Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 8
Jakob Jónsson handar- brotnaði og verður minnst 6 vikur í gifsi KA-menn urðu fyrir því áfalli eftir aðeins fáeinar mínútur af leiknum gegn Val að Jak- ob Jónsson fór af velli, meiddur. Er Jakob stökk upp og skaut að marki fékk hann högg á þumalfíngur hægri handar og brotnaði fíng- urinn. Jakob fór í aðgerð er hann kom norður og kom þá í ljós að meiðsli hans eru mjög slæm, beinið brotnaði upp í liðinn. Ljóst er að Jakob verður lengi frá þvi hann verður minnst sex vikur í gifsi. JHtrgtraMaMtk /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 13. OKIÓBER 1987 Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Skúli Gunnsteinsson hefur leikið mjög vel með Stjömunni það sem af er íslandsmótinu. Hann skoraði 9 mörk gegn Víkingum á sunnudaginn, úr 10 skottilraunum, en hann skoraði einnig 9 mörk gegn KA á dögunum. Sannarlega leikmaður framtíðarinnar sem eflaust á eftir að feta í fótspor föður síns, Gunnsteins Skúlasonar, og leika með landsliðinu. Skúli frábær Morgunblaðið/Einar Falur Árnl Stefánsson, línumaðurinn knái hjá Þór, skoraði flögur mörk i leiknum á Akur- eyri, en varð að lúta í lægra haldi. Ámi og félagar era enn án stiga í deildinni, þegar þremur umferðum er lokið, en á morgun leika Þórsarar gegn KR-ingum í Reykjavík. Sanngjam sigur Stjömunnar Skúli skoraði 9 mörk úr 10 tilraunum „ÞAÐ er alltaf ánægjulegt að vinna Islandsmeistarana. Sigurinn má fyrst og fremst þakka góðri liðs- heild. Við höfumæft mjög vel og hefur Gunnar Einarsson, þjálfari, gert góða hluti síðan hann kom. Mótið á eftir að verða mjög spenn- andi og við lítum á hvern leik sem úrslitaleik," sagði Skúli Gunn- steinsson, eftir að Stjarnan hafði unnið íslandsmeistara Víkings í Laugardalshöll á sunnudaginn. Skúli átti stórleik og skoraði alls 9 mörk. eikur bikar- og íslandsmeistaranna var mjög skemmtilegur og jafn allan tímann. Stjaman byijaði betur og náði fjögurra marka forystu um miðjan fyrri hálfleik. Víkingar gáfust ekki upp og náðu að jafna og komast yfir fyrir leik- hlé, 13:12. I síðari hálfleik virtust Víkingar ætla að kafsigla Stjörnuna er Vík. — Stjaman 24 :27 Laugardalshöll, íslandsmótið - 1. deild karla, sunnudaginn 11. október 1987. Leikurinn í tölum: 0:2, 1:3, 2:4, 3:4, 3:6, 4:6, 6:8, 7:10, 11:10, 12:11, 13:12, 16:13, 17:14, 17:20, 18:20, 18:22, 20:23, 24:25, 24:26 24:27. Áhorfendur: 400. Mörk Víkings: Karl Þráinsson 6, Hilmar Sigurgíslason 5, Ámi Friðleifsson 3, Bjarki Sigurðsson 3, Sigurður Gunnarsson 3/2, Guð- mundur Guðmundsson 2 og Siggeir Magnús- son og Ingólfur Steingrímsson eitt mark hvor. Varin Skot: Kristján Sigmundsson 12, Sig- urður Jensson 1. Mörk Stjörnunnar: Skúli Gunnsteinsson 9, Gylfí Birgisson 4, Sigurjón Guðmundsson 4, Hafsteinn Bragason 3, Hermundur Sig- mundsson 3/1, Einar Einarsson 2 og Sigurður Bjamason 2/2. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 15, Höskuldur Ragnarsson 1/1. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Gunnar Kjartansson og voru þeir slakir. þeir komust í 17:14. En þá var eins og leikmenn gæfu sig ekki alla í leikinn og létu dómarana fara í taugarnar á sér. Þá gengu Garðbæingar á lagið og náðu að skora sex mörk á móti engu. Þama réðust úrslit leiksins. Víkingar náðu reyndar að minnka muninn niður í eitt mark en lengra hleyptu ákveðnir Stjömumenn þeim ekki og unnu sann- gjaman sigur. „Það vantaði einbeitingu hjá okkur út allan leikinn. Þegar lið er komið með eins til tveggja marka forystu má ekki gefa eftir. Það má ekki láta dómara eða annað fara í taugarnar á sér og gleyma að spila handbolta. Stjaman er með heil- steypt lið og spilar sóknarleikinn skyn- samlega, heldur botlanum og marktækifærin eru nýtt,“ sagði Arni Indriðason, þjálfari Víkings, eftir leikinn. Þetta var einn besti leikur sem undirrit- aður hefur séð Stjörnuna spila. Liðið lék sem ein heild og vom sömu leikmenn notaðir bæði í vöm og skókn allan tímann. Það var mikið spilað upp á Skúla á línunni og skorði hann 5 af fyrstu 7 mörkum Stjörnunnar. Víkingar reyndu síðan að setja fyrir þann leka í vöminni og tókst það allt fram á miðjan seinni hálfleik. Víkingar hafa oft leikið betur. Þeir náðu að vísu góðum leikkafla um miðbik leiks- ins en síðan ekki söguna meir. Þeir gerðu sig seka um mistök bæði í vöm og sókn. Sóknarleikurinn var þá ráðleysislegur- töpuðu boltanum í hendur andstæðinga sinna og sátu svo oft eftir í hraðupp- hlaupunum. Karl Þráinsson og Hilmar Sigurgíslason voru bestir í liði Víkings. Kristján varði vel í fyrri hálfleik, en aðeins 3 skot í seinni. Hjá Stjömunni var Skúli bestur og má Bogdan, landsliðsþjáflari, hafa auga með honum í vetur. Skúli skoraði 9 mörk úr 10 skottilraunum. Sigmar Þröstur varði einng vei. Annars átti liðið í heild góðan dag. Valur Jónatansson skrifar ÍR-ingar höfðu betur í viðureign nýliðanna Náðu í sín fyrstu stig í vetur til Akureyrar en Þórsarar eru enn án stiga í deildinni ÍR-ingar náðu í sín fyrstu stig í 1. deildinni í ár í nýliðaslagn- um við Þór, sem fram fór á Akureyri. Handboltinn sem lið- in sýndu var ekki mjög burðug- ur, sérstaklega gerðu Þórsarar sig seka um mikil mistök f síðari hálfleik og var sigur ÍR- inga sanngjarn. Leikurinn fór rólega af stað. ÍR-ingar gerðu tvö fyrstu mörkin en Þór jafnaði og var jafn- ræði með liðunum megnið af hálf- leiknum. Undir lokin Frá komst Þór svo tvö Reyni mörk yfir og leiddi Eiríkssyni 10:8 í hléinu. áAkureyri íR.ingar komu tvíefldir til leiks í síðari hálfleiks og tókst að jafna á upphafsmínút- unum. Þeir sigu svo jafnt og þétt fram úr og stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar í lokin. Þórsarar gerðu þau mistök í seinni hálfleik að láta mjög slaka dómara leiksins fara í taugamar á sér, og riðlaðist leikur liðsins við það, en var þó ekki burðugur fyrir. Það vantar miklu meiri brodd og þor í leikmenn Þórsliðsins. ÍR-ingar létu dómarana hins vegar ekki fara í taugamar á sér, ein- beittu sér að því að klára leikinn og uppskára eftir því. Frosti Guðlaugsson var mjög skeinuhættur hjá ÍR, í viiistra hom- inu. Þá var Ólafur Gylfason dijúg- ur. Hjá Þór lék enginn af eðlilegri, lykilmenn voru daufir og verður lið- ið að taka sig á ef það ætlar að hirða stig í harðri baráttu deildar- innar. Þór - IR 18 : 25 fþrúttahöllin Akureyri, íslandsmótið — 1. deild karla, laugardaginn 10. októ- ber 1987 Leikurinn í tölum: 0:2, 4:4, 7:7, 8:8, 10:8. 10:10, 12:14, 14:16, 14:20, 15:23, 18:26. Mörk Þórs: Gunnar M. Gunnarsson 6, Ámi Stefánsson 4, Ólafur Hilmars- son 4, Sigurður Pálsson 2, Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 1, Ingólfur Samú- elsson 1, Baldvin Þór Heiðarsson 1. Varin skot: Axel Stefánsson 8/1, Her- mann Karlsson 2. Mörk ÍR: Frosti Guðlaugsson 6, Ólafur Gylfason 6, Magnús Ólafsson 3, Orri Bollason 3, Guðmundur Þórðarson 3, Bjami Bessason 2, Finnur Jóhannsson 1, Róbert Rafnsson, Matthfas Matt- hfasson 1. Variu skot: Hrafn Magnússon 3, Vig- fús Þorsteinsson 1. Dómarar: Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson. Þeir voru slakir. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA jfHoreimblaÍiib /ÍÞRÓTTIR ÞRŒUUDAGUR 13 OKTÓBER 1987 Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson Erllngur Kristjðnsson, einn besti leikmaður KA, tekur hér „blíðlega" á móti Þórði Sigurðssyni í leiknum gegn Val. Þórður náði þama að skjóta áður en Erlingur stöðvaði hann. Báðir skoraðu þeir tvö mörk í leiknum. Sáum nú hvers vegna Valsmönnum var spád meistaratrtlinum -sagði Brynjar Kvaran þjálfari KA eftir stórtap að Hlíðarenda „VIÐ sáum nú hvers vegna Valsmönnum var spáð Islands- meistaratitlinum. Þeir sýndu allt aðra hlið á sér nú en í fyrstu tveimur leikjunum og við réð- um einfaldlega ekki við þá,“ sagði Brynjar Kvaran, þjálfari KA, eftir að Valur hafði burstað lið hans, 20:10, f 1. deildinni. Valsmenn voru komnir í 5:1 eft- ir korter en KA minnkaði muninn í 8:6 í hléi. Norðanmenn skoraðu svo aðeins flögur mörk í seinni hálfleik en Valsmenn 12 og sig- ur þeirra var mjög öraggur. Aðall Valsliðsins í þessum leik var gífurlega sterk vöm en sóknarleikurinn hefði mátt vera betri. Þar vora allt of mörg Skapti Hallgrímsson skrifar mistök gerð þegar litið er á hve sterkir einstaklingar era þarna inn- anborðs. Enda sagði Stanislav Modrowoki, hinn pólski þjálfari Vals, við Morgunblaðið eftir leikinn: „Þetta var betra en í hinum leikjun- um, vörnin var góð en sóknin hræðileg. Mér líður illa þegar ég sé mína menn klúðra svona mörgum góðum tækifæram í einum leik.“ Já, sóknarleikur Vals var ekki nógu yfirvegaður og einbeitingu skorti stundum. Vömin náði iðulega boltanum, branað var fram en ekk- ert varð úr. Og er KA-menn tóku þá Jón og Júlíus úr umferð langtím- um saman vora félagar þeirra ekki nógu hugmyndaríkir; vantaði fram- kvæði. Vöm KA-manna var nokkuð góð á köflum en sóknarleikurinn langt frá því að vera sannfærandi. KA-menn Valur - KA 20 : 10 Hlíðarendi, íslandsmótið í handknatt- leik — 1. deild karla, laugardaginn 10. október 1987. Leikurinn í tölum: 1:0, 1:1, 5:1, 7:3, 8:6,10:6,11:8,15:8,18:9,19:9,20:10. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 6/1, Einar Naaby 3, Jakob Sigurðsson 3, Júlíus Jónasson 3/1, Jón Kristjánsson 2, Þórður Sigurðsson 2, Gísli óskarsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 14/2. Mörk KA: Pétur Bjamason 5/3, Erl- ingur Kristjánsson 2, Friðjón Jonsson 2, Svanur Valgeirsson 1. Varin skot: Gísli Helgason 11. Áhorfendur: 400. Dómarar: Bjöm Jóhannsson og Sig- urður Baldursson. Þeir voru ekki nógu samkvæmir sjálfum sér og bitnaði það heldur á KA mönnum en Völsurum. ógnuðu ekki nægilega mikið, en taka verður með í reikninginn að Jakob Jónsson fór af velli meiddur strax í upphafí og fímtán mín. fyr- ir leikslok fékk Erlingur Kristjáns- son sína þriðju brottvísun og kom því ekki meira inn á. Það munar um minna því Erlingur er lykilmað- ur í vörn og sókn. Einar Þorvarðarson var besti maður Vals að þessu sinni, og flestir félag- ar hans vora sterkir í vöminni. Hjá KA byijaði Gísli markvörður Helga- son mjög vel, varði 9 skot í fyrri hálfleik, en aðeins 2 í þeim síðari. Erlingur var sterkur og Pétur var sprækur. Þá era þeir upptaldir sem léku af nokkuð eðlilegri getu. Valsmenn vora reknir af velli í sam- tals 6 mínútur, KA-menn í 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.