Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 5
jHoraunblatiih /IÞROTTIR ÞRIDJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 B 5 KJAFTSHÖGG Lögregluvernd Erlendis hafa bæöi leikmenn og dómarar þurft að yfirgefa leikvöllinn í fylgd lögreglu. Ástandið er ekki orðið svo slæmt á islandi, en verði ekkert að gert í öryggismálum má gera ráð fyrir öllu. Það er alvarlegt mál, þegar íslenskt lið er sektað vegna framkomu áhorfenda. Upphæð sektarinnar skiptir þar ekki öllu máli heldur fyrst og fremst verknaðurinn, sem veldur henni. Eftir harmleikinn í Briissel 1985 voru öryggisreglur alls staðar hertar, einnig á íslandi. En gamla viðkvæðið, „það kemur ekkert fyrir mig“ hefur verið allsráðandi í þessum málum eins og svo mörgum, þegar við fs- lendingar erum annars vegar. Öll agabrot eru litin alvarlegum augum hjá UEFA. Lið, sem taka tengjast íslenskri knattspymu. Því verða allir hlutaðeigandi að taka saman höndum til að koma í veg fyrir að slíkur atburður endurtaki sig eða annar þaðan af verri. Kjaftshögg er slæmt, rothögg er verra að ekki sé tal- að um hörmungar sem í Briissel. Slíkt má aldrei henda, en ef ekkert er gert til að hindra óspektir, veit enginn hvað gerist næst. Dósimar em víti til vam- aðar. Steinþór Guðbjartsson Formaður aganefndar UEFA vildi banna leiki á Laugardalsvelli Það kemur ekkert fyrir mig á ekki við rök að styðjast Dósimar eru víti til vamaðar Um helgina sektaði aga- nefnd Knattspyrnusam- bands Evrópu fyrstu deildarlið Vals og ÍA í knattspymu vegna hegðunar utan sem innan vallar í Evrópuleikjum liðanna fyrir skömmu. Þó sektir séu daglegt brauð á fundum nefndarinn- ar hafa íslensk lið sloppið þar til nú. Ólæti utan vallar hafa sem betur fer ekki þekkst, leik- menn hafa hegðað sér skikkanlega inn- an vallar. ísland hefur ekki verið nefnt, þegar óspekt- ir á knattspymuvöll- um hafa verið á dagskrá nema til að benda á hið gagn- stæða. Eftirlits- menn hafa aldrei sett út á öryggismál Laugardalsvallar, en einhvem tíma verður allt fyrst. Á fyrrnefndum fundi aganefndar UEFA vildi formaður henn- ar banna leiki á vellinum. ólæti á knatt- spymuvöllum hafa víða skaðað knatt- spymuna. Ástæður þeirra em margar þátt í Evrópumótum, fá í hendur skýrslu, þar sem greint er frá ábyrgð viðkomandi. íslenskir áhorfendur hafa hegðað sér vel í gegnum tíðina og því höfum við sofið á verðinum hvað örygg- Óvlöelgandi sýnlng Áhorfendur kunnu vel að meta þessa sýningu hjá Sammy Nelson á sínum tíma, en Arsenal og enska knattspurrnusambandið tóku hart á málinu. Hafi svipað gerst á íslandi hefur það ekki farið hátt, en vist er að aganefnd UEFA tæki slíku ekki með neinum silkihönskum. og mismunandi, en öllum hugs- andi mönnum og konum blöskrar framkoma ólátaseggja og spellvirkja, hvort sem þau eiga sér stað á knattspyrnuvöll- um eða annars staðar. ismál varðar. Brot er brot og dósimar, sem fullorönir menn köstuðu ofan úr stúku Laugardalsvallar miðvikudag- inn 30. september sl. eru sem kjaftshögg framan í alla, sem Tvíburabræður í landsliði Tvíburabræðumir Amar og Bjarki Gunnlaugssyni af Akranesi sem valdir hafa verið í U-16 ára landsliðið fyrir leikinn gegn Svíþjóð ytra á laugardaginn þrátt fyrir að vera einungis 14 ára gamlir. ■ TVÍBURAR hafa nú í fyrsta skipti verið valdið í íslenskt landslið í knattspymu. Það em Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir af Akra- nesi. Þeir bræður em aðeins 14 ára gamlir en Lárus Loftsson hefur engu að síður valið þá í landsliðs- hóp 16 ára og yngri fyrir seinni leikinn í Evrópukeppninni gegn Svíum sem fram fer ytra á laugar- daginn. Þeir bræður þykja gífurleg efni, hafa góða knatttækni em fljót- ir og hugmyndaríkir knattspymu- menn. I hópnum sem fer til Svíþjóðar em einnig eftiraldir leik- menn; markmenn em Vilberg Sverrisson Fram, og Ólafur Pét- ursson IBK. Aðrir em: Arnar Grétarsson UBK, fyrirliði, Halldór Kjartansson UBK, Steinar Guð- geirsson FVam, Ríkharður Daðason Fram, Þorsteinn Freyr Bender Fram, Vilhjálmur Vil- hjálmsson Fram, Sigurður Sigur- steinsson ÍA, Nökkvi Sveinsson ÍBV, Karl Freyr Karlsson KA, Axel Vatnsdal Þór, Kjartan Gunnarsson Selfossi, Valgeir Reynisson Selfossi. ■ CARLOS Alberto Silva, þjálfari brasilíska landsliðsins í knattspýrnu, var í gær leystur frá störfum. Ekki var það vegna slæ- legs gengis landsliðsins, eins og venja er þegar þjálfarar em reknir, heldur vegna fjárhagserfiðleika knattspymusambandsins. „Jafnvel þó við metum störf hans sem þjálf- ara mikils verðum við að vera raunsæir. Það er ekkert sérstakt á döfinni hjá okkur á næstunn og því ákváðum við að lækka rekstrar- kostnað sambandsins," sagði Octavio Pinto Guimaraes, form- aður knattspyrnusambandsins, í sjónvarpsviðtali í gær. Þess má geta að Alberto Silva hefur haft jafnvirði tæpra 380.000 íslenskra króna í mánaðarlaun að undanf- ömu, sem, að sögn Guimaraes, er meira en helmingur af öllum launa- kostnaði sambandsins, sem hefur nálægt 100 manns í vinnu. ■ JÓHANN Ingi Gunnarsson, þjálfari vestur þýska handboltaliðs- ins Tusem Essen, og íþróttafrétta- maður Morgunblaðsins þar í landi átti heldur óskemmtilega ferð til Dormagen um helgina. Það var ekki aðeins að lið hans tapaði leikn- um heldur var bíll hans stór- skemmdur á eftir þar sem hann stóð bflastæði fyrir utan íþróttahöl- lina. Ástæðan var eflaust sú að stórt Essen-merki er í afturrúðunni, það hafa heimamenn ekki kunnað að meta, dælduðu bflinn á annarri hlið- inni og eyðilögðu lakkið á stómm hluta bflsins. Greinilega ekki ein- ungis ánægðir með sigur. ■ MALCOLM Macdonald hefur var í gær ráðinn framkvæmdastjóri Huddersfield sem leikur 2. deild- inni ensku. Macdonald, eða „Super Mac“ eins og hann var alltaf kallað- ur meðan hann lék með Newcastle og enska landsliðinu á sínum tíma, og var áður framkvæmdastjóri Ful- ham, hefur ekki verið með knatt- spymulið síðan 1984. ■ STÓRSVIG í flóðljósum. í vetur verður í fyrsta sinn keppt við flóðlýsingu í heimsbikarkeppninni í alpagreinum. FIS hefur ákveðið að stórsvigskeppnin í heimsbikamum í karlaflokki, sem fram fer í Gro- use Mountain í Kanda 5. mars, fari fram í flóðljósum. Áður hafa verið haldin skíðamót á Norðurlönd- unum í flóðljósum og hefur það gefist vel. Talandi um skíði þá má geta þess að fyrsta keppni vetrarins í heimsbikarnum í alpagreinum fer fram í Sestriere á Ítalíu 29. nóvem- ber. ■ TÓMAS Holton, körfuknatt- leikskappinn snjalli úr Val, þjálfar í vetur meistaraflokk kvenna hjá íþróttafélagi Stúdenta. Ekki er hægt að segja annað en að Tómas hafi bytjað þjálfaraferilinn vel. ÍS- stúlkurnar urðu Reykjavíkurmeist- arar undir hans stjóm um helgina, á fyrsta mótinu sem hann stjórnar liðinu í.^ ■ ÞÓRIR Jónsson, sem hér á ámm áður lék knattspymu með Val og FH, var um helgina kjörinn formaður knattspyrnudeildar FH í stað Jóns Halldórssonar, sem gegn hefur embætti undanfarin ár. I SKOTAR mæta Belgum í Evrópukeppninni í knattspymu á morgun í Belgíu. Nokkrir bestu menn skoska liðsins hafa þurft að draga sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla. Jim Bett hjá Áberdeen er einn, ánnar er félagi hans þar Willy Miller einnig má nefna Eric Black, sem nú leikur með franska liðinu Metz. Manchester United-leikmað- urinn snjalli Gordon Strachan varð einnig að tilkynna skoska knatt- spymusambandinu að hann gæti ekki verið með vegna meiðsla. ■ RONNIE Whelan, írski mið- vallarleikmaðurinn snjalli, hefur leikið geysilega vel með liði Liverpo- ol í Englandi það sem af er vetri. Hann hefur lengstum leikið vinstra megin á miðjunni, en í vetur hefur hann verið færður inn á miðjuna þar sem hann leikur við hlið Steve McMahon, en John Barnes er úti á vængnum. Nú hefur Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, að bjóða Whelan nýjan samning til fjögurra ára. Þegar sá samningur rennur út verður kappinn orðinn 31 árs að aldri. Hann á nú um 300 leiki að baki fyrir félagið. I RICHARD Gough fór frá Tottenham til Rangers í Skotlandi á dögunum sem kunnugt er. Nú em uppi sögusagnir um það í Englandi að fleiri leikmenn vilji fara frá Tott- enham. Þar skal fyrstan nefna enska landsliðsmanninn Steve Hodge, sem segist ekki kunna við sig í London og vilji fara aftur upp Miðlöndin, en hann lék áður með Nottingham Forest og Aston Villa. Einnig hefur heyrst að gamla kemp- an Ossie Ardiles hafi áhuga á að skipta um félag og sama er að segja um markaskorarann mikla Clive Allen. Undirrót þessa, skv. því sem enskir fjölmiðlar segja, er að leik- mennimir em ekki ánægðir með vinnubrögð David Pleat, stjóra Tottenham-liðsins. En þetta em enn aðeins sögusagnir — það er kunn staðreynd að þó sum ensku blöðin segi eitthvað er það ekki eins og Guð hafi sagt það! II KEVIN Richardson lék sinn fyrsta heila leik með Arsenal um helgina, gegn Oxford, eftir að Kann var keyptur frá Wimbledon á 250.000 í haust. ■ VALDIMAR Kristófersson- úr Stjömunni kom inn í U-21 árs landsliðið, sem leikur á morgun i Tékkóslóvakíu, í stað Þórsarans Siguróla Kristjánssonar, sem ekki gat gefið kost á sér vegna veik- inda. Valdimar lék í sumar með 18 ára liðinu, en í 21 árs liðinu em tvær aðrir úr því liði, Rúnar Krist- insson úr KR og Haraldur Ingólfs- son úrIA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.