Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 16
KNATTSPYRNA / NOREGUR Gunnar Gíslason Noregs- meistari í fyrstu tilraun Gunnar Gíslason varð Noregs- meistari með Moss í knatt- spymu eftir að hafa unnið Molde, helsta keppinautinn, 2:0, í hreinum úrslitaleik á heima- Frá velli Molde á laugar- Jóni Úttari daginn. Karissyni Mikil spenna var í / oregi loftinu og hinir rúm- lega 12 þúsund áhorfendur sáu einn skemmtilegasta og besta knatt- spymuleik ársins í Noregi. Það vom leikmenn Molde sem byij- uðu betur. Fyrstu 30 mínútumar sóttu þeir stöðugt og áttu fjölmorg marktækifæri, en markvörður Moss, sem lék sinn besta leik í ár, varði oft á tíðum ótrúlega. Heilladísimar voru svo sannarlega með Moss í leiknum. Moss byggði smn leik á skyndisóknum og upp- skar árangur í fyrri hluta seinni hálfleiks, er Carspen Bachke fékk stungusendingu, sem hann skoraði úr — eftir að hafa leikið á vamar- mann þmmaði hann boltanum í netið af 12 metra færi. Á næst síðustu mínútu leiksins wEgerí skýjunum íí „ÞAÐ er erfitt að segja hvernig ég hef það. Moss kom upp úr 2. deild í fyrra og sigraði í 1. deild í ár. Það hefur ekki komið fyrir áður, er ótrúlegt, frábært. Maður skilur ekki að þetta hafi gerst — en við stöndum uppi sem meistarar. Ég er í skýjun- um yfir þessu öllu saman og verð 100% áfram hjá félaginu," sagði Gunnar Gíslason, leik- maður Moss, við Morgunblað- ið eftir að Moss hafði sigrað Molde í hreinum úrslitaleik. Fleiri þúsund manns fögnuðu leikmönnum Moss, þegar þeir komu heim sem norskir meistarar 1987. „Þetta er dásamlegt. Öll stóm félögin, sem ráða Frá yfír miklu fjár- JóniÓttari magni, em slegin út Karissyni af Moss þrátt fyrir iNoregi það standi langt að baki hvað fjárhagsgetu varðar. Moss er eins og góð fjölskylda þar sem allir þekkja alla og allir vinna fyrir hvem annan. Andinn hefur verið frábær og ekkert hefur komið uppá, sem skyggir á hina góðu sam- stöðu, er ríkir í herbúðum okkar. !g er sérstaklega ánægður með að við náðum að rífa okkur upp eftir slaka frammistöðu í haust — barátt- og samstaðan hafði þau áhrif ai, ýk an að við náðum að sýna okkar rétta andlit þegar mest á reyndi. Þjálfari okkar á sinn þátt í velgengninni, en hann er mjög sérstakur persónu- leiki sem gott er að vinna með, hann er sem einn af okkur strákun- um í liðinu,“ sagði Gunnar. Vilji, skap, barátta Hver er helsti munurinn á norskri og íslenskri 1. deildar- knattspyrnu? „Hér í Noregi em mörg góð lið og margir góðir leikmenn. Breiddin er mikið meiri. Hér ráða knattspymu- menn yfir meiri tækni og fag- kunnáttu og aðstaða er hér öll önnur en heima. Hér getum við æft 10 mánuði á ári með því að nýta velli innanhúss og gervigrasvelli. Einnig vil ég nefna að hér æfír maður í vinnutímanum og getur haft kvöldin fyrir fjölskylduna, sem hefur mikla þýðingu. Það em meiri peningar í fótboltanum hér þar sem leikmenn fá meira fyrir sinn snúð — sérstaklega þegar vel gengur. Ég vinn hálfan vinnudag í banka hér í Moss, þar sem ég get skotist í burtu þegar ég þarf vegna æfínga eða keppni. Það sem Islendingar hafa fram yfír er viljinn, skapið og það að gefast aldrei upp. Barátta og aftur barátta er það sem gildir. Á þessu sviði geta Norðmenn mikið lært.“ Gunnari hefur gengið vel að læra norskuna og telur að það hafi haft allt að segja í sambandi við öll sam- skipti og aðlögun að norskum háttum. Gunnari líkar mjög vel að búa í Moss. „Hér ríkir hálfgerð Akureyrarstemmning, sem er róleg og afslöppuð — ekki neitt Reykja- víkurstress". Leikadferðin heppnaðist Gunnar var ánægður með úrslita- leikinn. „Við byggðum leik okkar upp á skyndisóknum gegn Molde, sem leikur Wimbledon-fótbolta, þar sem allt byggist upp á háum fyrirgjöfum á tvo hávaxna leikmenn staðsetta í vítateig andstæðinganna. Þessi leikaðferð heppnaðist 100%. Allt liðið lék vel, sérstaklega vörnin og markvörðurinn var frábær. Hvað er framundan? „Það er landsleikur gegn Rússum um mánaðarmótin og síðan ferð til Kanaríeyja mcð fjölskylduna í boði Moss.“ Áð lokum bað Gunnar fyrir kveðjur til fjölskyldu og vina á ís- landi og er þeim hér með komið á framfæri. bætti Moss við öðru marki. Þar var að verki Geir Hemæs eftir góða fyrirgjöf frá Bachke. Mínútu síðar flautað dómarinn til leiksloka, Moss var norskur meistari 1987. Molde hafði boltann lengst af - en Moss sigraði með vel útfærðum skyndisóknum og mikilli baráttu. Markvörður Moss átti stórleik, Gunnar Gíslason lék vel á miðj- unni, en það var sigur góðrar liðsheildar sem öðru fremur skóp þennan sæta sigur. Brann héH sætinu Bjami Sigurðsson og félagar í Brann björguðu sér frá falli með stórsigri yfir Tromsö í Bergen, 5:0. Það var sem aðeins eitt lið væri á vellinum — Brann hafði yfirburði á öllum sviðum. Leikmenn voru órag- ir við að sýna hvað í þeim býr, samspil, samvinna og leikgleði sat í fyrirrúmi í vöm sem sókn. Brann átti góðan dag, allir léku vel, en Bjami hafði lítið að gera í markinu. Þess má geta að Brann hefur leikið til skiptist í 1. og 2. deild frá 1979 og það er fyrst núna sem það nær að leika tvö ár i röð í 1. deild. Önnur úrslit: Ham Kam-Lilleström...........2:1 Kongsvinger-Mjöndalen........1:0 Rosenborg-Start..............4:1 VTeringen-Bryne..............1:0 Lokastaðan (22 umferðir): Moss 44 stig, Molde 41, Kongsvin- ger 39, Rosenborg 39, Bryne 34, Tromsö 31, Váleringen 30, Brann 30, Lilleström 29, Ham Kam 29, Mjöndalen 25, Start 25. „ a Morgunblaðift/Jón Sigurðsson Noregsmeistarinn Gunnar Gíslason stóð sig mjög vel hjá Moss í sumar og varð Noregsmeistari á sínu fyrstu keppnistímabili hjá liðinu- Moss-liðið kom upp úr 2. deild í fyrra. Gunnar er mjög ánægður með veru sína hjá liðinu og segist, í viðtalinu hér vi hliðina, verða áfram ytra. GETRAUNIR: 122 111 21X X X 2 LOTTO: 3 4 5 6 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.