Morgunblaðið - 20.09.1987, Qupperneq 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987
Var fuglinn fjaðralaus?
Vísmdi
Sverrir Ólafsson
í ágúst síðastliðnum var opnuð
í Natural History Museum í Lon-
don sýning á steinrunnum eðlu-
fugli (Archaeopteryx) sem á sér
nokkuð sérstakan aðdraganda.
Steingervingur þessi er u.þ.b. 150
milljón ára gamall og á stærð við
ijúpu. Þróunarfræðingar hafa
ýmist litið á steingervinginn sem
leyfar skriðdýrs, fugls eða ein-
hvers þar á milli. í dag eru flestir
þeirrar skoðunar að Archaeopter-
yx sé fugl, sá fyrsti sem þekktur
er.
Við athugun á steingervingnum
virðist augljóst að kvikindið hefur
verið fiðrað, en í stað stéls hefur
komið Qaðursett rófa. Það hefur
verið tennt og með klær á fótum
og fram úr vængjunum. Á síðast-
liðnum árum hafa þó komið fram
efasemdir um að steingervingur-
inn sé raunverulega af fugii
heldur sé hér um fölsun að ræða.
Efasemdimar eru þó ekki al-
mennar, heldur takmarkast þær
nær eingöngu við tvo fræga
vísindamenn, þá Fred Hoyle og
Chandra Wickramasinghe, en þeir
em prófessorar í stjamfræði við
Háskólann í Cardiff. Árið 1985
birtu þeir félagar bók þar sem
þeir telja sig færa rök fyrir því
að íjaðramerki steingervingsins
séu ekki raunveruleg, heldur háfi
þeim verið bætt við eftir að stein-
gervingurinn fannst. Steingerv-
ingurinn sé því ekki af fugli,
heldur smáeðlu sem tilheyri skrið-
dýrum. Sýningunni í Natural
History Museum er ætlað að
greina frá deilu þessari, en Hoyle
og Wickramasinghe hafa þegar
lýst því jrfir að hún dragi taum
vísindamanna safnsins sem, eins
og raunar flestir steingervinga-
fræðingar, telja að fjaðramerki
steingervingsins séu raunveruleg.
Fyrsti eðlufuglinn fannst árið
1861 í malargryfju við Solnhofen
í Bæjaralandi í Vestur-Þýska-
landi. Ári seinna keypti Richard
Owen forstöðumaður British
Museum fuglinn fyrir 700 pund,
upphæð sem jafngilti tvöföldum
meðalárslaunum í þá daga. Dar-
win hafði birt bókina um uppmna
tegundanna einungis þremur
ámm áður og menn vom enn í
uppnámi vegna þeirra róttæku
hugmynda sem þar vom settar
fram. Árið 1859 var ekkert kvik-
indi þekkt sem gat brúað bilið á
milli skriðdýra og fugla, en Dar-
win gerði ráð fyrir tilvist slíkra
dýra. Fundurinn í Bæjaralandi var
því stuðningsmönnum Darwins og
þróunarkenningar hans mjög
kærkominn.
Richard Owen var mikill and-
stæðingur Darwins og var meðal
annars þekktur fyrir það að veita
kirkjunnar mönnum „fræðilega
aðstoð" í árásum þeirra á Darwin.
En af hveiju hafði Owen áhuga
á eðlufuglinum sem virtist renna
mjög sterkum stoðum undir kenn-
ingu Darwins? Hoyle og Wickram-
asinghe hafa sína skoðun á því.
Þeir telja að Owen hafí keypt
fuglinn með þeim ásetningi að
vinna að breytingum á honum,
sem seinna myndu greinast sem
fölsun og því myndi steingerving-
. M/vV
f. ,<•
f .S*
Steinrunnin fjöður sem fannst
í malargryfju í Bæjaralandi
árið 1860. Markar hún fyrstu
spor sem við þekkjum um til-
vist fugla?
urinn ekki lengur nýtast sem rök
fyrir hugmyndum Darwins! Eins
telja þeir mögulegt að steingerv-
ingurinn hafí verið falsaður í
Þýskalandi og að Owen hafí í
fullri vitneskju um það keypt hann
með sama ásetningi.
Skoðun þeirra Hoyle og Wick-
ramasinghe grundvallast þó ekki
á þeirri staðreynd að Owen hafí
verið vísindalegur (og persónuleg-
ur) andstæðingur Darwins og
Museum hafa svarað Hoyle og
gefíð sínar skýringar á þeim atrið-
um sem hér hafa verið nefnd. Þá
staðreynd að þrykk og andþrykk
passi ekki algjörlega saman skýra
þeir með því að mikið hafí verið
unnið með steingervinginn og
m.a. hafi talsvert efni verið högg-
við úr stélsvæðinu til þess að hin
eiginlegu fjaðurmerki komi betur
í ljós. Þeir geta þess einnig að ef
lífræn, límkennd efni hafí fundist
á stélsvæðinu (og annarsstaðar)
þá komi það til vegna þeirrar sér-
stöku meðhöndlunar sem stein-
gervingurinn hefur fengið í
gegnum árin, en hún felst m.a. í
allskonar penslun með efnum sem
auka geymsluþol steingervingsins
og stuðla að betri varðveislu hans.
Uppistaða margra þessara efna
eru lífræn efnasambönd sem
vissulega geta leynst í sprungum
og rifum í yfirborði steingervings-
því að öll séu þau til komin vegna
fölsunar eins eða fleiri aðila.
Síðari steingervingurinn fannst
við Maxberg sem er rétt við Soln-
hofen árið 1955. Sú staðreynd að
steinrunnar leyfar af stakri fjöður
fundust í Solnhofen ári áður en
fyrsti eðlufuglinn fannst styrkir
vissulega ekki stöðu þeirra Hoyle
og Wickramasinghe.
Það er áhugaverð spuming af
hveiju tveir stjamfræðingar skuli
af jafn miklum ákafa og raun ber
vitni reyna að sannfæra fólk um
að steingervingur eðlufuglsins sé
falsaður, á sama tíma og lang-
flestir steingervingafræðingar em
sannfærðir um að hann sé raun-
verulegur. Ef betur er að gáð
gæti hvati þeirra verið eftirfar-
andi.
Hoyle og Wickramasinghe hafa
sett fram eigin kenningu um upp-
haf og þróun lífsins á jörðinni, sem
ekki er í mótsögn við þróunar-
kenninguna, en þó á ýmsan hátt
annars eðlis. Megin innihald til-
gátu þeirra er að lífið á jörðinni
eigi upptök sín úti í geimnum.
Þeir gera enn fremur ráð fyrir
því að fyrir 65 milljón ámm hafi
Eru fjaðramerki eðlufuglsins verk falsara eða náttúrunnar?
annarra forsvarsmanna þróunar-
kenningarinnar (og þar að auki
til alls trúandi!), heldur telja þeir
að náin athugun á steingervingn-
um sýni að ekki sé allt með felldu.
Við getum hér einungis nokkurra
atriða sem þeir félagar nefna
máli sínu til stuðnings.
Steingervingurinn fannst með
því að kljúfa kalksteinshnullung
í tvennt og mótar fyrir mynd hans
í báðum helmingum, sem nefnast
þrykk og andþrykk. Eðlilegt er
að gera ráð fyrir því að helming-
amir falli algjörlega saman eins
og mót og mynd myndu gera.
Hoyle og félagar benda á að svo
er ekki, heldur birtist fjaðursett
rófan sem dæld í þrykkinu og
kemur engin lyfting á móti í and-
þrykkinu, eins og eðlilegt væri að
gera ráð fyrir.
Hoyle telur að falsarinn, hver
sem hann var, hafí eftir að kalk-
steinninn var klofínn, smurt
blöndu úr kalksteini og bindiefni
yfír rófuhluta steingerfingsins og
þrýst síðan fjöðrum úr hænu í
blautan leirinn, til þess að fram-
kalla greinileg ijaðurmerki. Hann
fór því fram á að fá smá sýni úr
„stélinu", þar sem hann taldi að
nákvæmar athuganir á því myndu
sýna tilvist lífrænna efna af svip-
aðri gerð og þau efni sem iðulega
era notuð í lím. Hann fékk sýnið
og sendi það til eins af skoðana-
bræðram sínum, Lee Spetner, sem
er prófessor í eðlisfræði í ísrael.
Spetner rannsakaði sýnið með
skanrafsjá og röntgengeislagrein-
ingu. Hann komst að þeirri
niðurstöðu að sýnin úr stélinu
væra ókristalkennd og líktust
helst myndlausum (amorphous)
efnum sem bundin era með lími.
Allir aðrir hlutar steingerfíngsins
era hins vegar kristalkenndir,
svipað og önnur sýni frá Soln-
hofen.
Forsvarsmenn Natural History
Hvaðan komu fjaðrir Archaeopteryx?
Vísindamenn safnsins hafa
einnig framkvæmt margvíslegar
athuganir sem þeir telja að sýni
raunveraleik eðlufuglsins. Ein
þessara, sem nýlega var sagt frá,
felst í því að geisla steingerving-
inn með útfjólubláu ljósi. Slíkar
athuganir sýna dreifingu lífræns
efnis sem ljómar undir virkni út-
Qólubláss ljóss. Athugun þessi
sýndi að einungis þau svæði sem
geyma leifar beina ljómuðu, eins
og greinilega sást í útfjólublárri
mynd sem tekin var af steingerf-
ingnum. Hægt væri að hafa þessa
upptalningu miklu lengri en við
látum hér staðar numið.
Alls hafa fundist fímm eintök
af eðlufuglinum Archaeopteryx
og búa þijú þeirra yfír greinileg-
um fjaðurmerkjum. Hoyle og
Wickramasinghe gera ráð fyrir
miklu magni vírasa rignt yfir jörð-
ina og leitt til þess að mikill fjöldi
lífvera, þar á meðal stór hluti
eðla og annarra skriðdýra, dóu
út. Stjamfræðingarnir gera ráð
fyrir því að einungis í kjölfar þess-
ara atburða hafi fuglar (og
spendýr) komið til sögunnar. Ef
Archaeopteryx er fugl, þá fellur
hann ekki inn í þessa mynd, þar
sem hann er til kominn 85 milljón
áram áður en kenning þeirra ger-
ir ráð fyrir honum.
Ef þetta er ástæðan fyrir því
að Hoyle og Wickramasinghe vilja
fíðurflétta eðlufuglinn er ekki
óeðlilegt að spyija sem svo, hvort
þeir félagar hafi ekki gerst sekir
um sama vísindalega óheiðarleika
og þeir ásaka Richard Owen um
fyrir rúmum hundrað áram?
Söluturn til sölu Áskriftarsíminn er 83033
Söluturn á góðum stað með mánaðarveltu upp á 3 millj. og með góðar innréttingar er til sölu. Áhugasamir leggi inn umsóknir með nafni og öðrum upplýsingum hjá auglýsingadeild Mbl. fyrir fimmtudag 24. nk. merkt: „S — 5374“. ■Hróóleikur og X skemmtun fyrir háa sem lága!
NÚMERIÐ sést best
þegardósin ertóm.
Sól gos - meiriháttar gos