Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 4
4 B 3BorflunÞIaÍ>ii> /ÍÞRÓTTIR ÞRJÐJUDAGUR 13 OKTÓBER 1987 KNATTSPYRNA / AGAMÁL Aganefnd UEFA sektar íslensk lið ífyrsta sinn: Formaður aganefndar vildi loka Laugardalsvellinum! Valsmenn ósáttir við dóminn og ætla að fara fram á leiðréttingu „VIÐ höfum ekki fengið þetta mál í hendurnar og ég get því ekki tekið afstöðu til þess að svo stöddu, en engar dósir eru seldar á Laugardalsvelli og hvað þær varðar erum við ekki ábyrgir. Hins vegar má vel vera að ýmsu sé ábótavant varðandi öryggismál vallarins og þau atriði verða gaumgæfilega skoðuð. Við höfum verið bless- unarlega lausir við „vanda- lisma", en þetta atvik kallar á aðgerðir, sem ekki hefur áður þurft að taka. Við höfum verið með einn öruggasta völl í Evr- ópu og viljum halda því áfram, en ég á ekki von á að við verð- um með lögreglu til að leita á fólki á leikjum í framtíðinni," sagði Júlíus Hafstein, formaður íþróttaráðs Reykjavíkur, í sam- tali við Morgunblaðið í gær, aðspurður um sekt þá er 1. deildar lið Vals fékk á fundi aganefndar Knattspyrnusam- bands Evrópu um helgina. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á sunnudaginn sektaði aganefnd UEFA Val fyrir ósæmi- lega hegðun áhorfenda eftir seinni leik liðsins gegn Wismut Aue frá Austur-Þýskalandi. Áhorfendur köstuðu dósum ofan úr stúku Laug- ardalsvallar og lenti ein þeirra á leikmanni Wismut Aue. Dómari leiksins sá atvikið og gaf skýrslu eins og vera ber til aganefndar UEFA sem og eftirlitsmaður leiks- ins. Fyrir þetta voru Valsmenn sektaðir um fímm þúsund sviss- neskra franka, en auk þess var þeim gert að greiða tvö þúsund svissneskra franka vegna fjögurra gulra spjalda í fyrri leiknum. Sam- tals var sektin því um 180 þúsund íslenskra króna. ÍA fékk einnig tvö þúsund franka sekt vegna fjögurra gulra spjalda í fyrri leiknum gegn Kalmar eða um fímmtíu og tvö þúsund íslenskra króna. Fyrsta sekt íslenskra llða Aganefnd UEFA hefur aldrei fyrr sektað íslensk lið. Á fyrmefndum fundi nefndarinnar voru 26 mál vegna leikja í 1. umferð Evrópu- mótanna í knattspymu á dagskrá. Ellert B. Schram, formaður KSÍ, á sæti í nefndinni og sat fundinn. „Eg átti engan þátt í ákvarðanatöku varðandi íslensku liðin. í nefndinni eru níu menn og þegar mál, sem tengist þjóð viðkomandi nefndar- manns, er tekið fyrir, víkur hann af fundi og það gerði ég að sjálf- sögðu í máli Vals. Hvað tvö þúsund franka sekt Vals og ÍA varðar, þá fá lið þá sekt sjálfkrafa vegna fjög- urra gulra spjalda í leik,“ sagði Ellert. Vamarlauslr „Við erum vamarlausir í sambandi við þessar dósir en sektin er mjög há og ein sú mesta miðað við áhorf- endafjölda," sagði Eggert Magnús- son, formaður knattspymudeildar Vals. í þessu sambandi má nefna að Napólí fékk tíu sinnum hærri sekt eða 50 þúsund svissneskra franka fyrir svipað atvik er gerðist skömmu fyrir leikslok í leik liðsins gegn Real Madríd, en áhorfendur vom um 50 þúsund fleiri. „Formaður nefndarinnar lagði til vegna þessa máls að Laugardals- ;:' fBjBgSL - L i. * ~ Í ; -fmm Wk '^«01 Morgunblaðiö/Bjarni Eiríksson Dýrt dósakast Það reyndist dýrt kast, er einn áhorfenda á Laugardalsvelli kastaði dós í höfuð eins austur-þýska leikmannsins. Hann gengur hér til búningsklefa síns eftir atvikið. ÞaA hefur komið fyrir að hættuleg- um hlutum hafí verið kastað inn á völl hér á landi þó ekki hafi hlotið meiðsli af því ennþá. Hér er Sveinn Sveinsson, línuvörður, með flösku sem kastað var inn á Akureyrarvöll fyrir nokkrum árum í leik Þórs og Vals. Flaskan sú lenti mjög nálægt Sveini, sem var þó heppinn í það sinn. Von- andi gerast slík atvik ekki aftur, menn hljóta að skilja hve alvarlegt þetta er, eftir að Valur var dæmdur til að greiða sekt. vellinum yrði lokað. Það sýnir að mjög hart getur verið tekið á brot- um hjá aganefnd UEFA. Mörg lið fengu háar sektir, en þetta sýnir að við verðum að vera betur á verði. Valsmenn lentu í þessu núna, en hvaða lið hefði getað lent í svona máli hvenær sem er,“ sagði Ellert. En Valsmenn eru einnig ósáttir út í gulu spjöldin, sem þeir fengu úti og voru sektaðir fyrir. „Það er al- veg út í hött að hafa eftirlitsmann frá sama landi og leikið er í. Eg er ekki að ásaka eftirlitsmann KSI, er gerði það óaðfinnanlega, sem honum bar skylda til, en við fundum fyrir öðru úti. Við fórum í þessa keppni með því hugarfari að kom- ast áfram, en Austur-þjóðveijamir, sem voru með sinn eftirlitsmann, ætluðu sér það einnig og beittu ólík- legustu brögðum. Þeir færðu sovéska dómaratríóinu gjafír fyrir leikinn svo dæmi sé nefnt og greini- legt var að þær höfðu tilætluð áhrif. Gulu spjöldin voru flest út í hött og þó við höfum mótmælt ýmsu fyrir leik, hlustaði eftirlits- maðurinn ekki á það. Svona er Evrópuboltinn og við höfum lært mikið, en við ætlum að taka málið saman, senda UEFA skýrslu og fara fram á leiðréttingu," sagði Eggert. Að sögn Ellerts hefur KSÍ oft þurft að tilnefna eftirlitsmenn og aldrei hafí orðið nein vandamál þess vegna. „Eftirlitsmaður verður að gefa skýrslu um það sem gerist og greinir hlutlaust frá því. En Vals- menn geta áfrýjað til æðra dðms- stigs UEFA og farið fram á lækkun sektarinnar," sagði Ellert. KNATTSPYRNA / UEFA—SEKTIRNAR Eftirtöld félög voru á laugardaginn dæmd til að greiða sektir, eða refsað á annan hátt, eftir fyrstu umferð Evrópukeppninnar í knatt- spymu: OFI Krít, Grikklandi var gert að leika heimaleik sinn í næstu umferð, gegn Ataianta frá Ítalíu, minnst 300 km. frá heimavellinum vegna óláta áhangenda á Krít í viðureigninni við Vitocha frá Búlg- aríu. Þá var ýmsum hlutum hent inn á völlinn og lenti flaska í höfði annars línuvarðarins. OFI tekur þátt í keppni bikarhafa. Grasshopppers, Sviss var gert að leika næsta heimaleik sinn í Evrópukeppninni í minnst 150 km. ijarlægð frá heimavelli sínum. Á leiknum gegn Dynamó frá Moskvu í fyrstu umferðinni var alls kyns drasli hent inn á völlinn, aðsúgur gerður að dómaranum og hrækt var á hann í leikhléi. Grasshoppers tapaði samanlagt 5:0. Þessi tvö félög voru þau einu sem fá ekki að leika næsta leik á heimavellj, en eftirtalin lið þurfa að greiða sektir: Napóli, Ítalíu tæplega 1,3 milljón ísl. króna fyrir slæma hegðun áhorfenda á leiknum gegn Real Madrid. Barcelona, Spáni rúmlega 600.000 þúsund krónur fyrir slæma hegðum leikmanna gegn Belenenses frá Portúgal. Espanol, Spáni 260.000 krónur fyrir ólæti áhorfenda á leiknum gegn Borussa Mönchengladbach. Real Sociedad, Spáni 210.000 krónur vegna þess að áhorfendur hentu ýmis konar hlutum inn á völlinn gegn Slask Wroclaw frá PóllandL Valur, íslandi 180.000 krónur fyrir fjögur gul spjöld og slæma hegðan eftir leikinn á Laugardalsvelli. Panathinaikos, Grikklandi 130.000 krónur vegna þess að reyk- sprengjum var kastað inn á völlinn gegn Auxerre. Dinamo Búkarest, Rúmeniu rúmar 80.000 krónur vegna þess að tveir fulltrúar liðsins af varamannbekk komu inn á völlinn í leyfís- leysi í leiknum gegn Mechelen. Hajduk Split, Jugóslavíu rúmar 80.000 krónur fyrir slælega fram- kvæmd við leikinn gegn Álaborg. Katowice, Póllandi rúmar 80.000 krónur fyrir slælega framkvæmd við leik gegn Sportul Búkarest. Anderlect, Belgiu var einnig sektað.í leiðinni um260.000 krónur þar sem forráðamenn félagsins gáfu ekki Adri van Tiggelen lausan til að leika með landsliði Hollands gegn Grikklandi í Evrópukeppn- inni í mars síðastliðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.