Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 234. tbl. 75. árg. FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter ÞJOÐNYTING MEÐ LOGREGL UVALDI Hundruð óeirðalögregluþjóna umkringdu í gær stærsta einkabanka Perú, Banco de Credito, og brutu hurð hans með bryndreka eftir að hafa flæmt bankastarfsmenn, sem eiga meirihluta hlutafjár bankans, og hóp mótmælenda á brott með tára- gasi. Þá gátu embættismenn efnahagsmálaráðu- neytisins komist inn í bankann og hófu þegar þjóðnýtingu hans. Alan Garcia, forseti Perú, ákvað fyrir skömmu að þjóðnýta fjármálastofnanir landsins. Bankaráð Perú mótmælti þessari ákvörðun harðlega, sem grófu stjórnarskrárbroti, en allt kom fyrir ekki. Burkina Faso: Forseta landsíns steypt af stóli Ahicijan á Fílabemgstrttndinni, Reuter. HINÚM róttæka forseta Burkina Faso, Thomas Sankara höfuðs- manni, var í gær steypt af stóli af næstráðanda sinum, Blaise Compaore höfuðsmanni. Sankara þótti vinstrisinnaður, en arftaki hans er talinn enn róttækari. Ríkisstjómin og hin ríkjandi stjómmálahreyfíng landsins, bylt- ingarsinnaða þjóðarráðið, vom leyst upp að því er sagði í útvarpssending- unni frá Ouagadougo, höfuðborg landsins. Útgöngubann var sett á frá sólsetri til dögunar og landamær- um lokað. Burkina Faso hét áður Efri-Volta og er eitt fátækasta ríki heims. Það er landlukt og búa þar um átta millj- ónir manna. Herinn hefur verið við völd undanfarið 21 ár og hafa bylt- ingar verið tíðar. Sankara tók við völdum árið 1983. Hann þótti vinstri sinnaður og sótti í stjómarfari sínu til Kúbu og Líbýu. Hann hafnaði þó alla tíð alræði byltingarsinnaða þjóð- arráðsins, barðist með góðum árangri gegn spillingu og fjáraustri Sri Lanka: Indverjar hvetj a skæru- liða tamíla til uppgjafar Friðargæsluliðið þrengir hringinn um Jaffna Colombo, Srí Lanka. INDVERJAR hvöttu í gær skæruliða tamíla til uppgjafar í þann mund sem friðargæslulið Indverja hægði á framsókn sinni að borg- inni Jaffna. Hún er eitt helsta vígi tamíla. Að sögn indverska sendiráðsins á Sri Lanka hafa 79 indverskir hermenn fallið, 17 eru týndir og særðir um 260. Hins vegar hafa um 380 úr Uði tamíla falUð i bardögum frá því í síðustu viku, en þá rufu tamilar vopnahlé það sem ríkt hafði frá í júlilok. verið dreift umhverfis borgina og í henni sjálfri. Á Sri Lanka em nú um 15.000 indverskir hermenn, sem gætt hafa laga og reglu meðan deiluaðilar, tamílar og sinhalesar, hafa reynt að ráða fram úr málum sínum. í síðustu viku sauð þó upp úr eftir fjöldamorð tamfla á sinhalesum, en þau sigldu í kjölfar sjálfsmorða nokkurra tamfla, sem sátu í her- fangelsi Indveija. embættismanna og snerist gegn allri persónudýrkun, sem fram að því hafði verið landlæg. Compaore er á hinn bóginn einarður kommúnisti og hefur ekki farið leynt með það. Reuter Wilfried Martens. Belgía: Stjórnin segir af sér Brussel, Reuter. Forsætisráð- herra Belgiu, Wilfried Martens, gekk i gær á fund Baldvins Belgiu- konungs og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Astæða afsagnar- innar er tungu- máladeila, sem ekki hefur tekist að greiða úr, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Belgar skiptast í tvo hópa, vallóna og fíæmingja. Vallónar búa f suður- hluta landsins og tala frönsku, en flæmingjar eru aðallega nyrðra og tala flæmsku, sem er náskyld holl- ensku. Opinberir starfsmenn í Belgíu þurfa að hafa báðar tungur á taktein- um, en ástæða ofangreindrar deilu er sú að vallónskur borgarstjóri, Jose nokkur Happart, hefur neitað að gangast undir próf þar sem reynt skal á flæmskukunnáttu hans. í fyrra sagði Martens af sér vegna sama máls, en tveimur dögum síðar skipaði konungur honum að sitja áfram ásamt ráðuneyti sínu. Á þessu ári, sem liðið hefur, hefur Martens hins vegar ekki tekist að sætta menn f hinni fjögurra flokka samsteypu- stjóm sinni, sem ekki eru á eitt sáttir um lausn málsins. í liði Indverja, sem sækir nú gegn tamílum, eru um 6.000 manns, en auk þess njóta Indverjar stuðnings vélaherdeilda og stór- skotaliðs. Frá því á laugardag hafa þeir sótt norður Jaffna-skaga og orðið vel ágengt í að hrekja eða afvopna skæruliða tamfla. Samkvæmt indverskum útvarps- stöðvum eru hersveitir Indverja nú komnar fast að borgarmörkum Jaffna, en mæta öflugri mótstöðu skæruliða og ku nú vera „barist um hvert hús“. Indverjar segja að skæruliðar sæti nú harðri skothríð stórskotaliðs, en jafnframt var sagt að friðargæsluliðið geti enn ekki lagt til lokaatlögu að Jaffna. Bæði mun andstaðan vera of öflug og einnig hafa Indverjar áhyggjur af því að mannfall almennra borgara verði gífurlegt verði hafíst handa nú. Þá hefur jarðsprengjum víða Svíþjóð: Kynleg hjónabandsvandræði Stokkliólmi, Reuter. SÆNSKUR klæðskiptingur, sem fyrir sjö árum tókst að fá sænsk yfirvöld til þess að viðurkenna sig sem kvenmann, hefur á ný hafið baráttu gegn kerfinu. Nú vill hann fá leyfi til þess að kvænast konunni sem hann elskar. Út frá líffræðilegu sjónarmiði er klæðskiptingurinn karl. Lítið fer þó fyrir karlmennskunni, enda hafa sænsk stjómvöld litið á hann sem konu frá árinu 1980. Þá tók hann upp nafnið Britt. Síðar á lífsins gönguför kynntist hann kvenmanni að nafni Sonia. Þau felldu hugi saman og tók hún bón- orði hans þegar þar var komið sögu. Yfírvöld hafa hins vegar neitað að gefa þau saman, þar sem sænsk lög banna hjónaband einstaklinga sama kyns og Britt er frá lagalegum sjón- arhóli kvenmaður. Stefnir nú allt í að málið fari fyrir Evrópudómstólinn í Strassborg. Nóbelsverðlaunin í eðlis- og efnafræði: Uppgötvanir sem marka vatnaskil í vísindum Stokkhólmi, Reuter. Nóbelsverðlaunin í vísindum, sem skýrt var frá í Stokkhólmi í fyrradag, eru hugsanlega fyrirboð- ar byltingarkenndra framfara fyrir mannkyn aUt. Rökstuðningur nóbelsnefndarinnar var mjög fræðUegur en á bak við málskrúðið hillti þó und- ir meiriháttar uppgötvanir í eðlis- og efnafræði. Nóbelsverðlaunin í efnafræði, 340.000 dollara, fengu að þessu sinni tveir Bandaríkjamenn, Charles Pedersen og Donald Cram, og Frakkinn Jean-Marie Lehn fyrir „sameindatengingu, sem líkir eftir mjög mikilvægu, líffræðilegu ferli". Þeim tókst með öðrum orðum að tengja saman sameindir, sem geta orðið undirstaða nýrrar og hugsanlega óendanlegrar upp- sprettu hreinnar orku. „Starf þeirra vísar veginn til nýrra tíma í orkuöfl- un, lýkur upp fyrir okkur hinni óþijótandi orkulind sólarinnar," sagði Bo Malmström, sem situr í sænsku vísindaakademíunni og hann bætti við, að með tilraun- um hefði tekist að breyta orku sólarljóssins í vetni, sem síðan var notað til að knýja sérsmíðaðan bíl. Miklar vonir eru einnig bundnar við, að rannsóknir verðlaunahafanna geti leitt til framleiðslu nýrra iðnað- arefna, sem eru laus við öll eituráhrif. Eðlisfræðingamir Georg Bednorz frá Vestur- Þýskalandi og Alex Muller frá Sviss fengu Nóbelsverð- launin fyrir „að finna efni, sem er ofurleiðandi við 12 gráðu hærri hita en áður þekktist". Uppfínning þeirra var með öðrum orðum í því fólgin að einangra keramikefni, sem leiðir rafstraum án nokkurs orku- missis við mínus 238 gr. á Celcius. Erik Karlsson, félagi í vísindaakademíunni, sagði, að aðrir vísinda- menn ynnu að framhaldsrannsóknum á þessu sviði og væri búist við, að þær leiddu til stóraukinnar minnisgetu í tölvum og framleiðslu ofumákvæmra mælitækja. Eðlisfræðiprófessor í Zurich sagði um afrek þeirra Múllers og Bednorz, að það væri „upp- götvun, sem rekur á fjörumar einu sinni á hálfri öld“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.