Morgunblaðið - 20.09.1987, Side 13

Morgunblaðið - 20.09.1987, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 B 13 Ómar Bradley hershöfðingi, yfir- maður bandarísku heijanna, taldi óhjákvæmilegt að taka París til að koma í veg fyrir blóðsúthellingar. Þegar Eisenhower sá fram á að hugsanlegt væri að borginni yrði eytt vegna uppreisnarinnar ákvað hann að herfylki Leclercs skyldi sækja þangað með stuðningi banda- rískra hersveita. Þegar þrír franskir skriðdrekar renndu upp að Hotel de Ville, skammt frá aðalstöðvum herstjóra Þjóðverja í París, Dietrich von Choltitz hershöfðingja, kl.9.30 e.h. 24.ágúst, fór fréttin eins og eldur í sinu um París og öllum kirkju- klukkum var hringt. Choltitz gekk á fund Leclercs í lögreglustöðinni og settist með hon- um við biljarðsborð til að skrifa undir skjal um formlega uppgjöf Þjóðveija. Það var undirritað í nafni Leclercs og bráðabirgðarstjómar de Gaulles, en ekki yfírherstjórnar Bandamanna, sem hafði lýst því hóf hann langa og sögufræga sigur- för til Parísar ásamt 16 löndum sínum í þremur eintijánungum frá bökkum Wouari-fljóts — þremur liðsforingjum, tveimur trúboðum, sjö bændum og fjórum embættis- mönnum. Ferðinni lauk réttum fjórum árum síðar, 25. ágúst 1944, þegar hann sótti inn í París ásamt 16,000 mönnum hvaðanæva að úr franska heimsveldinu. Árásaferðir Landgöngutilraun de Gaulles hershöfðingja í Dakar í Senegal fór út um þúfur í september 1940, en Lecler náði Gabon á sitt vald í nóv- ember og öll Franska Mið- og Vestur-Afríka gekk Fijálsum Frökkum á hönd. Þar með opnaðist mikilvæg leið til vígstöðvanna í Norður-Afríku. Fijálsir Frakkar gátu hvarvetna ógnað samgöngum Oxulríkjanna úr launsátri og höfðu til þess betri aðstöðu en sérþjálfað- ar sveitir Breta. ítalir, sem réðu Líbýu, áttu í vök að veijast fyrir Bretum, sem heijuðu frá Egyptal- andi, en fengu stuðning Afríkuhers „eyðimerkurrefsins" Rommels, sem Hitler sendi á vettvang. Leclerc flutti bækistöðvar sínar til Fort Lamy í Tsjad, þar sem Jean d’Omano oftirsti hafði gengið í lið með de Gaulle. Setulið hans var aðallega skipað reyndum seneg- ölskum stríðsmönnum, sem voru undir stjórn ofurhuga á borð við Dio höfuðsmann og Jacques Massu (sem löngu seinna gerði uppreisn gegn de Gaulle). I febrúar 1941 sótti Leclerc hers- höfðingi með liðsafla sinn yfir Sahara- auðnina frá Tsjad og Ka- merún og réðst á setulið Itala í Kufra-vin Senussi- Araba suður af Cyrenaica í suðausturhluta Líbýu. Virki ítala í Kufra gafst upp 3.marz og þegar hinn þríliti fáni Frakk- lands var dreginn að húni unnu Leclerc og liðsforingjar hans eið að því að „hætta ekki baráttunni fyrr en franski fáninn blaktir á ný yfir Metz og Strassborg", þ.e.höftið- borgum Alcace (Elsass) og Lorraine (Lothringen), sem Þjóðveijar höfðu innlimað. Sjálfur strengdi Leclerc þess heit að frelsa París. Árið eftir notaði Leclerc gleymd- ar úlfaldaslóðir til að sækja inn í Fezzan, sem er fýrir sunnan Tri- poli og liggur að Álsír. Eftir erfiða sókn yfír sandauðnina kom hann ítölum í opna skjöldu í virkisbænum Murzuk og lagði undir sig allt svæð- ið. Að þessu sinni naut hann stuðnings Breta, sem réðu Cyrena- ica í austri með stuðningi Senussi- Araba og sendu honum sérþjálfað lið, Long Range Desert Group), yfír auðnina. Þegar Leclerc ætlaði að æða norður til Miðjarðarhafs leizt Bret- um ekki á blikuna. Þeir bentu honum á að þeir bæru hita og þunga dagsins í baráttunni gegn Rommel og ítölum og þeim bæri að stjórna þeim svæðum, sem Frakkar hefðu náð á sitt vald. Leclerc svaraði með því að vitna í fyrirmæli frá de Gaulle um að Fijálsir Frakkar ættu að ráða þeim svæðum, sem þeir hefðu tekið, og þar við sat. „Brennið París!“ Eftir sigur Montgomerys við Ala- mein 23. október 1942 og land- göngu Bandaríkjamanna í Norður-Afríku 7. nóvember kvaddi Leclerc aðalstöðvar sínar í Tsjad fyrir fullt og allt, fór með allt sitt lið til Túnis og hjálpaði Bandamönn- um að bijótast í gegnum víglínu Þjóðverja. Lið hans var sameinað herdeildum Pierre Koenigs hers- höfðingja, sem höfðu varizt vask- lega við Bir Hakim þegar barizt var um Tóbruk í maí. Tvö frönsk herfylki sundurleits hóps flóttamanna frá Frakklandi og manna hvaðanæva að úr franska heimsveldinu voru stofnuð í marz 1943. Leclerc varð yfírmaður 2. brynvædda franska herfylkisins og ákveðið var að það færi til Eng- lands og tæki þátt í innrásinni í Frakkland. Eisenhower hershöfð- ingi, æðsti yfírmaður heija Banda- manna, lofaði de Gaulle því að franskur liðsafli fengi að frelsa París og Leclerc átti að sjá um það. Herfylki Leclercs kom til Frakk- lands 30.júlí 1944 og hann tilkynnti frönsku þjóðinni í útvarpi: „Brátt mun þríliti fáninn blakta á ný yfír París!“ Herfylkið barðist með 3.her Pattons hershöfðingja við Falaise við góðan orðstír. Þegar Leclerc fékk veður af því að Eisenhower hefði ákveðið að sækja fram hjá París til að komast hjá töfum, manntjóni og eyðilegg- ingum á borginni varð hann óstýri- látur og eirðarlaus. Hann fór þess á leit í bréfi til Pattons 15-ágúst að verða leystur frá störfum, ef herfylki hans fengi ekki að taka þátt í frelsun Parísar. Þegar Bandamenn nálguðust höfuðborg Frakklands ákvað Hitler að breyta henni í „virki“ og „brenna París". íbúamir og andspymumenn vom hins vegar staðráðnir í að frelsa borgina eins fljótt og auðið væri án manntjóns og eigna og gerðu uppreisn, sem skipti sköpum, 19.ágúst. París frelsuð Til þess að vera viss um að geta rækt það hlutverk sitt að frelsa París sendi Leclerc hershöfðingi Jacques de Guillebon undirofursta þangað 21. ágúst á undan aðal- hemum með 17 létta skriðdreka, 10 brynvarða bíla og tvo flokka fótgönguliða. Tveimur dögum síðar var herfylki Leclercs tekið frá Patt- on og sameinað l.Bandaríkjaher Hodges hershöfðingja, sem var ekki eins vinveittur Frökkum. De Gaulle vissi ekki um ráðstaf- anir Leclercs, en var líka farinn að ókyrrast og hótaði að draga her- fylki hans út úr her Bandamanna og senda það til Parísar á eigin ábyrgð. Um leið skipaði hann Lecl- erc að vera við því búinn að hundsa skipanir yfírmanna heija Banda- manna. yfír að hún ein gæti samið við óvin- inn. Fleiri slík skjöl vom ekki undirrituð í stríðinu. Skjalið var líka undirritað af leiðtoga andspymu- hreyfingarinnar í París,„“Rol“ ofursta, sem var kommúnisti. Með hjálp ræðismanns Svía, Raul Nordling, höfðu leiðtogar frönsku andspyrnuhreyfíngarinnar samið við v.Choltitz um að Þjóðveijar hættu við að „brenna París.“ Borg- in féll því í hendur Bandamanna án mikils manntjóns og eignatjóns 25.ágúst, réttum fjómm ámm eftir að Leclerc lagði upp í sögulega herferð sína frá Kamerún í eintiján- ungi. Fögnuður borgarbúa var takmarkalaus þegar þeir gengu fylktu liði frá Sigurboganum til Notre Dame-dómkirkjunnar með de Gaulle í broddi fylkingar. Næst fól de Gaulle hershöfðingi Leclerc að frelsa Strassborg og herfylki hans var sameinað 7. Bandaríkjaher Patch hershöfðingja, sem átti að taka Elsass. Borgin féll ekki fyrr en 23.nóvember þegar Leclerc tók hana mað skyndiá- hlaupi, sem de Gaulle kallaði „einn glæsilegasta kaflann í hemaðar- sögu okkar." I lok stríðsins sótti herfylki Lecl- ercs inn í Berchtesgaden, eftirlætis- aðsetur Hitlers. í júní 1945 fól de Gaulle honum að koma á laggirnar leiðangursher og fara með hann til Indókína. Leclerc var viðstaddur uppgjöf Japana um borð í Missouri 15. ágúst. Þegar hann kom til Saig- on með leiðangursherinn lO.október var hann hylltur af 10,000 Frökk- um. Síðam kom hann á lögum og reglu eftir sjö mánaða róstur. Indó- kínastríðið hófst ekki fyrr en hann eftir að hann tók við stöðu yfir- manns franska hersins í Norður- Afríku. Hinzta ferðin Leclerc hershöfðingi naut mikill- ar lýðhylli í Frakklandi eftir stríðið og var jafnvel vinsælli en de Gaulle, sem hvarf til sveitaseturs síns vegna óánægju með veikleika „Fjórða lýðveldisins“. Forsætisráð- herra sósíalista, Paul Ramadier, sem rak kommúnista úr stjóminni, bað Leclerc um að styðja hið nýja lýðveldi gegn ógnun kommúnista. Svo mikils álits naut Leclérc vegna sigra hans í stríðinu að hann gat talið frönsku stjórnina á að leggjast gegn eindregnum kröfum Breta um að fá yfírráð yfir Fezzan, svo að þeir réðu allri Líbýu, sem þeir höfðu tekið af ítölum í stríðin með hjálp Frakka, samveldisþjóð- anna og Pólveija. Leclerc vildi halda Fezzan af ýmsum ástæðum. Auk þess sem hugsanlegt var að þar væm málm- ar fólgnir í jörðu skipaði Fezzan virðulegan sess í goðsögninni um Fijálsa Frakka de Gaulles. Nærvera Frakka þar treysti vamir Alsírs á sama tíma og yfírráð þeirra þar og í Túnis og Marokkó komust í hættu. Fezzan tengdi líka nýlendur Frakka í Norður-Afríku við þær sem vom sunnar í álfunni. Þegar B-26-flugvél Leclercs hershöfðingja lagði upp frá flugvell- inum í eyðimörkinni í Líbýu 1947 með hinn dularfulla „þrettánda mann“ innanborðs var talið víst að Bretar hefðu af því áhyggjur að hershöfðinginn skipulegði and- spymu til að koma í veg fyrir að Frakkar yrðu sviptir Fezzan. Flugferðin var hættuspil, því að spáð var sandbyl og aðrir herflug- menn neituðu að fljúga við þessi slæmu skilyrði. Þegar flugvélin flaug inn yfír landamæri Suður- Alsírs lenti hún í sandbylnum, sem hafði verið spáð. Hún sást síðast í 10 metra hæð yfír Sahara-jám- brautinni og rakst á 11 metra háan upphlaðinn jámbrautarkant. Stuðningsmenn Leclercs sökuðu strax Breta um að hafa myrt hann. Margir trúðu því, en nú segir franski sagnfræðingurinn Alain Decaux að þrátt fyrir opinberar ásakanir á sínum tíma „liggi fyrir engar sannanir um að Bretar hafí lagt á ráðin um að binda snöggan endi á hemaðarleg markmið Frakka á þessum slóðum." Ekki sé heldur hægft að „taka þær ásakanir alvar- lega" að kommúnistar hafi verið valdir að dauða Leclercs, þótt þeim væri í nöp við hann vegna þess að þeir töldu hann vilja ná völdunum í Frakklandi. En Decaux segir að í raun og vem liggi ekki fyrir nokkrar sann- anir“ um að Leclerc hershöfðingi hafi haft nokkum pólitískan metnað eins og fullyrt var. Þótt uppmni hans benti til þess að hann væri íhaldssamur þjóðemissinni var hann „ raunverulega andvígur franskri nýlendustefnu" að sögn Decaux. Hann kveðst sannfærður um að „þrettándi maðurinn“ hafí verið starfsmaður frönsku leyniþjón- ustunnar. Ef þessi laumufarþegi hefði verið venjulegur hermaður hefði þess verið getið í opinbemm skýrslum að hans væri saknað. Sennilega hafi 13. maðurinn verið í flugvélinni með vitund Leclercs. Niðurstaða Decaux er sú að það sem hafí raunvemlega valdið dauða Leclercs hershöfðingja hafí verið venjulegt skeytingarleysi hans fyrir öllum hættum. Tveimur ámm eftir að Leclerc lézt var ákveðið að Líbýa skyldi hljóta sjálfstæði og Bandaríkja- menn fá þar herstöðvar. Frakkar urðu að fara frá Fezzan og Bretar frá Cyrenaica og þar með lauk margra áratuga togstreitu þeirra í Afríku. Seinna fannst olía undir slóðum skriðdrekanna í eyðimörk- inni, Gaddafí steypti konungi Senussimanna og Bandaríkjamenn misstu herstöðvamar. Nú beijast Tsjadveijar við Líbýumenn í eyði- mörkinni með stuðningi Frakka og Bandaríkjamanna og hafa átt vel- gengni að fagna. GH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.