Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 6
6 B HtorflimMaMb /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 HANDKNATTLEIKUR / VESTUR—ÞÝSKALAND Enn stóðu íslensku leikmennirnir sig mjög vel: Kristján siglir hraðbyri að meistaratign með liði sínu Alfreð Gíslason frábær og skoraði öll mörk Essen fyrstu 42 mínúturnar, níu talsins! ENN einu sinni stóðu íslend- ingarnir í vestur þýska hand- boltanum sig mjög vel. Um helgina skoraði Alfreð Gísla- son 9 mörk fyrir Essen, Sigurð- ur Sveinsson 8 fyrir Lemgo, Kristján Arason 6 fyrir Gum- mersbach og Páll Olafsson 2 fyrir Dtisseldorf. Páll lék ekki mikið með vegna meiðsla, stóð sig þó vel þann tíma sem hann var inni á og skoraði m.a. jöfn- unarmark liðs síns í lokin er það mætti Sigurði Sveinssyni og félögum í Lemgo á útivelli. íslensku strákarnir skoruðu því samtals 26 mörk í leikjum helg- arinnar. Frá Jóhannilnga Gunnarssyni ÍÞýskalandi Essen laut í lægra haldi fyrir Dormagen á útivelli. Leikurinn var mjög framan af, en lokatölur urðu 18:16. Þetta var mikill bar- áttuleikur. Staðan var 6:6 um tíma í fyrri hálfleik en Dormagen gerði þijú síðustu mörkin og leiddi 9:6 í hálfleik. Leikurinn var svo jafn í lokin, tölur eins og 15:15, 16:15, 16:16 og 17:16. Þá reyndi Essen að leika maður gegn manni, en boltinn náðist ekki og Dormagen skoraði sitt 18. mark á síðustu sekúndunni. Hjá þeim var Vukoje markahæstur með 8/5 mörk. Alfreð skorað öll mörk Essen fyrstu 42 mínútumarl Eini leikmaður Essen sem lék vel í sókninni var Alfreð Gíslason. Hann skoraði öll mörkin sex í fyrri hálf- leik — og gerði reyndar öll mörk Essen-liðsins í leiknum fyrstu 42 mínútumar. Þá hafði hann skoraði þau níu mörk sem hann gerði í leiknum. Þrátt fyrir að Alfreðs væri gætt vel lék hann stórkost- lega, skoraði glæsileg mörk með uppstökkum eða af gólfinu, átti fallegar línusendingar og var einnig eins og klettur í vöminni að venju. Þetta er sennilega einn besti leikur Alfreð með Essen-liðinu frá upp- hafí. Hann gerði þijú markanna úr vítakasti. Slgurður Svelnsson var bestur í liði Lemgo eins og venjulega. í ham fslensku strákamir í vestur-þýsku 1. deildinni í handknattleik hafa allir staðið sig mjög vel það sem af er hausti. Kristján Arason á myndinni að ofan stefnir hraðbyri að meistaratign með Gummersbach, Alfreð Gfslason fer á kostum í hveijum leiknum á fætur öðrum með Essen og þrátt fyrir meiðsli hefur Páll Ólafsson leikið vel með Dusseldorf. Kristján góður Gummersbach vann sannfærandi gegn Göppingen, 24:18 (10:7). Þetta var sjötti sigur liðsins í jafn mörgum leikjum og siglir það nú hraðbyri að meistaratign. í byijun seinni hálfleiks gerði Gummersbach út um leikinn, náði þá sjö marka forskoti. Krokowski var marka- hæstur með 7, en ekki síðri voru Rudiger Neitzel og Kristján Arason, en þeir skoruðu báðir 6 mörk. Landsliðsmarkvörðurinn Thiel var frábær hjá Gummersbach, varði 20 skot. Lemgo tapaðl fyrsta stiginu á heimavelli Gömlu félagamir úr Þrótti, Sigurð- ur Sveinsson og Páll Ólafsson, mættust er Lemgo og Diisseldorf léku á heimavelli þeirra fyrmefndu. Leiknum lauk með jafntefli, 17:17, og var þetta fyrsta stigið sem Lemgo tapar heima. Staðan var 10:10 í hálfleik. Ratka var marka- hæstur hjá Dusseldorf með 9 mörk. Liðið leiddi lengi vel, en jafnteflið var ekki ósanngjamt. Siggi var að venju bestur í sínu liði og skoraði 8 mörk. Páll skoraði 2 sem fyrr segir. Af öðrum leikjum ná nefna að Grosswalstadt sigraði Schwabing 26:23 og Hofweier lagði Wallau Massenheim 22:18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.