Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987 7 Haraldur Gísla- son kjörinn forseti Alþjóða- samtaka fiskmjöls- framleiðenda Á AÐALFUNDI Alþjóðasamtaka fiskmjölsframleiðenda, IAFMM, sem haldinn var nýlega í Júgó- slavíu var Haraldur Gíslason forstjóri Fiskinyölsverksmiðj- unnar í Vestmannaeyjum kjörinn forseti samtakanna til næstu tveggja ára. í samtökunum sem stofnuð voru 1959 eru allir helstu framleiðendur fiskimjöls og -lýsis í heiminum að Japan og Sovétríkjunum undan- skyldum. Framleiðsla aðildarland- anna er rúmur helmingur heimsframleiðslunnar á þessum af- urðum. Heildar heimsframleiðsla árið 1986 á fískimjöli var 6,2 millj- ónir tonna og um 1,6 milljónir tonna af búklýsi. Alþjóðasamtökin vinna að hags- munamálum mjöl- og lýsisframleið- enda með rannsóknum og kynningum um allan heim. Hefur t.d. læknisfræðilegt gildi lýsis verið rannsakað mikið og niðurstöður þeirra rannsókna birtar víða. Nú hyggjast samtökin beita sér fyrir átaki í rannsóknum og stöðlun gæðamjölsframleiðslu. Þau hafa einnig barist harðlega gegn hugs- anlegri skattlagningu Evrópu- bandalagsins á feitmeti, sem haft gæti mjög alvarlegar afleiðingar á mjöl- og lýsisiðnað margra landa t.d. íslands. íslendingar hafa tekið þátt í starfí Alþjóðasamtaka fískmjöls- framleiðenda frá stofnun Félags íslenskra fískmjölsframleiðenda 1960 og hefur Jón Reynir Magnús- son forstjóri Síldarverksmiðja ríkis- Atlaga gerð að sjálf- stæðum útgerðum - segir Kristján Ragnarsson, um sam- þykkt stjórnar SH um fiskveiðistjórnun „MÉR finnst það ekki koma til greina að úthluta fiskvinnslunni veiðik- vóta. Veiðirétturinn hlýtur að vera hjá þeim sem eiga skipin og hafa haft þá atvinnu að sækja fisk i sjó. Annað fyrirkomulag er bein atlaga að sjálfstæðum útgerðum sem ekki eiga fiskvinnslu," sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, þegar leitað var álits hans á samþykkt stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihú- sanna um stjórnun fiskveiða, þar sem óbreyttri fiskveiðistefnu var hafnað, en lögð áhersla á jafnræði veiða og vinnslu. Haraldur Gíslason ins gegnt forsetastarfí hjá samtökunum. Á fundi Fiskmjölsútflutnings- ríkja, FEO, sem haldinn var á sama tíma, en þar eru íslendingar einnig aðilar, kom fram, að fram á mitt næsta ár er ekki að vænta neinna verulegra breytinga á framleiðslu landanna. Bendir það til stöðugleika á fískmjölsmörkuðum í nánustu framtíð. (Fréttatilkynning) Kristján sagði að erfíðleikar væru á að ná samstöðu um stjómun físk- veiðanna í ráðgjafamefndinni. „Þó finn ég að það er vaxandi samstaða innan útgerðarinnar um framleng- ingu á núverandi kerfí til lengri tíma. Þegar þessi stjómun var tekin upp haustið 1983 var það gert af illri nauðsyn, en í góðri samvinnu við stjómvöld. Allvel hefur tekist til en nú er hins vegar vegið að þessu úr ýmsum áttum." Kristján sagði að enginn útgerðar- maður gæti gert út skip með hálfan kvóta og þurfa að sækja hinn hlu- tann til aðila sem skammtaði þeim hvað mikið þeir mættu veiða og jafn- framt verð fyrir þann físk. Hann sagði að margt væri óljóst í þessum tillögum. Talsmenn tillögunnar hefðu engin svör við spumingum um hvað nákvæmlega væri átt með orðinu fiskvinnslustöð í tillögunni. Félli skreiðarverkun þar undir eða þeir 60 saltfiskverkendur sem byijað hefðu á þessu ári? Það hlyti jafn- framt að minnka kvóta allra skipa þegar fískvinnslufyrirtæki sem ekki ættu útgerð fengju kvóta. „Ég er undrandi á því að samtök fiskvinnslunnar skuli hafa valið framkvæmdastjóra Dagsbrúnar sem talsmann sinn í umræðum um físk- veiðistjómun. Þá vil ég geta þess, að á fundurn sem haldnir hafa verið í útvegsmannafélögum að undanf- ömu hafa fulltrúar útgerða sem eiga fískvinnslu ekki komið fram með hugmyndir framkvæmdastjóra Dagsbrúnar og virðist þessi afstaða því vera einangmð við stjómir SH og samtaka SÍS-frystihúsanna,“ sagði Kristján. Scanair: Leigja þotu af Flugleiðum Úrskurður mannréttindanefndar: Næsta skref að leita sátta - segir Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri „NÆSTA skref i málinu er að leita sátta," sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu, en á þriðjudag úrskurð- aði mannréttindanefnd Evrópur- áðsins að mál Jóns Kristinssonar skyldi tekið til efnismeðferðar og er það í fyrsta sinn sem mál íslend- ings fær þá afgreiðslu. Jón kærði til mannréttindanefnd- arinnar þá tilhögun hér á landi, að einn maður geti bæði stjómað rann- sókn máls og dæmt í því. „Ég á eftir að gera dómsmálaráðherra grein fyr- ir stöðu mála, en samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu er næsta skrefið að leita sátta í mál- inu,“ sagði Þorsteinn. „Hvemig því verður háttað er óljóst enn. Það má benda á að ríkisstjómin hefur ákveð- ið að aðskilja framkvæmdavald og dómsvald á landsbyggðinni og er um það ákvæði í stjómarsáttmála. Þá hefur verið skipuð nefnd, undir for- sæti Bjöms Friðfinnssonar, til að fjalla um þann aðskilnað og sú neftid- arskipan var óháð þessu ákveðna rnáli," sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri. FLUGLEIÐIR hafa leigt flugfé- laginu Scanair, sem er systurfyr- irtæki SAS, DC-8 63 þotuna TF-FLE til aprílloka á næsta ári. Er vélin leigð með áhöfn í flugstjórnarklefa og sjá Flug- leiðir einnig um viðhald vélarinn- ar. Samningurinn hljóðar upp á liðlega 200 milljónir króna. Að sögn Steins Loga Bjömssonar fulltrúa forstjóra Flugleiða var gengið frá þessum samningi síðast- liðið vor. Flugleiðir leigja vélina án áhafnar og viðhalds af bandaríska §ármagnsfyrirtækinu International Áirleases og var vélin tekin á leigu með þennan samning við Scanair fyrir augum. ÍNÝJUM STÆRRI0G BETRI BÚNINGI VERLSUN ÞAR SEM ÞÚ GENGUR BORGARTÚN 29, SÍMI20640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.