Morgunblaðið - 20.09.1987, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987
Finnski sendikennarinn Timo Karlsson.
breytniverðir, svo Helsinki-mállýzk-
an þykir öðrum fínni. Borgin er
fjölmiðlamiðstöð landsins og í kjöl-
far ákafrar ^ölmiðlunar dreifist hún
um landsins breiðu byggð. Núorðið
er því ekki óalgengt að heyra fólk
til dæmis í Tampera tala sína
mállýzku með helsinkisku ívafí. En
þetta er ekkert sérfínnskt fýrir-
bæri.“
Finnskt fjölmiðla-
fár, erlend áhrif
og tvær þjóðtungnr
— Hér heyrist stundum tautað
um ofmiðlun. Hvemig lítur fínnsk
fjölmiðlun út?
„Fjölmiðlun er líka yfírþyrmandi
í Finnlandi. I sumum úthverfum
Helsinki sjást sjö sjónvarpsrásir, að
kapalstöðvum meðtöldum. Ríkis-
stöðin er með nokkrar rásir, þama
sézt líka Sky Channel og frönsk
stöð, það hefur verið talað um rúss-
neska stöð og hér og þar sjást svo
útsendingar nágrannanna.
Útvarpsreksturinn er líkt og hér
bæði í höndum ríkis og einkaaðila.
Ríkisútvarpið heldur úti tveimur
fínnskum rásum og einni sænskri,
auk svæðisútvarps, sem er mun
meira áberandi en hér og fjallar um
mál heimaslóðanna. Síðast þegar
ég vissi voru einkastöðvamar tvær
Radio 1 og Radio City.“
— Radio City.. . hvað líður er-
lendum áhrifum í Finnlandi?
„Þau eru meiri en hér. Það hefur
lengi tíðkast að búðarnöfn væru
ensk, en líka ítölsk og frönsk.
Finnskan er nokkuð hreint mál,
einkum í samanburði við sænsku
og dönsku, þó ekki sé sama barátt-
an gegn erlendum áhrifum þar og
hér. Og svo emm við óragir við að
nota alþjóðleg orð eins og fílosofia
og historia. Stundum geta erlend
áhrif auðgað málið.
En aðalstefnan er að halda finns-
kunni hreinni og það hefur tekizt
með ágætum. Tízkuorð em á yfír-
borðinu, en þau gleymast, þegar
tízkan breytist. Unglingamenning
er ensk í eðli sínu. Ég hef kennt
fínnskum unglingum og sé ekki
annað en þau skrifi móðurmálið
með ágætum, þó þau sletti ensku
í talmáli.“
— En talandi um mál í Finnl- u
andi, hvemig líður þá sænskunni?
„Finnlandssænskan er móðurmáj
milli sex og átta prósent Finna. í ii
lögum segir að allir hafí rétt til að I
nota þjóðmálin jöfnum höndum og
þjóðmálin em tvö, Finnlandssænsk-
an og fínnskan. En í raun eiga
sænskumælandi Finnar erfítt upp-
dráttar, því þeir geta óvíða notað
móðurmál sitt.
En það hafa verið átök milli þess-
ara hópa og þá báðum að kenna
eins og gengur. Á síðari tímum
hafa fínnskumælandi Finnar
kannski stundum viljað gleyma að
Finnland er líka föðurland þeirra
sænskumælandi. En á síðustu öld
vom Svíar yfírstétt með tilheyrandi
forréttindum og menninguna á sinni
könnu, þó meirihluti þeirra væm
réttir og sléttir bændur og veiði-
menn. A sjöunda áratugnum áttu
svo þeir sænskumælandi orðið í vök
að veijast, því finnskumælandi
Finnar fluttu úr sveit í borg og þá
Um hríð hefur verið
hægt að stunda fínnsk-
unám við háskólann
sem aukagrein, en fyr-
ir tveimur ámm var
náminu komið í það horf, að hægt
var að taka fínnsku sem aðalgrein
til BA-prófs, sá áfangi náðist ekki
sízt fyrir ötult starf Helenu Por-
kola, fyrrverandi finnsks sendi-
kennara hér. Og árangurinn lét
ekki standa á sér, því nú í vor út-
skrifaðist fyrsti nemandinn með
slíkt próf. Og fyrir tveimur ámm
kom líka hingað nýr sendikennarí,
Timo Karlsson, sem ekki hefur lát-
ið sitt eftir liggja að fræða áhuga-
sama um fínnskt mál og menningu.
Það er því ekki úr vegi að fregna
hjá honum af náminu, en líka að
forvitnast ögn um land og þjóð. Það
er ekki annað að heyra en að Finn-
land sé fýsilegt til ferðalaga og
nánari kynna. Er ekki lokkandi til-
hugsun að láta augun líða yfír
frjósöm vesturhémðin, kíkja eftir
hreindýmm á hæðum og ásum
Lapplands, láta sólina baka sig við
vötnin í miðhlutanum eða reika um
dimma og dulúðuga skóga Austur-
Finnlands? Þar em íbúamir flestir
grísk-kaþólskir og horfa ekki síður
í austur en vestur, enda löngum
verið undir gerskri stjóm. Og
kannski lifir Finnagaldur víðar en
í fomsögunum. En fyrst er að
fregna af náminu hjá Timo Karls-
syni.
„Námið miðast við að nemendur
séu byijendur. Við höfum aðeins tvo
vetur til að fara yfír námsefnið, svo
eðlilega verður málfræðin fyrirferð-
armikil. Það em samtalsæfíngar frá
fyrstu og nemendur fara strax að
skrifa, þó verkefnin séu stutt í byrj-
un.
Flestir nemendumir hafa áhuga
á einhveiju sérstöku í sambandi við
Finnland og það er þessi áhugi, sem
rekur þá í námið. En í hópnum em
alltaf einhveijir, sem leggja stund
á málvísindi og lesa finnsku til að
víkka sjóndeildarhring sinn í því
fagi. Og þá er fínnska mjög góður
kostur. Áhugamenn um germönsk
mál rekast þar á fjöldann allan af
áhugaverðum tökuorðum úr germ-
önsku málunum, sem fínnskan
hefur geymt eins og niðursoðin.
Hljóðkerfið er nefnilega mjög
íhaldssamt, svo í nútíma fínnsku
geta tökuorð úr einhveiju fmm-
germönsku tungumáli komið fyrir
lítið breytt.
Útlendingar, sem læra íslenzku,
rétt og framburðurinn liggi vel að
íslenzku þá er erfítt að muna allar
endingar og nota þær rétt. Það
getur vafizt fyrir útlendingum að
nota kerfíð rétt þó þeir kunni á það
og orðin geta orðið býsna löng.
Þess vegna veitir ekki af að læra
málið rækilega, eins og við reynum
að gera, en hressum upp á mál-
fræðistaglið með námskeiði um
fínnska menningu á fyrra árinu og
bókmenntir og svo málsögu og
mállýzkur á því síðara.
Mállýzkur setja mjög svip sinn á
fínnskuna og milli þeirra er dijúgur
munur. Hér er auðvitað kennd há-
fínnska og ritmál, sem er öðmvísi
en talmálið. Nemendur kvarta
stundum yfír að þeir hafí ekkert
skilið, þegar þeir svo komust til
Finnlands. Það er erfítt að útskýra
fyrir nemendum, að ritmálið er samt
sem áður gmndvöllur mállýzkanna
og að auðvitað verður að venjast
mállýzkunum þegar er komið til
Finnlands. Það er til dæmis mun
erfiðara að læra fyrst Helsinki-
mállýzkuna og svo austurmállýzk-
una því munurinn milli þeirra er
meiri en milli háfinnsku og þeirra
hvorrar um sig.
Eins og er em mállýzkumar hér-
aðs- eða svæðalægar en hugsanlega
stefnir í, að þær verða bundnar
ákveðnum þjóðfélagshópum, líkt og
er um mállýzkumar í London. Höf-
uðborgarhættir þykja tíðast eftir-
kvarta flestir hástöfum undan mý-
mörgum undantekningum frá
málfræðireglunum. Finnska mál-
fræðikerfið er hins vegar mjög
rökrétt og áhugavert fyrir málvís-
indamenn að því leyti. Finnskan er
byggð þannig upp, að það em stofn-
ar og svo endingar. En málið hefur
þróast, er auðvitað ekki óbreytan-
legt, þó það sé íhaldssamt, svo
kerfíð hefur mglazt örlítið. Mér
sýnist að íslendingar eigi auðvelt
með að læra fínnsku, em vanir
beygingum og framburðurinn ligg-
ur vel við þeim, bæði hljóðin og
eins áherzlan, sem er alltaf á fyrsta
atkvæði, eins og þeir em vanir.
En þó kerfíð sé einfalt og rök-
Þúsund vatna landið, ekki satt!
TALO-SSA
hús i
= í húsi
= f húsi
= i mfnum húsum
mínum = í mfnum húsum
TALO-I-SSA-NI
I I
fleirtölu-
ending
Dæmi um hvernig finnsk orð eru mynduð:
Eitt orð í finnsku getur orðið mörg orð á íslenzku.
OLEN KOTONA (háfinnska) = Éeerheima
MÁ OON HIMAS (Helsinki mállýzka) gCr e,m&
Dæmi um mun háfinnsku og mállýzka, hér helsinkimállýzkunnar.
Gott að vera
^ Finni
á Islandi
Viðtal við Timo Karlsson, finnskan sendikennara hér