Morgunblaðið - 20.09.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.09.1987, Qupperneq 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 IJC UEIMI EVIEMyNEANN/1 Nýjar myndir vestra: Fjölbreytnin í fyrirrúmi ÞaA er alltaf gaman aA geta nýrra mynda vestan úr Amerík- unni meA reglulegu millibili og hór er listi yfir helstu myndir sem frumsýndar hafa veriA síAustu tvo mánuAi eAa svo. Breski stórleikarinn Aibert Finn- ey og leikstjórinn Alan J. Pakula hafa leitt saman hesta sína í nýrri mynd sem heitir Orphans eða Munaðarleysingjar en Pakula framleiðir hana og leikstýrir. Myndin er byggð á samnefndu leikriti Lyle Kessler og það er Kessler sem skrifar kvikmynda- handritið. Matthew Modine leikur m.a. á móti Finney í Munaðarleys- ingjum en þaö síðasta (og kannski eina) sem hann hefur unnið sér til frægðar er að leika í nýju mynd- inni hans Stanley Kubricks, Full Metal Jacket. The Big Easy er harðsoðin leyni- lögreglumynd um spillingu í New Orleans með Dennis Quaid og El- len Barkin í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Jim McBride en mynd- in hefur hlotið góða dóma. Hún hét áður Nothing But the Truth og það var lítið, óháð framleiðslu- fyrirtæki sem framleiddi hana en David Puttnam, sem stjórnar Col- umbia Pictures þessa dagana, sá hana fyrir eitthvaö um ári og keypti hana til dreifingar samdægurs. Gamli smellurinn La Bamba hljómar mikið í útvarpinu þessa dagana, líkiega í tengslum við nýju myndina, sem einfaldlega heitir La Bamba eins og lagið og er um höfund þess, Ritchie Valens, sem aðeins var 17 ára þegar hann fórst í flugslysi með Buddy Holly og J. P. Richardson árið 1959. Handrits- höfundur og leikstjóri er Luis Valdez. Bráðlega verður frumsýnd vestra hasarmyndin The Principal eða Kennarinn með þeim James Belushi og Louis Gossett, jr. í aðal- hlutverkunum. Myndin gerist í amerískum menntaskóla þar sem nemendurnir útskrifast í ránum, árásum og ótuktarskap öðrum. Belushi og Gossett leika nýja kenn- arann og öryggisvörðinn sem taka að sér að koma svolítilli reglu á mannskapinn. Leikstjóri er Christopher Cain en Frank Deese skrifar handritið. Mickey Rourke var einu sinni kallaður Marlon Brando níunda áratugarins. Nýjasta myndin sem hann leikur í heitir A Pryer for the Dying og gerist á írlandi og Rourke leikur rauðhærðan (ra. Mótleikar- arnir eru ekki af verri endanum, Alan Bates og Bob Hoskins. Leik- stjóri er Mike Hodges (Flash Gordon) en Edmund Ward og Martin Lynch skrifa handritið upp- úr bók Jack Higgins. Kevin Costner er nýja róm- antíska stjarnam' Hollywood. Hann er kominn í hóp hinna eftirsóttu eftir aðeins tvær myndir í sumar. Fyrstvarhann Eliot Ness i Hinum vammlausu og svo kom No Way Out rétt á eftir og tryggði Costner enn í sessi. Roger Donaldson leik- stýrir en mótleikararnir eru Gene Hackman og Sean Young. No Way Out er endurgerð myndarinnar The Big Clock frá 1948 og segir frá flotaforingja (Kostner) sem fenginn er til að rannsaka morð sem varnarmálaráðherrann (Hack- man) hefur framið, en látið er líta svo út sem flotaforinginn hafi unn- ið glæpinn. Nýjasta mynd John Sayles, eins athyglisverðasta óháða kvik- myndagerðarmanns Banda- ríkjanna, heitir Matewan og segir frá ofbeldisfullri kjarabaráttu kola- námumanna við yfirboðara sína. Sayles skrifar handritið og leikstýr- ir og fer sjálfur með lítið hlutverk í myndinni. Með aðalhlutverkin fara Chris Cooper, James Earl Jon- Mickey Rourke leikur (ra. es og Mary McDonnell (sjá annarsstaöar á síðunni). Nýjasta myndin hans Costa- Gavras er ekki pólitískur þriller heldur svört kómedía sem heitir Family Business og er með Johnny Hallyday, Fanny Ardant og Guy Marchand í aðalhlutverkum. Deadline heitir nýjasta myndin sem Christopher Walken leikur í en henni er leikstýrt af Nathaniel Gutman. Breski leikarinn Hywel Bennett, sem einu sinni var svo Albert Finney vandlega keflaður í mynd Alan J. Pakula, Munaðar- leysingjar. efnilegur en aldrei varð neitt úr, leikur á móti Walken, sem er frétta- maðurinn Don Stevens í einhverj- um styrjaldarátökunum. Enn ein Víetnam-myndin (gert er ráð fyrir a.m.k. fjórum frá Holly- wood á næsta ári) heitir Hamburg- er Hill og er leikstýrt af Bretanum John Irvin en handritið er eftir Jim Carabatsos. Leikararnir eru flestir óþekktir en myndin segir frá átök- um um Hamborgarahæðina sem kostaði marga Bandaríkjamenn lífið en hafði svo fjarska lítinn til- gang þegar allt kom til alls. John Irvin leikstýrði eins ólíkum mynd- um og DogsofWarog Turtle Diary áður en hann gerði þessa og ætlar næst að gera mynd eftir ókláraðri Raymond Chandler-sögu sem heitir The Springs og Philip Marlowe kvænist í. Á sínum tíma gerði hann heimildarmyndir um Víetnam-stríðið en ofbauð svo hryllingurinn að hann hætti því. John Sayles og kola- stríðin Matewan heitir nýjasta mynd John Sayles en sögusvið hennar er kolastríðin svokölluðu í Virginíu í Bandaríkjunum árið 1920 og ’21. Sayles skapaði verkalýðsmanninn Joe Kenehan sem reynir að sam- eina mislitan hóp kolanámuverka- manna í Virginíu í eitt félag en kolanámufyrirtækið ræður til sín sadískan hermann úr fyrri heims- styrjöldinni og liðsmenn hans til að koma í veg fyrir að félagið verði stofnað. Myndir um verkalýðsbaráttu eru ekki í tísku í Hollywood þessa dag- ana. „Mig langar alltaf til að fólk fari af bíómyndunum hugsandi um sitt eigið líf," segir Sayles og á við myndirnar sem hann bæði skrifar handrit að og leikstýrir. Hann býst ekki við alltof mörgum áhorfendum á Matewan vegna verkalýðs- þemans þótt hann segi að myndin sé í rauninni um „samtök" með litlu „s", ekki bara verkalýðssamtök. „Hvernig hópar fólk sig saman? Það gerir það sjaldan nema það eigi sér sameiginlegan óvin. Mynd- in er mikið um Bandaríkin og það sem þau áttu að vera og verkalýðs- hreyfinguna og það sem hún ekki varð. Matewan hefur í sér marga þætti vestrans," segir Sayles svo. „Hver verður drepinn og hver ekki? í vestrunum mundi Joe Kenehan taka upp byssuna sína og ganga frá vonda gæjanum — hinn klassíski Gary Cooper, maður- verður-að-gera-það-sem-maður- verður-að-gera. Ég nota svolítið vestraformið en Joe er friðarsinni og Joe tapar og það fær fólk til að hugsa um friðarsinna. Kannski hefði verið mikilvægara fyrir námu- mennina að skjóta á móti eða svertingjana að brenna borgirnar sínar á sjöunda áratugnum. Ég Bandaríkin: Metsölumyndirnar í sumar Lou Diamond Phillips og Elizabeth Pena í La Bamba, einni af 12 myndum sumarsins sem náði inn meira en 40 milljónum. Sumarið 1987 er metsumar í Hollywoodsögunni. Aldrei hafa komið eins miklir peningar í miða- sölukassana og núna eða alls um 1,6 milljaröur dollara. Það kom mönnum þó ekkert sérstaklega á óvart. ÞaA undarlega var hversu margar myndir höfðuðu til áhorf- enda. Sfðasta metár var 1984 en það voru aðeins fjórar myndir sem skutu þvf á toppinn: Ghost- busters, Indiana Jones and the Temple of Doom, The Karate Kid og Gremlins. „Þessar myndir voru eins og ryksugur,1* segir aðsóknarfræðingur Variey, Art Murphy. En þetta sumar voru unglingarnir ævintýragjarnari og, ef frá er talin Löggan f Beveriy Hills II, fóru ekki á sömu myndina aftur og aftur. Þeir sóttu frekar fleiri myndir svo núna munu eitt- hvað um 12 sumarmyndir taka inn 40 milljónir dollara eða meira. Löggan í Beverly Hills II er í fyrsta sæti með 150 milljónir það sem af er (hún hefði lent í þriðja sæti árið 1984). Þá koma Hinir vammlausu, einnig frá Paramount. Nornirnar í Eastwick eru í þriðja sæti en þá koma Predator, Drag- net, Robocop, The Living Day- lights, . Full Metai Jacket, La Bamba, Mjallhvít og dvergarnir sjö, Stakeout og Roxanne. (Stakeout var frumsýnd seint á sumrinu og ætti að ná þriðja sæti áður en yfir lýkur. Summer School, No Way Out og Dirty Dancing hafa nokkra möguleika á að ná yfir 40 milljóna markið.) Meira en helmingur myndanna þ.m.t. Hinir vammlausu, Nornirnar í Eastwick, Full Metal Jacket, La Bamba, Stakeout, Roxanne og No Way Out eru fyrir fulloröna eftir því sem þeir í Hollywood segja. Vinsældir þeirra benda því til þess að hægt sé að draga eldri áhorf- endur í bíó meira en áður en eldri áhorfendur samkvæmt Holly- woodkvarðanum er fólk yfir 25 ára. ( haust eru væntanlegar margar spennumyndir og melódrama fyrir fullorðna. Aðal unglingamvndin í ár var Innerspace sem Joe Dante leik- stýrir og segir frá ferðalögum Dennis Quaids í líkama Martin Shorts. Myndin sú hlaut góða dóma en tók þó aðeins 26 milljón- ir inn. Hún kostaði 27. Harry and the Hendersons, saga um Stórfót í úthverfafjölskyldu, tók inn 26 milljónir og fjórða myndin um mannætuhákarlinn, Jaws the Re- venge, náði inn 19 milljónum. Það var Amblinfyrirtæki Steven Spiel- bergs sem framleiddi Innerspace og „Harry" en svo virðist sem Spielbergtöfrarnir hafi dvínað lítil- lega. Menn höfðu nefnilega ætlað að Innerspace yrði í öðru sæti á eftir Löggunni að sumri loknu. Það gerði enginn ráð fyrir því að mynd- ir eins og Roxanne og Full Metal Jacket tækju framúr henni. Og þá eru það mistökin. Stærsti skellurinn var auðvitað gaman- myndin Ishtar frá Columbia, sem kostaði 50 milijónir og er með Dustin Hoffman og Warren Beatty í aðalhlutverkum. Myndin hrundi næstum strax og hún var sett í dreifingu. Madonnumyndin, Who’s That Girl, sýndi að vinsældir í ein- um miðli þurfa ekki að ná yfir í annan. Troðfullt var á tónleikum Madonnu í sumar en bíóhúsin með myndinni hennar voru mannlaus. Endursýning í sex borgum á Copp- olamyndinni, Heimsendir nú, var til lítils og þykir sýna að þegar mynd er komin á myndband á hún fáa lífdaga í bíói. Tri-Star átti hvern skellinn á fætur öðrum (The Squeeze, Monster Squad, Nadine og Amaz- ing Grace and Chuck). Sniðugasta leikinn lék Orion þegar það geymdi þrillerinn No Way Out með Kevin Costner í aðalhlutverki þar til eftir frumsýningu á Hinum vammlausu sem Costner fer einnig með aðal- hlutverkið í. Þegar Ijóst var að Costner hafði slegið í gegn sem Eliot Ness setti Orion sína mynd í dreifingu og uppskar ríkulega. Þá kom einnig í Ijós við uppgjör metsumarsins 1987 að Disneyfé- lagið stendur sig mjög vel í samkeppninni og setti fleiri myndir í dreifingu í sumar en nokkurt ann- að kvikmyndafyrirtæki eða sex, þ.m.t. Stakeout. H

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.