Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987 Útgefar.di Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö. Björgunarstörf og Landhelgisgæslan Evrópubanda- lagið og Island Kjaradeila þyrluflugmanna Landhelgisgæslunnar fékk á sig nýjan svip um helg- ina, þegar sagt var frá því, að Spánveijar hefðu orðið að nauðlenda smá-þotu um 50 mílur undan Reykjanesi. Þá tókst ekki að kalla hina vösku björgunarmenn Gæslunnar út með jafn skömmum fyrirvara og vera ber, af því að ekki hafði verið leyst úr launadeilu þeirra. Fór þyrla gæslunnar af stað hálfri klukkustund síðar en þyrla vamarliðsins. Vamarliðsmenn köstuðu sér í sjóinn að gúmbáti Spánveij- anna og aðstoðuðu þá við að komast um borð í togarann Þorlák ÁR en fluttu særðan mann með þyrlu sinni í land. Tókst þetta allt eins giftusam- lega og kostur var og eiga allir, er að björguninni stóðu, lof skilið. Þyrluflugmenn Landhelgis- gæslunnar hafa deilt við vinnuveitendur sína um greiðslur fyrir bakvaktir. Hef- ur gengið erfíðlega að fínna lausn á þessari deilu og telja sjómenn öryggi sínu ógnað, á meðan þessi mikilvægi liður í starfí Landhelgisgæslunnar er í lamasessi. Hafa þeir meðal annars snúið sér til dómsmála- ráðherra með beiðni um að hann beiti sér fyrir lausn máls- ins. Benóný Ægisson, þyrlu- flugstjóri hjá Landhelgisgæsl- unni, lýsir þeirri skoðun í Morgunblaðsgrein í síðustu viku, að það sé mikið álita- mál, hvort réttlætanlegt sé að halda þyrlurekstri áfram hjá Landhelgisgæslunni. Finnst honum hafa verið þannig hald- ið á deilunni vegna launakjara flugmannanna, að vegið sé að grundvellinum sjálfum. Athyglin beinist nú að þyrlurekstri - Landhelgisgæsl- unnar. Meira er í húfi. I raun hafa stjómvöld ekki gert það upp við sig, hvaða hlutverki Landhelgisgæslan á að gegna. Deilan við þyrluflugmennina er aðeins einn angi vandans. Nýlé'ga var haldinn fjölmennur fundur hjá Vísi, félagi skip- stjómarmanna á Suðumesj- um. Þar var skorað á stjómvöld að hefjast handa um uppbyggingu þaulskipu- lagðrar öryggis- og björgunar- þjónustu undir öflugri stjóm Landhelgisgæslunnar. Síðan segir orðrétt í ályktun fundar- ins: „Félagið lýsir vanþóknun sinni á hve illa skip Gæslunnar eru nýtt í daglegum rekstri, þar sem oftast er aðeins eitt skip á sjó, og skorar á stjóm- völd að bæta um betur, með tilliti til björgunar- og öryggis- mála sjómanna.“ Á meðan barist var fyrir útfærslu landhelginnar, fór enginn í grafgötur um hlut- verk Landhelgisgæslunnar. Þá var það metnaðarmál allra, að sem best væri staðið að rekstri hennar og var jafnan séð til þess, að tæki hennar mætti nýta til hins ýtrasta. Ekki er lengur deilt um yfirráð yfír Islandsmiðum. Unnt er að nýta hátækni til að fylgjast með ferðum fiskiskipa. Er unnið að því að koma á fót slíku eftirlitskerfi. Tæknin kemur á hinn bóginn ekki í veg fyrir slys á hafi úti frekar en annars staðar. Sjómenn treysta á Landhelgisgæsluna og aðrar björgunar- og hjálp- arstofnanir. Þá er það yfírlýst markmið, í orði að minnsta kosti, að við önnumst sjálf öryggisgæslu í landinu og haf- inu umhverfís það. Á hættu- stundu leggja að sjálfsögðu allir fram krafta sína og björg- unarstörf vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli, sem ræð- ur yfír öflugum tækjakosti og vel þjálfuðum mönnum, verða aldrei fullþökkuð. En það er hluti af því að halda uppi sjálf- stæðri efnahagsstarfsemi í landinu að gæta öryggis þeirra, sem leggja hönd á plóginn. Öflug Landhelgis- gæsla er því ein af forsendun- um fyrir sjálfstæði þjóðarinn- ar. Kjaradeila þyrluflugmanna Landhelgjsgæslunnar verður leyst og hún má ekki verða til þess að kippa grundvellin- um undan þessum mikilvæga þætti í starfí Gæslunnar. En meira þarf til en lausn á þess- ari deilu til að vegur Land- helgisgæslunnar verði sá, sem henni ber. Stjómvöld þurfa að leggja Iokahönd á það verk, sem unnið hefur verið við að móta Landhelgisgæslunni skýr og ótvíræð markmið við nýjar aðstæður. Það ætti að vera metnaðarmál hveijum þeim, sem vill efla björgunar- þjónustu og öryggisgæslu og um leið treysta sjálfstæði þjóð- arinnar. eftirÞorvald Gylfason Kveikjan að stofnun Evrópu- bandalagsins á sínum tíma var þrá Frakka og Þjóðveija eftir friði og framförum í kjölfar heimsstyijald- arinnar síðari. Ríkisstjórnir land- anna sannfærðust um það eftir styijöldina, að hag beggja þjóða og friðsamlegri sambúð þeirra í álfunni yrði bezt borgið með samvinnu milli þeirra í efnahagsmálum og stjóm- málum. Þær höfðu lært af reynsl- unni. Þeim var ljóst, að Frökkum og bandamönnum þeirra höfðu orð- ið á alvarleg mistök eftir fyrri heimsstyijöldina, þegar þeir neyttu aflsmunar og þvinguðu Þjóðvetja til að greiða þeim himinháar skaða- bætur. Þjóðveijar sáu enga leið færa út úr ógöngunum aðra en að prenta peninga fyrir skuldunum. Þannig kviknaði óðaverðbólgan í Þýzkalandi milli stríða. Hitler kom í kjölfarið. Aðg-angur að auðlindum Það var franski hagfræðingurinn og stjómmálamaðurinn Jean Monn- et, sem átti hugmyndina að stofnun Evrópubandalagsins. Hugmyndin var einföld. Hún var sú að veita bandalagsþjóðunum jafnan aðgang að mikilvægum auðlindum í heil- brigðri samkeppni og undir sameig- inlegu eftirliti. Samkomulagið varðaði í fyrstu einkum kol og stál, en átök um þessi hráefni höfðu beint eða óbeint orðið valdur að mörgum styijöldum Frakka og Þjóðveija gegnum tíðina. Kola- og stálbandalagið var stofnað 1952. Það stækkaði og varð síðan að Evrópubandalaginu við gerð Róm- arsáttmálans 1957. Sameiginlegir hagsmunir banda- lagsþjóðanna vom miklir. Það vom sérhagsmunir þeirra líka. Þjóðveij- ar vom einkum áhugasamir um frjáls viðskipti með iðnaðarvömr, enda höfðu þeir yfirburði í iðnaði. Frakkar sóttust fyrst og fremst eftir nýjum mörkuðum og nýju fjár- magni fyrir franska landbúnaðar- framleiðslu, enda nutu þeir yfirburða í landbúnaði. Þannig gerðist það, að þessar fjandvina- þjóðir urðu ásáttar um að afnema tolla á iðnvaming í viðskiptum milli bandalagsríkjanna og að styrkja landbúnað úr sameiginlegum sjóð- um innan ramma samræmdrar landbúnaðarstefnu bandalagsríkj- anna. Þessi ákvæði Rómarsáttmál- ans urðu homsteinar samstarfs þessara þjóða í Evrópubandalaginu. Efling- Evrópu- bandalagsins Stofnfélagar Evrópubandalags- ins vom sex við undirritun Rómar- sáttmálans 1957: Belgía, Ítalía, Holland og Lúxemborg auk Frakk- lands og Vestur-Þýzkalands. Síðan hafa sex önnur lönd bætzt í hóp- inn; fyrst Bretland, Danmörk og írland (1973), svo Grikkland (1981) og nú síðast Portúgal og Spánn (1986). Bandalagið hefur haldið áfram að eflast með ámnum. Samvinna aðildarlandanna hefur orðið æ nán- ari á sífellt fleiri sviðum. Nú hillir undir það, að bandalagssvæðið geti orðið að einum markaði 1992. í þessu felst, að öll viðskipti milli bandalagsríkja með vöm, þjónustu, vinnuafl og fjármagn verða þá jafn- ftjáls og þau em nú innan landa- mæra hvers ríkis fyrir sig. Þetta þýðir meðal annars, að öll skatt- lagning vöm og þjónustu verður eins í öllum bandalagsríkjum. í þessu felst þó ekki fullkomin samræming allra þátta efnahags- stefnunnar. Einstök ríki munu eftir sem áður áskilja sér rétt til að ákveða til dæmis fjárlög, tekju- og eignarskatta og stefnuna í pen- inga-, vaxta- og gengismálum hvert eftir sínum sérþörfum og óskum innan þeirra marka, sem banda- lagsríkin ákveða sameiginlega. Talið er víst, að aukin viðskipti í kjölfar þessarar markaðssamein- ingar muni efla hagvöxt, bæta lífskjör og draga mikið úr atvinnu- leysi í aðildarríkjum bandalagsins. Vandi Norðurlanda fyrir sér í vaxandi alvöm, hvort rétt sé og tímabært að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Meðal þeirra em Norðmenn og Svíar. Umræður um hugsanlega aðild Norðmanna og Svía að Evrópu- bandalaginu að undanfömu hafa verið fróðlegar, ekki sízt vegna þess hversu ólík viðhorf þessara tveggja þjóða til bandalagsins em. Norsk stjórnvöld virðast hafa hug á aðild meðal annars af varnar- mála- og öryggisástæðum. Þar sem allir helztu bandamenn Norðmanna í Atlantshafsbandalaginu austan hafs em einnig aðilar að Evrópu- bandalaginu, virðist sú skoðun eiga vaxandi fylgi að fagna í Noregi, að eðlilegt sé og æskilegt, að Norð- menn skipi sér í sveit sömu þjóða í Evrópubandalaginu líka. Þetta gæti gerzt um eða fyrir miðjan næsta áratug. Þó hafa margir Norð- menn áhyggjur af hugsanlegum áhrifum aðildar að bandalaginu á norskt atvinnulíf, einkum land- búnað og sjávarútveg, en þessir atvinnuvegir njóta sérstakrar vemdar norska ríkisins. Norðmenn em enn fremur minnugir þess, að aðild Noregs að bandalaginu var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu fyr- ir 15 ámm eftir hatrammar deilur. Öðm máli gegnir um Svíþjóð. Margir Svíar hafa áhuga á aðild að Evrópubandalaginu af efna- hagsástæðum fyrst og fremst. Þó hefur sænska ríkisstjómin nokkrar áhyggjur af því, að aðild að banda- laginu geti verið talin stangast á við hlutleysisstefnu Svía í utanríkis- málum. EFTA skreppur saman Fríverzlunarsamtök Evrópu (EFTA) vom frá upphafi annars eðlis og smærri að vexti en Evrópu- bandalagið. EFTA var stofnað 1960 í því skyni að koma á tollfijálsum viðskiptum með iðnaðarvömr milli aðildarríkjanna. Stofnfélagar EFTA vom sjö: Áusturríki, Bretland,'Dan- mörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Finnar slógust í hópinn skömmu síðar og íslendingar 1970. Munurinn á EFTA og Evrópu- bandalaginu er einkum sá, eins og kunnugt er, að (a) EFTA er ein- Ýmsar aðrar þjóðir velta því nú Enn um hávaða eftirAtla Heimi Sveinsson Steingrímur Gautur Kristjánsson reið á vaðið, birti gagnmerka grein og ýtarlega um hávaðasýki í Morg- unblaðinu 24. september sl. Fjallaði hann um sívaxandi hljóðmengun umhverfisins. Sigurður Þór Guðjóns- son tók undir orð Steingríms Gauts í sama blaði, nokkmm dögum síðar, og gerði ofbeldi strætisvagnastjóra að umtalsefni, en þeir demba óbeðið síbylju útvarpsstöiðva yfír farþega sfna. Svo kvartar Vigdís Jónsdóttir yfir samskonar ofbeldi í lang- ferðabflum. Hún skrifar kurteislegt umkvörtunarbréf til Félags sérleyf- ishafa. Þeir svömðu ekki — þeir hinir sömu, sem segjast stefna að bættri þjónustu við farþega. Og ofbeldisseggir síbyljunnar láta sig ekki. Laugardaginn 3. október sl. birtist flennistór auglýsing f DV undir fyrirsögninni: Strætó hlustar á Stjömuna. Þar er borið saman í hversu mörgum vögnum sé stillt á Rás 1, Rás 2, Bylgjuna og Sfjöm- una. Loks er fullyrt að strætis- vagnabflstjórar vilji farþegum sínum aðeins það besta. Ég spyr: Em það forréttindi strætóbílstjóra að velja músikkjukk oní farþegana? Áf hveiju mega þeir ekki velja sjálfir? Hvar er nú „frelsið"? Ég er þeirrar skoðunar að hver maður eigi rétt á þögn. Þess vegna er síbyljan í strætóum og rútubílum ofbeldi, sem á að banna líkt og reykingar. Ég veit að síbyljujukkið er ekki skaðlaust. Síbyljan er tmfl- andi, sljóvgandi fyrir sálina, vana- bindandi vímugjafi, líkt og tóbak og brennivín. Hún óhreinkar og mengar umhverfið. Nú má hver og einn hafa mengun og óþrifnað innan dyra hjá sér, mín vegna. En hann má ekki beina menguninni inn til mín, og sameiginlegt umhverfí okkar á að vera eins hreint og ómengað og unnt er. Þess vegna má nágranni minn hafa síbyljuna heima hjá sér. Ég get ekkert haft á móti því, og í sjálfu sér er ég ekki á móti síbyljunni. Hún má ekki vera f þvf umhverfí sem við eigum og notum sameiginlega. Verslunareigendur mega hafa hana inni í búðum sínum. Ég fer þá bara í aðrar búðir, sem eru lausar við „Ég víl ekki takmarka frelsi annarra. Það eru aðrir sem vilja tak- marka frelsi mitt: Réttinn til þagnarinnar. Það verður því að marka síbyljunni bás. Hún má ekki dynja yfir hvar og hvenær sem er. Fólk á að geta valið milli hennar og þagnar- innar.“ síbyljuna. Mér kemur ekki við hvað aðrir gera. Sama er að segja um veitingahús. Ég kem helst á Mokka, vegna þess að þar er ekki útvarps- tæki í gangi. Á Hressingarskálann er varla komandi þvf afgreiðslufólk neitar að draga niður í síbyljunni sé um það beðið. Þetta er kannski í lagi, hér á ég valkost, ég get farið á aðra staði. En í strætó eða lang- ferðabílum á ég engra kosta völ. Þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.