Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 11
BjorflnnHaBib /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 B 11 KNATTSPYRNA / ÍTALÍA || KNATTSPYRNA / VESTUR—ÞÝSKALAND Napóli íefeta DIEGO Maradona skoraði sitt fyrsta mark fyrir Napóli í vetur er liðið gjörsigraði nýliða Pesc- ara 6:0 í deildarkeppninni um helgina. Napóli komst á topp- inn við þennan sigur þar sem lið AS Róma tapaði gegn Ju- ventus. Maradona hefur verið gagn- rýndur harðlega á Ítalíu í haust fyrir slælega frammistöðu og áhugaleysi í leikjum, en hann þagg- aði niður í gagnrýnendum á sunnudaginn. Maradona skoraði fjórða mark liðs síns úr vítaspyrnu, Salvator Bagni gerði 2 mörk og Francesco Romano, Bruno Giord- ano og Brasilíumaðurinn Careca gerðu allir 1 mark. Italski landsliðsbakvörðurinn An- tonio Cabrini skoraði eina mark leiksins á 42. mín. er Juventus sigr- aði lið Roma, sem hafði ekki tapað leik í vetur. Stefano Tacconi, mark- vörður Juventus, stóð þó uppi sem hetja liðs síns. Hann felldi fram- heijann Giuseppe Giannini í teign- um eftir að sá hafði platað hann, en gerði sér svo lítið fyrir og varði vítaspymuna sem dæmd var. Það var Pólveijinn Zbigniew Boniek, sem einmitt lék áður með Tacconi hjá Juventus, sem tók vítið. Þetta gerðist á 30. mín. Boniek hefði því komið liði sínu yfir hefði hann skor- að. Boniek hafði skorað í öllum leikjum mótsins fram að þessu. Hollendingurinn Ruud Gullit skor- aði stórglæsilegt mark fyrir AC Mílanó, beint úr aukaspymu utan vítateigs, er liðið gerði jafntefli við Sampdoria, 1:1. Markið kom á 51. mín. Gianluca Vialli jafnaði með skalla aðeins tveimur mín. síðar og þar við sat. ■ Úrsllt/B14. ■ Staðan/B14. Reuter Antonlo Cabrlni hefur hér skorað markið sem dugði gegn AS Róma. Ca- brini er fyrir miðri mynd, en númer n(u er Ian Rush. Reuter Stefan Engels hjá Köln og Hans Giinther Bruns hjá Borussia Mönchengladbach beijast um knöttinn í leik liðanna á laugardaginn. Kölnarliðið vann öruggan sigur og er enn ósigrað eftir 12 umferðir. t Þýskalandi Köln enn taplaust eftir tólf umferðir Sigraði Gladbach mjög örugglega um helgina LIÐ 1. FC Köln gjörsigraði Bor- ussia Mönchengladbach, 4:1, á heimavelli sínum á laugardag- inn í þýsku 1. deildinni. Kölnar- liðið er enn taplaust eftir 12 umferðir í deildinni. Udo Latt- ek, tæknilefur ráðgjafi hjá liðinu, hefur mætt í sömu bláu peysunni á alla leiki liðsins í vetur og segist ekki þvo hana fyrr en liðið tapi. Fyrir leikinn á laugardag var honum fært þvottaefni að gjöf, en hann sagðist ekki þurfa að nota það strax. Það reyndist rétt hjá honum — peysan verður a.m.k. ekki þvegin eftir þessa helgi. að má segja að Daninn Flemm- ing Povlsen haldi merki Norðurlandanna á lofti þessa dag- ana í þýsku knattspyrnunni. Þessi tvítugi framheiji lék Frá frábærlega með Jóhannilnga Kölnarliðinu um Gunnarssyni helgina og skoraði þijú mörk. „Það var ótrúleg tilfinning að skora þrennu," sagði hann á eftir. Lið Kölnar hafði yfirburði. Povlsen skoraði fyrstu tvö mörk sín með skalla, á 11. og 28. mín. Uwe Rahn minnkaði muninn á 68. mín., Rahn skoraði síðan aft- ur og Hassler gerði fjórðá markið beint úr aukaspyrnu. Þeir Povlsen fengu báðir einn í einkunn í öllum blöðum, sem þýðir leikur á heims- mælikvarða. Bayem vann mikilvægan sigur á útivelli gegn Karlsruhe, 1:0, með marki Michael Rummenigge af sex metra færi eftir aukaspyrnu Breh- me. Bayern þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum, bæði lið sýndu mikla baráttu og góða knattspyma. Mikið var um færi á bóða bóga þrátt fyr- ir þetta eina mark. Hamburger SV má muna sinn fífil fegri. Nú tapaði liðið 0:3 gegn Eintracht Frankfurt á útivelli. Schulz (15.), Balzis (47.) og Kraaz (69.) gerðu mörkin. Mikið er um meiðsli hjá HSV þessa dagana og hinn reyndi Manfred Kaltz, sem alla jafna leikur í stöðu hægri ba- kvarðar, lék nú sem aftasti maður í vöm, þar sem Ditmar Jakobs er meiddur. Werder Bremen sigraði Núrnberg heima og heldur sínu striki. Ord- enewitz sem skoraði úr markteign- um á 54. mín. og tryggði þenna' mikilvæga sigur. Öll íslendingaliðin léku á föstudags- kvöldið, eins og sagt var frá í laugardagsblaðinu. Uerdingen tap- aði á heimavelli fyrir Stuttgart 2:5, og Kaiserslautern sigraði Dortmund 3:1. ■ Úrslit/B14. ■ Staðan/B14. KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA Jafnt hjá Austur—Þjóðveijum og Sovétmönnum, 1:1, í Beriín JAFNTEFLI varð í viðureign Austur—Þjóðverja og Sovét- manna í 3. riðli Evrópukeppni landsliða íknattspyrnu í Aust- ur-Berlín á laugardaginn. Með sigri hefðu Sovétmenn gull- tryggt sér sigur í riðlinum, en til þess dugar þeim jaf ntefli í leiknum við íslendinga síðar í þessum mánuði ytra. Austur—Þjóðveijarnir skomðu á undan, Ulf Kirsten frá Dyn- amo Dresden gerði mark á 45. mín. með góðu skotu utan úr teig sem Renat Dasayev réð ekki við. Þjóð- veijamir léku vel strax frá byijun, en menn höfðu ekki búist við miklu af liðinu eftir útreið þá sem félags- lið landsins fengu í Evrópukeppn- inni á dögunum þar sem þijú af fjórum vom slegin út. Sovétmenn sóttu mikið í seinni hálf- leik en heimamenn vörðust vel, og það var ekki fyrr en tíu mín. vom til leiksloka að Sergei Aleinikov skoraði af stuttu færi. Austur— þýski markvörðurinn Rene Muller hafði varið fimafast skot vara- mannsins Gennady Litovchenko; en Muller hélt ekki knettinum, sem hrökk til Aleinikov, og hann skor- aði auðveldlega. Detlef Schössler frá Magdeburg var góður í leiknum, ógnaði sovéski vöminni nokkm sinnum og átti tvö góð skot, en Dasayev sá við honum í bæði skiptin. Þá fékk Matthias Liebers frá Lokomotiv Leipzig gott færi en skaut yfir. Ekki munaði miklu að Daynamo Kiev-leikmaðurinn Alexei Mikha- ilichenko kæmi Sovétmönnum yfir á 20, mín. er hann þmmaði í stöng, og aftur var hann á ferðinni í seinni hálfleik en Muller varði þá skot hans glæsilega. Austur—Þýakaland: Rene Miiller, Ronald Kreer, Uwe Zoetzsche, Detlef Schössler, Matthias Döschner, Uwe Pilz (Jörg Stueb- ner vm. á 7B. mín.), Matthias Liebers, Jurgen Raab (Ralf Minge vm. á 83. mfn.), Ulf Kirsten, Thomas Doll, Andreas Thom. Sovétrikin: Renat Dasayev, Vladimir Bes- sonov, Vagiz Khidiatullin (Vasily Rats, vm. á 72. mín.), Oleg Kuznetsov, Anatoly Bes- sonov, Vagiz Yaremchuk, Sergei Aleinikov, Alexei Mikhailichenko, Alesander Zavarov (Gennedy Litovchenko, vm. á 62. mfn.), Oleg Protasov, Igor Dobrovolsky. Áhorfendur voru 20.000. Staðan Sovétríkin.....7 4 3 0 12:3 11 A—Þýskaland....6 2 3 1 9:3 7 ísland..........7 2 2 3 4:12 6 Frakkland......6 1 3 2 3:5 5 Noregur........6 1 1 4 4:3 3 Eftirtaldir leikir eru eftir í riðlinum. 14. októben Frakkland-Noregur, 28. október. Sovétríkin-Ísland og Austur— Þýskaland-Noregur, 18. nóvemben Frakkland-Austur—Þyskaland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.