Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 13
jttorgnttfrliiftift /IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 13. OKIÚBER 1987 B 13 Reynsluakstur: Mitsubishi L:300 4x4 Minibus Verð kr. 875.000. Umboð á íslandi: Hekla hf. Tæknilegar upplýsingar L300 — ALDRIF Sendibfll Fólksbfll Lengd mm 4.365 4.365 Breidd mm 1.690 1.690 Haeð mm 1.975 1.975 Lengd vörurýmis mm 1.980 Breidd vörurýmis mm 1.525 Hæð vörurýmis mm 1.245 Hjólahaf mm 2.240 2.240 Sporvídd framás mm 1.430 1.430 Sporvidd afturás mm 1.415 1.415 Veghæð (lágmark) mm 215 215 Eigin þungi kg 1.550 1.635 Hámarks hlassþungi Mesta þyngd dráttartækis: kg 850 765 Með hemlabúnaöi kg 1.200 1.200 Án hemlabúnaðar kg 600 600 Vól 4.063 4.063 Borvídd/slaglengd mm 85,0x88,0 85,0x88,0 Slagrými C3 1.997 1.997 Þjöppunarhlutfall 8,5:1 8,5:1 Afl hö/5.500 sn/mín 90 90 Snúningsvægi Nm/sn mín. 149/3.000 149/3.000 Eldsneytisdreifing Niðurfallsblönd. Niðurfallsblönd. Tankur lítrar 60 60 Gírhlutföll: 1. gír 3,967:1 3,967:1 2. gír 2,136:1 2,136:1 3. gír 1,360:1 1,360:1 4. gír 1,000:1 1,000:1 5. gír 0,856:1 0,856:1 Afturárbak 3,578:1 3,578:1 Hærra niðurfærsluhlutfall (vegagír) 1,000:1 1,000:1 Lægra niöurfærsluhlutfall (torfærugír) 1,994:1 1,944:1 Niðurfærsluhlutfall á drifi 5,285:1 5,285:1 Fjöðrun: framan Snerilfjöörun Snerilfjöðrun aftan blaðfjaörir blaöfjaðrir Aflhemlar: framan Diskar— 15" Diskar— 15" aftan Skálar —10“ Skálar— 10“ Hjólbarðar 215SR-15 215SR-15 Venjulegur búnaður Gerð Sendibfll Fólksbfll Aflstýri — — Sjálfvirkt innsog — — Aflhemlar með diskum að framan — — Hleðslunæm hemlunarfjöðrun — — Handvirkar framdrifslokur — — Veltistýri — — Bensínlúga opnanleg úr ökumannssæti — — Barnalæsingar — Rúllubílbelti í öllum sætum — — Snúningshraðamælir — Áfangamælir — — Tregðumismunadrif að aftan — — Tímarofi fyrir þurrkur — — Hallamælir — — Loftnet og hátalarar — — Rafdrifnar rúöuvindur — — Þvottasprautur á aðalljósker Nokkrir punktar Reynsluakstur á öllum gerðum vega innan og utan byggðar, á troðningum og í þurrum sandi og lausum. Kjörhraði 80 til 90 km/klst. á góðum vegi. Vól og kram Bensínvél, 90 hestöfl, góð vinnsla á snúningi, vantar afl á lægsta snúningshraða. Gírkassi er fimm gíra, fyrsti of hár í erfiðum torfærum þegar þörf er skriðhraða, skiptir mjög góður, hlutföll góð. Drif er tveggja hraða, hægt að tengja framdrif á ferð, lipurt. Tregðulæsing á mismunadrifi að aftan, gagnast vel. Lága drifið að kalla hljóðlaust. Undirvagn Grind undir öllum bílnum, Y-bitar fremst. Öxlar. Heil hásing að aftan, fast drifhús að framan með liðöxlum. Hlifar undir framdrifi og kassa. Fjöðrun er sjálfstæð að framan. Mjúk í akstri og á erfiðu landi, full mjúk í verstu ójöfnum, en fer vel með farþega. Stýri er af tannstangargerð, hjálparafl, mjög gott og svarar vel, tekur lítillega í á vestu óveg- um. Öryggisbúnaður Byggingarlag gerir ráð fyrir eftir- gefanlegum hluta framenda við árekstur, farþegarými styrkt, inn- byggður veltibogi. Hemlar eru góðir, en nokkuð þungir ástigs, diskar að framan. Útsýni er gott í allar áttir, nema að hnakkapúðar í öftustu sætaröð skyggja á, speglareru mjöggóðir. Ljósabúnaður er mjög góður, háþrýstisprautur eru við aðalljós til að skola af. Bakkljós mætti vera bjartara og lýsa til hliðanna líka. Belti eru í öllum sætum, mjög góð. Læsingar eru rafknúnar og sam- hæfðar á rennihurðum og aftur- hurð, barnalæsingar. Stjómtœki Fótstig eru góð og rétt staðsett. Stýrishjól er með réttum halla, stillanleg hæð, gefur gott grip. Rofar eru aðgengilegir og góðir, lýsingu vantar við suma þeirra. Mælaborð er sérlega vel læsilegt og sést vel á alla mælana. Þægindi Rými er afbragðsgott, hægt að rétta úr fótunum í framsætum. Sætin eru góð, en þó er sessa framsæta full stutt. Bakið styður vel við hrygginn, aftursæti eru mjög góð. Hljóðeinangrun er góð, lítið veg- og vindhljóð, í lággírum heyrist í vél og kassa, þó ekki til ama. Klæðning er mjög góð og hagan- lega skipulögð, þó er á því skipulagi sá galli, að hurðaropnar- ar eru of fjarri handföngum, kemur sér illa í roki (á fram- hurðum). Miðstöðin blæs og hitar vel, há- vær á mesta hraða, annars lágvær. Gljúfuró getur orðið ansi vatnslítil í þurrkum eins og myndin ber með sér, en þess munu vart dæmi að laxinn kafni í henni eða öðrum íslenskum veiðiám vegna súrefnisleysis sem stafar af þurrkum og hitum. Ekki var veiðiparadís í Kanada að finna... NÚ HALLAST orðið flestir að því, að smálaxaskorturinn á liðnu sumri hafi stafað af ein- hverju enn óútskýrðu slysi í hafinu. Svo virðist nefnilega sem talsvert vanti upp á áætl- aðar heimtur hafbeitarstöðva og er það smálaxinn sem vant- ar. Þetta hefur komið fram í f réttum í haust og útilokar að mestu eða öllu leyti ána sjálfa eða leirusvæðin, en á þeim slóðum geta einnig orðið slys sem þurrka út svo og svo stóra hluta árganga. Þá hefur og fregnast, að óvenjulega lítiö veiddist af smálaxi á Irlandi á samsvarandi vertíð og nýlokið er hérlendis. að eru ekki lengur þurrkar á Islandi, mikil vatnsveður hafa lamið land og landann í haust og ámar tekið vel við sér. í öllum vangaveltunum um VEIÐI það hvar smálaxinn gmi væri eiginlega, þá _ , . voru sumir að benda Guðmundur . . . Guðjónsson á að einmitt vegna skrifar þurrkanna gæti hugsast að eitthvað ótiltekið magn af smálaxi kynni að vera enn í hafinu að bíða eftir betri skilyrðum til göngu. Vel eftir veiði- tíma var ekki annað að heyra en að menn yrðu varir við fiskför upp ámar. Því miður er erfítt að henda reiður á í hve miklu magni, því oft er þessi lax það sem kallað er „þara- leginn", þ.e.a.s. hann hefur legið lengi í hálfsöltu vatni við ósinn og misst sjóklæði sín, orðið leginn al- veg eins og hann hefði gengið í ána og misst lit. Oft eru þessir laxar enn lúsugir þrátt fyrir litinn, en það er enginn til að veiða hann og at- huga málið og það kemur enginn auga á sjólús á laxi með því að skoða hann í vatninu. Þar sem tals- vert var af laxi í ánum þrátt fyrir allt er meira að segja erfítt að átta sig á því hve mikið af laxinum sem sést í einhveijum tilteknum hyl sé þaraleginn og hve mikið „venjulega leginn". Ferðalög leginna laxa á milli hylja á haustin eru einnig mik- 11, ekki síst þegar vatnsmagn eykst og laxinn dreifír sér um ána. Að menn vita um fiskför í haust kemur til af því, að lúsugir smálax- ar voru byijaðir að veiðast í dálitlum mæli síðustu daga löglega veiðitím- ans og fleiri sáust en náðust ekki. Margir voru þeir bjartir, í sjóklæð- um, en dæmin sanna að svona síðbúnir laxar hafa oft samflot fram ámar, hvort heldur þeir eru ný- komnir af hafí eða að þeir hafa legið í þaranum og beðið þar. Gott dæmi um á sem fékk svona síðsum- argusu a laxi var Laxá í Dölum sem var afar léleg framan af veiðitíman- um, heilu hollin voru að fá lítið eða ekkert. Áin var orðin ótrúlega vatnslítil. En svo fór að rigna og það duglega eftir mánaðamót ágúst september og laxinn fór af stað. September einn gaf um 500 laxa á 6 stangir, en.þó var aðeins veitt til 12. september. Sem sagt mokveiði. Voru þetta í bland hafsilfraðir laxar með lús, þaralegnir með lús, þara- legnir án lúsar og svo bara legnir drumbar sem skriðu upp einhvem tíma um sumarið. Áin endaði með rúma 1.200 laxa og kom út í hópi bestu áa landsins. En til þess að landsmenn gráti ekki of mikið yfír því hvað þeir eigi illa um sárt að binda þegar þurrkar gera þeim erfíðara fyrir að ná laxi, skulum við rissa upp litla en hrylli- lega mynd af ástandinu í kanadísk- um laxveiðiám á nýliðinni vertíð. Á austurströnd Kanada hefur lítið rignt síðan um miðjan maí, a.m.k. í mörgum hémðum og sem dæmi um ástand ánna má nefna, að að- eins var heimiluð stangveiði í 36 ám af 170 og em þá allar ár Labra- dor einnig meðtaldar. Sá lax sem þó hefur harkað af sér og skriðið upp hefur haldið til í fáum hyljum sem bjóða upp á dýpi. Alvarlegast er, að hrygningarstöðvamar em víðast hvar á þurru, því gætu afleið- ingamar orðið geigvænlegar. Veiðimálastofnun Kanada hefur sent frá sér gögn um málið og þar kemur fram, að ástandið hafí ekki verið svona slæmt síðan árið 1961, sem einnig var einstaldega -þurr- viðrasamt og dró þungan dilk á eftir sér. Laxastofnar þessara svæða vom lengi að ná sér aftur eftir þær hremmingar. í New Bmnswick og Quebec er ástandið skaplegra, en þó langt frá því að vera gott. Til dæmis varð að loka fímm þverám hinnar miklu Miramichi 19. júlí vegna vatnsleys- is, en nokkrar lægðir afgreiddu málið 10 dögum seinna og þær vom opnaðar aftur. Það em vatns- minni vatnsföll NB og Quebec sem harðast hafa orðið úti, í einni ánni, Quelle, drapst hálfur 500 laxa stofn árinnar. Laxamir hreinlega köfn- uðu í súrefnissnauðu og heitu vatninu. Bæði þar og víðar, hafa sveppasjúkdómar svo og heijað á laxinn og margir hafa fallið í val- inn. Sveppimir ná sér á strik í hitanum sem fylgir úrkomulausu staðviðri. Sólin bakar vatnið, svepp- imir hefla störf. Svo er það félagsþátturinn. Hið opinbera tapar stórfé vegna þess að stangveiðimenn snúa sér annað svo tugþúsundum skiptir, leiðsögu- menn, sem margir hveijir allt að því lifa stóran hluta ársins á því að leiðbeina misjafnlega ríkum stangveiðimönnum, em atvinnu- lausir í hrönnum. Síðustu fregnir hermdu að eitthvað hefði ræst úr, háloftin hefðu hrist eitthvað úr sér. En hvort það dugar á eftir að koma í ljós. En við þetta ástand, kæm bræður, búa margir, og sést best af því hversu heppnir íslenskir stangveiðimenn era, því þótt hér komi gríðarlegir þurrkar og ár verði minni en í annan tíma þá gengur hér samt upp lax og tekur agn. EIÐISTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.