergi með helstu söguatriðum,
aldur, notkun og fleira. Þá liggja
frammi einblöðungar á þremur
tungumálum með sögu bæjarins og
búseta.
Gestir Náttúrugripasafnsins í
Neskaupsstað voru 750 árið 1986
en það var opið daglega yfir sumar-
tímann og er talsvert notað við
kennslu á vetuma. Þar eru nú um
100 tegundir uppstoppaðra fugla,
álíka mikið af skeljum og sniglum,
villt íslensk spendýr, lífverur af
sjávarbotni, berg- og steintegundir
og steingervingar auk uppstopp-
aðra físka.
Skólaböm hafa sótt byggðasafn
Austur- Skaftafellssýslu í ríkari
mæli á síðasta ári. Gott samstarf
hefur verið milli Byggðarsafnsins
og hins nýja skjalasafns og hafa
starfsmenn þeirra uppskorið margt
verðmæta í sameiningu. Safnið á í
erfíðleikum með geymsluhúsnæði
og sýningaraðstaðan er fullnýtt. Á
næsta ári verður sótt um styrk til
byggingar geymsluskála og í ráði
er að koma brunavömum safnsins
í gott lag.
Sótt hefur verið um friðun á
fundarhúsi Lónmanna frá árinu
1912. Hefur verið ákveðið að bjarga
húsinu, gera við það eftir þörfum
og helst að fá því sitt gamla hlut-
verk sem samkomuhús. Þá hefur
verið ákveðið að hefja viðgerð á
Stafafellskirkju.
Á vegum Safnastofnunar Aust-
urlands var unnið að fomleifagreftri
á tveimur stöðum. Grafið var kuml
úr heiðni og gerð frumrannsókn á
fornri tótt á Berunesi í Reyðarfirði.
Þeirri rannsókn lýkur næsta sumar.
Boðað var til vinnudaga við
Byggðasafnið á Höfn en Sólveig
Georgsdóttir þáverandi safnakenn-
ari við Þjóðminjasafnið hafði kynnt
starfsemi sína grunnskólakennur-
um á Austurlandi. Unnin voru
verkefni af ýmsu tagi auk þess sem
fram komu margar hugmyndir um
notkun á safninu við kennslu. Hefur
tvisvar verið farið með muni af
Minjasafni Austurlands í skóla á
Egilsstöðum og í Fellabæ og börn-
um sagt frá gömlum dögum. Annað
skiptið fyrir jól og seinna áður en
þau fóru í vorferð að skoða kuml-
stæði sem rannsakað var á síðast-
liðnu ári.
í samvinnu við Sögunefnd Egils-
staðarhrepps var sett upp söguleg
ljósmyndasýning í Valaskjálf á 40
ára afmæli hreppsins í vor. Þá að-
stoðaði safnastofnuni við uppsetn-
ingu sýninga vegna 200 ára
afmælis Eskifjarðar á síðastliðnu
ári.
(Úr fréttabréfi)
Nýr skóla-
sijóri við Tón-
listarskóla
Rangæinga
TÓNLISTARSKÓLI Rangæinga
verður settur 1. október nk. og
verður skólastarfið með svipuð-
um hætti og undanfarin ár.
Sigríður Sigurðardóttir hefur
látið af störfum sem skólastjóri
og i hennar stað hefur verið ráð-
inn Helgi Hermannsson. Hefur
hann verið kennari við skólann
um árabil.
Auk Sigríðar hafa látið af störf-
um Friðrik G. Þórleifsson og
Margrét Tryggvadóttir kennarar.
Einhveijar breytingar verða á
stundakennaraliði skólans, en
Kjartan Ólafsson mun sjá um söng-
deild skólans.
Japanskar
skylmingar
IAIDO — KENDO —
JODO
Þriggja mánaða
námskeiðfyrir
byrjendur hefst
22. septembernk.
Upplýsingarog
skráning hjá
SHODUKAN-félaginu
á íslandi
í sima 33431 og 38111.
FRYSTI-0G KÆLIKLEFAR
tilbúnir á mettíma
Nú getum við einnig boðið
léttari og ódýrari einingar
sem henta mjög vel í minni
kæliklefa. Þær einingar eru
úr 55 mm þykkum einingum
og með k-gildi 0,37
Úr Barkar einingum færð þú frysti- og kæli-
klefa af hentugri stærð, níðsterka, þægilega
að þrífa, auðvelda í
uppsetningu og einangr-
aða með úreþan,
-besta einangrunarefni
sem völ er á.
Hentug grunnstærð
á einingum margfaldar
notagildi klefanna
þannig að þeir reynast
frábær lausn fyrir verslanir, fiskvinnslur, Hringið eða skrifið eftir frekari upplýsingum
Barkar frysti-og kæliklefar leysa vandann víðar en þig grunar
kjötvinnslur, mötuneyti, veitingahús, hótel,
heimahús og alls staðar þar sem þörf er á
Vandaðri geymslu til
kælingarogfrystingar.
Krókalæsingar,
einfaldar en sterkar
tryggja skjóta og
trausta uppsetningu.
Níðsterk klæðning
með plasthúð auðveldar
fullkomið hreinlæti.
BÖRKURhf.
HJALLAHRAUNI 2 SÍMI 53755
PÓSTHÓLF 239 • 220 HAFNARFIRÐI