Morgunblaðið - 13.09.1987, Page 27

Morgunblaðið - 13.09.1987, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987 B 27 Ásgeir fjallkóngur. Morgunblaðið/Sig.Sigm. Fagnaður með fjallkóngi Hrunamanna Sungið af innlifun, frá vinstri: Stefán Jónsson á Hrepphólum, Brynjólfur Guðmundsson á Núpstúni, Guðmundur Stefáns- son í Skipholti, Sigurgeir Sigmundsson á Grund, og Hjalti Gunnarsson í Fossnesi. Fjallkóngur Hrunamanna, Ásgeir Gestsson, bóndi á Kaldbak, varð fimmtugur þann 27. ágúst sl., og var afmælinu slegið saman við vígsluhátíð á nýju, veglegu húsi fyrir fjallmenn á Geldingatanga, skammt norðaustan við Laxárgljúfur. Fjöldi fólks tók þátt í gleðinni, enda fjallkóng- urinn vinsæll maður og glaðsinna, og var mikið sungið, því Hrunamenn eru rómaðir söngmenn. Hrunamenn hafa það stundum á orði að Ásgeir sé eins konar Bjartur í Sumarhúsum þessarrar aldar, en jörð hans, Kaldbakur, liggur ofarlega upp með Stóru-Laxá, og er ein afskekktasta jörð á Suðurlandi, og er nokkuð harðbýlt þar. Ásgeir er fjárglöggur með afbrigðum, og kann öll mörk á Suðurlandi utanbókar. Siobhan Fahey (t.v.) í blómakjólnum, og Dave Stewart koma út úr þorpskirkjunni í Dangui. Poppbrúðkaup ársins að var mikið um dýrðir þegar poppstjörnurnar Dave Stew- art, gítarleikari Eurythmics, og Siobhan Fahey úr Bananarama létu pússa sig saman í smábænum Dangui í Normandí-héraði í Frakkl- andi um daginn. Sérstaklega vakti brúðarkjóllinn mikla athygli, en Si- obhan saumaði og blómskreytti hann sjálf, væntanlega til að reyna að tjá tilfinningar sínar á þessarri hátíðarstundu á sýnilegan máta, en einnig til að fela væntanlegan frum- burð þeirra hjóna, sem á að koma í heiminn núna í nóvember. Það gekk samt ekki með öllu átakalaust að koma brúðkaupinu um kring, því að miklar deilur risu milli þeirra Daves og Siobhanar um hver ætti að vera svaramaður við athöfnina. Dave vildi fá Bob Gel- dof, hinn aðlaða söngvara og Afríkutónleikaskipuleggjanda, til að gegna þessu heiðurshlutverki - en Dave var svaramaður við brúð- kaup Bobs og Paulu Yates - en Siobhan er eitthvað upp á kant við Bob, og sagði að ef hann yrði svara- maður yrði Dave að gjöra svo vel að finna sér aðra brúði. Dave varð að láta undan þessum úrslitakost- um, en Bob fékk þó að koma sem óbreyttur veislugestur. Dave er 35 ára gamall, og sló í gegn í byrjun þessa áratugar með hljómsveitinni Eurythmics, ásamt söngkonunni Annie Lennox. Annie á að hafa sagt um Dave þegar hún sá hann í fyrsta skipti, að hann liti út eins og hann hefði verið dreginn á afturlöppunum í gegnum lim- gerði, en allt um það þá áttu Dave og Annie í ástarsambandi í 5 ár. Dave kynntist síðan hinni 26 ára gömlu Siobhan í fyrra, með fyrr- greindum afleiðingum. Hann vinnur nú með Mick Jagger að gerð sóló- plötu hins síðamefnda, en hún ætlar sér að taka það rólega á næstunni og helga sig baminu eins mikið og hún getur. COSPER — Píparinn kemur ekki fyrr en eftir klukkutíma. BÍLLINN OG RAKKINN Fyrir hálfu ári síðan náði Elísabet Taylor þeim merka áfanga að ná bílprófi í fyrsta sinn, og verður það að teljast nokkuð vel af sér vikið af hinni 55 ára gömlu kvikmyndastjörnu. Til að halda upp á þetta fór Elísabet í næstu Ferrari-verslun, og bað um dýrasta bílinn sem til væri í eldrauðum lit, og var það auðsótt mál. Eftir nokkra mánuði fékk Beta hins vegar bakþanka, og keypti sér nýjan bíl af nákvæmlega sömu gerð, en hvítan að lit. Ástæðan? Hvítur bíll fer miklu betur við kjölturakkann hennar, hann „Scraps", sem er snjóhvítur. Elísabet Taylor - nýi billinn færi örugglega vel við kjólinn hennar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.