Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987 29 Ormar í fiski eru fyrst og fremst útlitsgalli - segir dr. Hannes Hafsteinsson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna BANDARÍSKA dagblaðið The New York Times birti grein sl. miðvikudag um sníkla í fiski, sem seldur er i Bandaríkjunum. í til- efni af því hafði blaðið samband við þá dr. Hannes Hafsteinsson, matvælaverkfræðing hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og Erling Hauksson, starfsmann Hringormanefndar. Dr. Hannes Hafsteinsson varði doktorsritgerð sína í matvælaverk- fræði við Cornellháskólann í Bandaríkjunum sl. sumar en hún fjallaði einmitt um ormaleit í fiski. Dr. Hannes sagði að ormar í fiski væru fyrst og fremst útlitsgalii. Plestir vísindamenn, sem rannsakað hafi orma í fiski, séu sammála um að ormar í fiski séu það lítið heilsu- farslegt vandamál að ekki sé ásæða til stóraðgerða varðandi þá. „Seint á sjöunda áratugnum höfðu vísindamenn áhyggjur af ormum í fiski, með tilliti til heilsu manna, en þeir komust að þeirri niðurstöðu að heilsufarsleg vanda- mál varðandi selorm væru hverf- andi lítil og koma mætti í veg fyrir heilsutjón af völdum síldarorms með frystingu og hitun. I greinaskrifum setja menn yfir- leitt undir sama hatt allar tegundir af hringormum. Það er mikill mun- ur á selormi og síldarormi en selormurinn er stærsta vandamálið hjá okkur. í Bandaríkjunum er einungis vit- að um eitt tilfelli, frá árinu 1972, um að selormur hafa grafið sig inn í magavegg manns. I öllum öðrum tilfellum, þar sem menn hafa orðið varir við lifandi selorm í fólki, hefur hann ekki verið neitt heilsufarslegt vandamál. I fyrra voru 14 skráð slík tilfelli í Bandaríkjunum frá upphafi. Það er því rangt sem stendur í grein The New york Ti- mes að vitað sé um 50 slík tilfelli í Bandaríkjunum. Með tilliti til mik- illar fiskneyslu Bandaríkjamanna, og mikillar aukningar hennar und- anfarin ár, er ekki hægt að tala um neina hættu af selormasýkingu. Síldarormurinn er aftur á móti varhugaverðari og getur valdið kvillum, ef hann er lifandi þegar hans er neytt, en í fyrra voru þann- ig tilfelli í Bandaríkjunum einungis þrjú skráð frá upphafi. Bæði selormurinn og síldarorm- urinn dreþast við frystingu og alla hefðbundna matargerð, svo sem soðningu, djúpsteikingu og bökun. Síldarormurinn er mun viðkvæmari en selormurinn og þarf minni fryst- ingu og hitun til að drepast. Það er ekki vitað til þess að dauðir orm- ar valdi kvillum í fólki“, sagði dr. Hannes. Byggðaröskun og fjölgun sela Erlingur Hauksson, starfsmaður Hringormanefndar, sagði að hring- ormum í íslenskum fiski hefði fjölgað mjög mikið, allt frá árinu 1960, vegna aukins fjölda útsela hér við land. „Enda þótt útselir séu mun færri en landselir hér við land þá eru þeir jafn miklir skaðvaldar hvað hringorm varðar því að meðaltali eru um tvö til þrjú þúsund hring- ormar í útsel en einungis nokkur hundruð í landsel. Það eru einkum tvær skýringar á fjölgun útsela hér við land. Önnur er hyggðaröskunin, fóiki hefur til dæmis fækkað mjög í Skaftafells- sýslum og á Ströndum en þar kæpir nú útselurinn á eyjum og skeijum og jafnvel uppi á fastalandinu. Hin skýringin er sú að minna er nú veitt af sel en áður var. í seinni heimsstyijöldinni misstu íslending- ar áhuga á útselskópum til átu. Fram til ársins 1976 voru um sex þúsund landselsskópar veiddir ár- lega vegna skinnsins sem af þeim fékkst. Vegna áróðurs selfriðunarmanna setti Efnahagsbandalag Evrópu innflutningsbann á selskinn árið 1981 og iokaðist þá markaður ís- lendinga fyrir skinnin. Hringorma- nefnd var sett á laggirnar árið 1979 og 1982 hóf hún að greiða verðlaun fyrir sel sem veiddur er hér við land Nú greiðir nefndin 22 krónur fyrir kílóið af sel. Frá 1982 til 1986 hafa um 5.500 selir verið veiddir árlega, þar af um 2.300 landsels- kópar, um 1.100 útselskópar og um 2.100 fullorðin dýr, þar af um 800 útselir. Hér við land er mjög lítið um síldarorm en hvalir eru lokahýslar hans. Ég hef aldrei fundið kyn- þroska síldarorm í útsel hér við land en hann hefur hins vegar fundist í litlum mæli í útsel við strendur Skotlands", sagði Erlingur. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Rjúpur í húsa- görðum Borgarnesi. Rjúpnaveiðitíminn er hafin og rjúpurnar eru að verða al- hvítar. Þessi rjúpnahópur hefur að undanförnu verið að flögra um á milli húsagarða í Borgarnesi íbúum til augna- yndis en veiðimenn hafa fengið fiðring í gikkfingurinn. AFS á Islandi 30 ára: Hátíðarfundur í Nor- ræna húsinu á morgun FÉLAGIÐ Alþjóðleg fræðsla og samskipti á Islandi heldur upp á Ólafur Stefán Sveinsson, kaupfélagsstjóri, ávarpar gesti við opnunina. Morgunbiaðið/Ámi Sæbcrg • • Onnur hæð Kaupstað- ar í Mjódd opnuð Verslunin Kaupstaður í Mjódd- inni opnaði aðra hæð verslunar- hússins í gær að viðstöddum um 400 gestum. Framkvæmdir við aðra og þriðju hæð verslun- arinnar hófust í mars á þessu ári og er húsið um 8 þúsund fermetrar, sem skiptast í versl- unar- og skrifstofuhúsnæði, kjötvinnslu, lagera og starfs- mannaaðstöðu. Við opnunina sagði Ólafur Stef- án Sveinsson, kaupfélagsstjóri, að verslunin legði áherslu á góðar og vandaðar merkjavörur og framsetningu þeirra, auk góðrar þjónustu sérþjálfaðs starfsfólks. Hann sagðist ekki hafa áhyggjur af samkeppni verslana á höfuð- borgarsvæðinu, enda taldi hann staðsetningu verslunarinnar góða vegna nálægðar við mannmörg hverfi og bæjarfélög. Auk matvörudeildar og kjöt- vinnslu, sem framreiðir heitan mat fyrir fyrirtæki og stofnanir, erí þjónustusvæði á fyrstu hæð Kaupstaðar. Þar er meðal annars upplýsingaþjónusta, hraðfram- köllun, skyndibitastaður og brauðafgreiðsla þar sem kökur og vínarbrauð eru bökuð á staðnum. Á annari hæðinni er fatadeild þar sem seldur er fatnaður á alla fjölskylduna, en þar er einnig skó- deild, snyrtivöru-, tísku- og sportvörudeild. Heimilisvörudeild er einnig á annari hæð og þar er meðal annars boðið upp á búsá- höld, gjafavörur, raftæki, ljós- myndavörur og bækur. Kaffitería fyrir 70 manns er í norðaustur enda hæðarinnar, barnahorn og svið fyrir sýningar og kynningar. Kaupstaður er í eigu Kaup- félags Reykjavíkur og nágrennis og var keyptur af versluninni Víði 1. október 1986. Arkitekt hússins er Kjartan Sveinsson, en Kjartan Á. Kjartansson, innanhússarki- tekt og Gunnar Guðnason, arki- tekt, störfuðu við uppbyggingu annarar og þriðju hæðar. A þriðju hæðinni verður skrifstofuhús- næði. 30 ára afmæli sitt nú í haust. í tilefni þess verður haldinn hátí- ðarfundur í Norræna húsinu á morgun, laugardaginn 17. októ- ber, og hefst hann ki. 16.30. Hátíðarfundurinn hefst á ávarpi Birgis ísleifs Gunnarssonar menntamálaráðherra, en síðan verða flutt fræðsluerindi um starf- semi AFS. Viðstaddur verður forseti alþjóðasamtakanna AFS, Rick Haynes yngri. Þetta er í fyi-sta sinn sem hann heimsækir íslands, en hann tók við starfinu á síðasta ári. í tilefni afmælisins kemur einn- ig Philip den Ouden, varaforseti AFS fyrir Evrópu, Afríku og Mið- austurlönd, í heimsókn hingað til lands. . í fréttatilkynningu frá AFS á Islandi segir að á þessu ári séu lið- in 40 ár frá því AFS tók til við meginverkefni sitt, nemendaskipti milli landa, og marki þetta ár því tímamót í sögu samtakanna. o INNLENT Jeppasýning í Reið- höllinni um helgina FERÐAKLUBBURINN 4x4 held- ur jeppasýningu í Reiðhöllinni í Víðidal helgina 16. til 18. októ- ber. Um 50 torfærubílar auk nýrra jeppa verða á sýningunni og sýndur verður aukabúnaður fyrir jeppana ásamt öðru sem tengist ferðalögum, svo sem fatn- aður, kort og leiðsögutæki. Einnig verða sýndar myndbands- og slidesmyndir frá ferðum félags- manna þar sem sýnt er hvernig nota má torfærutækin í ám, snjó og ann- ari ófærð. Sérstakri torfærubraut með fjarstýrðum rafmagnsjeppum verður komið fyrir og geta sýningar- gestir fengið að spreyta sig á torfæruakstri. Þá reyna íslands- meistarar í torfæruakstri með sér á rafmagnsjeppunum tvisvar á dag. Sýningin hefst klukkan 16 á föstudag og er opin alla helgina. Miði á sýninguna kostar 300 krónur en frítt verður inn fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd fullorðinna. Kvennadeild Borg- firðingafélagsins heldur kaffisölu BORGFIRÐIN G AFÉL AGIÐ í Reykjavík hóf vetrarstarfið 10. þessa mánaðar með haustfagn- aði, en siðan verður spiluð félagsvist þrjá sunnudaga. Eldri og yngri borgurum gefst tækifæri til að hittast og spjalla saman næsta sunnudag í Hreyfils- salnum við Grensásveg því kvenna- deild félagsins verður þar með sína árlegu kaffísölu og happdrætti. Deildin reynir einnig að gleðja aldr- aða um jólin og hlynnir auk þess að sumarhúsi Borgfirðingafélagsins í Borgarseli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.