Morgunblaðið - 20.09.1987, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987
B 23
Evans (í forgrunni) kemur í mark á heimsmeti í 400 m hlaupinu.
hvítra við að við myndum snið-
ganga leikana voru áhrif sem við
áttum þó að nota. Á fundi í júni
ákváðum við að hlaupa, en e.t.v.
vera með svört armbönd eða eitt-
hvað slíkt. Síðan, tveim vikum fyrir
leikana, urðum við fyrir árás Avery
Brundage (þáverandi forseta Al-
þjóðaólympíunefndarinnar). Hann
sagði okkur heppna að vera í
Ameríku, heppna að vera leyft að
vera í liðinu."
Þetta, ásamt ákefð Brundage að
heimila Suður-Afríku þátttöku í leik-
unum að nýju eftir bannið 1964
vegna apartheid-stefnunnar, þótti
mikil ögrun. „Ef hann hefði ekki
komið þannig fram,“ segir Evans,
„held ég að ekkert hefði gerst.“
Umræðan meðal svörtu Ólympíu-
keppendanna náði hámarki á fundi
í Denver áður en liðið hólt til Mex-
íkó. „Þetta hafði haft þau áhrif að
herða okkur hvern og einn,“ segir
James. „Við ætluðum okkur að
hlaupa."
„Og við ætluðum að vinna," segir
Evans vinnur nú að þjálfun frjálsfþróttamanna í Kamerún. Hér er
hann á æfingu með þarlendum.
hættu. Carl Lewis byrjaði að nálg-
ast metið 1982 og hans besta
stökk er nú 8,75. í maí sl., á móti
í Takhkadzor í Sovétríkjunum, var
hinn 22 ára Sovétmaður, Robert
Emmiyan, annar að stökkva yfir
8,65 metra markið.
Tom Tellez, þjálfara Carl Lewis,
kemur þetta ekki á óvart. „I lang-
stökki er allt mögulegt. Miðað við
hraða og styrk íþróttamanna í dag
er hægt að ímynda sér vel yfir 9
metra stökk. Lykillinn er rétt tíma-
setning og samhæfing. Slíkt getur
gerst einu sinni, eða verið full-
komnuð, eins og Lewis er að gera.“
Tellez og Lewis hafa trú á því að
Emmiyan hafi verið ótrúlega hepp-
inn og ekki líklegur til að bæta
heimsmetið. „En í mikilli hæð yfir
sjávarmáli (eins og var þar sem
Emmiyan stökk), með réttu stökki,
er allt mögulegt," segir Tellez.
Lewis sjálfur hefur sýnt að svo
sé. Á móti i Indianapolis árið 1982
var eitt stökk hans dæmt ógilt af
dómara, sem sagði tá Lewis hafa
sýnst fara yfir plankann, þó svo
engin merki sæust á jarðveginum
handan hans. En ólíkt stökki Beam-
ons, var stökk Lewis dæmt ógilt.
Réttilega hefði stökk Lewis átt að
vera gilt, eða a.m.k. mælt, en hann
mótmælti ekki og sandurinn var
sléttur út á ný. Einn keppenda
sagði eftir á að stökkið hefði verið
vel yfir 9 metra.
Enn hefur enginn komist nálægt
því að hnekkja meti Evans. Tímar
síðustu Ólympíumeistara hafa ver-
ið langt yfir 44 sekúndum. í maí
sl. hljóp Harry Reynolds frá Ohio
State-háskólanum mjög óvænt á
44,10 í Columbus, Ohio. Fimm vik-
um seinna hljóp hann á 44,13.
Þetta eru tveir bestu tímarnir sem
náðst hafa í lítilli hæð yfir sjávar-
máli.
Já, hæð yfir sjávarmáli; það er heila
málið. Þegar maður leiðir hugann
að því af hverju met Beamons og
Evans hafa staðið svo lengi, kemur
maður alltaf að einum mikilvægum
þætti. Loftið í Mexíkóborg (2.000
m yfir sjávarmáli) er aðeins 76%
að þéttleika miðað við sjávarmál.
Mótstaðan verður þvi minni fyrir
hlaupara og langstökkvara, þó að
þunna loftiö sé vissulega vafasam-
ur ávinningur fyrir 400 metra
hlaupara., lut0fJ ðiiev rnea anomef
„Á meðan á hlaupinu stóð var ein-
kennilega létt yfir manni," segir
Evans. „Maður var fljótur af stað,
eins og neistar væru undir fótun-
um. En lungum brunnu að innan,
og það tók miklu lengri tíma að
jafna sig. í fyrsta sinn sem ég hljóp
í mikilli hæð fékk ég svo heiftarlega
dauðastirðnun að ég átti í fullu
fangi með að halda mér á minni
braut."
Dauðastirðnun (rigor mortis) er
vel þekkt fyrirbæri hjá 400 metra
hlaupurum. Þegar súrefnisskortur
gerir vart við sig getur dauðastirðn-
unin virkað sem ísskápur eða
konsertflygill á herðum hlaupara í
síðari beygjunni. 400 metra hlaup-
arar berjast síðan síðustu metrana
með, að því virðist, hin ýmsu dýr
á herðunum, s.s. birni, flóðhesta
eða fíla.
Besta ágiskun vísindanna er að
hæð Mexíkóborgar yfir sjávarmáli
gefi mönnum einungis innan við
1% ábót á hraöa. „íþróttasálfræð-
ingar segja u.þ.b. þrjá tíundu úr
sekúndu í 400 metrunum," segir
Evans. „Ég er sammála að þetta
sé allt og sumt.“ Þar af leiðandi
ætti tími Reynolds, 44,10 að vera
betri en met Evans í þunnu lofts-
lagi. „En hefði hann verið þarna,
hefði ég gefið í,“ fullyrðir Evans
glaðlyndur. „Ég hljóp alltaf í sam-
ræmi við samkeppnina."
Samherjar Evans í bandaríska
Ólympíuliðinu taka í sama streng.
„Evans hafði ótrúlega líkamsburði
og keppnisskap," sagði Tommie
Smith, Ólympíumeistarinn í 200
metra hlaupinu í Mexíkó. Smith,
sem nú er íþróttakennari við há-
skólann í Santa Monica, heldur því
fram, ásamt öðrum meðlimum
’68-liðsins, aö það hafi verið mun
meira að baki metrunum í Mexi-
kóborg en þunna loftið. „Það voru
hörku- íþróttamenn sem settu
þau," segir Smith.
„Ég hafði Evans alltaf í hávegum,"
segir Larry James. „Hann hafði
mesta sigurviljann. Ég setti mér
alltaf timamörk. Allt árið bjó ég
líkama og sál undir að hlaupa á
43,9 í úrslitunum á Ólympíuleikun-
um. Evans setti huganum aðeins
mörk, hafði óbilandi keppnisskap.
Ég hljóp mínar 43,9. Svo hann hljóp
þá bara á 43,8.“
Ólympíulandsliðið 1SI63, fákk það
'ft*í
Beamon starfar nú meðal annars sem stjórnandi hjá tómstundanefnd
bæjarfólags eins f Flórída. Hér leiðbeinir hann ungum langstökkvurum.
sem ekkert annað bandarískt lið
hefur fengið fyrr eða síðar, sex vik-
ur i æfingabúðum fyrir úrtökumótið
í mikilli hæð yfir sjávarmáli. Æfinga-
búðirnar og úrtökumótið voru í
Sierra-fjöllunum í Kaliforníu.
Allir 400 metra hlaupararnir, and-
stæðingar í úrtökumótinu og á
leikunum sjálfum, sýndu einmuna
samheldni. „Við skiptumst á upp-
lýsingum á æfingum," segir Ron
Freeman. „Við æfðum mjög stíft.
Við laumuðumst út í dögun og
æfðum á laun, en það var ekki
vegna einhverra væntanlegra sjón-
varpssamninga eða starfsframa.
Aðalatriðið var að gera sitt besta."
Þeir erfiðleikar sem voru því sam-
fara að hlaupa 400 metra hlaup í
svo mikilli hæð, gerðu það að verk-
um að þeir gátu ekki verið stórorðir
fyrir leikana. Alltaf var hætta á að
dauðastirðnunin myndi endur-
gjalda þeim. „Það þýddi ekkert að
vera að monta sig og keyra fyrstu
300 metrana á fullu. Þá var alltaf
hætta á að maður yrði að borga
brúsann á síðustu 100 metrunum,"
segir Evans.
En það sem sameinaði þá þó mest
var að þeir voru svartir, banda-
rískir íþróttamenn árið 1968.
Siðferðisbarátta þessarar kynslóð-
ar fyrir lýðréttindum og baráttan
gegn Víetnam-stríðinu var í há-
marki. Martin Luther King hafði
verið myrtur í apríl, og Robert
Kennedy í júní.
Um haustiö 1967, í San Jose-
háskólanum, þar sem Evans,
Smith, John Carlos, 200 metra
hlaupari, og boðhlaupsmaðurinn
Ronnie Ray Smith sóttu skóla, voru
haldnir fundir undir forystu félags-
fræðiprófessorsins Harry Edwards
til að ræða húsnæðismisrétti gegn
svörtum iþróttamönnum. Þar komu
fram kröfur um að nota frammi-
stöðu svartra í íþróttum til að
þerskjalda kynþáttamisrótti og
krefjast úrbóta. „Ef þeir leigja okk-
ur ekki," sagði Edwards, „af hverju
ættum við þá að hlaupa fyrir þá?“
Niðurstöður þessarar umræðu
urðu þær að sniðganga skyldi
Ólympíuleikana. Hreyfing þessi var
kölluð „Ólympíuverkefni fyrir
mannréttindi".
„Mér fannst alltaf að við myndum
Tommie Smith. „Og þá kannski
láta vita af okkur og gera það sem
við vildum, en vera öruggir um að
geta útskýrt það fyrir fréttamönn-
um.“
Ólympíuliðið setti fleiri heimsmet
en nokkurt annað bandarískt lið
síðan 1932. „Ég tengdi sigur á leik-
unum öðrum hlutum sem mér voru
mikilvægir," segir Evans nú. „Stolt
okkar svartra og málstaður félags-
legs réttlætis var okkur öllum
mikilvægur. Við stóðum betur að
vígi en krakkar í dag. Þeir hafa
ekki þetta pólitíska afl sem þrýstir
á þá.“
Þegar Smith vann 200 metrana á
nýju heimsmeti, 19,83 sekúndum
(sem hefði orðið 19,70 hefði hann
ekki lyft höndunum til sigurs sex
metrum frá endamarki) og Carlos
varð þriðji, fóru þeir á verðlauna-
pallinn í svörtum sokkum. Þegar
þjóðsöngurinn var leikinn, hneigðu
þeir höfuð sín og teygðu hnefana,
klædda svörtum hönskum, til lofts.
Sokkarnir táknuðu fátækt svartra,
sagði Smith blaðamönnum eftir á,
og hnefarnir afl svartra og einingu.
„Þetta var ekki merki haturs,”
sagði Smith þá, og í dag segir
hann: „Þetta var merki um von-
brigði. Ég elskaði land mitt. Ég vildi
að það yrði betra."
Áður en dagur leið höfðu Smith
og Carlos verið reknir úr Ólympíu-
þorpinu. Spurningin var einungis
hvort einhver annar myndi leika
þetta eftir. „Eftir merki Johns og
Tommies," segir Evans, „ákvað ég
að hlaupa ekki. Hvernig gat ég
það? Ég var vinur þeirra. Við vorum
saman í skóla. Allir myndu halda
að ég væri svikari við samfélag
svartra.”
Hann fékk heimsókn frá þjálfara
sínum, Winter, sem var sérfræð-
ingur í slökunaraðferðum. Winter
sagði honum aldrei hvað ætti að
gera: fékk hann aðeins til að sofna.
Þegar Evans vaknaði, var Carlos
staddur þar. „Heyrðu, Lee,“ sagði
hann reiður. „Ég heyrði að þú ætl-
aðir ekki að hlaupa. Þú hleypur og
þú vinnur.”
Smith vildi líka að hann hlypi. „Og
ég hugsa að hann hafi notað alla
þessa orku í síðari beygjuna," seg
ir Smith. „Hann brenndi upp alla
hræðslu og áhyggjur í hlaupinu.
I QO nQtaoa íIqIbh po„ íusfd .\
Evans setti met sem staðið hefur
19 ár. Það sem 400 metra hlaup-
ararnir gerðu í Mexíkó var einfald-
lega að klæðast svörtum sokkum
og alpahúfum, sem þeir síðan tóku
niður þegar þjóðsöngurinn var leik-
inn. Þeir gengu að verðlaunapallin-
um og vissu um morðhótanir í sinn
garð. „Við ákváðum a brosa breitt
og sýna hlýju þarna á pallinum,"
segir Evans. „Það er erfiðara að
skjóta náunga sem brosir."
Það voru ekki margir sem brostu
þegar heimsmethafarnir komu
heim frá Mexíkóborg. Eins og
Evans hafði óttast, var hann gerður
útlægur úrfylkingum hinna rótta?k-
ari afla svertingja í San Franciscó-
borg, þar sem þráin um táknrænar
aðgerðir var óseðjandi. Hann hélt
áfram að hlaupa og komst í 4x400
metra boðhlaupssveit Banda-
ríkjanna á Ólympíuleikunum 1972,
en samt fékk hann ekki að keppa.
Samherjarnir Matthews og Collett,
sem urðu númer eitt og tvö í 400
metra hlaupinu í Munchen (1972),
var vísað heim fyrir að tala saman
á verðlaunapallinum meðan þjóð-
söngurinn var leikinn, og John
Smith var meiddur, þannig að
Bandaríkin gátu ekki sent lið í
4x400 metra boðhlaupið.
Árið 1975 var svo Evans farinn að
þjálfa í Nígeríu. „Ég var miður mín
yfir frammistöðu afrísku sprett-
hlauparanna sem duttu strax út i
undanrásunum í Mexíkó,” segir
hann. „Við vorum með læti til að
undirstrika samheldni svartra, og
hérna voru þessir náungar, svart-
ari en við, langt á eftir okkur vegna
lélegrar tækni.“
Svo Evans reyndi að bæta úr þvi.
Hann þjálfar nú í Kamerún og er
eini Fulbright-styrkþeginn sem
vinnur að íþróttum. Á síðustu 10
árum hefur hann þjálfað og seht
um 50 vestur-afríska spretthlaup-
ara til háskóla í Bandaríkjunum, þar
á meðal Innocent Egbunike (Azusa
Pacific-háskólanum, 400 m) og
Chidi Imoh (Missouri-háskóla, 100
m), en þeir voru báðir taldir næst
bestir í heiminum í sínum greinum
árið 1986.
Árið eftir Mexíkóleikana ríkti ringul-
reið í lifi Beamons. Hann var í
hávegum hafður í Evrópu, þar sem
hann ritaði einfaldlega „8,90“ sem
eiginhandaráritun, en tilraunir hans
til lýsinga á íþróttamótum í sjón-
varpi runnu út í sandinn, þar sem
hann er orðspar og alvarlegur í
bragði opinberlega.
Hann útskrifaðist frá Adelphi-
háskólanum árið 1972 og stundaði
mastersnám í San Diego State-
háskólanum. Frá 1982 hefur hann
verið stjórnandi hjá tómstunda-
nefnd bæjarfélags eins í Flórída.
Hann vinnur einnig með fötluðu
íþróttafólki og með samtökum sem
berjast gegn fátækt. Hvað varðar
opinbera umræðu, hefur Beamon
hagnast meira af tilraunum Carls
Lewis við að slá met hans en hann
gerði þegar hann setti metið sjálf-
ur.
Með hverju ári sem líður verða met
Beamons og Evans enn áhrifameiri
minningar um umbrotatíma á Vest-
urlöndum. Frammistaða Beamons
virtist jafnvel vera í andstöðu við
eðlisfræðileg lögmál. Allir þessir
stóru, svörtu, hreyknu náungar
virtust geta bætt heimsmet að vild.
Eðlilegustu viðbrögðin voru ein-
faldlega aðdáun. En það hrikti í
stoðum bandarísks þjóðfélags
vegna breytinga á hugsun og hegð-
un, og því var fólk lítið gefið fyrir
að dást að þessum blökkumönn-
um. Aðdáun er ekki hugarástand
sem Bandaríkjamönnum líkar að
láta vará hvort sem er. Og svo
aflmiklir voru upphafðir hnefar
Smiths og Carlos, að þjóð þeirra
túlkaði þessa aðdáun sem ótta og
forsmán. Þennan stimpil fengu allir
svörtu meistararnir frá Mexíkó á
sig, einnig Evans og Beamon.
„Það er eins og Ólympíuleikarnir
frá '68 hafi verið þurrkaðir út úr
sögubókunum," segir James. „Þeir
eru til í hugum manna, en ekki í
rituðu máli."
Þetta er athyglisverður hlutur:
Þessir menn voru risar á jörðu.
Verður það ekki fyrr en að þessi
ótrúlegu met verða slegin að við
munum loks kunna að meta þau?
GUNNAR VALGEIRSSON
ÞÝDDI OG ENDURSAGÐI
H9 ,n6rnöeil iósaourl “,ídö!dÖÍ!