Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 18

Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Texti og myndir: SIGRIÐUR HEIÐA BRAGADOTTIR Adelaide er höfuðborg Suður-Ástralíu og á borgin ekki langa sögu því hún var skipu- lögð árið 1837 af William Light hersöfð- ingja og sama ár settust fyrstu íbúanir að. I dag býr 1 milljón manns í Adelaide og borgin ber þennan fjölda vel því hún nær yfir alveg ótrúlega stórt svæði og stórir garðar skipta henni í borgarhluta. Þessir garðar eru sannkölluð útivistar paradís fyrir alla fjölskylduna og íþrótta- menn. Þar sem krikket er ein af þjóðarí- þróttum Ástrala ber mest á krikketvöllun- um enda eru þeir um 47 og þegar landsleikir eru mæta þeir áhugasömustu klukkan 7 um morguninn til að fá bestu sætin og svo er setið allan daginn því þessir leikir eru yfirleitt frá 9—6 og með þessu öllu saman er drukkið alveg ótrú- legt magn af bjór. Ein af mörgum kirkjum Adelaide. Adelaide er þekkt fyrir að hafa flestar kirkjur og veitingahús miðað við íbúa- fjölda enda sér maður mikið af fólki sem þjáist af offítu. Borgin er líka þekkt fyrir annað, en sú frægð er ekki til sóma. Adelaide hefur eitt versta vatn í heiminum og er önnur tveggja borga þar sem skip taka ekki vatn. Það er sagt að drekka eitt vatns- glas sé eins og að borða heila máltíð enda sé það „fullt af næring- arefnum" og það er svo gult að allan hvítan þvott verður að klóra rækilega. Suður-Ástralía hefur ver- ið nefnd „Festival State“ enda er alltaf eitthvað að gerast og hæst ber listahá- tíðin sem haldin er annað hvert ár og koma þar heims- frægir listamenn og skemmta. í nóvember hvert ár er haldinn Austr- alian Grand Prix Formuala One kappakstur og fyllist borgin af kappaksturshetjum og fylgifískum þeirra. Kappaksturinn er haldinn um götur borgarinnar og færustu kappakstursmenn í heiminum koma og keppa. Eins dauði er annars brauð á vel við aukna um eftirspum í Evrópu eftir áströlskum vínum. Árlega framleiða Ástralir um 10 milljónir lítra af víni og voru byrjaðir að skapa sér nafn í Evropu vegna bættra gæða, en eftir kjamorku- slysið í Chemobyl hafa þeir varla undan að sinna eftirspum. Það fyrsta sem ferðamenn taka eftir er þeir koma til Adelaide er hve vinalegt fólkið er og laust við allt stress sem einkennir flestar stórborgir, enda minnir Adelaide mann frekar á stórt sveitaþorp en stórborg. Það er skrýtið fyrir Is- lendinga sem eru vanir að troða sér inn í strætisvagnana að sjá alla standa rólega í löngum röðum á strætisvagnastöðvum og allt geng- ur snurðulaust fyrir sig. Næturlífíð er frekar dauflegt og lítið um Indah og fóstra hennar og í baksýn má sjá hinn feimna föð- ur. flóða og fólk lokast inni í úthverfum og kemst ekki til vinnu. Það er ein starfsstétt sem hefur átt virkilega erfítt síðustu mánuði en það eru bankamenn. Ástæðan eru tíð bankarán og það liggur við að þau séu vikulegur viðburður og eins og gefur að skilja hafa bankamir orðið að endurskoða öryggisreglur sínar. Að vissu leyti endurspeglar þetta ástandið í atvinnumálum og þá staðreynd að ungt fólk á mjög erf- itt að fá vinnu við sitt hæfí. Stjórn- völd hafa verið með áróður í gangi til að hvetja ungt fólk að vera leng- ur í skólum því það auki líkurnar á góðri vinnu. Því hefur það farið fyrir bijóstið á mörgum það gífur- lega fjármagn sem ástralska ríkið Litla íslendingafélagið. Aftari röð: Dagbjört Ingólfsdóttir, Bima Jóna Jóhannsdóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Albert Jónsson, Ágúst Jörgensson, Malcom. Fremri röð: Sigríður Heiða Bragadóttir, Hörð- ur Jónsson, Drífa Harðardóttir, Ragnheiður Hjáimarsdóttir og Stella Guðmundsdóttir. skemmtistaði miðað við íbúafjölda enda fer fólk frekar út að borða eða skellir sér í spilavítið og gerir hvom tveggja. Ástralir em mikið fyrir veðmál sem sést best á því að í hverri stórborg em risastór spilavíti og í Adelaide er almennur frídagur er hestaveðhlap borgarinn- ar fer fram. Adelaide-búar hafa líka sitt Hallærisplan þar sem unglingar hópast saman um helgar og hrella verslunar- og veitingahúsaeigendur sem hafa krafíst þess að lögreglan geri eitthvað í máiinu því þeir tapi viðskiptum þar sem hinn almenni borgari hugsi sig tvisvar um áður en hann versli við þá. Ástralskir unglingar myndu taka opnum örm- um þeirri aðstöðu sem íslenskir jafnaldrar búa við enda em félag- smiðstöðvar lítt þekkt fyrirbæri á þessum slóðum. Þessa stundina er vetur í Ástr- alíu og veturinn í Suður-Ástralíu líkist helst íslensku sumri og er því skrýtið að sjá laufin falla af tijánum í 15°C hita. Á vetuma verður gras- ið grænt því þá rignir ansi mikið en á sumrin er grasið brúnt, enda fellur varla dropi úr lofti á þeim árstíma. Það getur rignt svo mikið að hús og innbú eyðileggjast vegna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.