Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987
B 49
Amorgun,
mánudag,
verða liðin 30
ár síðan Ólafur
Noregskon-
ungur tók við
norsku krún-
unni, og verður
mikið um dýrð-
ir hjá frændum
vorum af því
tilefni, eins og
nærri má geta.
Ólafur er orð-
inn 84 ára
gamall, en er
ótrúlega em;
og lætur hann
sér ekki nægja
að rækja emb-
ættisverk sín
með sóma,
Hér er kónginum færður blómvöndur út í skútu sina
á 84 ára afmælinu hans nú fyrr i sumar.
Þrjátíu ára
valdaafmæli
heldur stundar líka íþróttir af kappi.
Ólafur er einstaklega ástsæll meðal
þegna sinna, sem kalla hann „al-
þýðukonunginn“, enda hefur hann
gert sér far um að heimsækja hvem
krók og kima í Noregi til að kynn-
ast sem best landi sínu og þjóð.
Ólafur er þó ekki fæddur Norð-
maður; hann er sonur danska
prinsins Karls - sem var dubbaður
upp sem Hákon Noregskonungur
árið 1905 - og ensku prinsessunnar
Maud, sem var dóttir Játvarðar VTI
Englandskonungs. Hann er fæddur
í Englandi, en fluttist með foreld-
mm sínum til Noregs, aðeins
tveggja ára gamall, og var allt gert
til þess að Ólafur litli yrði sem
„norskastur"; hann var settur á
gönguskíði á unga aldri, og mamma
hans vandi sig af því að kalla strák-
inn Alexander til að hann sætti sig
við hið þjóðlega nafn Ólafur, sem
honum var gefíð þegar ljóst varð
að þann yrði ríkisarfí.
Ólafur krónprins kvæntist
frænku sinni, sænsku prinsessunni
Mörthu, og átti með henni þijú
böm; Ragnhildi, sem er fædd 1930,
Ástríði, fædd 1932, og krónprinsinn
Harald, sem kom í heiminn árið
1937. Martha lifði það aldrei að
verða drottning, því hún lést úr lifr-
arsjúkdómi árið 1954, aðeins 53 ára
að aldri.
Ólafur varð konungur þann 21.
september 1957, þegar Hákon faðir
hans lést. Eins og áður sagði hefur
Ólafi þótt famast einstaklega vel á
valdastóli, og hann verið elskaður,
virtur og dáður af allri alþýðu
manna. Hann hefur verið einstak-
lega duglegur við að ferðast, bæði
um sitt eigið land, og út fyrir land-
steinana, enda kalla Norðmenn
konunginn „besta sendiherra Nor-
egs“. Hann hefur margoft sótt heim
ættingja sína meðal evrópsks
kóngafólks, og hann hefur farið
fjóram sinnum vestur um haf og
heimsótt slóðir norskra innflytjenda
í Ameríku.
Það er ekki hægt að minnast á
Ólaf án þess að geta íþróttaáhuga
hans, en hann er mikill göngumað-
ur og skíðamaður. Einkum á þó
siglingaíþróttin hug hans allan, en
kóngurinn hélt upp á 84 ára af-
mælið sitt nýlega með því að að
sigla skútu sinni um Oslóarfjörð.
Slíkt leika ekki margir jafnaldrar
hans eftir, og sýnir það kannski
betur en annað hve sprækur Ólafur
er; og það er allt eins líklegt að
hann haldi áfram að ríkja um mörg
ókomin ár.
Síðasta op-
inbera
myndin sem
tekin var af
Ólafi krón-
prins og
Mörthu
krónprins- Ólafur konungur sést hér með náfrænku sinni, Elisa-
essu saman.—betu Englandsdrottuingu;-------------:------:-----
Verkfræðideild Háskóla íslands:
TÍU ERINDIUM UMHVERFISMÁL
í VERKFRÆÐIDEILD Háskóla ís-
lands verða á næstu vikum flutt tiu
erindi um umhverfismál. Erindin
eru fyrir nemendur í deildinni, en
aðgangur er öllum fijáls, einnig
þeim sem ekki eru nemendur í
Háskólanum. Umsjón með nám-
skeiðinu hefur Einar B. Pálsson
prófessor.
Erindin verða flutt á mánudögum
kl. 17.15 I stofú 158 í húsi verk-
fræðideildar Hjarðarhaga 6. Þau eru
fyrirhuguð:
21. septemben Unnsteinn Stefáns-
son prófessor í haffræði: Sjórinn sem
umhverfí.
28. september: Ingvi Þorsteinsson
MS, Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins: Eyðing gróðurs og endurheimt
landgæða.
5. október: Þorleifur Einarsson pró-
fessor í jarðfræði: Jarðrask við
mannvirkj agerð.
12. októben Agnar Ingólfsson pró-
fessor í vistfræði: Ýmis undirstöðuat-
riði í vistfræði.
19. október: Amþór Garðarsson
prófessor í líffræði: Rannsóknir á
röskun lífríkis.
26. október: Ólafur K. Pálsson
fiskifræðingur, Hafrannsóknastofn-
un: Auðlindir sjávar og nýting þeirra.
2. nóvember: Jakob Bjömsson
verkfræðingur, orkumálastjóri: Orku-
mál og umhverfí.
9. nóvemben Eyþór Einarsson
grasafræðingur, formaður Náttúru-
vemdarráðs: Náttúruvemd í fram-
kvæmd
16. nóvember: Vilhjálmur Lúðvíks-
son verkfræðingur, framkvæmda-
stjóri Rannsóknarráðs rfkisins:
Verkfræðilegaráætlanirogvalkostir. .
23. nóvemben Einar B. Pálsson
verkfræðingun Matsatriði, m.a. nátt-
úrufegurð.
í hina veglegu
sýningarstúku okkar
’/V-l
Stýribúnaöur
fyrir kælikerfi
Drif- og stjórnbúnaður
fyrir vökvakerfi
Dælur
Stord Bartz a-
Fiskimjölsverksmiðjur
§ HVDRHUIIK
Lágþrýstispilkerfi
og stjórnbúnaður
Vélsmiðjan
HÉÐINN
Nýsmíði
og viðgerðaþjónusta
m.
S0NDERGAARD
Drif- og stjórnbúnaður
fyrir vökvakerfi
Rartek Höganas
Gólf- og veggflísar fyrir fiskiðnað