Morgunblaðið - 20.09.1987, Page 30
30 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987
Tónleikar
og enn tónleikar
Ljósmynd/BS
Bjöm Baldvlnsson, góöur söngv-
ari Bleiku bastanna.
Síöastliöiö fimmtudagskvöld
var boöið upp á tvenna tónleika
í Reykjavík. í Abracadabra var
söngvarinn snjalli David Thomas
og á Hótel Borg láku sveitirnar
Sogblettir, Bleiku bastarnir og
Hyskið.
David Thomas sýndi á sér allar
sínar bestu hliðar framanaf í
Abracadabra, en þegar á leið mátti
sjá að fylleríslæti landans voru far-
in að fara í taugarnar á honum og
urðu því tónleikarnir því styttri en
annars hefði mátt vænta. Læt ég
lesendum eftir að dæma þá sem
keyptu sig inn til þess eins að
spilla ánægju þeirra sem komu til
að hlusta.
David byrjaði kannski að syngja
lag, á sinn sérstaka hátt, en í sömu
andrá var hann farinn að segja
furðusögu sem samantvinnuð var
úr frumspekilegum vangaveltum
og meinfyndnum athugasemdum
um lífið og tilveruna. Einna best
tókst honum upp þegar hann
sneiddi að þeim áheyrendum sem
voru að spilla dagskránni með því
að benda þeim á að þeir væru eins
og áhorfendur að ítalskri kvikmynd
sem ekkert skildu en færu ekki út
samt af ótta við að verða álitnir
heimskir.
Á Borginni léku þrjár sveitir eins
og áður sagði, Sogblettir, Bleiku
bastarnir og Hyskið. .
Sogblettir voru fyrstir þetta
kvöld og hafa ekki verið betri í
aðra tíð. Efnisskrá sveitarinnar er
orðin löng og hvergi veikur punkt-
ur. Einna mesta hrifningu vakti
þegar Sogblettir tóku gamla
sveitaslagarann Anarchy in the
U.K. á hálfum hraða til að byrja
með. Þeir skiptu síðan í fulla
keyrslu og enduðu lagið með lát-
um.
Bleiku bastarnir hafa verið iðnir
við kolann undanfarið og verða
alltaf betri með hverjum tónleikum.
Þeir gerðu enda allt vitlaust þetta
kvöldið með góðri keyrslu og féll
rockabilly/pönk/blús blandan sem
þeir leika vel í kramið. Ekki
skemmdi síðan lífleg framkoma
söngvara sveitarinnar sem bætti
nokkuð það hve aðrir bastar eru
stirðir á sviðinu. Þeir lentu í nokkr-
um vandræðum þegar þeir voru
klappaðir upp; búnir að leika öll lög
sem þeir áttu æfð. Ekki létu áheyr-
endu það á sig fá og heimtuðu
bara efnisskrána aftur.
Hyskið var síðasta hljómsveit
kvöldsins, en sveitin leikur nokkuð
léttari tónlist en þær tvær sem á
undan voru. Gaman var að heyra
að einhver man eftir Doors.
Síðasta fimmtudagskvöld léku
síðan Bieiku bastarnir með Sykur-
molunum og „thrash" pönksveit-
inni Bootlegs fyrir fullu húsi í
Casablanca. Þeir hyggjast nú taka
sér hvíld til að bæta lögum á dag-
skrána, en þeir munu leika með
hafnfirsku sveitinni E-X í Casa-
blanca 2. október til að hita upp
fyrir bandarísku rokksveitina
T.S.O.L.
Sogblettir Ljó.mynd/BS
Morgunblaðið/Sverrir
David Thomas
Hyskiö
Ljósmynd/BS
Listin er barátta
Rætt við Hörð Torfason
Ljósmynd/BS
Hörður Torfason hefur
lengi veriö einskonar „enfant
terrible" í íslenska tónlistar-
heiminum. Bæði er aö hann
hefur gagnrýnt óvægilega í
textum það sem honum hefur
fundist miður fara í eigin fari
og annarra og svo hitt að
hann hefur ekki lagað sig að
því markaðskerfi tónlistar
sem gengur út á að steypa
allt i sama mót. 1984 gaf
Hörður út rokkplötuna Tabú,
en í ár er hann á ferðinni með
plötuna Hugflæði sem hljóm-
plötuútgáfan Steinar gefur út,
Nú er það ekki svo að Hörð-
ur hafi ekki gefið út plötu áður,
þetta verður fimmta plata
hans. Þessi plata er þó frá-
brugðin öðrum plötum Harðar
að því leyti að hann gerir plöt-
una í samvinnu við aðra.
Hörður semur lög og texta eft-
ir sem áður, en síðan hefur
hann fengið til liðs við sig upp-
tökustjórann P.H. Juul, einn
fremsta upptökustjóra Dana í
gegn um tíðina. Því til viðbótar
er síðan bassaleikarinn Jörgen
Johnbeck, sem leikur á bassa
í öllum lögum og sér þar að
auki um útsetningaraukahljóð-
færa. Aukahljóðfæri hafa lítið
verið til staðar á plötum Harð-
ar til þessa og liggur því
beinast að spyrja hann að því
hvort hann sé að breyta til
tónlistarlega, hvort platan sem
væntanleg sé eitthvað annað
er trúbadúrplata.
Víst er hún trúbadúrplata,
enda hef ég alltaf verið á þeirri
línu. Þetta er trúbadúrplata
með tólf sögum, tólf sögum
um gleði. Að vísu var Tabú
rokkplata, söngleikur sem ger-
ist á diskóteki, en hún var
einskonar hliðarspor, á henni
var efni sem ég varð að losa
mig við, efni sem lá mér á
hjarta. Það átti síðan best
heima sem rokk.
Nú fékkst þú á þig nokkuð
neikvæða gagnrýni vegna
Tabú.
Ég er alltaf ánægður með
að fá gagnrýni og ég er sátt-
ari við neikvæða gagnrýni en
það þegar ég er að segja eitt-
hvað og fólk tekur ekki eftir
því. Það er alltaf gott að fá
gagnrýni, það er nauðsynlegt
að fá svörun, nauðsynlegt að
vita hvar maður stendur. Enda
er ég alltaf að leita eftir svörun.
Nú þegar Hugflæði er vænt-
anleg á markaðinn er ég
einmitt spenntur fyrir viðtök-
um, enda er þetta efni sem
ég hef verið 7 mánuði að taka
upp orðið svo snar þáttur af
mér að ég á erfitt með að taka
til þess gagnrýna afstöðu. Þó
veit ég það að það er það
besta sem ég hef gert hingað
til, en það er ekki nóg, ég verð
að fá svörun.
Hvað með innihald texta?
Er það í átt við Tabú?
A Tabú var nóttin, ruglið,
dópið og brennivínið, enda
gerist hún á diskóteki eins og
áður sagði. Hugflæði er dagur,
birta, gleði, kæti. Hugflæði
mitt er hugflæði þitt, hlustaðu
grannt á texta og tóna og upp-
lifðu þitt andlega leikhús þar
sem þú sviðsetur áhrifin sem
eru einlæg og sönn.
Ég er ekki ádeiluskáld, en
vissulega verða textarnir oft
ádeila. Listin er barátta, og
mín list er barátta mín við að
þora að segja það sem mér
býr í brjósti. Málið snýst um
það að þora að horfa í augu
við sjálfan sig. Það er ekki nóg
að horfa bara á aðra og segja
þú ert svona og svona, heldur
verður maður að geta sagt ég
er svona líka. Maður verður
að vera opinn fyrir eigin kost-
um og göllum til þess að geta
gert sér grein fyrir hvað og
hvar betur má fara.
Hvað með Hörð Torfason
í dag samanborið við þann
Hörð sem var?
Það hefur heilmikið breyst,
hvernig má annað vera. Ég hef
elst og þroskast sem listamað-
ur, gert mörg mistök og lært
mikið af þeim. Nú er það aftur
á móti í fyrsta sinn sem ég
mæti skilningi sem tónlistar-
maður á við þann skilning sem
ég hef mætt hjá Juul. Juul þekk-
ir sögu mína, hann þekkir fjöll
og dali í minni tilveru og hann
hefur beitt mig listrænu að-
haldi og gagnrýni. Hann segir
mér afdráttarlaust ef honum
finnst eitthvað gott eða slæmt
og yfirleitt erum við sammála.
Þegar svo er ekki, þá rökstyður
hann mál sitt og oftar en ekki
fellst ég á það sem hann hefur
fram að færa. Mér finnst það
hafa skipt sköpum fyrir mig að
hafa fengið að vinna með
slíkum atvinnumönnum sem
Juul og Johnbeck eru. Það hef-
ur verið mikil skólun fyrir mig.
Hefur þú eitthvað fylgst
með því sem er að gerast í
íslenskum tónlistarheimi?
Nei, ekkert. Ég get ekki
fylgst með tónlist nema þeirri
sem ég er að semja sjálfur.
Það er enga tónlist að finna á
mínu heimili aðra en þá sem
ég er að vinna að sjálfur og
fólki finnst það oft undarlegt.
Aftur á móti er þar mikið af
bókum því ég hef mikið gaman
af bókum, af orðum.
Ertu farinn að hugsa að
næstu plötu?
Ég byrjaði á næstu plötu um
leið og þessi var búin.