Morgunblaðið - 20.09.1987, Qupperneq 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987
I
Full þörf
verðurfyrir allar
vinnandi hendur
Ungu fólki fer fækkandi,
gömlu fólki fjölgandi
Ef til vill spyr
margur hvemig
á því standi að
ekki sé allt gert
til þess að stuðla
að því að hægt
sé að koma
bömum
vandræðalaust í gæslu meðan að
forldrar þeirra vinni hin ýmsu störf
sem sinna þarf í þágu framleiðslu
og samfélagslegrar skyldu.
í samtölum sem blaðamaður
Morgunblaðsins átti við ýmsa þá
sem vinna að þessum málum kom
fram sú skoðun að það væri vissu-
lega mikið gert en ýmsir þættir
yllu því að ástandið er eins og raun
ber vitni. Þar væri fyrst til að taka
að þó sumum þyki hvergi nærri nóg
byggt af bamaheimilum þá er samt
sem áður svo mikið byggt að ekki
er nægilega margt menntað fólk til
svo hægt sé að manna þessi bama-
heimili með faglærðum fóstrum,
það útskrifast heldur ekki nægilega
margar fóstrur til þess að anna
þeim störfum sem ný heimili bjóða
uppá og á það jafnt við á höfuð-
borgarsvæðinu og úti á landi, fjöldi
bamaheimila og leikskóla á höfuð-
borgarsvæðinu gerir þetta þetta
mál þó erfíðara viðfangs þar. Þess
ber að geta í þessu sambandi að
það er að aukast að rekin séu dag-
heimili og leikskólar á litlum stöðum
og í minni hreppum, einnig er vert
að hafa í huga að því yngri sem
böm em því fleira starfsfólk þarf
á deildimar, yngri böm þurfa meiri
umönnun en þau sem eldri em.
Hitt er svo líka að fóstmr em í
meiri mæli en áður var í öðmm
störfum og er það að sögn vegna
þess að þar bjóðast þeim betri laun
fyrir ábyrgðarminni og auðveldari
störf. Laun fóstra þykja sem sagt
ekki eftirsóknarverð. Öllum sem til
þekkja ber saman um að starf
fóstru sé erfítt og kreijandi og því
fylgi mikil ábyrgð. Þeir sem mennta
fóstmr hafa líka sett markið hátt
og viljað að námið hjálpi fóstmm
til þess að gegna með sóma þeirri
uppeldisskyldu sem að hluta fellur
þeim á herðar.
í skýrslu sem Menntamála-
ráðuneytið hefur gefíð út og unnin
var af nefnd sem menntamála-
ráðherra skipaði í júlí 1982 til að
semja starfsáætlun um uppeldis-
störf á dagvistarheimilum, kemur
fram sú skoðun nefndarmanna að
óstöðugleiki kjamafjöldskyldunnar
sé meiri en svo að unnt sé að loka
augum fyrir honum. Bent er á að
hjónaskilnaðartalan vaxi hröðum
skefum og bamsfæðingum utan
hjónabands eða utan sambúðar for-
eldra Qölgi. Einnig er bent á að á
tiltölulega skömmum tíma hafí orð-
ið örar og miklar breytingar á
lífsháttum manna í hinum vestræna
heimi sem hafí geigvænleg og af-
drifarík áhrif á uppeldisaðstæður
bama og bitni þessi þróun mest á
ungum bömum ef ekkert sé að
gert. í skýrslunni er sú niðurstaða
dregin af þessu að fjöldskyldan sem
griðastaður og uppeldisathvarf
bama standi mjög höllum fæti.
Staða fjöldskyldunnar sé mjög al-
varleg og gefí fullt tilefni til aðgerða
henni til styrktar og vemdar. í
skýrslunni segir einnig;„ Meðal
raunhæfra og viðeigandi aðgerða
er ijölgun dagvistarheimila sem
veita bömum markvisst uppeldi í
samræmi við þroska þeirra og þarf-
ir.“
Hvað snertir ófaglært fólk, sem
flest er í starfsstúlknafélaginu
Sókn, þá er nú þannig komið að
það er líka miklum erfiðleikum
bundið að fá það fólk til starfa á
bamaheimilum. Laun þess þykja
lág og erfítt um vik að hækka þau
með eftirvinnutekjum því mjög litla
eftirvinnu er að fá á bamaheimilum.
Á sjúkrahúsum þar sem sóknarkon-
ur eru fjölmennar í starfí, þá er
hins vegar vaktavinnan sem hleypir
laununum eitthvað upp og svo eru
þar líka heldur meiri möguleikar á
yfírvinnu heldur en á bamaheimil-
unum.
Þá er þess að geta að konur sem
koma út á vinnumarkaðinn í dag
og hafa verið heima að gæta bús
og bama sækja ekki í vinnu á
bamaheimilin eins og áður var. Þar
kemur hvorttveggja til að þeim
þykja launin of lág og svo hitt að
konur em áræðnari við að afla sér
starfsmenntunar en þær vom t.d.
fyrir tíu áram. Það má ef til vill
líkja þessari þróun við þeað ástand
sem skapaðist þegar konur vildu
ekki lengur vera vinnukonur og
höfðu þá allt í einu aðstæður til
þess að ráða sig til annarra starfa.
Tímamir em með öðmm orðum
breyttir. Sá gmnur er einnig áleit-
inn að það þyki ekki lengur fínt að
sýsla með böm.
Það er ekki úr vegi að staldra
hér við og virða fyrir sér þær lausn-
ir sem fólk hefur fram að þessu
haft í bamagæslumálum.
Ef bamaheimili og leikskólar,
sem rekin em af opinbemm aðilum
og ýmsum fyrirtækjum og stofn-
unum, em frátalin, þá snýr fólk sér
að dagmæðmm sem vissulega hafa
unnið mikið starf. En sá er gallinn
á þeirri starfsemi að mörgum þykir
hún ótrygg, Dagmæður hætta
stundum snögglega störfum og þá
þarf að koma baminu fyrir á nýjan
leik og það er erfítt fyrir lítil böm
að þurfa oft að skipta um vemstað
og venjast nýju fólki.
Foreldrahópar hafa tekið sig
saman um að mjmda dagheimili.
Slík heimili hafa gengið vel að sögn
en rekstur þeirra hefur skapað
mikla vinnu fyrir foreldrana og
húsnæðismálin hafa oft orðið til
þess að fólk hefur gefíst upp á slíkri
starfsemi.
Sumir ráða stúlkur heim, stund-
um útlendar stúlkur. Þetta er ódýr
lausn fyrir fólk sem er með mörg
böm en hins vegar líka nokkuð
ótrygg og oftast erfitt að fá fólk
til bamagæslustarfa á heimilum.
Ættingjar hlaupa stundum undir
bagga með bamafólki. Þetta hefur
þó orðið æ minna í sniðum eftir því
sem tímar hafa liðið því flestir vinna
úti og em afar og ömmur engin
undantekning nú á dögum og nú
er þessi lausn oftast skammgóður
vermir.
Nýlega hafa tekið til starfa dag-