Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 12

Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 In'i3 í i - t i*t «of*rt ÍlnauBUllexu «cu* uiivi O'i.xpuajr't Œ l/lUt ^UááJM/Í' v. , „U*. Ú. í»t*rt* «, <w cis Þrettánda líkið Bretar hreinsaðir af ásökunum um að hafa myrt manninn sem frelsaði París BREZKA leyniþjónustan hefur verið hreinsuð af ásökunum um að hafa verið völd að dauða eins vinsælasta herforingja Frakka, Philippe Leclerc, sem frelsaði París 1944. Þar með hefur hul- nnni verið svipt af svokölluðum „leyndardómi þrettánda líksins", sem fannst þegar flugvél hers- höfðingjans hvarf í eyðimerkur- stormL Leclerc hershöfðingi beið bana þegar flugvél hans af gerðinni B-26 brotlenti í sandbyl í Sahara-eyði- mörkinni fyrir 40 árum. Alls fórust 12 skráðir flugliðar og farþegar. eitt lík, sem fannst til viðbótar, olli heilabrotum. Niðurstaða þeirra varð sú að „þrettándi maðurinn" hefði verið þátttakandi í brezku samsæri um að ráða Leclerc hershöfðingja af dögum. Franskir stjómmálaleiðtogar héldu því fram að starfsmenn brezku leyniþjónustunnar hefðu myrt Leclerc hershöfðingja vegna þess að Bretar hefðu grunað hann um að undirbúa baráttu fyrir því að viðhalda frönskum yfirráðum yfir eyðimerkursvæðum í Suður- Líbýu, sem hann hafði tekið herskildi í stríðinu. Bretar gerðu einnig tilkall til þessara svæða, en talið var hugsanlegt að málmar og önnur verðmæti leyndust þar í jörðu. Nýlega hrakti einni vinsælasti sagnfræðingur Frakka, Alain Dec- aux, þessa samsæriskenningu og einnig þá kenningu að franskir kommúnistar hefðu myrt Leclerc til að gera að engu meinta drauma hans um að komast til áhrifa í frönskum stjómmálum. „A legstein „þrettánda manns- ins“ var letrað “lautinant X“. Enginn veit hver hann var. Decaux kemur fram með þá skýringu að hann hafí að öllum líkindum verið starfsmaður frönsku leyniþjón- ustunnar og verið f sérstökum erindagerðum í Afríku með vitund og vilja Leclercs. Decaux greindi nýlega frá niðurstöðum athugana sinna á málinu í frönskum sjón- varpsþætti, þar sem rakinn var merkilegur ferill Leclercs frá því hann var höfuðsmaður þegar Frakkland féll 1940 og þar til hann var orðinn fimm stjömu hershöfð- ingi í stríðslok. Löngf sigurg-ang-a Leclerc var af gamalli ætt kaþól- skra og íhaldssamra aðslsmanna og hermanna sem fyrirlitu Þjóð- veija. Hann var greifí að nafnbót og hét réttu nafni Philippe Franco- is Marie Leclerc de Hautecloque, en tók sér nafnið Jacques Philippe Leclerc þegar hann gekk í lið með hreyfingu „Fijálsra Frakka" Char- les de Gaulles hershöfðingja í L3ndúnum 1940. Dulnefnið bjarg- aði konu hans og sex bömum frá hefndum nazista. Hann var fæddur 22.nóvember 1902 á stóru sveitasetri í Picardy í Norður- Frakklandi. Faðir hans sendi hann í svartmunkaskóla í París, sem faðir de Gaulles veitti forstöðu, og að loknu námi í her- skólanum í St.Cyr gekk hann í riddaraliðið, sem ætt hans hafði í hávegum. Þegar hmn Frakklands blasti við í júní 1940 fékk Leclerc höfuðsmað- ur leyfi til að hverfa af vígvellinum og rejma að flýja land. Þjóðveijar höfðu tvfvegis hendur í hári hans, en hann slapp í bæði skiptin og kom fjölskyldunni fyrir á ömggum stað á vínekmnum nálægt Bordeaux. Þaðan hjólaði hann til Spánar 3.júlí og flaug síðan til Lundúna til að ganga í lið með de Gaulle. De Gaulle fékk mikið traust á Leclerc, sem var frá svipuðum slóð- um og hann, og uppmni þeirra var svipaður. Leclerc var þannig lýst að hann væri hugrakkur og skeytti engu um hættur, stoltur en ekki hrokafullur, tilfinningaríkur en ekki einstrengingslegur, og miskunnar- laus. Seinna kölluðu bandarískir herforingjar hann „ljónið óþolin- móða.“ De Gaulle ákvað að senda Lecl- erc til Nígeríu til að treysta yfirráð Frjálsra Frakka yfir nýlendunum í Mið- og Vestur-Afríku, sem flestar létu í ljós andúð á þýzkvinveittri stjóm Philippe Pétains marskálks í Vichy. Leclerc kom sér fyrir í Ka- merún og síðdegis 25.ágúst 1940

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.