Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 2
2 B jBnrgunbtnÍiib /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 13. OKIÓBER 1987 KNATTSPYRNA Fer Sævar Jóns- son til Frakklands? Fyrstu deildarliðið Niort hefur sýnt honum áhuga SÆVAR Jonsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, hefur fengið óformlegt tilboð frá franska 1. deildarliðinu Niort. Niort kom upp úr 2. deild í fyrra en er nú í 3. til 4. sæti í frönsku 1. deildinni. Sævar er nú staddur í Tékkósló- vakíu þar sem hann mun leika með U-21 árs liðinu gegn Tékkum á morgun, miðvikudag. Hann mun síðan fara til Belgíu eftir leikinn og dvelja þar í 10 daga, eða fram að A-landsleiknum gegn Sovét- mönnum, og mun að öllum líkindum fara yfír til Frakklands og skoða aðstæður hjá Niort. KA hefur einnig sýnt áhuga á að fá Sævar sem spiiandi þjálfara næsta sumar. Sævar hefur hins vegar beðið með að gefa KA svar því hann hefur meiri áhuga á að fara í atvinnumennskuna erlendis. Halldór með Þór Halldór Áskelsson, knatt- spymumaðurinn snjalli úr Þór á Akureyri, hefur ákveðið að leika áfram með félaginu næsta sumar. Forráðamenn Moss, sem varð norskur meistari um helgina, höfðu sýnt áhuga á að fá Halldór í sínar ÓLAFUR Jóhannesson og Helgi Ragnarsson voru um helgina ráðnir þjálfarar knattspyrnu- liðs FH, sem leikur í 2. deildinni næsta sumar. eir hafa báðir starfað hjá FH áður. Ólafur þjálfaði og lék með liðinu sumarið 1986 og Helgi og hafði hann ákveðið að fara utan og kanna aðstæður hjá félaginu, en er nú hættur við það. íslensk lið höfðu einnig mikinn áhuga á að fá Halldór til sín, en ekkert verður úr því að hann skipti um félag, eins og lengi leit út fyrir. var aðstoðarmaður Inga Bjöms Al- bertssonar, er liðið lék vann 2. deild 1984. Þá hafa þeir báðir þjálfað víða annars staðar sem þjálfarar. Síðastliðið sumar var Ólafur í her- búðum Valsmanna, lék þá fímm leikn' 1. deildinni, en Helgi var þjálf- ari Isfírðinga í 2. deild. Þetta eru eflaust mikil gleðitíðindi fyrir Þórsara, því Halldór hefur verið besti maður liðsins að undanf- ömu. Hann var á dögunum útnefnd- ur Knattspymumaður Akureyrar árið 1987 og tók við styttunni fögru sem nafnbótinni fylgir í gærkvöldi. KNATTSPYRNA Guðbjöm í þriggja Evrópu- leikja- bann Guðbjöm Tryggvason, leikmað- ur Akraness-liðsins, var um helgina dæmdur í þriggja leikja bann frá Evrópukeppni félagsliða. Á sama tíma var Pétur Amþórsson, Fram, dæmdur í eihs leiks bann með Á-landsliðinu. Guðbjöm hlaut sinn dóm vegna brottreksturs í leik ÍA gegn sænska liðinu Kalmar FF á Akranesi á dög- unum. Það kemur á óvart hve dómurinn er strangur vegna þess að brottreksturinn þótti á sínum tíma ákfalega umdeildur; fáránleg- ur að margra dómi. En dómarinn hefur greinilega verið á öðm máli og sent inn harðorða skýrslu um atvikið. Pétur fékk hins vegar eins leiks bann vegna brottreksturs í lands- leiknum gegn Norðmönnum í Osló á dögunum. Ólafur Jóhannesson. Halgi Ragnarsson. Helgi og Ólaf- ur þjálfa FH KNATTSPYRNA Gunnar Oddsson, sem hér sést! baráttu við Valsmennina Njál Eiðsson og Jón Grétar Jónsson í sumar, hefur ákveðið að ganga í raðir KR-inga. Gunnar Odds- sonfertilKR GUNNAR Oddsson, sem var fyrirliði Keflavíkurliðsins í knattspyrnu í mest allt sum- ar, hefur ákveðið að ganga til liðs við KR-inga. unnar er 22 ára að aldri, en þrátt fyrir ungan aldur var hann fyrirliði ÍBK-liðsins framan af sumri, allt þar til Frank Upton tók við stjóminni. Gunnar er mjög sterkur miðvallarleikmaður og á örugglega eftir að styrkja lið KR. Missir Keflvíkinga er að sami skapi mikill, því Gunnar er góður leikmaður og var einn lykilmanna liðsins. Hann lék alla 18 leiki Keflavíkur- liðsins í 1. deildinni í sumar og hefur samanlagt spilað 55 leiki í deildinni. í þeim hefur hann skor- að alls 7 mörk, þar af 3 í sumar. Gunnar hefur á tvo landsleiki að baki, báða með U-21 árs landslið- inu. SPURT ER / Hvaða lið verður íslandsmeistari í 1. deild karla í handknattleik? Þorgils Ó. Mathiesen „Ég spái að það verði Valur eða Víkingur. Valsmenn eru komnir með góða breidd - jafnvægi í sókn og vöm og hafa góðan markvörð. FH verður svo einnig með í toppbarátt- unni. Þór og ÍR fara að öllum líkindum beint niður í 2. deild aftur." Gísli Felix Bjarnason „Valur og Víkingur koma til með að beijast um titil- inn. FH gæti þó sett strik í reikninginn. Það er erfítt að spá um fallið. Ég held þó að það verði KR, ÍR og Þór sem komi til með að beijast um að halda sér í deildinni. Vonandi verður það ekki KR sem fellur." Guðmundur Þórðarson „Ég spái því að Víkingur verði Islandsmeistari. Þeir eru með sterkasta liðið. Valsmenn hafa verið að sækja sig og ég held að þeir komi fast á eftir. Ég vill engum svo illt að falla. Við í ÍR stefnum á að halda okkur í deildinni þó svo að flestir spái okkur falli." Guðmundur Guðmunds. „Það verða sennilega Valur og FH sem koma til með að beijast um titilinn og vonandi verðum við Víkingar þar nærri. Stjam- an gæti líka blandað sér í baráttuna. Það verður er- fítt hjá ÍR og Þór að halda sér í deildinni, en ég vill þó ekki spáþeim falli." Jón Þórir Jónsson ,Ég held að Víkingar vinni íslandsmótið. Þeir eru með sterkasta og reynslumesta liðið og fljóta á því. Breiða- blik og FH koma fast á eftir, síðan koma Stjaman, Valur, KA, KR og Fram. Það kemur í hlut IR-inga og Þórsara að falla niður í 2. deild aftur." , VW'i Skúli Gunn- steinssonn „Valur, Víkingur og FH hafa bestu liðunum á að skipa og verður eitt þeirra íslandsmeistari. Ég þori ekki að spá um hvert þeirra hlýturtitilinn. Þórsarar koma til með að falla í 2. deild, en ég þori ekki að spá um hvaða lið fylgir þeim þangað."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.