Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987
Fimmhundruð króna seðillinn. Athygli vekur stærð hans, seðillinn er tæpra 24 cm breiður og tæpir
10 cm á hæð.
Myntfundur:
Listamaðurinn hafnaði
verðlaunum og seðlamir
voru aldrei prentaðir
Átti að gefa íslenskri mynt þjóðlegra svipmót
TEIKNINGAR að pening-aseðl-
um fyrir Landsbanka Islands
sem samþykktir voru af banka-
stjórninni en aldrei prentaðir
fundust nýlega í kistli úr dánar-
búi. Baldvin Bjömsson silfur-
smiður, teiknari og málari vann
tillögurnar árið 1929 fyrir sam-
keppni bankans um peninga-
seðla er bæm íslenskara
svipmót en þeir sem þá vom í
umferð. Ragnar Borg mynt-
fræðingur komst á snoðir um
teikningarnar eftir grúsk í
safni Seðlabankans við Einholt
og hafði upp á þeim með aðstoð
Bjöms Th. Bjömssonar list-
fræðings, sonar höfundar.
„Við opnun safns Seðlabankans
og Þjóðminjasafnsins við Einholt
voru sýndir seðlar frá bresku
seðlaprentsmiðjunni Thomas de la
Rue. Seðlamir höfðu verið sendir
hingað árið 1932 en aldrei settir
í umferð þar sem valið var að
láta aðra prentsmiðju, Bradbury
Wilkinson prenta seðlana. í safn-
inu heyrði ég ávæning af því að
íslenskir listamenn hefðu gert til-
lögur að seðlum fyrir Lands-
bankann sem þá starfaði sem
Seðlabanki. Enginn þekkti afdrif
tillagnanna og vakti það forvitni
rnína," sagði Ragnar Borg.
Ragnar kvaðst hafa velt vöng-
um yfír því hverjir íslenskra
listamanna hefðu getað teiknað
seðla fyrir bankann á þessum
tíma. Nafn Baldvins Bjömssonar
kom upp og leitaði Ragnar því til
Bjöms Th. Bjömssonar. Bjöm
mundi vel eftir því að faðir hans
hefði teiknað seðlana. Eftir að
Bjöm hafði farið yfír muni úr
dánarbúi bróður hans komu
Boðið til samkeppni.
Landsbanki lalands býður til wmktppni ura varölauD
fyrir bestu uppdnrtti til nýrra bankaseðla. Seðlar þeir,
sem gera á. eru 5. 10. 50. 100 og 500 kr. seðlar. Æskilegt
er, aö gerður sje uppdrittur að hverrl einstakri tegund og
sj;u seðlaUgundirnar greinilega fribrugðnar hver annari.
en þó samrcmi i gerð allra tegundanna. I*elr elnir koma
U1 greina við úthlutun verðlauna. sem gert hafa uppdrsetti
að tveim tegundum aö minsU kosti. Texti seðlanna verður
sami og og er á sfðast útgefnum seðlum bankans, þ. «.
iiidi seðilsina i bókstófum og þar íyrir neðan: „Samkvcmt
ögum nr. 10, 15. apríl 1928". „Undsbanki Islands".
Verðlaunin v.rða þrenn. 1600 kr.. 1000 kr. og 500 kr.
verða þvi aðeins veitt, að uppdrcttirnir verði noUðir
við gerð seðlanna. X*eir. sero taka vilja þátt i samkeppn
inni, skulu aíhenda uppdrsetU fyrir 1. október þ. á. Skuiu
uppdrsettirnir sendir bankanum og áritað: Til seðlanefnd
ar. l.'ppdrzttlrnir skulu merktir og nafn hóíundar fylgja
i lokuðu umslagi með sama merki á. Þeir uppdrsettlr. sen
teitt verða verðlaun fyrir, verða eign bankans. Frekari
upplýsingar veitir þjóðminjavörður Matthia* þórðarson
Reykjavik. 23. mai 1929.
LA N DS D A N KIISLANDS.
Auglýsingin í Morgunblaðinu
þar sem stjóm Landsbankans
tilkynnti um samkeppnina. Þar
segir meðal annars: „Verðlaun
verða þrenn, 1500 kr., 1000 kr.
og 500 kr. og verða þvi aðeins
veitt að uppdrættirnir verði
notaðir við gerð seðlanna."
skyssur og teikningar af seðlun-
um í leitimar.
í maímánuði árið 1929 birti
Landsbankinn auglýsingu í Morg-
unblaðinu um að efnt yrði til
samkeppni um peningaseðla. ís-
lenskum listamönnum var gefinn
kostur á þátttöku og heitið þrenn-
um verðlaunum fyrir bestu tillög-
umar. Fyrstu verðlaun voru 1500
krónur, önnur verðlaun 1000
krónur og þriðju 500 krónur.
Fimm tillögur bárust í sam-
keppnina. Þegar úrslitin voru
tilkynnt kom í ljós að Baldvini
höfðu verið dæmd fyrstu verð-
Iaun. Bankaráðinu hafði litist
einkar vel á tillögumar og ákveð-
ið að samþykkja alla seðlana.
Er Baldvini barst til eyma að
ákveðið hefði verið að greiða hon-
um einum verðlaun, en þeir sem
höfnuðu í öðru og þriðja sæti
myndu ekki fá neitt fyrir sinn
snúð varð honum gramt í geði.
Hann sendi bankaráðinu
símskeyti frá Vestmannaeyjum
þess efnis að hann sæi sér ekki
annað fært en að hafna verðlaun-
um þar hann gæti ekki fallist á
meðferð keppinauta sinna.
„í auglýsingunni um sam-
keppnina kemur fram að bankar-
áðið áskylji sér rétt til að veita
einungis verðlaun fyrir þær tillög-
ur sem prentað verður eftir.
Því virðist sem að aldrei hafí
verið ætlunin að greiða fleiri en
ein verðlaun nema svo vildi til að
bankaráðið ákvæði að láta prenta
seðla' eftir marga höfunda. Það
er þó heldur ólíkleg því heildar-
svipmót seðlanna hefði þá ekki
haldist," sagði Ragnar.
Hann sagði að svo virtist sem
að Baldvin hefði viljað sýna sam-
stöðu listamanna í verki. Banda-
lag íslenskra listamanna var þá
nýstofnað. „Fimmtán hundruð
krónur voru miklir peningar í þá
daga og án efa erfitt fyrir lítt fjáð-
an listamann að hafna slíkri
upphæð. Listamönnum þótti þessi
breytni Baldvins vera mjög til
fyrirmyndar."
Aðspurður hvað vekti helst at-
hygli áhugamanna um myntsöfn-
un við teikningamar af þessum
seðlum sagði Ragnar að það væri
F)æ Ímíí’wIi
' ... „ ?■ „ 013751
\m v \ ' mw r / R'v \
l J)) I HnóNtm
\ ■ . /^amtnva m t ttjnnn m.W ' , "—
" ts.^ut tpzr
m
013751
Frumteikningar Baldvins Bjömssonar að peningaseðlum
fyrir Landsbanka ísiands, sem aldrei voru gefnir út.
sérstaklega 500 krónu seðilinn
sem skæri sig úr. Fyrirhuguð
stærð seðilsins (x x x cm) mætti
teljast einstök. Þá var þessi upp-
hæð óþekkt á seðli og fyrsti 500
króna seðilinn raunar ekki prent-
aður fyrr en árið 1945.
„Mér þykja seðlamir laglegir
og hefðu áreiðanlega sómt sér vel
meðal seðla frá hvaða landi sem
er á sínum tíma,“ sagði Ragnar.
Nöfn annarra listamanna sem
þátt tóku í samkeppninni era
óþekkt. Ragnar sagði að hann
væri mjög áhugasamur um að
heyra í þeim sem hugsanlega
kynnu að geta veitt upplýsingar
um aðra þátttakendur og teikn-
ingar þeirra.
Nánar verður fjallað um seðla
Baldvins í myntþætti Morgun-
blaðsins síðar í vetur.