Morgunblaðið - 20.09.1987, Side 48
48 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987
fÓIR í
fréttum
Jónas galdur og
gúmmístúlkan
Systkinin Jónas Gunnhallsson og
Guðrón Gunnhallsdóttir gera
það gott úti í Svíþjóð þessa dag-
ana, þar sem þau sýna galdrabrögð
og akróbatik. Þau fóru í námskeið
fyrir tveimur árum í sirkusskóla í
Malmö, þar sem Jónas lærði töfra-
brögð, en Guðrún lærði akróbatik,
eða það sem sænskir kalla „gúmmí-
manneskju". Þau hafa síðan sýnt
listir sínar í tvö ár með ferðasirkus
Lillebil Rhodin, en auk þess hafa
þau sýnt í almenningsgörðum og á
hátíðarsamkomum. Þau komu m.a.
fram á jólahátíð íslendingafélagsins
í Malmö.
Þau systkinin hafa tekið upp
listamannsnöfnin „Jónas Galdur"
og „Ungfrú Júlíana", og hefur
þeirra verið getið í sænskum blöð-
um, og þeim verið hrósað. Stóra-
systir þeirra, Unnur Lóa, aðstoðar
þau „Jónas Galdur" og „Ungfrú
Júlíönu" á sýningum, og sér um
fjármálin, þannig að þarna er kom-
inn vísir að íslenskum fjölskyldus-
irkus; en Jónas er aðeins 15 ára,
og Guðrún 14 ára, þannig að þau
eru til alls vís í framtíðinni. Við hér
Prestar á páfamessu í New Orleans draga plastdúk yfir höfuð sér. Þeim hefði verið nær að trúa að-
eins meira.
Stöðvaði páfinn
rigningnna?
Jóhannes Páll páfí II er nú á
ferð um Bandaríkin, eins og
varla hefur farið fram hjá neinum.
Hann kom m.a. við í borginni New
Orleans, þar sem hann hélt ræður
og tók þátt í hátíðarhöldum. Það
bar til tíðinda á útimessu sem páfí
hélt, að það var ausandi rigning,
og klerkar og aðrir sem á páfann
vildu hlýða tóku það til bragðs að
draga plastdúk yfír sig. En viti
menn, um leið og páfí steig í pontu
lokuðust flóðgáttir himinsins, og
réttlátir sem ranglátir gátu hlustað
á boðskap hans heilagleika án þess
að vökna.
Erkibiskupinn í New Orleans setur fjaðraskúf á höfuð páfa, áður
en hann ávarpar ungmennasamkomu þar í borg.
„Gúmmístúlkan" Guðrún beygir sig og nær í blóm með tönnunum.
á Fólki í fréttum vonum að þessi hvemtíma við héma á íslandi, og
hæfíleikaríku systkini komi ein- sýni þá landanum listir sýnar.
Sean gefur Ijósmyndurum bendingar um að hann kæri sig ekki
um návist þeirra, rétt eftir að hann kvæntist Madonnu í fyrra.
Sean Penn
lausúrfangelsi
Honum Sean Penn var sleppt
úr fangelsi í Los Angeles nú
á fímmtudaginn, en þar hafði
hann fengið að dúsa í 32 daga.
Sean, sem er frægur leikari - en
ennþá frægari samt fyrir að vera
maðurinn hennar Madonnu - var
dæmdur í tveggja mánaða fang-
elsi fyrir að lemja samleikara sinn,
sem hafði gerst svo djarfur að
ætla að taka ljósmynd af honum
í vinnunni. En þó að Sean sé hinn
mesti skaphundur, þá lamdi hann
engan í fangelsinu, og fékk því
að sleppa út fyrir góða hegðun á
undan áætlun. Það var svo sem
kannski eins gott fyrir hann að
vera ekkert að abbast upp á sam-
fanga sína, því í sýslufangelsinu
í Los Angeles munu vera fleiri
fangar dæmdir fyrir ofbeldisbrot
en í nokkru öðru fangelsi í Banda-
ríkjunum.
Sean hefur löngum verið illa
við ljósmyndara, og hann hefur
oft látið skapið hlaupa með sig í
gönur þegar honum hefur þótt
aðsúgur þeirra stefna úr hófí
fram. Það er þó vonandi að Sean
láti af þeim ósið að lemja ljós-
myndara fljótlega, því þetta getur
farið að standa honum fyrir þrif-
um í starfí. Sean þurfti að taka
sér hlé frá töku nýjustu myndar-
innar sinnar, sem á að heita
„Colours", til að fullnægja kröfum
réttvísinnar, en í þeirri mynd leik-
ur Sean, af öllum hlutverkum,
lögregluþjón.