Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987 37 Minning: * * OskarArnason hár greiðslumeistari Fæddur 19. nóvember 1915 Dáinn 6. október 1987 Nú er horfinn á braut Óskar Ámason tengdafaðir minn og fé- lagi. Okkar leiðir lágu fyrst saman fyrir rúmum tuttugu árum og alla tíð síðan hafa samskipti okkar ein- kennst af fjöri, alúð, umhyggju og lífskrafti. Það var alla tíð einkennandi fyr- ir Óskar hvað hann naut sín vel þegar eitthvað var að gerast. Alltaf ef einhverjar framkvæmdir stóðu fyrir dyrum var Óskar mættur til leiks boðinn og búinn að leggja hönd á plóginn. Og ég veit að léttu grínsögurnar og viðhorfin koma til með að lifa með mér og vekja hlýj- ar endurminningar um góðan dreng. Enda er ég þess fullviss að einmitt þannig vill hann að sín verði minnst. Önnur hlið á Óskari blasti við bamabömunum og veit ég fyrir víst að þau koma til með að sakna hans mikið, enda vandfetað í fót- spor hans í samskiptum við þau. Hann talaði alltaf við þau hvert fyrir sig og ætlaði til þess töluverð- an tíma í hverri einustu viku. Mér þótti gaman að sjá hvað hann hafði mikið dálæti á ungviðinu og það var greinilega endurgoldið í sömu mynt. í minningunni er mér ofarlega í huga, hve náin tengsl hann hafði við íslenska náttúm og mikinn áhuga fyrir lífinu. Hann var alltaf með í því sem helst var að gerast og tók yfirleitt afstöðu með upp- byggingu lífsins. Hægt er að full- yrða að meiri íslandsaðdáandi sé vandfundinn, áhugi hans á landi og þjóð náði svo langt að hann hafði ekki áhuga fyrir utanlandsferðum. Það mætti ef til vill orða þetta þannig að hann hafi verið maður sólarinnar og er ég þess fullviss að einmitt þannig munum við sem þekktum hann minnast hans. Ég þakka Óskari samfylgdina og bless- uð sé minning hans, sem er svo rík í hugum okkar. Haukur Haraldsson Lokið _ er athafnasamri ævi Óskars Ámasonar, hárskera- og hárgreiðslumeistara. Hann stund- aði iðn sína í 53 ár og var við störf sín, þegar kallið kom, örsnöggt og vægðarlaust. Kynni okkar Óskars stóðu í á fjórða áratug þótt svo að drægi úr ftindum okkar hin síðari ár, m.a. vegna ijarlægðar milli búsetu okk- ar. Þó hittumst við sl. sumar. Og þá var létta skapið hans enn til staðar; þetta einstaka glaðlega við- mót, bjart brosið og hlýjan. Nú er hann genginn, en ekki úr hug þótt horfinn sé auga. Bergstaðastrætið hefur alla tíð skipað verðugt sæti í sögu borgar- innar okkar, og við Óskar vorum innilega sammála um, að ekki hefði sú góða gata sett ofan við það að þar slitum við báðir bamsskónum! Þetta er virðuleg gata með langa og merka sögu og þar gerðust ævintýr æsku okkar. Þó hygg ég að unglingsár hans hafi verið með nokkuð öðmm hætti en varð hjá mér, rúmum áratug síðar. Þegar hann var að þroskast til manns var lífíð á íslandi öllu erfíðara en síðar, með kreppu og því atvinnuleysi, sem henni fylgdi. Þannig mótaðist hann við hart líf og baráttu fyrir vinnu og brauði og það hefur sjálf- sagt mótað viðhorf hans ævilangt eins og svo margra annarra frá þeim tíma. Óskar fæddist 19. nóvember 1915, sonur hjónanna Elísabetar Ámadóttur og Ama Ámasonar, sem var dómkirkjuvörður um langt skeið og vel þekktur maður á sinni tíð. Þau hjón eignuðust að ég held 7 böm. Tveimur þeirra, þeim Oskari og Vigfúsi, sem líka var hárskera- meistari, kynntist ég allnáið. í rúman aldarfjórðung vomm við Vigfús svilar, en sonur minn Hauk- ur er kvæntur Oddbjörgu dóttur Óskars og Steinunnar Eiríksdóttur konu hans. Þau eiga þrjú böm, Steinunni Hildi 18 ára, Bimu Björk 13 ára og Óskar Styrmi, sem er aðeins þriggja ára. Bæði böm þeirra Óskars og Steinunnar, Oddbjörg og Eiríkur, lærðu hárgreiðsluiðnina hjá föður sínum. Böm Eiríks em líka þijú, Sigyn 21 árs, Signý tvítug og Óskar 18 ára. Milli okkar mynduðust þannig náin fjölskyldubönd um áratuga skeið. Þau tengsl hafa verið okkur öllum til mikillar ánægju og gleði. Þeir bræður, Óskar og Vigfús, áttu sameiginlega þetta einstaka glað- væra sinni. Mér em í fersku minni ótal samverustundir, þegar saman var komið við ýmis tækifæri og merkisatburði hjá íjolskyldum okk- ar — þá vom bræðumir í essinu sínu, hrókar alls fagnaðar með gleði sinni og frábæm orðhnyttni. Og hvar sem þeir fóm bám þeir með sér traustleika sinn og manndóm. Óskar var 71 árs þegar hann lést. Ekki treysti ég mér til að gera æviferli hans verðug skil í þessum fáu saknaðarorðum mínum. En ég veit vel hversu hart hann barðist fyrir Qölskyldu sinni alla ævina. Hann var óþreytandi við að byggja upp og leggja brautina fyrir sína nánustu. Mér er líka fullvel kunn- ugt um, að hann var ekki einn í verki, því við hlið hans stóð ævin- lega eiginkonan, Steinunn, sem með óþreytandi elju létti honum störfin, þegar t.d. hann vann að húsbygg- ingum fjölskyldunnar eða sumarbú- staðar auk alls annars. Nærgætni hennar við bömin og bamabömin hefur markað þau spor, sem sjást svo vel í lífi og geði þeirra allra. Dugnaður og fyrirhyggja hefur alla tíð verið einkenni og aðall þess- ara ágætu hjóna og annsemd þeirra fyrir bömum sínum, Oddbjörgu og Eiríki, og þá ekki síður öllum bama- bömunum, er áreiðanlega alveg einstök. Nú er liðinn samvistartíminn við góðan dreng og traustan mann. Það hefur hljóðnað yfir sviðinu. Láfi og starfí Óskars er lokið, en myndimar munu geymast í hjörtunum um ókomin ár. Skin þeirra minninga mun vísa ástvinum veginn. H. Teits. í dag kveð ég vin minn, Óskar Ámason. Óskar fæddist í gamla Iðnskólanum hér í Reykjavík, sonur hjónanna Áma Ámasonar, dóm- kirkjuvarðar, sonar Áma Ámason- ar, bónda Undir Hrauni í Meðallandi, og konu hans Jóhönnu Margrétar Jónsdóttur. Móðir Óskars var Elísabet Áma- dóttir, dóttir Áma Ámasonar, sjómanns, og síðar dómkirkjuvarð- ar, og konu hans, Ingibjargar Gestsdóttur, ljósmóður. Óskar ólst upp í stórum hópi systkina, en böm þeirra Áma og Elísabetar vora sjö. Gestheiður, Ámi, Svava og Vigfús, sem öll era látin, en eftir lifa Hanna og Rann- veig. Strax í æsku kenndi Óskar stöð- ugra veikinda sem hömluðu honum skólagöngu á bama- og unglings- áram, þó stundaði hann sjó á fyrstu unglingsárum sínum. Nítján ára gamall hóf hann svo nám í hárskeraiðn, sem hann lærði hjá Viggó Andersen á Vesturgötu. SVAR MITT eftir Billy Graham eri sarum í tæpt ár hef ég verið heitbundinn stúlku sem ég ann hugástum. Nú var hún að skrifa mér þar sem hún slítur trúlofuninni. Ég er í sárum. Ég velti því fyrir mér hvers virði lífið sé. Hvemig get ég afborið þetta? Ég veit að nú sverfur að þér. Þetta er nærri því eins sársaukafullt og að missa maka. En ég vil biðja þig að vera þess fullviss að Guð ber umhyggju fyrir þér á þessari stundu og hann vill hjálpa þér að horfa til framtíðarinnar, einmitt með það í huga. Lífíð er dýrmætt, hverjar sem ytri aðstæður kunna að vera, vegna þess að Guð situr við stjómvölinn og hann hefur fyrirætlanir í hyggju með þig. Ástæðan er sú að hann elskar þig. Hann ann þér miklu heitar en þú getur nokkum tíma elskað hann, já, meira en þú gætir nokkurn tíma elskað aðra mannvera. Svo djúp er elska hans til þín að hann sendi son sinn til þess að deyja á krossinum fyrir syndir þínar. Hann kom því til vegar að þú gætir sæst við Guð og fundið vilja hans varðandi líf þitt. Þess vegna vona ég að þu gangir nú fram fyrir auglit Guðs. í bréfi þínu gefur þú í skyn að þú hafir lítt hugsað um Guð fram að þessu. En þú þarfnast hans, og hann er reiðubúinn að fyrirgefa þér og bjóða þig velkominn í fjölskyldu sína. Ég veit að þú munir eiga örðugt með að sjá hvers vegna þetta hefur komið fyrir þig og vel má vera að þetta særi stolt þitt. En það er tvennt sem þú skalt hafa hugfast: Annars vegar: Samfélag eiginkonu og eiginmanns getur verið dásamlegt. En það má aldrei koma í staðinn fyrir samfélag okkar við Guð. Biblían hvetur okkur til að leita fyrst „ríkis hans og réttlæt- is“ (Matt. 6, 33). Opnaðu hjarta þitt fyrir Kristi. Láttu hann vera konung lífs þíns. í trúnni öðlast þú persónulegt samband við Krist, og það getur byrjað á þessari stundu þegar þú snýrð þér til Krists og biður hann að koma inn í hjarta þitt. Hins vegar: Gerðu þér ljóst að Guði verða aldrei á nein mistök. „Vegur Guðs er lýtalaus“ (Sálm. 18, 31). Þú getur öruggur falið framtíðina í hendur hans, einnig það að velja þér konu sem mun elska þig og hjálpa þér að verða það sem Guð vill að þú verðir. Það hafa verið mikil átakaár fyrir hinn unga mann að komast áfram í iðnnámi sínu með næstum enga undirstöðumenntun frá bamaáran- um. Þar mun seigla, þróttur og þrautseigja hafa ráðið ferð sem svo oft síðar á hans lífsbraut. Strax að loknu námi opnaði hann eigið fyrirtæki sem hann rak og stundaði til dauðadags, og nú síðustu tuttugu árin á Háaleitis- braut 58—60, sem hann keypti og byggði upp á áranum 1964—1967, en þá flutti hann starfsemi sína á Háaleitisbraut. Óskar var tvígiftur. Fyrri konu sína, Oddbjörgu Eiríksdóttur, missti hann 26. mars 1947, en seinni kona hans, Steinunn Eiríksdóttur, sem fædd er 23. desember 1913, lifir mann sinn. Þau áttu tvö böm, Eirík, hárgreiðslumeistara, sem fæddur er 1945. Eiríkur á tvær dætur og einn son. Þær Sigyn, f. 1966, og Signý, f. 1967, og Oskar, f. 1969. Dóttir þeirra, Oddbjörg, sem einnig er hárgreiðslumeistari, er fædd 1950. Oddbjörg er gift Hauki Haraldssyni sölu- og markaðsráð- gjafa. Þau eiga þrjú böm, Steinunni Hildi, f. 1969, Bimu Björk, f. 1974 og Óskar Styrmi, f. 1984. Kynni mín af vini mínum, Óskari, má segja að hafi ekki verið löng í árum, þau vöraðu þó í tvo áratugi. Strax eftir að ég flutti með fjöl- skyldu mína í Háaleitið fyrir tveim áratugum hófust kynni mín af þess- um sérstaka persónuleika. Hér hafði skapast vinátta og órofa tryggð sem með hveiju ári virtist vaxa og styrkjast. Milli okkar höfðu myndast vináttubönd og við báram gagnkvæma virðingu og traust til hins. Hér var ekki byggt á fjölskyldu- eða átthagatengslum. Hér hafði ég hitt mann sem sá lífshlaupið út frá því sjónarhomi er ég hefði helst kosið að geta sjálfur skyggnst til átta í. Hér hafði ég hitt mann sem af einlægni og alúðlegri hreinskilni gat lagt mat á samfélagið og sleppti þó hvergi sjálfum sér undan dómi né umsögn. Lífsmat Óskars virtist mótast af óeigingjörnum kröfum til sjálfs sín um vinnu og atorku. Elju og atorku er síðar mætti svo miðla af til sam- ferðafólksins, kæmi hann einhver- staðar auga á þörf fyrir stuðning eða styrk til góðra verka. Ein hinna mörgu minninga sem mér birtast um látinn vin er frá björtum sumardegi er Óskar kallaði til fjallaferða. Kvatt var til ferðar. Eiginkonu minni og bömum boðið með og geyst af stað í átt að kjama náttúru íslands. Ekki var áð fyrr en komið var að litlu dalverpi og gljúfri sem augum flestra vegfar- enda var hulið vegna skorts á vegaslóðum, þrátt fyrir nærvera við eitt af höfuðdjásnum íslenskrar náttúra, Gullfoss. Hér í þessu litla lokaða gljúfri hafði Óskar byggt upp unaðsreit umvafðan öllu því íslenskasta er ættjörðin getur skartað. Handbragð hans á smíði þeirra vistarvera er hann kaus þar að hafa var sem samofið væri öllu því er náttúran sjálf hafði mótað. Ekki var þetta til að sýnast í augum annarra eða til að láta aðra öfundast yfir. Svo afskekkt og ein- angrað sem djásnið var. Hér fékk hugur hans og þeirra er honum kusu að fylgja nýtt vængjahaf til hugrenninga um líðandi stund, fortíð og óræða framtíð. Hér var stund til hugarflugs um hið sanna, tæra og hreina sem barð- ist í laufi tijánna og dropum læksins. Hér var því ein af þeim fjölmörgu streymandi lindum sem mér höfðu verið huldar. Ein af þeim gefandi lindum sem vini mínum var svo tamt að veita af, án þess þó að nokkuð vekti athygli á honum sjálfum. Öllu fremur þeim einum sem er upphaf alls og frelsislindin í lífi okkar og dauða. Megi góður Guð verma þá far- vegi er Öskar hefir ætlað niðrjum sínum og samferðafólki. Guð blessi kæran vin í nýjum árfarvegum hulinnar móðu. Minningin um góðan dreng mun verma eiginkonu og ættingja. Sigfús J. Johnsen Studió 'jOHÍAiAT Hársnyrting - fyrir dömur og herra BÍLAPERUR ODYR GÆÐAVARA MIKIÐ ÚRVAL ffi'isar [hIHEKIAHF Smiðjuvegi 6, Kópavogi. Símar: 45670 - 44544. Króm-leðurstóll í 4 litum. Verðfrákr. 9.765-14.900 stgr. &TDK HUÓMAR BETUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.