Morgunblaðið - 20.09.1987, Page 24

Morgunblaðið - 20.09.1987, Page 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Flestir Ólafsfirðingar kannast við Jón Sig- urpálsson. Þeir sem eru af eldri kynslóð- inni minnast hans eflaust sem skipstjóra, en í huga hinna yngri er hann hafnarvörð- ur og viktarmaður. Þeim störf- um hefur hann gegnt síðan hann hætti sjósókn og kom í land fyr- ir röskum tuttugu árum. „Ég er fæddur hér í Ólafsfírði á Brimnesi, 23. október 1910. Þar bjuggu foreldrar mínir . Við vorum §ögur systkinin, ég er sá þriðji í röðinni. Foreldrar mínir bjuggu á Brimnesi og pabbi stundaði bæði landbúnað og sjósókn. Það voru nú bara árabátar þá. Ég fór reyndar aldrei í róður á slíku fari, - var svo ungur er við fluttumst til Akur- eyrar. Ætli ég hafí ekki verið fímm ára þá. Ég var þar í bamaskóla og fermdist þar. Hingað kom ég aftur í kringum 1930 og hef búið hér síðan.“ Kokkur á reknetabát Og fórst strax á sjóinn ? „Ég réðst sem kokkur á reknetabát yfír sumarið til að byija með. Ætli ég hafí ekki verið 15 eða 16 ára þá. Upp úr því fer ég á bátana héma sem háseti. Litlu síðar byij- aði ég með bát sem Þorleifur Brýnast að bæta hafnar- mannvirki Olafsfirðinga - rabbað við Jón Sigurpálsson, hafnarvörð, vigt- armann og fyrrum skipstjóra á Ólafsfirði Rögnvaldsson átti. Það mun hafa verið 1933. Báturinn hét Egill og var 11 tonn. Ég var nokkur ár á honum. Unnur eiginkona mín er systir Sigvalda samstarfsmanns míns. Það er 1935 sem við hefj'um út- gerð, Sigvaldi mágur minn og ég. Við keyptum bát saman og sam- starfíð hefúr haldist fram á þennan dag. Við hættum að gera út bátana 1967 eða 8 en höfum rekið físksölt- unarstöð síðan. Síðar var Egill seldur og Sjöstjaman frá Akureyri keypt, 55 tonna skip. Hana keypt- um við Sigvaldi í félagi við Ama Jónsson á Syðri Á og Gunnar Bald- vinsson. Þennan bát áttum við ekki nema í eitt ár.“ Hvað tekur svo við ? „Við látum smíða fyrir okkur bát. Kaupfélag Eyfírðinga átti skipa- smí ðastöð á Akureyri og hann var byggður þar. Þetta var 27 tonna bátur sem nefndur var Egill eins og fyrsti báturinn okkar. Seinna látum við smíða fyrir okkur bát í Danmörku en seljum Egil til Ólafs- víkur. Sá nefndist Þorleifur Rögn- valdsson og var 65 tonn að mig minnir. Eftir nokkur ár seldum við hann, stækkuðum við okkur og keyptum annan talsvert stærri, en Þorleifsnafninu héldum við. Við urðum að fá stærri bát til að stunda sfldveiðar. Þetta voru allt saman happafleytur.“ Hafnarvörður og vikt- armaður Hvenær fórstu svo í land ? „Ég var skipstjóri á Þorleifí í þijú ár, en hætti þá á sjó og fór í land. Þetta var 1966 og ég vann um hríð í físksöltunarhúsinu okkar. Fáein- um árum síðar var Sigvaldi formað- ur hafnamefndar og bað mig um að gerast hafnarvörður í hálfu starfi sem ég gerði. Síðar tók ég hafnar- vogina einnig að mér. Það var nokkuð stíft að vinna við hvort tveggja, en það gerði ég allt fram á síðasta ár. Ég hefði getað verið lengur á sjónum, en sjóveikin háði mér alltaf. Það var dálítið slæmt stundum og dró náttúmlega úr mér að halda áfram.“ Þú hefur verið á sjó í hálfa öld. Hvað fínnst þér um þær breytingar sem þú hefur orðið vitni að ? „Mér líst náttúmlega vel á þá þróun sem átt hefur sér stað í sjávarút- vergsmálum okkar íslendinga. Það hefur ákaflega mikið breyst til batnaðar á þessum tíma. Nú er allt annað mál að sækja sjóin en áður, sérstaklega á stærri bátum, að ég tali nú ekki um togarana. Það er allt annað líf. Auðvitað er mikil vinna á frystitogumnum en að- búnaðurinn er líka eins og best verður á kosið. Menn era náttúm- lega mikið heiman að en áður fyrr var þetta líka þannig á Ólafsfírði. Hér vora svo stuttar vertíðar yfír veturinn að maður varð að fara suður og vera þar í fleiri mánuði og komst aldrei heim meðan vertí- ðin stóð yfír. Á vorin var farið heim í maí og var þá oft snjór ekki tek- inn upp í byggð. Mestöll atvinna lá niðri yfír veturinn. - Á þessum ámm var hér ekkert hægt að gera á vet- uma fyrr en höfnin kom. Eftir að garðuririn héma var farinn að leggj- ast fram varð breyting á . Þá var farið að hefja róðrana fyrr. Menn vom samt eitthvað að eiga við að láta bátana liggja hér úti á fírði við Kleifamar áður en höfnin kom til. Þetta var reynt nokkmm sinnum. Einn þessara báta hét Gissur. Þeir áttu hann félagamir Þorsteinn og Þorvaldur. Hann fór ábyggilega upp í klettana fyrir rest, svo það var ekki áhættulaust að fást við útgerð hér. - Það fóm áreiðanlega nokkrir bátar upp þama fyrir minn starfs- feril. Fyrst vora bátamir geymdir hér á malarkambi, sunnan við þar sem bryggjan er nú. Þar vom þeir settir upp yfir veturinn. Svo þegar þeir fóm að stækka fóm þeir með þá til Akureyrar í slipp og geymdu þá þar yfír veturinn. Hafnarleysið kom sér illa Hafnarmannvirkin hafa verið heldur frumstæð ? „Já, hafnarleysið kom sér ákaflega illa. Á þessum tíma kom ekkert skip hér upp að til að losa farm. Það varð til dæmis að sækja saltið fram á fjörð, sturta því ofan í bát- ana og moka því síðan úr lest og upp á dekk og þaðan í hjólbömr á bryggjunni. - Það þótti mikill mun- ur þegar við fengum hjólbömr til þess ama. Eins þurfti að flytja allan fiskinn fram í skip, þetta var allt i fimmtíu kflóa pökkum. Þurfti að skipa honum í bátana fyrst og svo upp í skipin úti á fírði. Þannig var nú það. Eg man það að þegar menn vom famir að stunda sjóinn á fímmtíu og sextíu tonna skipum var ég með Sævald, en það var sænskur 50 tonna bátur sem hingað var keypt- ur. Ætli það hafí ekki verið komið fram í október. Það bilaði eitthvað í vélinni, og var ekki hægt að keyra hana. Vegna þessarar bilunar kom- umst við ekki út. Þá gerði ofsaveður - þetta var þegar hafnargarðurinn var ekki búinn að ná fullri lengd - og við lágum við bryggjuna héma. Kvikumar komu svona vestanað, gengu yfír bryggjuna og ég upp fyrir bússur. Þurfti að halda mér í staur Ég þurfti að halda mér við staur sem var á bryggjunni til að skolast ekki í sjóinn þegar við vomm að gera við vélina. Það kom oft fyrir að maður lenti í slæmu veðri í höfn- inni, en þá var vélunum haldið í gangi og látið ganga þannig að allt- af var strekkt á böndunum og komið í veg fyrir að bátamir fylgdu sogunum. Það fór alveg með það ef hnykkir komu á böndin. Það kom oft fyrir að fara þyrfti með bátana héðan út á Eyjafiörð þegar það gerði norðaustan óveður og þá varð að fara til Akureyrar. Þar var beð- ið þar til veðrinu slotaði og þá var farið að reyna að róa aftur. Þannig gekk þetta nú fyrir sig. Eftir að garðurinn hér var kom- inn dálítið fram var farið að reyna að stunda einhveijar veiðar hér yfir veturinn. Bæði var það að manni fannst slæmt að þurfa að fara suð- ur á hveijum vetri á vertíð og eins hitt að atvinna hér var of lítil þegar ekki var hægt að vinna aflann að neinu marki hér heima. Þessu vild- um við breyta með því að auka veiðar hér á vetuma." Hvítasunnuskellurinn Varst þú hér á Ólafsfírði er Hvítasunnuskellurinn reið yfír ? Já, ég man vel eftir þessum at- burði. Þetta var hvítasunnudags- morgun 1935. Það gerði sér enginn grein fyrir því að svona óveður gæti skollið á þessum tíma árs. Það vom menn í aðgerð á plönum ofan Aðkoman var Ijót eftir HvitasunnuskeUin árið 1935. Á myndinni sjást í sandfjörunni fjórir af stóru bátunum: Kári Sölmundarson, Þór, Blfðfari og Bergþóra. I C

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.