Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987 Páll Hróar Jóns- son — Minning Fæddur 2. nóvember 1972 Dáinn 10. október 1987 „Þá fyrst skiljum við dauðann er hann leggur hönd sína á ein- hvem sem við unnum." Þegar sú harmafregn barst okk- ur að hann Palli vinur okkar væri dáinn, honum hefði svo að segja verið kippt héðan og við stöndum andspænis svo grimmum örlögum, þá spyijum við um tilgang þessa alls og um réttlætið, en við fáum t engin svör og stöndum eftir í orð- vana spum. En á hugann leita minningamar um allt það góða sem við áttum með Palla, allar gleðistundimar í leik, í skólanum og frá íþróttunum. Palli var traustur og góður fé- lagi, glaðvær og hress í góðra vina hópi. Hann átti heima hér í Nes- kaupstað frá bamæsku en fluttist suður í vor. Þrátt fyrir það þá héld- um við góðu sambandi okkar í milli og lagt var á ráðin um það sem gera ætti er við hittumst næst. í haust þegar Palli kom í heim- sókn var þráðurinn tekinn upp að nýju og ekki annað að sjá en allt væri með felldu. Við minnumst líka fermingarinn- ar fyrir rúmu ári og umræðna um dauðann þegar við gengum til prestsins. Þá óraði engan fyrir því að hann ætti eftir að heimsækja eitthvert okkar svo fljótt. En minn- ingin um góðan vin lifir. Við sendum fjölskyldu Palla og öllum ættingjum innilegar samúð- arkveðjur. Danni og Maggi. í dag kveðjum við elskulegan r frænda og vin okkar, Pál Hróar Jónsson. Hann lést í Landspítalan- um síðastliðinn laugardag. Þegar vorið átti að halda innreið sína í líf ungs drengs haustaði skyndilega. Þessi ungi og hrausti drengur var kallaður burt á örstuttri stundu. Við vildum ekki trúa að þetta gæti gerst. Baráttan varð stutt og þegar hún náði hámarki var eins og veðurguð- imir lékju með, eftir mikinn storm lygndi og allt varð svo undarlega hljótt. Upp í hugann koma margar minningar um tápmikinn dreng, sem alltaf var hress og glaður. Hann hafði mikinn áhuga á íþrótt- um og vann þar oft til verðlauna. Palli átti auðvelt með að kynnast öðrum krökkum og var því vin- margur. Hann bjó lengst af á Neskaupstað þar sem hann naut sín í leik og starfi. Síðastliðið vor flutti hann ásamt foreldrum sínum í Kópavoginn, þar sem hann eignaðist fljótt nýja kunn- ingja og vini, sem nú sakna hans. Söknuðurinn er mikill en minn- ingin um frænda er svo hrein og tær að hún hlýtur að ylja okkur öllum. Við biðjum svo góðan guð að vera með ástvinum hans öllum. Fjölskyldumar Hólastekk 1 og Eiðistorgi 15. Skrifað stendur: „Þeir sem guð- imir elska deyja ungir." Lífshlaup tæplega fimmtán ára drengs er ekki langt en lífshlaup Palla var fagurt. Páll Hróar Jónsson fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1972. Hann var sonur Iðunnar Haraldsdóttur og fyrri manns hennar, Jóns Páls- sonar. Ég kynntist Palla vorið 1977. Þá höfðu Eiríkur, bróðir minn, og Iðunn tekið saman. Það ríkti mikil tilhlökkun á heimili mínu og for- eldra minna þegar Eiríkur sagðist vera að koma í heimsókn með Ið- unni og litla drenginn. Ekki urðu það okkur vonbrigði að kynnast þeim. Sumarið 1977 fluttu Eiríkur og Iðunn búferlum hingað til Nes- kaupstaðar með bömin þijú, þau Palla, Þóm og Ellu. Strax myndað- ist mjög traust og gott samband milli heimilanna og eignuðust for- eldrar mínir þama góða vini sem ætíð litu á þau sem afa og ömmu. Palli var vel gerður og góður dreng- ur. Var hann mjög félagslyndur og hér eignaðist hann góða vini og hefur sú vinátta haldist. Palli var mikið fyrir íþróttir. Hann varð ung- ur mikill fótboltaáhugamaður og þegar aldur leyfði fór hann að æfa knattspymu með Þrótti og þótti hann mjög efnilegur leikmaður. Nokkur sumur æfði hann sund með sunddeild Þróttar og þar gekk hon- um einnig vel. Árin liðu í ieik og starfi. Á vetuma var skólinn í al- gleymingi, en á sumrin íþróttir og annað tilfallandi. Sl. vor urðu talsverð þáttaskil í lífí Palla. Fjölskyldan tók sig upp og flutti í Kópavog. Eignaðist Palli áfram fallegt heimili, en nú á Reynigrund 15. Eiríkur og Iðunn höfðu af því áhyggjur að Palli eign- aðist ekki félaga strax þar sem skolar væm í fríi. Rétt einu sinni komu í ljós vinsældir Palla og fé- lagslyndi. Hann fór að vinna í Vinnuskóla Kópavogs og eignaðist fljótt félaga. Palli gerðist félagi í Breiðabliki og fór að æfa knatt- spymu með því félagi og blak var hann farinn að stunda með HK í Kópavogi. Seint í ágúst kom Palli í heim- sókn til okkar. Það urðu miklir fagnaðarfundir hjá bömum mínum og félögum hans. Það var hress og glaður unglingur með miklar vænt- ingar um lífið sem ég kvaddi hér 3. september sl., en þá var Palli að fara heim til að setjast á skóla- bekk. Palli settist í Snælandsskóla og líkaði honum þar vel. Það er okkur huggun að Palli þurfti ekki að beijast lengi við þann sjúkdóm sem heltók hann með ógn- arhraða. Við, sem eftir lifum, stöndum agndofa og ráðalaus og spyijum: „Hvaða tilgangi þjónar það að hrifsa ungt og lífsglatt fólk í burtu?" En enginn getur svarað því. Sár söknuður er nú hjá okkur öllum. Við þökkum góðum dreng samfylgdina. Elsku Iðunn, Eiríkur, Þóra, Ella og aðrir vandamenn, ég bið æðri máttarvöld að veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Minningin um góðan dreng lifir og veitir birtu og yl. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V.Br.) Ebbý og fjölskylda Ég hitti Palla fyrst í unglinga- vinnunni. Þar var hann með mér í vinnuhópi. Fljótt tókst með okkur vinátta. Við vorum samferða í vinn- una og vorum mikið saman utan þess. Þegar skólinn byijaði vorum við búnir að þekkjast í 3 mánuði og orðnir góðir vinir. Hans aðal- áhugamál voru íþróttir, þar hefði hann án efa getað náð langt. Þeir deyja ungir sem guðimir elska. Á þessari stundu megna orð lítils, en ég votta foreldrum, systkinum og öðrum skyldmennum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Gísli Sigurgeir Jensson Besti vinur minn, Páll Hróar, eða Palli eins og ég kallaði hann alltaf, lést 10. október sl., 14 ára að verða fimmtán. Ég geri mér varla grein fyrir því ennþá að Palli sé dáinn, við sem ætluðum að gera svo margt saman, en svo allt í einu kom þessi hryllilegi sjúkdómur sem tók hann frá okkur. Hann sagði mér sjálfur frá því að hann væri með sjúk- dóminn og var svo ákveðinn í að vinna á honum, en samt fór sem fór. Þetta er svo óréttlátt, hvers vegna þurfti hann að veikjast og hvers vegna þurfti hann að deyja svona ungur? Það veit enginn og fær enginn að vita. Þegar ég hugsa um hann sé ég hann alltaf fyrir mér svo hressan, kátan og skemmtilegan. Palli var alltaf með þeim bestu eða bestur í íþróttunum og æfði handbolta, fót- bolta og blak. Hann átti marga vini og kunningja sem munu sakna hans eins mikið og ég geri. Sá tími sem ég þekkti hann var yndislegur og ég þakka fyrir þann tíma, þó svo mér fínnist hann hafa verið alltof stuttur. Elsku Eiríki, Iðunni, Þóru, Elínu, Jóni og öðrum vinum og ástvinum votta ég samúð mína. Ýmir Björgvin Haustið 1986 kom saman fríður og föngulegur hópur í Verkmennta- skóla Austurlands, Neskaupstað. Fljótlega vakti athygli mína hár og grannur, bjartur og fríður drengur, Páll Hróar að nafni. Palla kjmntist ég síðan ekki ein- ungis sem nemanda mínum heldur einnig sem traustum vini sonar míns. Þegar ég nú sest niður og lít um öxl eru þær ótrúlega margar minn- ingamar sem tengjast Palla á einn eða annan hátt. I skólanum var hann prúður og líflegur, fjörlegur og fimur jafnt í blaki sem fótbolta, á heimili mínu var hann hress og einlægur. Síðastliðið vor fluttist Palli ásamt fjölskyldu sinni að Reynigrund 15 í Kópavogi. Skömmu síðar fluttist ég ásamt syni mínum einnig í Kópa- voginn. Það voru miklir fagnaðar- fundir þegar þeir vinimir hittust. Þær vom ófáar stundimar sem þeir áttu saman og nú fyrir skömmu stofnuðu þeir hljómsveit ásamt góð- um vini. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að Palli sé farinn, en ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum og þeirri hlýju sem hann veitti mér og fjölskyldu minni. Iðunni og Eiríki, Þóm, Elínu, Jóni sem og öðmm ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og vona að minningin um ljúfan dreng verði sorginni yfirsterkari. Lisbet Grímsdóttir Það er stundum erfitt að sætta sig við vemleikann, sérstaklega þegar hann er harður og bitur. Kannski sættum við okkur aldrei við áföll lífsins, dauða ástvina og vina. Þau merkja okkur ætíð með einhveijum hætti. í besta falli kom- umst við yfír áföllin og lifum með sársaukanum. Margt getur hjálpað okkur til þess. Góður hugur og stuðningur vina og vandamanna, ljúf minning um genginn vin og styrkur Guðs, sem á sinn óskiljan- lega og þögla hátt vinnur það miskunnarverk að lýsa hug þeirra sem mest hafa að bera. Ótímabær dauði efnilegs unglings, sem gekk fram lífíð með fangið fullt af fyrir- heitum, hefur svo sannarlega komið yfir okkur eins og reiðarslag og höggið kemur þyngst á þá góðu vini okkar á Reynigmnd 15 í Kópa- vogi, Q'ölskyldu hans. Laugardaginn 10. október barst okkur hingað austur sú harma- fregn, að Páll Hróar Jónsson hefði látist fyrr um daginn. Við fréttum nokkmm dögum áður, að hann væri alvarlega sjúkur og að bmgðið gæti til beggja vona. Við báðum þess heitt, að veikur fengi að lifa, en úrslitum varð ekki breytt þrátt fyrir að allt væri gert sem mögu- legt er og í mannlegu valdi til lfknar Og í dag verður þessi ljúfi drengur borinn til hinstu hvíldar í Reykjavík, aðeins tæplega 15 ára að aldri. Páll var fæddur í Reykjavík 2. nóvember árið 1972. Hann var þriðja bam Jóns Pálssonar og Ið- unnar Haraldsdóttur. Árið 1977 fluttist Páll með móður sinni og seinni manni hennar, Eiríki Karls- syni, hingað austur til Neskaup- staðar ásamt systmm Páls, Elínu og Þóm. Páll ólst upp hjá þeim og naut einstakrar umhyggju og ást- ríkis þeirra. Hann átti líka góða að hér eystra, ömmu og afa, sem reyndar em nú látin, systur Eiríks og hennar fjölskyldu þar sem var mikill samgangur á milli. í þessu góða umhverfi þroskaðist Páll úr bami í ungling og bar það alltaf með sér að lífið var honum bjart. Eins og gengur og gerist þá fylg- ist maður með bömunum vaxa og þroskast, en fyrir alvöru kynntist ég Páli veturinn sem hann var í fermingamndirbúningi hjá mér ásamt jafnöldmm sínum. Páll sýndi strax, þó ungur væri, að í honum bjuggu góðir hæfíleikar. Hann var ætíð prúður og háttvís, rólegur í öllu yfirbragði. Hann var spaug- samur og glettinn og ég fann það fljótt að hann hafði jákvæð áhrif á félaga sína. Það var því ekki nema eðlilegt að skólasystkini hans bæm til hans traust og í þeirra hópi var hann vinsæll að verðleikum. Það hefur svo sannarlega sýnt sig þessa síðustu daga. Páll tók líka virkan þátt í öllu félagslífi í skólanum.og utan hans, m.a. í íþróttum sem vom hans aðaláhugamál. Og líklegt þykir mér að Eiríkur hafi leiðbeint fóstursyni sínum í skáklistinni, en milli þeirra ríkti einstök vinátta og hlý. Nú í sumar þegar fjölskyldan flutti til Kópavogs þá veit ég að erfitt hefur verið fyrir Pál að skilja við vini sína. Strákamir sem spörk- uðu með honum fótbolta á Þiljuvöll- um og víðar söknuðu góðs vinar og hann þeirra. En við höfðum frétt að honum hafí gengið vel að aðlaga sig nýju umhverfí á stuttum tíma. Ekki kom það okkur á óvart. Sjálfur á ég hugljúfa minningu um þennan góða dreng sem ég fermdi hér í kirkjunni á Norðfirði. Sú mjmd hefur komið í hug minn þessa dimmu daga og náð að lýsa myrkrið. Ég þykist vita að svo sé um fleiri. Alls staðar sem Páll kom og var geislaði frá honum glaðværð og traust. En ég veit að þessir dag- ar hafa verið erfiðastir þeim Iðunni og Eiríki, Elínu og Þóru og öðrum ástvinum hans. Ég veit, að ég tala fyrir munn allra hér á Norðfirði þegar ég bið góðan Guð að blessa og styrkja þau í sorginni. Ég og Auður, kona mín, sendum þeim, með þessum fátæklegu orðum, okk- ar innilegustu samúðarkveðju. Guð blessi minningu Páls Hróars Jónssonar. Sr. Svavar Stefánsson, Neskaupstað. Við áttum saman góðar stundir, ég og „krakkamir mínir" í sumar- búðum W.P. í DDR sumarið 1986. Palli var einn þeirra. Við urðum öll skemmtilega náin þetta sumar, við eins og eignuðumst öll pínulítið hvert í öðru. Palli var íþróttahetjan í hópnum, vann medalíur á „Litlu Ólympíuleikunum", og var sá eini sem spilaði fótbolta í hópnum. Mér kemur í huga allt það sem við brölluðum saman þetta sumar, allar þær stundir er við hlógum saman og líka þær stundir er við grétum saman. Og ég græt í dag. Það er sárt til þess að hugsa stundum, hvað allt er í heiminum hverfult, en ég gleðst í hjarta mínu yfir að hafa verið partur af Palla, og ég trúi því, að þegar ég held af stað jrfir móðuna miklu, þá verði hann þar, til að rétta mér hönd. Ég kveð-elsku vin minn Pál. Samúðarkveðjur sendi ég af öllu hjarta til foreldra, vina og allra vandamanna. Freyja Þorsteinsdóttir t Eiginkona mín og móöir, HALLDÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR, Barrholti 12, Mosfellsbæ, lést 4. október sl. Jarðarförin hefur farið fram. Tryggvi Sigurðsson, Sigurbjörg Tryggvadóttir. t Faðir okkar, SKAPTI SKAFTASON, varð bráðkvaddur á heimili sínu, Frakkastfg 12, aöfaranótt 14. október. Kjartan Skaftason, Brandur Skaftason. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, INDIIANA EYJÓLFSDÓTTIR Suðureyri, Súgandafirði, verður jarðsungin frá Suðureyrarkirkju laugardaginn 17. október kl. 14.00. Kristrn Gissurardóttir, Halldór Bernódusson, Hafdís Halldórsdóttir, Svanhildur Halldórsdóttir, Gissur Óli Halldórsson, Elfn Kristrún Halldórsdóttir. t Faðir okkar, stjúpfaðir og tengdafaðir, MARTEINN JÓNASON fyrrum skipstjóri og framkvæmdastjóri, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 19. október kl. 15.00. Agla Marta Marteinsdóttir, Stefán Gunnarsson, Jóhanna H. Marteinsdóttir, Smári Hilmarsson, Hafdis Magnúsdóttir, Elín Guðnadóttir. t Hjartanlegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát litlu dóttur okkar og systur, RAGNHILDAR. Guðrún H. Össurardóttir, Brynjólfur Steingrfmsson, Össur, Þorgerður Elfn og Hjörtur Brynjólfsbörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.