Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987
B 27
ar nútíma læknisaðferðir notaðar,
eina deyfingin er kæling í köldum
læk eftir næturlangan dans.
En það er engin ástæða til að
ætla að allt sé neikvætt og dapurt
í Pókot, síður en svo. Heilmiklar
framfarir hafa átt sér stað, bæði
böm og fullorðnir eiga kost á
menntun, læknaþjónusta er betri
og algengari o.fl. o.fl. Fólkið sjálft
er þægilegt í viðmóti, æðrulaust
og óstressað. Þó það viti að marg-
ir hafi það betra er ekkert verið
að kvarta, heldur er það ánægt
með sitt. Til marks um lífsviðhorf
þeirra þakka þau að gömlum sið
að kvöldi hvers dag fyrir það eitt
að hafa lifað af daginn.
Þegar ég spyr Kjartan hver séu
helstu vandamál Pókotfólksins
hugsar hann sig um og segir: „Fá-
fræði, fordómar og heiðni,“ og
heldur áfram, „sem kemur fram í
því að fólk ástundar alls konar
iðju sem er mannskemmandi, t.d.
til að forða því frá hinu illa. Ég
get nefnt ófagurt dæmi. Þegar
ungbörn taka fyrst tennur fylgir
því oft niðurgangur og til þess að
koma í veg fyrir það að barnið
veslist upp og deyi er tekinn hnífur
og sprett upp skinninu og tönnin
grafin upp. Þetta er lýsandi dæmi
um fáfræði, fólk heldur að það sé
að bjarga barninu."
— Gerist þetta enn?
„Já, því miður, en ég vona að
svona lagað sé á undanhaldi. Það
er algengt heima á íslandi að fólk
haldi að heiðingi sé óspilltur og
alsæll. Það er algjör misskilningur.
Það er heldur enginn öfundsverður
af því að lifa í sárri fátækt og'búa
í moldarkofa.
Þegar maður kynnist fólki sem
er ekkert mótað af kristindómi sér
maður hvað mannslíf er lítils virði
og fólk oft miskunnarlaust. Það
skiptir það engu máli þó nágrann-
inn deyi, „hvað kemur það mér
við“, hugsar það. Á sumum sjúkra-
húsum er viðhorfið það sama,
„hvað ætti ég að slíta mér út við
að hjálpa þessu fólki, sem tilheyrir
ekki mínum þjóðf.okki". Stundum
eru lyf seld á svörtum markaði í
stað þess að gefa þau sjúklingum.
Því miður eru svona viðhorf allt
of algeng.
— Finnst þér að fólk heima á
Islandi hafi rangar hugmyndir um
eðli kristniboðs?
„Ég held að vandamálið sé að
fólk veit alltof lítið um þessi mál,“
svarar Kjartan, hugsar sig um og
heldur svo áfram. „Það hvort
kristniboð væri að eyðileggja
menningu heiðinna þjóða og þriðja
heimsins? Þessa spurningu heyrði
ég mjög sjaldan áður en ég fór
fyrst utan, en svo þegar ég kom
heim var þetta á hvers manns vör-
um. Ég veit ekki hveijir hafa komið
þessu af stað, ég held að það hljóti
að vera einhver andkristileg öfl.
Ef ég héldi að ég væri að eyði-
leggja menningu Pókotfólksins
færi ég heim strax á morgun. En
auðvitað breytist menningin. Það
gerist með sérhveija menningu,
menning er aldrei óbreytt ástand.
Við erum ekki að leiða inn nýja
menningu, heldur nýtt afl inn í
gömlu menninguna sem fyrir er.
Þetta sama afl kom inn í íslensku
menninguna á sínum tíma og gjör-
breytti henni, vann gegn gamla
víkingahugsunarhættinum, þar
sem mannslífið var einskis virði
og menn jafnvel drepnir ef þeir
lágu vel við höggi. Þetta afl kom
inn þeirri hugsun að maðurinn
væri óendanlega mikils virði vegna
þess að hann var óondanlega mik-
ils virði fyrir Guði og honum bæri
að hjálpa eftir því sem hægt væri.
Jafnframt tel ég að ekkert afl hafi
varðveitt eins vel íslenska menn-
ingu. Islendingasögurnar voru t.d.
að mestu skrifaðar upp og varð-
veittar í klaustrum."
TEXTI OG MYNDIR: VICTOR HEIÐDAL SVEINSSON
Kjartan og fjölskylda ásamt safnaðarfólki eftir messu.
hér í sveitinni fyrir utan kirkju-
og skólastarf'
„Það er ekki mikið,“ svarar
Kjartan og heldur áfram: „Hjálp
til sjálfsvirðingar er vitanlega
besta hjálpin. Það að veita mikla
hjálp og vera að gefa eitthvað,
eyðileggur bara sjálfsvirðingu
fólks. Við gefum yfirleitt hvorki
föt né mat. Ekki einu sinni þegar
„Ef ég héldi að ég væri
að eyðileggja menningu
Pókotfólksins færi ég heim
strax á morgun. “
upp kom hungursneyð hér í Pókot
1984. Þá var fólkið látið vinna
fyrir öllu sem því var veitt."
— Fólk ætlast ekki til þess að
fá sífelldar gjafir frá stöðinni?
„Það gerði það fyrst,“ svarar
hann, „en það er svo til alveg
hætt því núna, það hefur séð að
það gengur ekki. Það var oft ætl-
ast til þess í byijun að fá t.d.
gefins föt.
Annars er fólk ófeimið við að
leita til okkar með vandamál sín,
alveg ótrúlegustu vandamál. Það
bregst varla þegar ég fer út að
ganga að ég hitti ekki einhvern
sem á í vandræðum og biður um
einhveija hjálp.“
Á þeim fimm dögum sem ég
dvaldist í Pókot kynntist ég því
fljótt að lífsbaráttan þar er oft
mjög erfið og þá sérstaklega niðri
á sléttunni, þar sem loftslag er
heitara, jörðin ófijórri og stundum
erfitt að fá vatn. Fólkið er vant
dauðanum, barnadauði er sum-
staðar 50%, sem þýðir að aðeins
um helmingur barna nær tveggja
ára aldri, og oft eru aðstæður
kvenna hörmulegar. Það ríkir al-
gjört karlaveldi. Á morgnana
skipar karlinn konu sinni eða kon-
um fyrir og fer síðan að heiman,
og kemur oft ekki til baka fyrr en
undir kvöld, því það þykir ekki við
hæfl að þeir dvelji of mikið heima
eða meðal kvenna, þær eru ekki
taldar hafa vit nema á við börn,
og eru í raun taldar með börnum
mannsins. Kona er fyrsta barnið
og ber þess vegna nafn hans. Það
er hlegið að þeim manni sem eyðir
of miklum tíma með konum.
Miskunnarleysið getur verið
mikið, eins og t.d. maðurinn sem
rak konuna sína að heiman vegna
þess að hún hafði misst annan
fótinn og var þar af leiðandi ekki
eins góð til verka og áður. Og eins
„Konur eru ekki taldar
hafa vitnema á viðbörn,
og eru íraun taldar með
börnum mannsins. “
það að flest þau börn sem fæðast
vansköpuð eða á einhvern hátt
óeðlileg eru látin detta í gólfið eða
deydd á annan hátt við fæðingu.
Áður fyrr þótti umskurn bæði á
stelpum og strákum sjálfsögð með-
al flestra þjóðflokka í Kenya, að
undanskilinni t.d. Lou-þjóðinni, og
var fólkið af þeim sökum álitið
vera skræfur. Énn er umskurn al-
geng meðal Pókotfólksins.
Umskurn stúlkna hefur verið bönn-
uð af yfirvöldum, en það hefur lítið
að segja. Það fylgir þessu svo mik-
ill dýrðarljómi að enginn vill vera
útundan, jafnvel þótt foreldrarnir
banni stelpum að taka þátt í þessu
þá stelast þær bara til. Það þykir
líka mikill heigulskapur að láta
ekki umskera sig, yfirleitt eru eng-
Á markaði í Pókot. Um alla sveit eru haldnir markaðir vikulega. Þar selur Pókotfólkið framleiðslu sína
og kaupir aðfluttar vörur.
Það sést á Kjartani að þessi mál
eru honum hugleikin. „Á sama
hátt vona ég að kristindómurinn
komi inn í þá menningu, sem fyrir
er í Pókot, sem hreinsandi afl. Sá
Pókotmaður sem tekur kristni,
endurskoðar alla sína lífsafstöðu.
Því sem er gott heldur hann, því
sem er vont hafnar hann."
—„Gerist þetta svona rökrænt?
Kjartan hikar ögn við hugsandi.“
„Það er ekki víst að við metum
það rétt. Það kemur fyrir alls stað-
ar þar sem ný öfl eða menning
kemur, sem er sterkari en sú sem
fyrir er, að því gamla er hafnað í
óþarflega stórum stíl. Það er svo
oft næsta kynslóð sem tekur sig
til og reynir að endurnýja það
gamla úr menningunni, en þá oft
í annarri og betri mynd. Tökum
t.d. þjóðbúninga og skartgripi.
Yfirleitt, þegar fólk tekur kristni
hættir það að nota þetta þjóðlega
skraut, ég hef oft furðað mig á
þessu, því sjálfum flnnst mér það
mjög fallegt. Þegar ég hef spurst
fyrir um þetta segir fólkið að því
fínnist þetta tengjast heiðnum sið-
um, sem nú eru í þeirra augum
slæmir, og vill ekki skarta þessu.
En börn þessa fóíks eiga svo hugs-
anlega og vonandi eftir að taka
upp þetta skraut og búninga og
þá mun það ekki tengjast neinu
heiðnu, verða aðeins þjóðlegt."
Stuttu eftir að ég kom til Pókot
vorum við Kjartan á gangi rétt
fyrir utan stöðina. Komum við að
moldarkofaþyrpingu, þar sem ekki
sást nokkur sála nema heimilis-
faðirinn, sem lá fyrir utan einn
kofann, meðvitundarlaus af
drykkju. Á Kjartani var að sjá sem
þetta væri alvanalegt. Ég spurði
hann því hvort drykkja væri mikið
vandamál hér.
„Já, drykkja er óskaplegt vanda-
mál,“ svarar hann þungur á svip.
„Kannski mest meðal karlmanna
en það eru líka konur sem drekka
og kernur það hart niður á börnun-
um. Áður fyrr brugguðu menn, en
aðeins gömlum mönnum leyfðist
að drekka en þó aldrei svo mikið
að þeir yrðu virkilega fullir. En
þessi almenna drykkja er nýtt
vandamál. Drykkjan grefur undan
„Það er algengt heima
á Islandi að fólk haldi að
heiðingi sé óspilltur og
alsæll. “
siðferði fólksins og af því leiðir
lauslæti og annað því um líkt.“
Fjölkvæni hefur alltaf tíðkast
meðal Pókotmanna, líkt og meðal
flestra annarra þjóðflokka í Kenya.
Ég spurði hvort fjölkvæni viðgeng-
ist meðal kristinna Pókotmanna.
„Jú, jú, fjöldinn allur á margar
konur, allt upp í sex, en þeir hafa
þá eignast þessar konur áður en
þeir urðu kristnir. Þó kemur það
fyrir að þeir bæti við sig konum
eftir að þeir hafa tekið kristni, en
það er enginn tilgangur eða rétt-
læti í því að reyna að skilja í
sundur fjölskyldur."
Það var kominn tími til að ljúka
þessu spjalli. Sunnudagur á morg-
un, annamesti dagur vikunnar,
þegar fara þarf snemma langar
vegalengdir um erfiða vegi til ein-
hverrar kirkjunnar. Að lokum spyr
ég Kjartan hvort honum finnist að
starfið hafí gengið vel, hvort hann
sé ánægður.
„Manni finnst kannski aldrei
maður sjá nægilegan árangur.
Annars lærði ég snemma að tölur
um kirkjusókn og annað álíka geta
verið misvísandi. En ef maður
skynjar að grundvöllur starfsins
styrkist, sem þýðir að í framtíðinni
geti kirkjan staðið á eigin fótum,
þá er það góður árangur."