Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Beamon brast í grát þeg- ar hann komst að því hversu langt hann hafði stokkið. Fólagar hans, Mays og Boston, hugga Beamon á hlaupabraut- inni. TVÖ frábær af rek frá Ólympíuleikunum 1968 standa enn sem heims- met: langstökk Bob Beamons og 400 metra hlaup Lee Evans. í grein þeirri sem hér fer á eft- ir, fjallar Kenny Moore, meðlimur í frjálsíþrótta- liði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Mexí- kó árið 1968, um met þessara tveggja félaga sinna á þessum leikum. Hann ræðir við nokkra fyrri samherja sína um metin og táknræn mót- mæli sem svartir bandarískir frjáls- íþróttamenn höfðu í frammi á leikunum. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR RISAR A JÖRÐU Hið ótrúlega stökk Bob Beamons. Á sumarólympíuleikunum í Mex- íkóborg fyrir 19 árum settu tveir menn heimsmet með fárra mínútna millibili. Þessi met standa enn. Annaó þeirra kom fólki í opna skjöldu; hitt kunni fólk ekki að meta. Nú í ár eru þessi met í fyrsta sinn í hættu og loks er farið að virða þau að jöfnu. í dag komumst við ekki hjá því að íhuga hverskonar náttúruundur þessir methafar voru og hvernig hlutirnir gengu upp hjá þeim þann 18. október 1968, klukkan 3:46 eftir hádegi. Þegar hlaupararnir í úrslitum 400 metra hlaupsins voru að hita sig upp, heyrðist þrumugnýr nærri leikvanginum. Sólin þraust í gegn- um skýin og lýsti upp áhorfenda- stæðin. Vindinn hafði enn ekki hrevft. Þrír Bandaríkjamenn, þeir Lee Evans, Larry James og Ron Free- man, sem voru að bíða þess að fara í rásblokkirnar, horfðu á vin sinn og samherja stökkva fyrsta stökkið í úrslitum langstökks- keppninnar. Maðurinn var Bob Beamon. Hann tók léttan sprett niður atrennubrautina og stökk. Þar sem 400 metra hlaupararnir voru gátu þeir ekki séð hversu stökkið var langt, en Beamon hafði stokkið svo hátt að hann hafði klippt með löppunum og náð þeim fram fyrir sig á meðan hann var enn um 11/2 metra yfir gryfjunni. Á niðurleið var hann eins og tignar- legur fugl, sem lendir þó með herkjum. „Vonandi var þetta ekki ólöglegt," hugsaði Freeman, en Beamon var þekktur fyrir að stíga yfir plankann í upphafi stökks. Stökk Beamons var gilt, en tæpara gat það vart verið. Skugginn af tánum á uppstökksfæti hans virtist fara yfir enda plankans, en ekkert far var þar að sjá. Beamon hafði einnig fengið aðstoð meðvinds, en vindmælirinn sýndi 2,0 metra á sekúndu, leyfilegt hámark. Einn dómaranna reyndi að mæla stökk Beamons. Hann færði mæli- stöngina að lendingarstað Beam- ons, en hún náði aðeins rétt yfir 8 metra markið. Beamon starði á stöngina þar sem hún lá á grasinu til hliðar við gryfjuna. Hann svimaði við það sem hann sá. „Frábært, frábært," sagði dómarinn við Be- amon. „Við þurfum að mæla þetta með málbandi." Að lokinni mælingu var lengd stökksins tilkynnt, 8,90 metrar. Beamon vissi ekki í fyrstu hvað þetta þýddi í fetum og tommum (en þær mælieiningar eru nær ein- göngu notaðar í Bandaríkjunum). Samherji hans, Ralph Boston, sem þá var heimsmethafi ásamt Rúss- anum Igor Terovanesyan, sagði: „Það gekk allt upp hjá þér núna. Þetta eru um það bil 8,89 rnetrar." í raun var stökkið 8,90 metrar. Beamon hafði bætt gildandi heims- met um rúma 55 sentímetra. Þegar hann fór að gera sér grein fyrir þessu fóru fætur hans að titra. „Stökk Bobs tafði hlaup okkar um 5 til 10 mínútur," segir Evans. „Hann lá grátandi á hnjánum á 6. eða 7. braut „og Rálph Boston og Charlie Mays (þriðji Bandaríkja- maðurinn í úrslitum langstökks- keppninar) voru að reyna að reisa hann upp. Ég undraðist hvað í ósköpunum var að gerast." Hlaupararnir í 400 metra hlaupinu voru kallaðir aftur í rásblokkirnar. „Bara vinna," hugsaði Evans, sem hlaupið hafði á 44,06. „Ég vinn ef ég brýt 44 sekúndna múrinn." Hann var á sjöttu braut, James frá Villanova-háskóla, sem hlaupið hafði á 44,19 á bandaríska úrtöku- mótinu, var á annarri braut, fjórum brautum innan við Evans. Þar sem James hljóp nú á eftir Evans gat hann séð og brugðist við hlaup- skipulagi Evans, en Evans varð að hlaupa óháður öðrum. James hafði komið til Evans um morguninn og sagt honum að hann vissi hvernig brautaskiptingin væri. „Ég svaraði honum þá: Glottið segir mér að þú sért á innri braut,“ segir Evans. Evans, sem fór venjulega hægt af stað og náði svo fremstu mönnum á endasprettinum, gat nú ekki beitt neinni slíkri kænsku. Það eina sem lá nú fyrir var að hlaupa á sem bestum tíma og hann var ótrúlega fljótur af stað. „Þetta var besta byrjun í hlaupi sem ég hef náð,“ segir Evans. „Ég heyrði ekki í byss- unni þegar ég fór af stað. Líkaminn tók við sér á sama augnabliki og byssuhvellurinn heyrðist. Ég var sem betur fer ekki kallaður aftur. Ég hugsaði innra með mér: Takk, og fiaug af stað. Evans var meistari lengsta sprett- hlaupsins (400 m). Hann visái1 að ' full keyrsla alla leið, t.d. að hlaupa fyrstu 200 metrana undir 21 sek- úndu, væri sjálfsmorð. „Ég hljóp fyrstu 200 metrana á 21,3 á úrtöku- mótinu," segir hann, „og ég varð þreyttur á lokasprettinum. Þjálfar- inn minn, Bud Winter, sagði að besti millitíminn væri 21,6. Hann vildi í raun að ég hlypi á 21,4, því hann vissi að ég myndi svindla aðeins." Evans hljóp varlega. „Ég var með neyðarhemlana á allan tímann," segir hann. Millitíminn á 200 metr- unum var 21,4, gott dæmi um næmleika undir þrýstingi. En Ja- mes var á sama tíma. „Við 200 metra markið gaf ég svo í," segir Evans. „Núna byrjar hlaup- ið, hugsaði ég." Hann var viss um að seinni beygjan yrði hraðasti kaflinn sinn í hlaupinu. „Þegar við komum á beinu brautina, var ég viss um að ég væri fimm metrum á undan." En sú var ekki raunin. Eftir að víxlraöa brautirnar jöfnuðu sig út gat hann séð James til vinstri, rétt aftan við sig. „Að sjá Larry þarna, var eins og að björn læsti klóm sínum í fæturna," segir Evans. „Mig svimaði." Evans hafði æft vel fyrir þessa síðustu, óendanlegu 80 metra. Hann var sterklegur og þolinn hlaupari. Hann hugsaði með sér: „Allt í lagi, slaka á . . . hnén hátt. . . slaka á. . . hendurnar beint fram .. . slaka á .. .“ En James hélt enn í við hann. l„Þl'émúrl ákféfum frá markiriLi lét Larry hausinn síga," segir Evans. „Ég vissi að öllu væri þá lokið. Ég keyrði gegnum borðann. Larry hljóp 395 metra. Ég hljóp 401. Sá var munurinn." Evans vann á 43,86. James hljóp á 43,97. Þetta eru tveir bestu tímarn- ir sem nokkru sinni hafa náðst á þessari vegalengd. 4x400 metra boðhlaupsmetið, 2:56.16, sett tveim dögum seinna af Vince Matthews, Ron Freeman, James og Evans, hefur einnig staðist öll átök. í fyrstu var met Beamons meira yfirþyrmandi. C. Robert Paul jr., sagnfræðingur bandarísku Ólympíunefndarinnar, kallaði það met „skelfilegt". „Það var stökkbreyting," sagði dr. Ernst Jokl, sálfræðingur og töl- fræðingur frá Kentucky-háskólan- um. „A 33 ára tímabili fyrir 1968 var langstökksmetiö aðeins bætt um 21,5 sentímetra frá meti Jesse Owens, árið 1935. í því samhengi væri stökk Beamons á við 84 ára framför." Beamon bætti langstökksmetið um 6,59%. Til að skera svo stóran skammt af 400 metra metinu, hefði Evans þurft að hlaupa á eitthvað um 41,20. Svo met hans (43,86), langt frá því að vera óbætanlegt, var einfaldlega séð sem skref í eðlilegri framþróun. Það er fyrst nú sem aðrir eru farn- ir að nálgast þessi met. Það furðulega er þó að það er met Beamons sem verið hefur í meétfi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.