Morgunblaðið - 20.09.1987, Side 28

Morgunblaðið - 20.09.1987, Side 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Fólk hefur hér allt af öllu og allir eru síkvartandi, varð Sigríði Guðmundsdóttur, fram- kvæmdastjóra Rauða krossins að orði þar sem hún sat á sjón- varpsskjánum innan um alla fatasöfnunarpakkana til flótta- manna í Afríku. Hvernig ætli við komum annars gestum fyrir sjónir, sem í sívaxandi fjölda sækja okkur heim? Könnun á slíku væri ekki ómerkari en ýmsar aðrar í þessari síðustu könnunartísku. Meðan ekkert liggur fyrir um slíkt mætti kannski í algeru ábyrgðarleysi gefa eðlisávísuninni - þessu uppáhalds brúkunartæki okkar íslendinga - lausan tauminn. Þótt hestamenn viti manna best í hvaða ógöngum maður getur lent með laust taumhald. Hvað ætli hið glögga gests- auga sjái við fyrstu kynni og hver eru fyrstu viðbrögð við vorri þjóð eftir svo sem eins og eina túrhestaheimsókn? Landið er fagurt og frítt. Fer ekki á milli mála. Að vísu nú í óða önn að verða dílótt af áldósum og plastumbúðum á ferðamanna- stöðum og svolítið sjúskaðra. En við íslendingar hlustum ekki á slíkt. Tökum upp þykkjuna fyrir landið okkar. Segjum eins og Guðrún Borgfjörð á sínum tíma í æfiminningum sínum: „Mikið var sungið “Stíg heilum fæti á helgan völl“ Aldrei get ég fyirgefíð Jóni Ólafssyni, þeg- ar hann sneri því við. Ég á við þetta erindi “Stíg höltum fæti á hálan völl“. Mér fannst það ekki betra en guð last.“ Ásjóna landsins stendur vissulega enn fyrir sínu. Og ferska, hreina loftið í hveijum andardrætti, meira að segja stundum blásið ofan í mann. “Til er fólk sem segir að ég hafí aldrei gert neitt rangt á æfí minni. En það segir það að sjálfsögðu bara á bak við mig“, sagði sá spaki Oscar heitinn Wild og kunni að orða það. Mætti kannski allt eins vel snúa þessu við. Til er fólk sem segir ekki allt fallegt um vora þjóð, en segir það að sjálfsögðu bara á bak við mann, ekki sem gest- ir. (Hér hjá næsta blaðamanni er útlendingur að koma í viðtal og byijar vitanlega óspurður á að segja: I love Iceland). Ja, hvað ætli ferðamennimir hugsi eða segi þegar þeir fara að ræða málið í rólegheitum heima hjá sér? Svona rétt eins og við gerum sjálf við heimkomuna, þegar einhver spyr: Hvemig em nú Thailendingar, Portugalar, Spánveijar, Brasilíumenn, Þjóð- veijar Frakkar? Og ekki stendur á svari: kurteisir, frekir, dóna- legir o.s.frv. Skyldi græðgi vera orðið þjóðareinkenni sem strax stend- ur upp úr? Svo notað sé tungu- tak ómengað af kurteisi. Og skyldi volæðið, nánast sama hvað er til umræðu, verða einna mest áberandi? Skyldi tilfínning ferðamannanna ólæsu á íslenskt mál - og því lausir undan slíkum áhrifum fjölmiðlaumræðunnar - nema fyrst þessi einkenni ? Ekki örgrannt ,að maður hafí heyrt þá tæpa á þessu. Kurteis- iega að sjálfsögðu: hér hafa allir allt, af hveiju erað þið svona óánægð? Fyrstu viðbrögð ókunnugra taka vitanlega mið af heima- landinu , alveg eins og við miðum við íslenskar aðstæður í útlöndum. A ferð í Hrísey einn undurfagran sunnudagsmorgun fyrir skömmu rak eitt slíkt dæmi á fjörar. Séra Kári Valsson gekk með okkur í kirkju, sem er piýdd mörgum persónulegum munum. Yfír altarinu myndofíð gobelín- teppi í ramma og hefur málari framlengt það á veggnum í hefðbundinn kirkjuboga, á alt- arinu voldugir bronsstjakar heimagerðir úr koparöxlum, og fallega útskorinn skímarfontur og púlt fyrir bibliuna. Allt unnið með alúð sóknarbama. Yfir blasti við íslenskur fáni, sem ekki vakti sérstaka athygli okk- ar íslendinganna, þar til sr. Kári sem uppranninn er í Tékkó- slóvakíu, sagði okkur sögu af viðbrögðum landa hans sem nýlega var þar á ferð. Maðurinn var Ales Brezina, einn af andófsmönnum Tékka, hafði m.a. skrifað undir Charta 77 og hlotið kárínur fyrir. Sagt frá honum nýlega hér í blaðinu í dálkinum „A drottins degi“ og óþarfí að tíunda það. En þegar þessi ágæti maður kom í kirkj- una í Hrísey þótti honum íslenski fáninn þar það merki- legasta sem hann hafði séð á íslandi. Ríkisfáninn sem í hans landi er tákn kúgunar. Hann hafði sjálfur upplifað það er sovéskur fáni var dreginn upp í byggingu guðfræðideildarinn- ar í Prag á afmælisdegi valda- töku kommúnista 1971 og fulltrúi stúdentanna dró hann niður og var rekinn úr skólanum ásamt Ales Breznia sjálfum. Og Kári Valsson lét fylgja aðra sögu sem gekk í Tékkósló- vakíu og er okkur hér jafn illskiljanleg og hún hittir í mark þar: Félagi Husak kvartaði við samráðherra sína, fannst hann ekki eiga heimangengt til Moskvu og í frí. Þijú stórvanda- mál væra óleyst: hinn mikli húsnæðisskortur, kjötskortur- inn og svo þessi óvísindalega miðaldahjátrú sem lætur fólk flykkjast í kirkjumar. Einn ráð- herrann hans fékk hann þó til að fara, ef hann fengi völdin þá skyldi hann leysa þennan vanda. Heimkominn sólbrúnn úr fríinu sér Husak sér til furðu á leiðinni inni í borgina að hús- næði er víða auglýst til leigu, í kjötbúðum hanga skinkur og pylsur og er Husak lætur bílstjórann stansa við kirkju er hún galtóm á messutíma. Hvemig fórstu að þessu? spyr Husak ráðherra sinn, sem svar- aði um hæl: Það var enginn vandi. Ég opnaði bara landa- mærin í vestur og strax varð nóg af lausu húsnæði í landinu. Þá lokaði ég landamæranum í austur og nægt kjöt sást um leið í verslunum. En kirkjumar, hvemig gastu kveðið niður þessa hjátrú? Ég fyrirskipaði bara að setja upp í hverri kirkju stóra mynd af þér og fólk hætti að sækja kirkju. Svona geta ferðamenn litið silfrið misjöfnum augum. Kvikmyndahátíð Listahátíðar 1987: Komið og sjáið Komið og sjáið. Sovésk. Leik- stjóri: Elem Klimov. Handrit: Alexander Adamovich og Elem Klimov. íslendingar hafa aldrei síðan á Sturlungaöld átt í stríði og hafa ekki þurft að þjást eins og aðrar þjóðir sökum styijalda. Líklega veit enginn okkar hvað við erum heppin. Við erum sjaldan minnt á þessa staðreynd, hún er sjaldan í hinni svokölluðu „umræðu" þótt nóg sé af djöfulskapnum í öðrum heimshlutum til að minna á lán okkar. Aðrar þjóðir hafa gengið í gegnum ótrúlegustu raunir á stríðstímum og gera um allan heim í dag. Sovéska myndin Komið og sjáið eftir einn kunnasta leikstjóra Sov- étríkjanna, Elim Klimov, er við- bjóðsleg lýsing á raunum stríðshijáðrar þjóðar í seinni heims- styijöldinni og botnlausri grimmd óvinarins og hún fær mann kannski fyrst og fremst til að hugsa um og meta í rauninni hvað við eru óendanlega lánsöm að hafa lifað í friði. Hún er tvímælalaust athyglis- verðasta og um leið hrottalegasta mjmdin á kvikmyndahátíðinni í ár og það má mikið vera ef hún er ekki á sinn hátt hrottalegasta mynd sem nokkum tíma hefur verið gerð. Ef það hefur einhvem tíma verið réttlætanlegt að auglýsa að mynd sé ekki fyrir viðkvæmt fólk þá er það núna. Hún er svo ljót, svo yfir- gengilega ljót, að það er ekki hægt að geðjast að henni. Maður situr dofinn í sætinu, fölur og van- megnugur að skilja það sem er að gerast. En á sama tíma getur maður ekki tekið augun af tjaldinu. Og það er varla hægt annað en að hrífast af Klimov, hugrekki hans og jámvilja til að bregða hinum viðbjóðslegu sýnum á tjaldið. Kom- ið og sjáið er mynd sem lætur engan ósnortinn. Og vandfundin er sterkari áróðursmynd gegn stríði. í samanburði við Komdu og sjáðu eru vestrænar myndir um stríð og stríðshijáða, myndir eins og Platoon, Olivers Stone eða The Killing Fields, Roland Joffé (sem stendur nær af því hún fjallar lika um þjóðarmorð), langt frá því að vera jafn hryllilegar í lýsingu á grimmd mannsins þótt raunsæar séu. Það er næstum eins og að fara í skemmtigarðinn að sjá þær eftir að hafa séð Komdu og sjáðu. Ef einhver leikstjóri hefur og getur neytt mann til að horfa á eitthvað sem maður helst vildi hlaupa frá þá er það Elim Klimov. Ef það er einhver mynd sem situr í huga manns enn eftir tíu, tuttugu eða fimmtíu ár, þá er það Komdu og sjáðu. Hún gerist í innrás Þjóðveija í Hvíta-Rússland í seinni heimsstyij- öldinni. Atburðimir eru séðir með augum hins 15 ára gamla Florya (Alexie Kravchenko), sem í upp- hafi myndarinnar arkar kampakát- ur í stríðið frá grátandi móður sinni Leikstjórinn, Elim Klimov. en á þeim dögum, vikum eða mán- uðum sem frásögnin nær yfir breytist strákslegt, hrekklaust og sakleysislegt andlit hans i andlit gamalmennis eftir því sem hann dregst dýpra og dýpra í hryilinginn. Síðustu stundir sakleysisins á hann úti í skógi með vinkonu sinni Glöshu þegar foringi Rússanna heldur með menn sína gegn Þjóð- veijunum. En skyndilega falla sprengjumar. Klimov lætur Florya missa að mestu heymina og notar það til að lýsa á áhrifamikinn hátt geðsýkinni sem fylgir drápum inn- rásarhersins með hálficæfðum, afskræmdum hljóðum. Fólk Floiya er drepið, gamall maður lifir til að segja frá því þegar Þjóðveijamir kveiktu í honum. En miðpunktur hiyllingsins er eyðing þorpsins Per- Alexie Kravchenko í Komdu og sjáðu. ekhody þegar Þjóðveijamir smala íbúunum, konum og bömum í hlöðu og kveikja í henni. Klimov setur þessa útrýmingaróperu á svið án nokkurra málamiðlana, myndavélin setur okkur inní atburðina eins og við stæðum þama sjálf. Litlum krakka er skotið útúr hlöðinni en Þjóðveijamir taka hann og henda honum aftur inn, hermaður dregur konu á hárinu og kveikir sér rólega í sígarettu, þetta eru ekki hermenn heldur slátrara, sumir dauða- drukknir, aðrir skellihlæjandi, enginn með vott af eftirþanka. Og yfirforinginn situr í bílnum sínum með lítinn apa á herðunum sem hann strýkur, andlitið lýsir hnign- un, rotnun, mannfyrirlitningu, algjöru tilfinningaleysi. Hann gefur merki og hermennimir taka að skjóta á hlöðuna og setja eld að henni og safnast saman um hana kampakátir eins og rómveijamir á leikvanginum forðum að horfa á ljónin rífa í sig fómarlömbin. Hóp- ur hermanna tekur Florya, sem slapp úr hlöðunni afþví Þjóðver- jamir sögðu að bamlaust fólk mætti ganga út, og einn beinir byssu að höfðinu á honum. En hann skýtur ekki. Sigurvegaramir eru bara að stilla sér upp fyrir myndatöku. Ungri stúlku er hent upp í flutningavagn troðfullum af hermönnum. Seinna kemur hún reikandi alblóðug úr auðninni. Fyrsta spumingin sem kemur upp er, var þetta svona? Voru Þjóð- veijamir þessi svín sem Komdu og sjáðu lýsir? Það kemur fram í lok myndarinnar að 628 þorp í Hvíta- Rússlandi hafi verið lögð í eyði af Þjóðveijum í seinni heimsstyijöld- inni. Þegar óþokkamir hafa náðst segjast þeir hafa farið eftir skipun- um um að útrýma kommúnistum. Hatrammir Rússamir hafa næstum kveikt í þeim þegar kona stígur fram og stoppar það. Þeir eru skotnir. Alexie Kravchenko fer með hlut- verk Florya og partur af snilli Klimovs er að nota svipsterkt and- lit hans til að magna upplifun hörmunganna. Hann hefði varla getað gert það á einfaldari, sterk- ari eða myndrænni hátt. í lokin fær reiði hans útrás þegar hann skýtur á mynd af Hitler sem liggur í for- inni og Klimov klippir inní það filmubúta af sigurgöngu Hitlers en segir söguna afturábak þar til mynd af Foringjanum sem litlum dreng kemur á tjaldið en þá hættir Floiya að skjóta. Um leið og Komdu og sjáðu er gegn stríði hlýtur hún að lífga uppá þjóðemiskennd og samstöðu sovétborgara. Það er vonameisti og stöndum-saman tilfinning í lokaatriðinu þegar strákurinn slæst í hóp með sigrandi löndum sínum. En Klimov hefur ekki verið þekktur fyrir að vera handbendi stjómvalda heldur þvert á móti. Myndin hans Agonia, eða Rasputin eins og hún hefur stundum verið nefnd á Vest- urlöndum, um munkinn Rasputin hinn illdrepanlega við hirð síðasta Rússakeisarans, fór í taugaraar á taugastrekktum yfirvöldum. Það tók a.m.k. hið mikla ritskoðunar- veldi 10 ár að ákveða sig hvort myndin sú væri heppileg til sýn- inga. Komdu og sjáðu fékk auðvitað betri viðtökur hjá þeim. Hún fékk fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíð- inni í Moskvu á síðasta ári. Hún er sannarlega vel að verðlaunum komin. Komdu og sjáðu er sýnd á Kvik- myndahátíð í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.