Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Háhymingurinn lyftir allt að sex tonna þungum búk sínum yfir sjávarflötinn. Hann lifir ekki einungis á fiski, heldur einnig á öðrum hvalategundum. Viðumefnið „dráps- hvalur" á þó ekki rétt á sér; eins og aðrir höfrungar er hann vinalegur í umgengni við manninn. Hvalveiðar heyra brátt sögnnni til — eftirDr. Wolfgang Gewa.lt rárþúsundir hefur maðurinn veitt hvali. í fyrstu var um lífsnauðsynlegar veið- ar frumstæðra þjóðflokka að ræða en síðar varð sókn- in að miklum útvegi með flota og þyrlum. Nokkrar tegundir voru í útrýmingar- hættu. Nú hillir loks undir lok hvalveiða í gróðaskyni. Á tímabili líktist ásóknin í þessi stærstu spendýr jarð- arinnar útrýmingarherferð: Miklir flotar veiðiskipa und- ir leiðsögn þyrluflugmanna réðust gegn hvölunum hvar sem þeir komu upp úr djúpi hafsins. Veiðikvótar sem settir voru fyrir áratugum hafa ekki megnað að koma í veg fyrir að sumar tegund- ir kæmust í útrýmingar- hættu. Sókninni í stóru hvalategundimar virðist nú loks vera að ljúka. Al- þjóðahvalveiðiráðið með aðsetur í Cambridge hefur nú fengið loforð frá síðustu hvalveiðiþjóðunum um að veiðum verði hætt að lokinni yfir- standandi vertíð. Ennþá á eftir að ákveða hvort undanbrögð í vísinda- skyni — eins og það er kallað — verði liðin eða hvort hóta verði skert- um fiskveiðiréttindum til handa þeim sem ekki láta segjast. Tími skutul- báta er að minnsta kosti liðinn. Sá sem sér hvalveiðar einungis fyrir sér sem útrýmingariðnað þess- arar aldar, gleymir því að veiði sjávarrisanna er jafn gömul menn- ingunni. Hún hélt lífi í eskimóunum og var einnig daglegt brauð hjá Suð- urhafseyjaskeggjum. Víkingamir, samuraiamir, Baskar og indíánar stunduðu einnig hvalveiðar. Kjötið, lýsið og beinin komu í góðar þarfír. Allt frá forsögulegum tímum hafa hvalimir gefíð tilefni til goðsagna og ævintýra. Steinaldarmenn allt frá Alaska til Hvíta hafsins, frá Norður- höfða til Eyjahafs, ristu myndir hvala og höfrunga í stein. Meira að segja hjá búskmönnum í Botswana má finna hvalamyndir. Og sjávamautið í myndletri Egypta vilja sumir vísindamenn túlka sem búrhveli. Það þykir nú fullsannað að frummaðurinn sem lagði í viðureign við mammúta og hellisbimi hafi einnig fengist við hvali. Líklegast fangaðist hvalur upphaf- lega af tilviljun. Hann hefur þá rekið á land eða orðið eftir í grunnum fló- um við útfíri. Allt fram til ársins 1933 ólu innfseddir á Yalmal-skaga í Síberíu hunda sína á frosnum hval- hræjum sem geymst höfðu öldum ef ekki árþúsundum saman langt fyrir ofan núverandi sjávarmál. Baskar voru fræknir veiðimenn Þar sem láður og lögur mætast og klöpp og öldur eigast við, þar sem dýrin söfnuðust saman skammt und- an ströndu, í fæðuleit, eða til æxlunar hlýtur veiðin að hafa byijað eins og af sjálfu sér. Líkt og við selveiðar voru hundar gjama notaðir til að finna vakir sem hvalimir koma upp um til að blása. í Evrópu á 9. öld sköruðu Bask- amir fram úr við hvalveiðar. Þeim reyndist auðvelt að fanga meinlausan og hægfara sléttbakinn. Úr háum útsýnistumi — sem þeir kölluðu Vig- ias — leituðu Biskaya-búar að bráðinni. Sæist hvalur undan landi gaf eftir- litsmaðurinn merki með trumbu- slætti og reykjarmekki. Veiðimenn- imir stukku um borð í báta sína sem ávallt voru til reiðu og fonguðu dýrið í sameiningu. Síðan var bráðin dreg- in á land og henni skipt meðal veiðimannanna og Qölskyldna þeirra. Orðið „harpúnn" yfír skutul veiði- mannanna minnir á hvalveiðar Baskanna því það er dregið af orðinu „arpoi“ í basknesku sem þýðir „að fanga lifandi". Blómaskeið bask- nesku hvalveiðanna stóð í þtjár aldir, milli áranna 1100 og 1400 e.K. Síðan virðast hvalimir annað hvort hafa hrakist á braut eða þeim verið útrýmt af svæðinu. Eftir að áttavitinn hafði verið fundinn upp voru hvalimir ekki leng- ur óhultir á hafi úti. Basknesku veiðimennimir gátu nú róið á Ermar- sunds- og írlandsmið. Bretónar og Normannar bættust einnig í þeirra hóp. I leit sinni að hvölunum sigruðust Baskamir á Atlantshafinu tveimur öldum á undan Kólumbusi. Veiði- svæði þeirra náði frá Grænlandi til Antillaeyja, frá Labrador til Flórída. Bretóninn Matias de Echeveste fór á árunum 1545 til 1599 ekki sjaldn- ar en 28 sinnum yfir Atlantshafíð. Landi hans Sopite tók upp á því að vinna lýsið um borð og fann því upp „verksmiðjuskipið". Hvar sem hvalir hafa verið nýttir má greina þrjú þróunarstig: Nýting hvalreka, veiði á grunnsævi skammt undan ströndu og úthafsveiðar. Frumstæðir þjóðflokkar stunduðu eingöngu fyrsta og annars stigs veið- ar en íbúar Norður-Evrópu urðu fyrstir til að stunda veiðar á hafí úti og þá af miklum krafti og með af- drifaríkum afleiðingum. Hvalrekinn var frummanninum mikið nægtárhom. Spikið og kjötið tryggðu afkomu ættbálksins. Að minnsta kosti var hægt að þreyja þorrann. En svo kom að hvalveiðar sjómanna urðu að nokkurs konar gullæði. Eskimóar nýttu sér bókstaflega alla hluta hvalsins: Bein, skíði, sinar og trefjar voru notaðar til smíði húsa, sleða, báta og verkfæra. Húðin og innyflin (ef ekki var búið að éta þau) nýttust sem klæðning og umbúðir. Kjötið og spikið eða lýsið voru grun- dvöllur fæðunnar og mikilvægustu orkugjafamir. Lampinn með hvalspiki var ekki einungis uppspretta ljóss í snjóhúsinu heldur einnig hitagjafi. Hinn hitaein- ingaríki kostur hélt lífínu í fólkinu og húsdýrum þess. Lýsið var mikil- vægasta afurðin Rengið hefur ætið verið mikilvæg- asta afurðin. Niðursneitt spikið var soðið eða hitað með gufu. Fram til 1859 er fyrsta olíulindin var opnuð í Pennsylvaníu var lýsið aðallega notað á lampa. Þegar Wilhelm Nor- mann tókst árið 1905 að breyta ómettuðum fítusýrum í mettaðar, varð lýsið mikilvægt hráefni við smjörlíkisgerð. Síðan hefur lýsið verið notað við sápugerð og í leðurvinnslu. Fram á okkar daga gegndi hið vaxkennda búrhvalslýsi sérstöku hlutverki í lyflaframleiðslu og listiðnaði. Mönnum kann að þykja broslegt að áður fyrr voru skíðin notuð til að spenna út regnhlífar og krinólínur hefðarkvenna. Verðmæti skíðisins í heimi án gúmmís, stáls og gerviefna sést best á verðinu i upphafí aldarinn- ar en þá kostaði hver vætt (50 kg) 60 þúsund krónur. Bein hvalanna voru möluð og not- uð sem matarlím, venjulegt lím eða jafnvel áburður. Innyflin voru mikil- væg uppspretta ýmissa hormóna og vítamína. Þegar enskir og hollenskir sæfarar á 16. öld leituðu siglingaleiðar til Austurlanda gegnum íshafið fundu þeir þess í stað mikla hvalastofna. Fréttin af þessum fundi dró hval- veiðimenn frá Hamborg, Bremen, Lubeck og Danmörku og fleiri lönd- um norður á bóginn. Þá var íslands- Á myndinni sem tekin er í hvalstöðinni i Hvalfirði sést hvalurinn unninn á hefðbundinn máta með hjálp flensihnifsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.