Morgunblaðið - 20.09.1987, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987
Spike Lee. Fyrsta mynd hans, Hún verður að fá’ða, er sýnd á
kvikmyndahátíð.
háa markmið er að gefa fjöldanum
nýja innsýn í líf litaðs fólks.
En á upptökustað gefur annan
Lee að líta. Sá fælir engan frá
með þótta eða rembingi. Hinsveg-
ar hugsandi, skipulagður og
persónan er þögul, einbeitir sér
að vandamáli líðandi stundar. Gef-
ur af og til fyrirskipanir og kann
því vel að vera ekki truflaður. Einn
vinur hans kallar hann „pott sem
er sífellt á suðumarki". Sú samlík-
ing virðist vel til fundin.
Á fyrsta tökudegi í Atlanta var
kvikmyndað í Spelman College,
kvennaskóla fyrir þeldökka, gegnt
Morehouse. Lee reytir af sér
brandara og drepur tímann á milli
þess sem hann prófar leikendur,
með háværri tónlist úr segul-
bandstæki. Hann kannast við
stúlku sem sækist eftir einu því
hlutverka sem Lee hefur geymt
efnilegum námsmönnum. „Fröken
Wannabe, fyrirmyndin," segir
hann stríðnislega. Orðið er stytt-
ing fyrir „wannabe white" og lýsir
öðrum hóp námsmanna í mynd-
inni, en söguþráðurinn snýst um
árekstrana á milli hinna velstæðu,
ljósleitu blökkumanna —
wannabees — og hinna fátækari,
dökklituðu, sem í handritinu eru
nefndir Jigaboos".
Morehouse og Spelman eru tveir
af hornsteinunum sem skapa
svörtu millistéttina sem aðrir
Bandaríkjamenn vita sáralítið um.
Þeldökkir sem vilja finna rétta
samlíkingu, kalla þá svarta Har-
vard og Radcliffe. Meðal náms-
manna sem útskrifast hafa má
nefna Martin Luther King jr., rit-
höfundinn Alice Walker og ekki
aðeins Spike Lee, heldur föður
hans og afa að auki.
Shelton Jackson Lee, uppnefnd-
ur Spike af móður sinni, fæddist
í Atlanta skömmu áður en fjöl-
skyldan fluttist til Brooklyn. Móðir
hans, sem dó 1977, kenndi list-
fræði og svarta bókmenntasögu,
faðir hans, Bill Lee, er jass-hljóm-
listarmaður og lagasmiður. Spike
hafði stundað illa gítar- og píanó-
tíma, en á öðru ári í Morehouse
kynntist hann öðru tóli — 8 mm
kvikmyndatökuvél.
„Við Morehouse," segir Lee,
„sem annars staðar í menningu
svartra, voru merki þess að svart-
ir fóru í manngreinarálit eftir
litarhætti þeirra. Ljósir á hörund
áttu mun auðveldar með að kom-
ast upp metorðastigann."
Jafnvel hugleiðingar um slíka
litarháttarmismunun er þrætuefni
og nýja myndin hans Lee er þegar
orðin tilefni kvartana. „Þetta er
einfaldlega ekki satt og hefur aldr-
ei verið satt,“ segir Hugh Gloster,
forseti Morehouse. „Ég sé engan
hér sem hefur áhuga á að vera
hvítur."
Lee telur að þrátt fyrir að mynd-
in hans ýki hlutina dálítið, þá sé
hún í höfuðatriðum sönn. Peninga-
fólkið er yfirleitt hörundsljóst. Það
á Porsche-ana, BMW-ana, svo ekki
sé minnst á fína hárið,“ segir hann
til útskýringar. „Hinir krakkarnir
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Ein af forvitnilegri myndum
Kvikmyndahátíðar í ár er
tvímælalaust frumraun Spikes
Lee, ungs bandarísks blökku-
manns. Nefnist hún She’s gotta
have It og var gerð fyrir smá-
aura en hefur engu að síður
tekið inn röskar sjö milljónir
dala. Og þar með var Lee orðinn
„heitur“ og er þessa dagana að
vinna að sinni annarri mynd,
munurinn er sá að nú er enginn
hörgull á þeim grænu og at-
vinnuveitandinn nú er Columbia
Pictures, Hollywood.
Sviðið er gömul sýningarhöll í
Atlanta sem búið er að breyta í
snyrtistofu Re Re með krossvið,
málningu og múr. Það er troðið
af dönsurum, kvikmyndagerðar-
fólki og leikstjóranum Lee, hitinn
af 140.000 watta lýsingu er að
kæfa þau þar sem þau eru að koma
saman upptökuatriði. Nú kemur
stutt pása og dansararnir þyrpast
út fyrir í svalara loft.
Lee gengur út líka, lágvaxinn
og renglulegur, svartklæddur með
Mets-húfu á höfði. Hann lítur í
kringum sig eftir áheyrendum,
finnur einn, gestkomandi. „Viss-
irðu að við vorum rekin af háskóla-
lóðinni?" segir hann, en skólinn
sem við er átt er Morehouse Coll-
ege, þaðan sem Lee útskrifaðist
og er aðaltökustaður annarrar
myndar hans sem fjallar um líf
nemenda við skóla sem einungis
telur litaða nemendur.
Hlutinir hafa ekki gengið nógu
vel fyrir sig, skólastjórinn frétti
af ljótum munnsöfnuði í myndinni
og sökum hræðslu við foreldra
nemendanna lét hann vísa kvik-
myndatökufólkinu af svæðinu.
Þetta neikvæða viðmót gerði það
að verkum að Lee hefur ákveðið
að frumsýna myndina í hinni
fijálslyndu New York-borg, frekar
en Atlanta, eins og upphaflega
stóð til. — „Hér er valdamikið fólk
sem óskar þess að við hefðum aldr-
ei komið."
Það er Spike Lee sem talar, með
andúð á yfirvöldum, haldinn du-
litlu ofsóknarbrjálæði, sólginn. Er
hann útskrifaðist úr fyrsta bekk
gerði hann skopstælingu af því
sígilda meistaraverki The Birth of
a Nation. Og með fyrstu mynd
sinni, She’s gotta have It, sem
hann leikstýrði, skrifaði, fram-
leiddi og lék í, varð hann sannkall-
að undur og stórmerki. Myndin var
saga negrastúlku sem finnur enga
þörf hjá sér að gera upp á milli
elskhuga sinna þriggja. „Hún,“
segir Lee, „lifði lífi sínu eins og
karlmaður." Lee lék Mars Black-
mon, götustrák sem kjaftaði sig
uppí til hennar og stal hverju atrið-
inu á fætur öðru. Myndin, sem var
gerð 1985 fyrir minna en 175
þúsund dali tók inn röskar 7 millj-
ónir! Fyrir sjálfstæðan smámynda-
framleiðanda var þetta merkilegur
árangur, fyrir svartan sjálfstæðan
smámyndaframleiðanda myndar
um svart fólk eingöngu, var þetta
undraverður viðburður.
Allar götur síðan hefur Lee ver-
ið tengiliður svartrar menningar.
Stevie Wonder samdi lag fyrir
nýjustu mynd hans, Jesse Jackson
bað fyrir velgengni hennar á töku-
staðnum. Hinir snyrtilegu nem-
endur við Morehouse-skólann tóku
hann í hetjutölu og grátbændu um
eiginhandaráritun.
Þrátt fyrir aðeins 30 aldursár
nýtur Lee meiri virðingar og frels-
is en velflestir kvikmyndagerðar-
menn á hans aldri. „Ég álít hann,
gleymdu svörtu og hvítu, einn
frumlegastan kvikmyndagerðar-
manna í dag,“ segir David Picker,
forstjóri Columbia Pictures. Nú-
verandi viðfangsefni Lees, sem
Columbia hyggst dreifa í febrúar
að ári, er tónlistarmynd sem heitir
School Daze, orðaleikjarlegu
nafni. Fjármagnskostnaður henn-
ar eru 6 milljónir dala, lítið á
Hollywood-mælikvarða, en þijátíu
og sexfalt meira en Lee hafði áður
úr að moða.
Gagnvart áheyrendum og
fréttaspyrlum er Lee kreddufast-
ur, líflegur, dýrlega orðheppinn.
Hann skammast yfir þeldökkum
dægurhetjum sem „hafa siðspill-
andi litblöndunar viðhorf. Sam-
kvæmt Lee „gera þær allt til að
komast á forsíðu Rolling Stone:
það er þá sem þú byrjar að sjá
einkennin — nefaðgerðirnar, pét-
urssporin, bláu og grænu augn-
linsurnar."
Hann segir kvikmyndastofnun-
um til syndanna, ásakar þær fyrir
að gera innantómar, villandi
myndir um svart þjóðfélag. „Ég
er leiður á skilgreiningum fólks
sem ekkert veit um okkur." Hans
Atriði úr nýjustu mynd Lee, School Daze.
SPIKE LEE
ER AÐ NÁ’ÐÍ
fiskútflutningur:
ÞJÓNUSTU MIDSTOD
SJÁVARÚTVEGSINS.
Gódan daginn!
TJöfðar til
X X fólks í öllum
starfsgreinum!
Ekki HENDA
hundrað þúsund krónum
Sól gos - meiriháttar gos
KVENSKOR
m.a. í no. 42 til 44
í ótrúlegu
úrvali
Kuldaskór, spariskór,
götuskór, töflur og leð-
urstígvél. T.d. eru 150
gerðir til í no. 42.
Domus Medica.
s: 18519.