Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 10
10 B IBoratmfrlaMfr /ÍÞRÓTTIR ÞRJÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 KNATTSPYRNA / ENGLAND Everton-liðið frá- bært gegn Chelsea EVERTON er á mikilli siglingu þessa dagana. Liðið burstaði Chelsea á heimavelli á laugar- daginn og nálgast toppinn óðfluga. Hvorki QPR né Li- verpool léku á laugardaginn, QPR sat hjá en leik Liverpool í Wimbledon var f restað vegna mikils vatnsveðurs. Tveimur öðrum leikjum í 1. deild var reyndar frestað af sömu orsök- um — viðureign Coventry og Southampton og Watford og Newcastle. Leikmenn Everton fóru á kostum á Goodison Park. Graeme Sharp, sem skoraði fjögur um fyrri helgi í Southampton, skoraði nú tvö og hefur sennilega aldrei leikið betur en í haust. Fyrst skor- aði hann af stuttu færi, renndi knettin- um í netið, og síðan með fallegum skalla. Adrean Heath skoraði síðari tvö mörkin áður en Kerry Dixon gerði eina mark Chelsea undir lok- in. Frá Bob Hennessy iEnglandi John Hollins, stjóri Chelsea, hélt leikmönnum sínum í heila klukku- stund í búningsklefanum eftir leikinn. „Það eru engin stórvand- ræði hjá okkur. Það er einfaldlega best að tala um hlutina meðan þeir eru mönnum enn í fersku minni,“ sagði Hollins. Howard Kendall, fyrrum stjóri Everton sem nú er við stjórnvölinn hjá Atlico Bilbao á Spáni, var með- ai áhorfenda á Goodison Park og var hrifinn af sínu gamla liði. „Li- verpool-liðið hefur byijað frábær- Iega, en Everton lék stórkostlega knattspymu í dag og verður í barát- tunni á toppnum ásamt Liverpool," sagði hann. Áhorfendur voru 32.004. Davis var frábœr Paul Davis, blökkumaðurinn snjalli hjá Arsenal, var frábær í leiknum gegn Oxford. Skoraði fyrra mark liðsins og stjómaði leik þess á miðj- unni. George Graham, stjóri Arsenal, hrósaði Davis í hástert eftir leikinn og sagði að landsliðs- þjálfarinn gæti ekki lengur litið fram hjá honum. „Davis er svo ró- legur á vellinum að hann minnir mig á miðvallarleikmann á megin- landinu," sagði Graham. Síðara markið gerði Steve Williams á 86. mín. — þrumaði í netið af 25 metra færi; sannkallað glæsimark. Arse- nal vann þarna sinn 7. sigur í röð. í þessum leikjum hefur liðið skorað 12 mörk en ekki fengið eitt einasta á sig. „Góður varnarleikur er list, og vöm okkar hefur verið leikin nánst fullkomnlega að undan- fömu," sagði Graham á eftir. Áhorfendur á Highbury voru 25.244. Robson í sviðsljósinu Manchester United vann Sheffield Wednesday á Hillsborough í Sheffi- eld og var það aðeins í annað skipti á 33 ámm sem það gerist. Bryan Robson, fyrirliði enska landsliðsins, var nú færður í sína gömlu stöðu á miðjunni, en hann hefur leikið í vöm United að undanförnu. Það er þó ekki til frambúðar. Alex Ferguson, stjóri United, sagðist ein- ungjs hafa viljað hafa fleiri menn á miðjunni en venjulega vegna slæms ástands vallarsins; þess vegna hefði hann fært Robson framar. Robson skoraði fyrst í eigið net, skallaði þangað eftir hom- spymu á 10. mín., en jafnaði svo á þeirri 40. með glæsilegu skoti. Brian McClair skoraði tvö mörk í leiknum og Clayton Blackmore eitt. Mel Sterland gerði síðara mark Wednesday í lokin. United-liðið lék ekki vel þrátt fyrir sigur, Wednes- day fékk mörg góð færi, en Gary Walsh í marki United varði oft mjög vel. Hann var því hetja liðs sfns en vissi ekki mikið af því! Hann lenti í samstuði strax á fjórðu mínútu, fékk heilahristing og „skalf eins og hrísla" í leikhléi, svo vitnað sé í Alex Ferguson. Kevin Moran, varnarmaðurinn harðskeytti, fer venjulega í markið þegar eitthvað á bjátar hjá United, en hann hafði einnig fengið heilahristing í sama atviki í byrjun leiksins, þannig að Walsh var látinn leika áfram. Hann lék mjög vel í seinni hálfleik en strax á eftir var farið með hann í flýti á sjúkrahús ^ þar sem hann dvaldi yfir nótt. Áhorfendur voru 32.779. Forest vann í Derby Brian Clough, sem stýrði liði Derby County til stórra sigra á áttunda áratugnum, kom þangað á ný um helgina með lið Nottingham Forest og fór með þijú stig á brott. Lið hans sigraði 1:0 og það var Paul Wilkinson sem skoraði eina markið. Áhorfendur: 22.394. Leikur Norwich og Tottenham á Carrow Road var mjög góður. Ke- vin Drinkell skoraði fyrst fyrir heimaliðið, Belginn Nico Claesen jafnaði en Wayne Biggins gerði sig- urmarkið á 63.mín. Stjórar liðanna voru báðir ánægðir með sína menn, Ken Brown hjá Norwich sagði: „Þetta var besti leikur okkar á tíma- bilinu," og David Pleat hjá Spurs sagði: „Ég get ekki skammað leik- menn mína. Þeir léku vel, léku til sigurs _en það tókst ekki í þetta sinn.“ Áhorfendur voru 18.669. West Ham er nú í fimmta neðsta sæti eftir jafntefli á heimavelli gegn Charlton. Paul Ince skoraði fyrst fyrir heimamenn á 7. mín. en Garth Crooks jafnaði fyrir Charlton eftir hálftíma leik. Kevin Dillon átti frábæran leik með Portsmouth er liðið sigraði Luton 3:1 á heimavelli sínum. „Þegar Dill- on nær sér á strik er hann ekki síðri en bestu leikmenn hér á landi,“ sagði Alan Ball, stjóri Portsmouth, eftir leikinn. Dillon hefur ekki verið í liðinu að undanfömu og sagðist Ball hafa átt í vandræðum með hve áhugalaus hann væri á köflum. Fyrst skoraði hann með glæsilegu skoti af 25 m færi og síðan úr víta- spyrnu, og svo lagði hánn upp þriðja markið sem gamla brýnið Paul Mariner skoraði, en hann hafði komið inn á sem varamaður. Mick Harford skoraði mark Luton úr vítaspymu. Skotland Ian Ferguson skoraði eina markið er Dundee United sigraði Rangers í toppleik dagsins. 18.214 áhorfend- ur sáu skemmtiegan leik. Frank McAvennie skoraði strax í sínum fyrsta leik fyrir Celtic eftir að hann kom frá West Ham í 3:1 sigri á Morton. White og Walker skoruðu líka fyrir Celtic en Ales O’Hara fyrir Morton. ~n Reuter Þaul Davls þrumar boltanum í netið hjá Oxford á laugardaginn eftir aðeins ellefu mínútur. Hann lék frábærlega að þeBSU sinni og sagði George Graham, stjóri Arsenal, að hann ætti skilið að fá tækifæri i enska landsliðinu. KNATTSPYRNA / PORTÚGAL Reuter Brasilískl vamarmaðurinn Celso hjá Porto (til vinstri) í baráttu um knöttinn við Aparicio í leiknum gegn Vitoria frá Setubal um helgina. Jafntefli varð, 4:4. Atta marka leikur nýliða og meistara EVRÓPUMEISTARAR Porto gerðu jafntefli, 4:4, gegn nýlið- um Setubal í portúgölsku 1. deildarkeppninni um helgina. Porto er enn í efsta sæti deild- arinnar. Leikurinn var mjög skemmtileg- ur. Þrátt fyrir að meistararnir næðu forystunni strax á 10. mín. neituðu nýliðamir að gefast upp. Manuel Femandes náði að skora fjórða mark Setubal og jafna leikinn er aðeins fimm mín. vom til leiks- loka. Þess má geta að þjálfari liðsins er hinn gamalkunni enski þjálfari Malcolm Allison, en liðið þykir leika mjög skemmtilega undir hans stjóm, og hefur komið á óvart í vetur. Sporting frá Lissabon var tvívegis marki á heimavelli gegn Guimaraes og náðu aðeins jafntefli, 2:2, en Maritimo fékk á sig tvö mörk seint í leiknum gegn Boavista og tapaði 2:3. Það lið sem mest hefur komið á óvart í vetur er Penafiel, „smálið" úr norðurhluta landsins sem er í þriðja sæti á eftir Porto og Sport- ing. Um helgina sigraði liðið Farense 3:2. Benfica, frægasta lið Portúgal, gengur hins vegar ekki vel þessa dagana. Liðið tapaði 0:1 í Chaves. Eina markið var skorað úr vítaspyrnu á síðustu mínútu leiksins. Benfica hefur ekki byijað svona illa í deildinni í áraraðir. Lið- ið er nú í 10. sæti deildarinnar. ■ Úrslit/B14. ■ Staöan/B14. HOLLAND / BIKARKEPPNIN Varalið Ajax slóSpartaút ÞAÐ var ekki leikið í deildar- keppninni um helgina heldur varfyrsta umferð bikarkeppn- innar á dagskrá. Úrvalsdeildar- liðin áttu frekar auðvelt með að komast áfram því í fyrstu umferð leika þau ekki innbyrð- is. Þetta fyrirkomulag kemur sér vel fyrir landsliðið, sem leikurá morgun, miðvikudag, mikilvægan leik í undankeppni Evrópumótsins, við Pólverja. Landsliðsmenn gátu því hugsnlega sparað sig fyrir þann leik. Þó var töluvert um óvænt úrslit og þar má nefna að B-lið Ajax sló Sparta út úr bikarnum, með tveimur mörkum gegn einu, en Sparta var framan af hausti í efsta sæti 1. deildarinnar. Ajax-liðið er skipað mjög efnilegum leik- mönnum, sem eru flestir innan við tvítugt, og að auki var Frank Stap- leton með þeim, en Ajax keypti hann frá Manchester United í vor. Frá Hróðmari Sigurbjörnssyní iHollandi Hann hefur ekki komist í A-Jið fé- lagsins að undanförnu. Þá sló áhugamannaliðið Top út lið Utrecht 3:0, en síðamefnda liðið komst áfram í 2. umferð Evrópu- keppninnar með því að slá út ungverskt lið. Önnur lið úr úrvalsdeildinni komust auðveldlega áfram. Annars snýst hér allt um landsleik- inn á morgun, en Hollendingar verða helst að vinna hann. Lands- liðsþjálfaranum er vandi á höndum því nokkra máttarstólpa vantar. Þar á meðal Frank Rijkaard, sem ekki hefur stundað æfingar í tvær vikur en þjálfarinn, Rinus Michels, taldi hann hvorki í andlegu né líkamlegu ásigkomulagi til að taka þátt í svo mikilvægum leik. En þrátt fyrir aðvaranir Johan Cruyff valdi hann Arnold Muhren, en sem eini örv- fætti miðjumaðurinn í landsliðinu, er hann mjög mikilvægur. Cmyff taldi Muhren, sem orðinn er 36 ára, ekki í nógu góðri æfingu, en þjálfarinn taldi sig samt ekki geta án hans verið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.